Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 31
LISTIR
MARIO Quagliotti, sendirherra Ítalíu á íslandi, opnaði sýninguna List
um list í Listasafni Kópavogs á dögunum.
Sýning um nútíma
forvörslu í Gerðarsafni
í LISTASAFNI Kópavogs, Gerð-
arsafni, hefur verið sett upp far-
andsýning um forvörslu sem nefn-
ist List um list. Sýningin er í sam-
vinnu við l’Istituto per l’Arte e il
Restauro „Palazzo Spinelli" í
Flórens, ítalska sendiráðið á ís-
landi og ítölsku menningarmiðstöð-
ina í Ósló.
Að sögn Guðbjargar Kristjáns-
dóttur, forstöðumanns Gerðar-
safns, er þessari sýningu ætlað að
lýsa margbrotnu ferli forvörslunn-
ar og þeim vandamálum sem upp
koma við hana. Með ljósmyndum af
listaverkum og forvörðum að störf-
um er gerð grein fyrir grundvallar-
atriðum forvörslunnar.
Fyrsti hluti sýningarinnar er
helgaður þeim margvíslegu starfs-
aðferðum sem listamenn notuðu
fyrr á tímum, allt frá því á fjórt-
ándu öld og fram á sautjándu öld. í
öðru lagi fjallar sýningin um
ástæður þess að listaverk verða
fyrir skemmdum, jafnt vegna
hrömunar af eðlilegum orsökum
sem fyrir slysni. Þriðji hluti sýn-
ingarinnar fjallar um sjálfa vinn-
una sem forvarslan útheimtir. Þar
eru tilgreindar allar aðferðir sem
notaðar eru við forvörsluna.
Guðbjörg segir að sýningin List
um list hafi mikið upplýsingagildi
og sé vel fallin til að auka skilning
manna á hinni miklu listrænu arf-
leifð Evrópu og þýðingarmiklu
hlutverki þeirra sem falið er að
varðveita þennan menningararf
svo komandi kynslóðir megi njóta
hans.
Sýningin stendur til 10. október.
Hún er opin alla daga nema mánu-
dag frá kl. 12-18.
Nýjar bækur
• NÁIN kynni (Intimacy) er eftir
Hanif Kureishi í þýðingu Jóns
Karls Helgasonar. Höfundurinn er
fæddur í
London árið
1954 af paki-
stönsku for-
eldri. Þetta er
fyrsta sagan
sem kemur út
eftir hann á ís-
lensku.
í fréttatil-
kynningu segir
að Kureishi sé
talinn einn af
merkustu höf-
undum Evrópu um þessar mundir
en hann hafi jöfnum höndum skrif-
að leikrit, sögur og kvikmynda-
handrit. Þekktasta verk hans er
My Beautiful Laundrette sem
hlaut tilnefningu til Óskarsverð-
launa. Kureishi las heimspeki við
University of London og hóf rithöf-
undarferil sinn árið 1976 með leik-
ritinu Soaking the Heat sem sett
var upp í Royal Court Theatre. Áð-
ur hafa komið út bækumar The
Buddha of Suburbia, sem þýdd hef-
ur verið á fimmtán þjóðtungur. Þá
kom út árið 1995 skáldsagan The
Black Album og árið 1997 smá-
sagnasafnið Love in Blue Time.
Bókin Náin kynni kom út í
Englandi árið 1998 og vakti strax
mikla úlfúð vegna óvæginna lýs-
inga Kureishis á samskiptum kynj-
anna, en sagan segir frá Jay sem
ætlar að laumast óséður að heiman
og yfirgefa konu sína Susan og litlu
synina tvo. Kvöldið fyrir brottför
rifjar hann upp árin með fjölskyld-
unni.
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
111 bls. Gefin út með styrk frá Pýð-
ingarsjóði og Ariane-áætlun Evr-
ópusambandsins. Verð 1.880 kr.
Hanif
Kureishi
NÝJA5TAMYNP PEPRO ALMODOVAR ÞYKIR HANS BESTA
TIL ÞESSA. MYNDIN HEFUR HLOTIÐ MIKLA AÐSÓKN í EVRÓPU
UNDANFARIÐ OC STAL SENUNNI í CANNES í VOR.
^°DAR 13. ÁGÚST HÁSKÓLABÍÓ
Siggi Sveins er enginn byrjandi í faginu. Hann veit hvaða brögðum
þarf að beita í glímunni við þá stóru. Þeir geta verið harðir í horn
að taka og þess vegna kýs Siggi að nota eingöngu veiðivörur sem
hann veit að standast álagið.
VEIÐIHORNIÐ
Veiðibúðin í bænum
Hafnarstræti S . 101 Rcykjavík . Sími 551 6760 . Fax 561 4800
www.veidihornid.is • oiafur@veidihornid.is
Opid alla daga
EINN. TVEIROG ÞRÍR 144.012