Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Bjó Eiríkur
á Eiríks-
stöðum?
A ráðstefnunni Vestur um haf kynntu inn-
lendir og erlendir fræðimenn hugmyndir
sínar um þá feðga Eirík rauða og Leif
heppna, landafundi þeirra og landnám.
Jóhann Hjálmarsson hlýddi á fyrirlestra
og lát hugann reika um gildi Vínlandssagn-
anna í samtímanum, heimildir þeirra og
ekki síst áhrifamátt skáldskaparins.
VESTUR um haf var heiti ráð-
stefnu um heimildir fyrir landafund-
um og landnámi norrænna manna og
íslensk fræði í hinum enskumælandi
heimi á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordals haldin í Norræna húsinu í
Reykjavík dagana 9.-11. ágúst.
AFMÆLI landafunda norrænna
manna er á næsta ári og því vei til
fundið að efna til ráðstefnu um þetta
efni svo og íslensk fræði meðal
enskumælandi fólks. Ráðstefnan í
Norræna húsinu var með afbrigðum
vel sótt, umræður fjölbreyttar og
undirtektir yfirleitt góðar. Það er
greinilega áhugi á þessu efni, líklega
meiri en menn gera sér grein fyrir.
Tungumál ráðstefnunnar var enska.
Eftir ávarp formanns stjórnar
Stofnunar Sigurðar Nordals og setn-
ingarræðu menntamálaráðherra
flutti Ólafur Halldórsson erindi um
Vínlandssögurnar, Grænlendinga
sögu og Eiríks sögu rauða. Ólafur er
manna fróðastur um þessar sögur
enda var oft vitnað til hans á ráð-
stefnunni.
Guðmundur Ólafsson talaði um
rannsóknir á Eiríksstöðum, bæ Ei-
ríks rauða? Nýlegar fornleifarann-
sóknir hafa leitt í ljós skálarúst frá
lokum 10. aldar þar en þetta hefur
verið lítil bygging. Menn spyrja sig
hvort þetta sé bær Eiríks rauða og
þá fæðingarstaður Leifs heppna.
Byggingarlega er ekki hægt að full-
yrða um þetta, en Guðmundur lét
eftirfarandi orð falla: „Ef Eiríkur
var til bjó hann á Eiríksstöðum.“ Ei-
ríkur var sem kunnugt er vígamaður
og þurfti oft að skipta um bústað.
Vígaferli hröktu hann frá Noregi.
Breytileg frásögn
I erindi sínu, Grænlendinga saga í
nútímanum, benti Helgi Þorláksson
á að stuðst hefði verið við munnlega
frásögn sem breyst hefði frá einni
kynslóð til annarrar og ritaður texti
breytist líka eins og munnlegur.
Hann sagði að til dæmis væri margt
óljóst um Guðríði Þorbjarnardóttur
og heimildum bæri ekki saman um
veru hennar í Skagafii’ði eftir að hún
kom heim. Bjó hún til dæmis á
Reynisnesi eða í Glaumbæ?
Robert Kellogg vék einnig að Guð-
ríði og Jenny Jochens að henni og
líka Freydísi í umræðu um konur og
víkinga. Má ætla að fleiri hafi áhuga
á valkyrjum norrænna bókmennta
en Hillary Clinton. Kellogg rifjaði
upp ástæðu fyrir brottför Eiríks frá
Noregi og sagði að ísland hefði verið
góður staður fyrir fólk sem ratað
hefði í ógæfu. Þar hefðu menn iðkað
að segja sögur sér og öðrum til
skemmtunar.
Bo Almqvist gerði að umræðuefni
kaflann um Guðríðarnar tvær í
Grænlendinga sögu þar sem báðar
kváðust heita Guðríður. Almqvist
var á þjóðfræðislóðum og hafði frek-
ar trú á að hér væri eins konar
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
ÁHEYRENDUR í þéttsetnum sal létu til sín taka í umræðum. Hér kveður Bjami Bragi Jónsson sér hljóðs.
Morgunblaðið/Jim Smart
ÓLAFUR Halldórsson flytur
vísdómsorð um Vínlandssögur.
draugasaga frekar en draumi væri
lýst.
Skáldskapargildið
Árni Björnsson var líka í þjóð-
fræðihugleiðingum í spjalli sínu um
sérstaka skáldaætt sem hugsanlega
kom til Islands. Skáldskapinn skýrði
hann með einangrun þjóðarinnar og
lagði einnig áherslu á að hingað
komu ekki beinlínis stríðsmenn úr
röðum víkinga heldur yfirleitt frið-
samir menn, nær allir bændur. Rit-
listin barst með kirkjunni og kirkju-
bændur héldu heimilispresta sem
látnir voru skrifa.
Kirsten Wolf rakti áhrif Vínlands-
sagna á vestur-íslenskar og
kanadískar bókmenntir og er af
nógu að taka, fyrr og nú. Vínland
varð að tákni, eins konar Frónn eða
ísafold og sama er að segja um Leif
Eiríksson. Hann varð mjög róman-
tískt tákn. Kirsten Wolf, sem er pró-
fessor við Manitoba-háskóla, og
Marianne E. Kalinke, prófessor við
Illinois-háskóla, hafa greint frá ís-
lenskum fræðum í Bandaríkjunum í
viðtali hér í blaðinu og verður ekki
annað sagt en að áhugi sé fyrir hendi
og furðu vel vinnist.
Robert Kellogg minnti að gefnu
tilefni á W.H. Auden og mikilvægi
Islands íyrir hann. Sveinn Haralds-
son lék sér að mótsögnum um upp-
runa Eiríks rauða, var hann norskur
eða íslenskur? Líka velti Sveinn íyrir
sér mannanöfnum, til dæmis Leifs
heppna sem réttilega hefði átt að
heita Þorleifur og kannski hét hann
það? Sveini var meira í mun að lofa
sjálfar bókmenntirnar sem vissulega
eru afar merkilegar í Vínlandssög-
um. Hvers vegna eyða menn ekki
fremur tíma í að fjalla um þær en
spurninguna hvort Leifur var Norð-
maður? Inga Dóra Björnsdóttir, sem
er hagvön í Bandaríkjunum, greindi
frá því að margir Bandaríkjamenn
telja Leif sænskan.
Skrælingjaþáttur
Ég hafði gaman af umfjöllun
Sverris Jakobssonar um skrælingja,
en hann taldi að sögur um skræl-
ingja segðu okkur sögur íslendinga.
íslendingar lýstu sjálfum sér með
því að lýsa skrælingjum. Líklega
hefur verið litið á skrælingja sem
eins konar galdramenn eða útlaga og
því verið sjálfsagt að drepa þá. Mið-
að við ýmsar furðuþjóðir standa
skrælingjar okkur þó nærri að dómi
Sverris. Það kom á óvart að Sverrir
studdist við íslenska tungu í fyrir-
lestri sínum.
Úlfar Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðai- Nordals, orðaði
það svo að menn væru að draga ým-
islegt saman á ráðstefnunni, birta
rannsóknir og niðurstöður. Ólafur
Halldórsson var þeirrar skoðunar að
nýtt mat fælist í ræðum manna þótt
hann segðist ekki tilbúinn að sinni til
að skýra það.
Margs kyns fræði nutu sín á ráð-
stefnunni. Nefna má siglingafræði
og tímatal hjá þeim Þorsteini Vil-
hjálmssyni og Soren Thirslund, fyr-
irlestur Birgittu Wallace Ferguson
um L’Anse aux Meadows og Vín-
land, fróðleik Benjamins J. Vail um
þau fræði sem liggja mitt á milli
mannlegrar menningar og umhverfis
náttúrunnar, Human Ecology.
Einnig Vínland og forn íslensk fræði
meðal Breta, m.a. á Viktoríutíman-
um.
Athyglisverð eru líka þau ummæli
Björns Bjarnasonar, skilji ég hann
rétt, að sagnir um hugsanlega komu
Kólumbusar til íslands 1477 hafi í
augum sagnfræðinga orðið til að
eyða þeirri hugmynd að landafundur
Islendinga væru einangrað íyrir-
bæri, líta mætti á þá sem hluta sókn-
ar Evrópumanna til annarra landa.
Þannig mætti lengi telja.
Hermenn í fortíð
og framtíð
ÞESSI verk verða m.a. á sýningunni Transparanser í i8.
Geometrísk málverk í i8
SÆNSKI listamaðurinn Kjell
Strandqvist opnar sýninguna Ti'an-
sparanser í galleríinu i8, Ingólfs-
stræti 8, í dag, fimmtudag.
í fréttatilkynningu frá galleríinu
segir að Strandqvist geri geometrísk
málverk og frjálslegar teikningar
sem virðast í fyrstu eiga lítið sameig-
inlegt en þó virðist eitthvert sam-
band vera á milli þess sem kallast
regla og þess sem kalla mætti óregla
og er sem orðin skipti um hlutverk í
verkunum hans. Hann virðist vera
með þessu að brjóta upp stefnur og
þannig reynir hann að finna sér eitt-
hvert eigið myndmál.
Kjell Strandqvist fæddist í
Hamosand 5. janúar árið 1944.
Hann nam myndlist í Svíþjóð frá
1963-69. Hann hefur verið prófess-
or í teikningum við Listaháskólann í
Stokkhólmi síðan 1986. Hann er nú-
verandi formaður Statens Konst í
Svíþjóð.
Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18 og lýkur sunnu-
daginn 5. september.
KVIKMYMPIR
Stjörnubrú
SÉRSVEITIN: ENDURKOMAN
„UNIVERSAL SOLDIER: THE
RETURN“%
Leikstjóri: Mic Rodgers. Handrit:
John Fasano og WiIIiam Malone.
Aðalhlutverk: Jean Claude van
Damme, Bill Goldberg, Michael
Jai White, Kiana Tom. 1999.
FRAMHALDSMYNDIN Sér-
sveitin: Endurkoman eða „Univer-
sal Soldier: The Return“ með Jean
Claude van Damme er vond
skemmtun. Hún er einskonar
framhald annarrar og skömminni
skárri Damme-myndar þar sem
Dolph Lundgren lék á móti
belgíska buffinu en það segir nokk-
uð til um ágæti framhaldsins að
maður hálfpartinn saknar bjána-
lega, sænska risans.
Sagan er eitthvað á þá leið að
ameríski herinn hefur þróað tölvu
er stjórnar hermönnum framtíðar-
innar sem aftur eru búnir til úr
dauðum hermönnum fortíðarinnar.
Tölvan, mikið til eins og HAL 9000,
tekur völdin í sínar hendur og
sendir hermennina út af örkinni til
að drepa allt sem fyrir þeim verð-
ur. Damme er sá eini sem getur
stoppað þá og gerir það næsta auð-
veldlega.
Það er líklega aðeins í lélegri
Damme-mynd núorðið sem aðal-
persónan getur sagt alvarleg á
svipinn, Ég drapst í Víetnam, og
það virkar eins og besti brandarinn
í mynd sem tekur sig brjálæðislega
alvarlega. Fyrir utan slappt hand-
ritið, sem byggist á fjölda hug-
mynda úr öðrum og betri myndum,
er leikurinn fyrir neðan allar hellur
svosem vant er (flest hlutverkin
virðast í höndum kraftlyftingar-
manna) og hin spennuþrungna
hasarfrásögn er svæfandi.
Damme-myndirnar hafa farið sí-
versnandi með árunum en Belginn
er orðinn (ef hann hefur ekki alltaf
verið það) helsti merkisberi virki-
lega vondra B-mynda. Það er eins
og hann ætli aldrei að ná botninum
þessi maður.
Arnaldur Indriðason
i