Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 42

Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Margar milli ónir mjög, mjög margar milljónir. “ Gunnar Birgisson, stjórnarformaður L(N. Fróðlegt væri að vita hvað nákvæmlega stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Gunn- ar Birgisson, telur felast í starfi sínu. Hvert telur hann hlutverk sitt vera gagnvart íslenskum námsmönnum? Það ég best veit var það hug- myndin með stofnun LIN að gera Islendingum, sem ekki hafa fullar hendur fjár, mögu- legt að stunda nám - jafnvel í útlöndum, svo furðulegt sem það nú er sem fólki dettur í hug. Einhversstaðar hafði tekist að lauma inn í lög og reglugerð- ir þeirri hugmynd að ríkja ætti jafnræði meðal landsmanna um möguleika á námi. Gott ef er ekki eitthvað um það í rití sem mig minnir að sé kallað Islenska stjórnarskrá- VIÐHORF in. (Þar er Eftir Kristján G. ^ns vegar Arngrímsson ekkert um að allir eigi að njóta jafnréttis til náms þá og því aðeins að svo vel vilji til að efni séu á því - jafnréttiskrafan er skilyrðislaus.) Af þessu sýnist manni eðlilegt að draga þá ályktun að íslenskir námsmenn séu skjólstæðingar LIN, og að stjórn sjóðsins hafi það hlutverk að sjá til þess að sjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu - að gæta hagsmuna skjól- stæðinga sinna. Samkvæmt frétt í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn hefur málskotsnefnd LIN komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur námsmaður í Bandaríkjunum, Daði Einarsson, hafi verið 1 fullu námi en ekki 80% námi eins og stjórn LIN - með fyrr- nefndan Gunnar í forsæti - hafði komist að niðurstöðu um. Þess vegna beri LIN að lána Daða meira en gert hefur verið. Það er þetta sem fyrrnefndur Gunnar segir að muni kosta LÍN „mjög, mjög margar millj- ónir“. Hef ég skilið Gunnar rétt? Telur hann það slæmt að LÍN þurfi að veita námsmanni fullt lán? Hvaða máli skiptir það að þetta muni kosta LÍN svo og svo mikið af peningum? LÍN er til í þeim tilgangi að lána pen- inga. LÍN er ekki rekinn í hagnaðarskyni. Það á að vera tap á rekstri LÍN. Sjóðurinn er ekki banki. Samkvæmt frétt Morgun- blaðsins hefur málskotsnefndin ákveðið að taka mark á þeirri niðurstöðu skólans, sem Daði nemur við, American Uni- versity, að hann sé í fullu námi. Virðist sem nefndinni hafi sýnst að stjómendur og starfsmenn American University væru bet- ur í stakk búnir en stjóm Lána- sjóðs íslenskra námsmanna til að ákveða hvað teljist fullt nám við American University. Furðulegt af nefndinni - og jafnvel af hálfu stjórnenda skól- ans - að telja skólann betur vita en stjórn LÍN hvað sé fullt nám við umræddan skóla. En kannski er þetta bara enn eitt dæmið um þá ósvífni erlendra skólamanna að setja sér og sín- um erlendu skólum reglur alveg án tillits til reglna og venja Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Óskammfeilnir útlend- ingar, rétt eina ferðina! Af þeim orðum, sem höfð eru eftir Gunnari í frétt Morgun- blaðsins, má ráða, að honum sé einkum tvennt efst í huga. Ann- ars vegar að hann skilji ekki röksemdir málskotsnefndarinn- ar fyrir niðurstöðunni, og hins vegar að þetta muni hafa for- dæmisgildi og verða til þess að útgjöld sjóðsins aukist. Ekkert um að honum þyki leitt að sjóðurinn hafi kannski ekki staðið sig sem skyldi í þjónustu við þá sem honum er ætlað að aðstoða, það er að segja námsmenn. Ekkert um að hann hafi áhyggjur af því að misskilning- ur stjórnarinnar hafi kannski komið illa við skjólstæðing sjóðsins - eða viðskiptavin, ef maður vill tala nútímaíslensku. Ekkert um að kannski þurfi að endurskoða reglur sjóðsins. Það er út af þessu sem maður fer að velta því fyrir sér hvert Gunnar telji hlutverk sitt vera. Getur verið að hann liti á sig sem gæslumann sjóðsins gagn- vart námsmönnum? Það er að segja, telur hann það vera hlut- verk sitt að passa sjóðinn fyrir peningakröfum námsmanna? Satt best að segja ættu þó viðbrögð Gunnars ekki að koma á óvart. Þau eru í samræmi við það viðhorf sem manni sýnist ríkja hjá íslenskum ráðamönn- um í garð námsfólks. Þeir virð- ast álíta það vera bara enn einn sérhagsmunahópurinn sem er uppi með kröfur um peninga. Og ekki nóg með það; þetta fólk virðist ekki skilja að nám er lúxus, og alveg út í hött að setja í þetta mikið af peningum. Auð- vitað er sosum fínt að menn læri, en þeir ættu að gera það á eigin kostnað, en ekki gera kröfu til ríkisins um að það borgi brúsann. Ekki hagnast ríkið á því að einhver Jón úti í bæ fái einhverja gráðu. En kannski var þetta bara óheppilegt orðalag hjá Gunnari. Kannski er honum íyrst og fremst umhugað um að ekki sé farið óvarlega með fé sjóðsins og að reglurnar séu til þess gerðar að koma í veg fyrir bruðl - þess vegna beri að fara eftir þeim. Kannski það. En reglumar eru ekki bara gerðar til þess að vemda sjóðinn fyrir bmðli og ósanngjömum kröfum náms- manna. Reglumar eru gerðar til þess að sjóðurinn geti virkað á þann hátt sem honum er ætlað, og þó fyrst og fremst til þess að hann geti gegnt sínu tilætlaða hlutverki sem er að styðja fólk til náms. Námsmenn em skjólstæðing- ar sjóðsins. Hlutverk stjómar- innar hlýtur því að vera það, að gæta hagsmuna námsmanna. Eða hef ég misskilið eitthvað? Kannski getur Gunnar útskýi-t. Hann segir málið í höndum menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Svo enn er von. Vísast hljómar það undarlega nú á tímum, þegar „fjárhagslegt aðhald“ er boðorð númer eitt til tíu, að tala um að kannski sé eitthvað til sem skipti meira máli en varðveisla fjármuna. En orð Gunnars vekja samt vanga- veltur um viðhorf hans til skjól- stæðinga sinna. N ashyrningoirinn dansandi Um letrið á símaskránni FÁEINIR mánuðir em nú liðnir síðan vinsælasta bók hvers heimilis og fyrirtækis - símaskráin - kom í hendur notenda. Útkoma hennar sætir nokkrum tíðindum. Tekið hef- ur verið upp nýtt letur, sérsmíðað fyrir símaskrár, að líkindum það besta sem hannað hefur verið í því skyni. Þar með eru væntanlega um garð gengnar í bili þær tilraunir sem staðið hafa yfir mörg undanfarin ár til að finna betra og læsilegra letur en Helvetica-letrið sem prýddi síma- skrána lengi vel, einsog reyndar margan prentgrip annan víða um lönd, allt frá nafnspjöldum og smá- auglýsingasíðum dagblaða til stærstu auglýsingaskilta. Nýja letrið heitir Bell Centennial og var hannað fyrir símafyrirtækin í Bandaríkjunum í tilefni af hundrað ára afmæli talsímans 1978. Það þótti þegar mikil framför frá eldra síma- skrárletri, Bell Gothic, sem þá hafði verið notað þar í landi í fjóra áratugi, og það var meðal annars sett á síma- skrár í London í lítið breyttri mynd. Landssíminn tók eldra letrið upp 1995 en hefur nú semsagt stigið skrefíð að fullu til nútímans, og er það vel. Það er ætlan mín að flestir lesend- ur símaskrárinnar hafí komist að raun um að þeir þurfí minna að rýna í letrið en löngum áður. Til þess liggja ýmsar ástæður. Einstakar stafmyndir nýja letursins eru fjarska skýrar, og er þetta einkum áberandi í tölustöfunum sem eru opnir og greina sig vel hver frá öðrum. Þá er letrið sérstaklega til þess hannað að þola ójafna blekgjöf og annað hnjask í prentun. Yfírleitt sýnist mér letrið efna þessi fyrirheit, en þó hef ég séð síður sem eru óþarflega daufar; hæpið er samt að letrinu sé þar um að kenna því það prentletur er víst ósmíðað enn sem kemst af án bleks. Reyndar sýnast mér þeir símamenn tefla á tæpasta vað að því er pappírs- gæði varðar. Ögn betri pappír mundi skila miklum framförum í læsileika, einsog best má sjá ef litið er á gulu síðurnar aftast í skránni. Bell Centennial er þeim kosti búið að það er sparneytnara á pláss en gamla letrið. í því var bara um tvennt að velja: grannt letur eða feitt. Bell Centennial er fjölhæfara. Gengið er út frá því að nafn og síma- númer séu aðalatriði en starf og heimilisfang skipti minna máli. Sam- kvæmt því er þrengri og grennri fontur á heimilisföngunum. Það verður til þess að færri línur brotna. Feitur hástafafontur er svo ætlaður þeim sem vilja láta mikið á sér bera. Ekki er úr vegi að kynna notend- um símaskrárinnar höfund hins nýja leturs nokkrum orðum. Hann heitir Matthew Carter og er með afbrigð- um fjölhæfur og snjall leturhönnuð- ur, sennilega virtasti letursmiður heims nú um stundir - að þeim Her- manni Zapf og Adrian Frutiger ein- um undanskildum, en þeir eru farnir að reskjast og að mestu hættir störf- um. Matthew Carter er Breti, fæddur 1937, sonur fræðimanns um letur- sögu og leturvarðar hjá háskóla- prentsmiðjunni í Oxford, þannig að segja má að honum sé listin í blóð borin. Hann var komungur sendur til að læra letursmíði hjá frægum hollenskum leturgrafara og hefur síðan komið við sögu allra þeirra megingerða leturs sem tíðkast hafa frá upphafi prentlistar: blýleturs, ljósleturs og stafræns leturs. Það minnir okkur enn á hvað tækniþróun hefur verið ör á þessari öld, í letur- gerð sem öðru. Carter starfaði lengi hjá Linotype í Bandaríkjunum en stofnaði ásamt öðrum letursmiðjuna Bitstream árið 1981 þar sem unnið var frumkvöðulsstarf í gerð stafræns leturs. Carter vann þar að letursmíði MATTHEW Carter við vinnu sína. Letur Þessi pistill er skrifað- ur til að fagna því segir Þorsteinn Þorsteins- son, að Bell Centenni- al-letrið skuli vera komið á íslenskar símaskrár. í áratug en kom þá á fót eigin fyrir- tæki, Carter & Cone Type í Cambridge Massachusetts, og býr þar nú til fallegt letur sér til skemmtunar en sérsmíðar auk þess letur fyrir ýmsa aðila, t.a.m. hefur hann unnið fyrir jafn ólík tímarit og Wired, Time Magazine og U.S. News & Worid Report. Hér er þess enginn kostur að gera letursmíði Carters nein þau skil að mynd sé á, og verður aðeins fátt eitt nefnt. Carter hefur smíðað blaðalet- ur (Olympian) og skrifletur (Cascade, Shelley-skriftirnar og Snell Roundhand, sem allar sjást í auglýsingum hér á landi). Hann hef- ur smíðað grískt, kýrillískt, hebreskt og devanagarí-letur. Hann hefur ný- lega smíðað tvær leturgerðir fyrir Microsoft, sérhannaðar til að vera læsilegar á skjá, sem allir geta sótt sér að kostnaðarlausu á Netinu ef þær eru þá ekki þegar fyrir í tölv- unni þeirra. Því miður fyrir okkur Macintosh-menn eru þær TrueType- gerðar og við náum því ekki íslensku stöfunum beint. Önnur þessara let- urgerða, steinskriftin Verdana, er eitthvert læsilegasta letur sem und- irritaður hefur séð. Að lokum vil ég nefna tvö bókalet- ur Carters sem bæði taka mið af sögulegum fyrirmyndum en eru lög- uð að nútímaþörfum. Ég á þar við ITC Galliard og ITC Charter. Það fyrra styðst að nokkru leyti við letur eftir Frakkann Robert Granjon, sem uppi var á 16. öld og talinn hef- ur verið einn mestur snillingur allra tíma í smíði skáleturs. Galliard- skáletrið er meistaranum samboðið og er þá mikið sagt; það er þokka- fullt og ekki að ófyrirsynju heitið eftir gömlum frönskum dansi (gaill- arde). Letrið er í Adobe-safninu en Carter hefur síðan gert af því end- urbætta Carter & Cone-gerð. ITC Charter er upphaflega Bitstream- letur og fylgir til að mynda með Corel-forritunum. Það er í flestu andstæða Galliard- letursins: óbrotið, yfirlæt- islaust, sannur brúkunar- klár einsog Bandaríkja- menn kalla það letur sem allir vegir virðast færir. Það er mjög dæmigert fyr- ir höfund sinn sem jafnan leggur mikið uppúr nota- gildi ietra sinna. Þessi pistill er skrifaður til að fagna því að Bell Cen- tennial-letrið skuli vera komið á íslenskar síma- skrár. Ekki má ijúka hon- um án þess að getið sé þess manns sem hvað dyggileg- ast hefur ýtt undir að þetta letur yrði tekið upp hér- lendis, en það er Gunnlaugur SE Briem leturfræðingur og leturhönn- uður. Frá Gunnlaugi er einnig komin hugmyndin að yfirskrift greinarinn- ar, en hann hefur líkt Bell Centenni- al-letrinu við „nashyrning sem engin járn bíta og getur dansað Svana- vatnið“. Orð að sönnu. Höfundur vinnur við að biía bækur til prentunar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Saga úr breskum stjórnmálum MAÐUR er nefndur Múhameð Al-Fayed, egypskur fjárplógsmað- ur, sem auðgaðist á vopnasölu, en settist að í Bretlandi. Þar keppti hann við annan fjárplógsmann, Tiny Rowland, um yfirráð yfir fyr- irtækjum. Þegar Ál-Fayed hafði tekist að eignast Harrods-kjör- búðina frægu ásamt litlum banka, sem rekinn var í tengslum við búð- ina, gerði hann sér lítið fyrir og lét brjótast inn í bankahólf Rowlands þar til þess að komast að við- skiptaleyndarmálum þessa keppi- nautar síns. Al-Fayed var þess vegna neitað um ríkisborgararétt í Bretlandi. Til þess að öðlast slíkan ríkisborgararétt mútaði hann breskum stjórnmálamönnum beint og óbeint. Þegar þeim tókst ekki að útvega honum ríkisborgararétt- inn, kom hann hiklaust upp um þá, og hafa sumir lent í fangelsi fyrir mútuþægni og meinsæri. Er ein- hver hliðstæða við þessa sögu að verða til í íslenskum stjórnmálum? Reyna menn, sem auðguðust á vafasömum viðskiptum, að eignast banka til þess að geta komist að viðskiptaleyndarmálum keppi- nauta sinna? Reyna þeir að bera fé á stjórnmálamenn? Og ætla ein- hverjir íslenskir stjórnmálamenn að fara sömu leið í lífinu og Jon- athan Aitken í Bretlandi? Höfundur er prófessor i stjórnmálafræði. CALLIGRAPHY - the dance, on a tiny stage, of the living, speaking hand CALLIGRAPHT - the demce, on ct tiny stqge, ofthe living, spenking hcmd BÓKALETRIÐ Galliard kom á markað sama ár og Bell Centennial. Dansandi skáletrið myndar skemmtilegt mótvægi við símaskrárletrið og saman sýna þau vel fjölhæfni Carters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.