Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 44
>44 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EKKI sér fyrir endann á uppá-
komum í landvinnslu. Fyrir
nokkrum árum voru fiskvinnslur á
Stokkseyri og Eyi’arbakka samein-
aðar „til að auka hagræðingu“. Síð-
an var sameinað við Þorlákshöfn.
Stungið var svo út í sjókortið til
^Vestmannaeyja með „hagræð-
ingu“. „Árangurinn" sem fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra var sí-
fellt að tala um virðist vera að
koma fram. Eftir situr starfsfólk
og þjónustufyritæki landvinnlufyr-
irtækja með sín mál í uppnámi víða
um land.
Bolfiskvinnsla hefur tapað millj-
örðum árum saman. Ekki hefur
verið farið eins hroðalega með
neina atvinnugrein hérlendis og
bolfískvinnslu í landi. Ekki er hægt
að reka slíka vinnslu með hagnaði
nema fá hráefni undir markaðs-
verði. Fiskvinnsla hefur streymt út
á sjó. Þar er skattaafsláttur af
launum og ekki þarf að vigta hrá-
' efni inn í vinnsluna. Nýting um
borð skiptir engu máli nema í sér-
stökum prufum fyrir Fiskistofu.
Því má leggja alla áherslu á hraða í
vinnslu. Rangt væri að ásaka eig-
endur frystiskipa eða sjómenn fyr-
ir þessar aðstæður. Fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra ber ábyrgð á
þessum leikreglum. Honum var
margbent á þetta allt. Honum var
líka margbent á að fískur sem
sendur er úr landi óunninn (gáma-
fiskur) var ekkert vigtaður fyrr en
• í;r!endis. Allt var vigtað vandlega
til landvinnslu og í
sumum tilfellum vatni
og ís bætt við vegna
öfga í vigtarreglugerð
sem ráðherrann gaf út.
Ef fiskvinnsla er at-
vinnugrein ætti hún þá
ekki að hafa einhvem
kvóta? Stöðugleiki
myndi þá frekar skap-
ast í sjávarþorpum
landsins. Sé fiskvinnsla
hins vegar ekki at-
vinnugrein væri gott
að fá það skriflegt svo
fólk sé ekki með fals-
vonir.
Kjarni málsins
Aukning þorskkvóta er besta
leiðin til þess að rífa landvinnslu
upp úr þeim hörmungum sem hún
er í. Ranghugmyndir vegna gífur-
legrar verðspennu veiðiheimilda
hefur verið að stórskaða sjávar-
byggðir landsins. „Hagræðing"
(sameining fyrirtækja) á forsend-
um uppspennts verðs á þorskkvóta
stenst ekki eins og dæmin í upp-
hafi hafa nú sannað. Hægt er að
leigja þorskkvóta á hærra verði en
fæst fyrir hvert kíló eftir að það
hefur verið veitt. Ríkjandi fyrir-
komulag rekur stjórnendur fyrir-
tækja til að haga sér samkvæmt
„hagræðingu“ eða tapa eigin fé að
öðrum kosti. Miskunnarleysi, upp-
sagnir og kótabrask eru óbein fyr-
irmæli. Sjávarþorpin eiga að bítast
um kvótann eins og
múkkar um lifur.
Sumir prófessorar í
Háskóla íslands og
kennimenn í dellu-
fræðum hafa svarað
gagnrýni á hátt verð á
þorskkvóta með því að
segja; „að það sýni
best hagkvæmni
kvótakerfisins“. Er
ekki mælirinn fullur
ef prófessorar í Há-
skóla Islands skilja
ekki mun á hag-
kvæmni og örvænt-
ingu? Það er varla
nokkuð nema örvænt-
ing sem rekur menn
til þess að leigja þorskkvóta til sin
á hærra verði en meðalverð á lönd-
uðum þorski. Menn eru að borga
sig frá sekt (eða tugthúsvist)
vegna Jxirsks sem ekki átti að
veiða. Áttu þeir kannski að henda
þorskinum? Afleiðingin af þeirri
gífurlegu spennu sem allt of lítill
þorskkvóti veldur, er m.a. sá að
hent er a.m.k. 50 þúsund tonnum
af þorski árlega. Skipstjóri nokkur
sagði sannleikann opinberlega um
brottkastið 1996. Sjávarútvegsráð-
herra sagði nokkrum dögum síðar
við setningu Fiskiþings, að „ís-
lenskir sjómenn væru að svíkja
þjóðina með því að henda fiski“.
Hótaði „að taka hart á þessu" sem
þýddi lögreglurannsókn á þá sem
þyrðu að segja sannleikann. Hvern
var ráðherrann sjálfur að svíkja
með því að stjórna þessu daglega
með skipulögðu aðgerðaleysi
(brottkastmálinu) og aðhafast ekk-
ert nema í þykjustunni?
Aukum þorskveiði
Nýjasta dæmi um vitlaust stofn-
stærðarmat Hafrannsóknastofnun-
ar á stofnstærð þorsks er að stofn-
unin sagði í skýrslu sinni 1995 að
þorskstofninn þá væri 580 þúsund
tonn. I nýjustu skýrslu stofnunar-
innar sem kom út í vor segir að
stærð þorskstofnsins 1995 hafi ver-
ið 773 þúsund tonn. Mismunurinn
er 193 þúsund tonn eða 33% reikn-
ingsskekkja. Það eru merkileg
„vísindi" svona nákvæmni! Frávik-
Þorskveiði
Aukning þorskkvóta er
besta leiðin, að mati
Kristins Péturssonar,
til að rífa landvinnslu
upp úr þeim hörmung-
um sem hún er í.
ið (reikningsskekkjan) frá fyrri
mælingum á stofnstærð er svo látið
heita opinberlega, - fullum hálsi; -
„uppbyggingin er að skila árangri“.
Þegai' niðursveifla hefur orðið
(verri umhverfísskilyrði) heita vís-
indin „ofveiði" og saklausum fiski-
mönnum kennt um þegar fiski-
stofnar minnka vegna versnandi
umhverfisskilyrða eins og 1992! Á
venjulegu mannamáli er stórt frá-
vik í útreikningum - frá ætluðu
markmiði, kallað reikningsskekkja,
- en ekki ýmist „árangur“ eða „of-
veiði“. Ekkert finnst, sem bendir
til að það sé í mannlegu valdi að
stjóma umhverfisskilyrðum hafs-
ins. Veiðar virðast hafa langtum
minni áhrif á stofnstærð en ráð-
gjafar eru sífellt að fullyrða.
Skekkja í stofnstærðarmælingu
þorsks í dag er því nokkum veginn
svona:
1. Vanmat vegna brottkasta þorsks
(aldurs-afla mæling)
170.000
2. Vanmat í mælingunni „þorskafli
á úthaldsdag“ togara
50.000
3. Annað vanmat
80.000
Samtals tonn ca:
300.000
í dag væri skynsamlegt að auka
veiðiálag úr 25% í 30% vegna þess
að vaxtarhraði þorsks fer nú
fallandi. Lækkun í vaxtarhraða
þorsks bendir til að stærð þorsk-
stofnsins sé komin yfir kjörstærð
miðað við ríkjandi fæðuframboð.
Verði veiðiálag ekki aukið, þá vex
sjálfát og vaxtarhraði fellur sam-
kvæmt fyrri reynslu. 30% veiðiálag
nú af 1300 þús. tonnum er 390 þús-
und tonn. Það ætti að vera kvótinn
í dag. Þegar stjórnmálamenn
hrista af sér tölfræðidellu Haf-
rannsóknastofnunar og fara að
meta vafaatriðin sjálfir, kemur
þetta af sjálfu sér. Stofnstærð
þorsks stækkar af sjálfu sér um
3,5-4 sinnum það sem hent er sam-
kvæmt eldri mælingaraðferð stofn-
unarinnar (aldurs-afla-aðferð)
Aðalatriði málsins er því hvort það
á að viðurkenna hversu miklu er
hent af þorski í dag. Ef veiði yrði
strax aukin um álíka magn og hent
er erum við komin eitt skref út úr
dellunni. Miðað við að hent sé 50
þúsund tonnum á ári má búa til
verðmæti í landvinnslu fyrir 10
milljarða!
Höfundur er framkvæmdastjóri i
saitfiskverkun.
Er fískvinnsla
atvinnugrein?
Kristinn
Pétursson
ERTU
FITUB0LLA?
Viltu snúa við blaðinu?
Hjálp fæst!
S. 426 7426 f. hádegi. Díana.
Stjörnuspá á Netinu
ýj> mbl.is
_ALLTAf^ e/7TOH4Ð MÝTT
• Tekur borðbúnað
fyrir 12 manns
• Barnalæsing
• Mjög hljóðlát
• 5 þvottakerfi
• Þurrktm með elementi
• Þriggja ára ábyrgð á
vinnu og varahlutum
• H:82-88 sm,
B:60 sm, D:57 sm
rK
L
HÚSASMIOJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
49.900 kr.
Verð áður kr. 60.900
Tilboð
3] Electrolux
Uppþvottavél
Ingibjörg Sólrún, gefðu
Laugardalnum grið
í HÁLFA öld hef ég
átt samleið með Laug-
ardalnum. Þarna var að-
al leikvöllur okkar
krakkanna _ í „Teiga-
hverfinu". Á unglingsár-
um vann ég við bygg-
ingu Laugardalshallar-
innar og var um tíma
starfsmaður Laugar-
dalsvallar, síðar vegna
starfa minna í íþrótta-
hreyfingunni og veru í
borgarstjórn, allt þetta
hefur gert það að verk-
um að Laugardalurinn
hefur staðið nærri
hjarta mínu í hálfa öld.
Jafnan hefur verið frið-
ur um Laugardalinn.
Reykvíkingar hafa að mestu verið
sáttir við þau áform borgaryfirvalda
að Laugardalurinn skyldi vera helsta
útivistar-, fjölskyldu- og íþrótta-
svæði borgarinnar. Tvisvar sinnum
hefur þó komið til átaka vegna
áforma borgaryfirvalda um að þétta
byggð í dalnum. í fyrra skiptið var
það um 1980 þegar þáverandi
vinstri-meirihluti borgarstjórnar
hafði í hyggju að reisa íbúðabyggð
þvert yfir dalinn, meðfram Holtaveg-
inum, og núna, tuttugu árum síðar,
þegar núverandi vinstri-meirihluti
hyggst heimila byggingu tveggja
stórhýsa, annars vegar skrifstofu-
húss Landssímans, fyrirtækis í eigu
allra landsmanna og hins vegar bíó-,
veitinga-, leiktækja- og billjardhús
Jóns Olafssonar, sem kenndur er við
Skífuna. I fyrra skiptið sáu borgar-
yfirvöld að sér og nú er spurningin
hvort borgarstjórinn, Ingibjörg Sól-
rún, skilji þau breyttu viðhorf sem
hafa orðið hjá borgarbúum í um-
hverfis- og útivistarmálum. Því, mið-
að við þá umræðu sem fram hefur
farið um fyrirhugaðar lóðaúthlutan-
ir, er öllum ljóst að þar hefur Ingi-
björg Sólrún síðasta orðið.
Hver eru rökin?
Tvennt hefur komið
fram hjá borgarstjóra
sem hún telur rök fyrir
því að heimila hinar um-
deildu byggingar. Ann-
ars vegar, að aðalskipu-
lag sem samþykkt var
fyrir tæpum fjóram
áratugum leyfði slíkar
byggingar og hins veg-
ar að nauðsynlegt sé að
ljúka uppbyggingu
borgarinnar vestan El-
liðaáa. Hvorugt þessara
sjónarmiða telst rök í
málinu. Fyrir fjörutíu
áram sáu menn ekki
fyrir þá þróun sem orð-
in er í dalnum. Sjónarmið almennings
hafa gerbreyst á þessum tíma og þá
sérstaklega á síðustu tíu árum. Það er
því eðlilegt að borgaryfírvöld staldri
Laugardalurinn
Eru borgarfulltrúar,
sem að þessu standa,
algjörlega blindir á þá
þróun sem þarna er á
ferðinni? spyr Júlíus
Hafstein. Er
hugsunarleysið algert
hjá þessu fólki?
við. Hins vegar liggur ekkert á að
byggja á þeim fáu blettum sem eftir
era vestan Elliðaáa, komandi kyn-
slóðir eiga að fá að koma að málinu og
þess utan lýkur aldrei uppbyggingu
vestan ánna, því menn halda áfram að
endurskipuleggja og endurbyggja
bæði gamalt og nýtt eftir því sem nýir
straumar og hugmyndii- koma fram.
En hvað gerist ef...?
En hvað gerist ef borgaryfirvöld
úthluta lóðunum? Tillaga að útliti
Landssímahússins iiggur fyrir. Það
eitt er viðvörun til borgarbúa um að
láta ekki slíkt „stórhýsi" gína yfir
dalnum. Hin byggingin, það er bíó-
veitinga-leiktækja- og billjardhúsið,
vekur ýmsar spurningar. Það er rétt
að það komi fram að aðstoðarmaður
borgarstjóra kallar þessa fyrirhug-
uðu byggingu „fjölskylduhús“. Þá
spyr maður: Er hugsun borgaryfir-
valda að færa helgargleðskap unga
fólksins úr miðbænum inn í Laugar-
dal í „fjölskylduhúsið“? Verða veit-
ingasalir fjölskyldu-bíóhússins með
vínveitinga- og skemmtanaleyfi
þannig að þar megi vera opið allan
sólarhringinn? Verða opnaðir „pöbb-
ar“ í „fjölskylduhúsinu"? Síðan
hvenær hefur öll þessi gleðistarfsemi
verið sérstaklega „fjölskylduvæn“?
Hvert eru borgaryfirvöld eiginlega
að fara í þessu máli? Eru þeir borg-
arfulltrúar sem að þessu standa al-
gjörlega blindir á þá þróun sem
þarna er á ferðinni? Er hugsunar-
leysið hjá þessu fólki algert?
Sameinumst í því að mótmæla
Komið hefur fram að verið er að
stofna samtök um vernd Laugardals-
ins. Að samtökunum standa einstak-
lingar sem hafa það eitt að leiðarljósi
að koma í veg fyrir það stórslys sem
meirihluti borgarstjómar stefnir að.
Þessir einstaklingar vilja frið um
Laugardalinn eins og jafnan hefur
verið. Borgarbúar eru hér með hvatt-
ir til að styðja umrædd mótmæli og
um leið er borgarstjórinn í Reykjavík
vinsamlegast beðinn að sýna þeirri
starfsemi sem er í dalnum einhverja
virðingu og gefa dalnum grið.
Höfundur er fyrrverandi borgar-
fulltrúi í Reykjavík.
Júlíus
Hafstein