Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
___________UMRÆÐAN
Laugardalspistíll
ÉG MAN fyrst eftir
Laugardalnum, þegar
ég fór með móður
minni í Þvottalaugarn-
ar. Hún ók handvagni
kúffullum af óhreinu
taui frá Skólavörðu-
stíg og alla leið þarna
upp í sveit og ofan á
hrúgunni sat ég 3 ára.
Síðan þvoði hún og
þvoði stórþvottinn,
ásamt mörgum öðrum
konum allan daginn og
fram á kvöld og gaf
sér varla tíma til að
drekka kaffið, sem
hún hafði meðferðis í
glerflösku pakkaðri
inn í ullarsokk. A meðan dundaði
ég við vettvangsskoðun, en mátti
ekki koma nærri mömmu og laug-
unum.
Nokkrum árum seinna fluttist
fjölskyldan í nýja húsið innarlega
við Langholtsveg og um haustið
hóf ég skólagöngu í Laugarnes-
skóla. Ég fór með skólabílnum
niðureftir á morgnana en gekk
heim að loknum skóladegi í gegn
um Laugardalinn.
Oft var slórað á leiðinni, margt
sem glapti barnið, skurðir, girð-
ingar, kindur, hestar, hundar,
fuglar og stundum fann maður
hreiður og egg. Spáð var í atferli
dýranna, ástand gróðurs, tínd
blóm, stokkið yfir skurði og Gra-
sagarðurinn skoðaður. Ég kynnt-
ist ýmsum krökkum sem áttu
heima þarna á svæðinu. Einn
strákurinn í mínum bekk bjó
meira að segja í miðjum Laugar-
dalnum og oft var komið við heima
hjá honum og þegnar smákökur
og mjólk eða kakó hjá móður
hans. Svona gekk það til í 7, 8 og 9
ára bekk.
Þá var ekkert Heimahverfí til,
enginn Langholtsskóli, enginn
Vogaskóli og aðeins örfá lítil hús
með löngu millibili á
svæðinu frá Laugar-
nesskóla og inn að
Hálogalandi, sem var
íþrótta- og samkomu-
hús þess tíma, stað-
sett við Suðurlands-
braut, nærri þeim
stað sem Skeiðarvog-
ur er núna. En uppi
við Langholtsveg, þar
sem nú er meðal ann-
ars Isbúðin í Alfheim-
um var stórbýlið
Langholt með fjölda
kúa og svína og Kláusi
ljúfa og barngóða
fjósamanni, sem leyfði
okkur krökkunum að
reka beljurnar með snærisspotta í
hendi og segja hodd, hodd.
Við þessar aðstæður mótuðust
tilfinningar og viðhorf mín og
margra annarra barna til náttúr-
unnar og umhverfisins.
Einn góðan veðurdag var fót-
boltavöllurinn okkar krakkanna
orðinn að sundurgröfnu drullu-
svaði með hávaðasömum ýtum og
skurðgröfum og við strákarnir
mótmæltum þessu gerræði og rif-
um kjaft við verkstjóra og ein-
hverja karla, sem við héldum að
réðu þessu. Það bar árangur. Okk-
ur var sagt nokkrum dögum seinna
að við gætum eignað okkur fót-
boltasvæði fyrir neðan Skipasund,
(þá voru Njörvasund og Sæviðar-
sund ekki til) en síðar var þessu
svæði úthlutað undir starfsemi
Knattspyrnufélagsins Þróttar.
Við létum okkur þessi býtti vel
líka, enda var þessi völlur láréttur,
en gamli völlurinn hallaði niður nú-
verandi Sólheima og oft var þreyt-
andi að sækja boltann niður að
svínastíunum í Langholti, þegar
brennt var af í dauðafæri við neðra
markið. Þá var drengilega komið
fram við börn, þeirra sjónarmið
virt af borgaryfirvöldum og við
Skipulagsmál
Eg skora á Reykvík-
inga, já og alla Islend-
inga, að koma í veg fyr-
ir eyðileggingu Laugar-
dalsins, segir Stefán
Aðalsteinsson, og mót-
mæla hátt og kröftug-
lega þeirri fáránlegu
hugdettu borgaryfír-
valda að ætla að steypa
og malbika yfir þetta
athvarf komandi
kynslóða.
fengum kennslu í gagnkvæmri
virðingu, sanngirni og réttlæti.
Síðan þróuðust málin hratt.
Langholtsskóli var byggður.
Heimahverfið reis nánast á
„nóinu“, eins og sagt er í dag, og
blokkir og stór margbýlishús
fæddust. Gamla kúa- og svínabúið
Langholt var rifið og verslanamið-
stöð kom í staðinn.
Ný og glæsileg sundlaug kom í
Laugardalinn og allt svæðið þró-
aðist í íþrótta-, útivistar-, heil-
brigðis-, fjölskyldu-, umhverfis- og
gróðurvæna átt, eins og í mótvægi
við byggingagleðina.
Það er undraverð þróun sem
þarna hefur átt sér stað síðustu
áratugi og gaman að hafa fengið að
vera vitni að þeim jákvæðu við-
horfsbreytingum sem kjörnir
starfsmenn okkar í borgarstjórn
hafa framfylgt gagnvart þessum
griðastað og náttúruperlu, sem
Reykvíkingar og reyndar allir ís-
Stefán
Aðalsteinsson
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 45^
lendingar virða og dá. í dag stíga
börnin okkar og barnabörnin sín
fyrstu skref út í umhverfið og nátt-
úruna í Laugardalnum. Þau læra
að þekkja dýrin, jurtirnar, komast
í snertingu við heilbrigða útiveru,
stunda þar íþróttir og byggja sig
upp til líkama og sálar. Síðast en
ekki síst komast þau oft í nánari
snertingu við foreldra sína og fjöl-
skyldu í þessu afslappaða umhverfi
en þau fá tækifæri til inni á heimil-
unum.
En allt í einu ber svo við að
borgaryfirvöld brenna af í dauða-
færi, rétt eins og krakkarnir í fót-
boltanum fyrir hálfri öld.
Nú á að hefja byggingar á þessu
elskaða landsvæði og úthluta því tO
fyrirtækja, sem ekkert eiga sam-
eiginlegt með Laugardalskrafta-
verkinu eða þeirri starfsemi sem
þar hefur verið í mótun.
Það er út af fyrir sig að gera
mistök, ef við erum nógu þroskuð
til að viðurkenna þau og bæta fyrir
þau á meðan tími vinnst til, en að
gera þau vísvitandi og af ráðnum
hug er gjörsamlega ófyrirgefan-
legt. Einkum og sér í lagi þegar
ekkert annað þarf að gera en að
hætta við að sparka í boltann.
Ég skora á Reykvíkinga, já og
alla Islendinga, að koma í veg fyrir
eyðileggingu Laugardalsins og
mótmæla hátt og kröftuglega
þeirri fáránlegu hugdettu borgar-
yfirvalda að ætla að steypa og mal-
bika yfir þetta athvarf komandi
kynslóða, en vona að þau beri gæfu
til að hætta við þetta bull.
Það er bara einn Laugardalur í
Reykjavík.
Ög að lokum ein vísa, sem mér
datt í hug, þegar fiskveiðikvóti
okkar Islendinga var gefinn
nokkrum útvöldum einstaklingum.
Það er ekki sama hvemig bullið er birt
best er að gera það hægt og með alvöru í fasi
og allt í einu er fjarstæðan verðmæt og virt
og vitleysan orðin forsenda í lífsins þrasi.
Látum það ekki fara á sama veg
með Laugardalinn okkar allra.
Höfundur er íbúi í Smáíbúðahverfí.
Qar&píön tustöðin Á
C3ÖOTIXDQQ
Ymis tilboo
í hverri viku
Opiö alla daga frá kl. 10 til 19
v Sími 483 4840 . -
FULLTRÚAVAL í
Heimdalli vegna S.u.s.
þings í Vestmannaeyj-
um hefur valdið nokknj
fjaðrafoki á síðustu vik-
um. Á þriðjudaginn
birti foi-maður
Heimdallar grein þar
sem hann leitaðist við
að svara áhyggjum af
fulltrúavali félagsins. í
gær rann út umsóknar-
frestur Heimdellinga
um þátttöku í þinginu
og því er það nú í hönd-
um stjómarmanna
Heimdallar að úthluta
þeim sætum sem í boði
eru. Þetta er vanda-
samt verk og ábyrgð sem því fylgir
vandmeðfarin. Þær áhyggjm- sem
fjölmargir félagsmenn Heimdallar
hafa haft byggjast á því að stjórn
Heimdallar hefur á óyggjandi hátt
lýst stuðningi sínum við annan fram-
bjóðandann til formanns sambands-
ins, Sigurð Kára Kristjánsson. Hef-
ur þetta meðal annars komið fram í
skrifum á heimasíðu félagsins og á
heimasíðu frambjóðandans. Þetta
veldur Heimdellingum vissulega
áhyggjum. Það þykir víst ekki fínt
að vitna í óformleg samtöl en engum
sem málið hefur kynnt sér dylst að
ýmsir stuðningsmenn Sigurðar
Kára hafa lýst þeh-ri skoðun sinni að
eina leiðin til að tryggja honum sig-
ur sé að „svína á Jónasarfólki" í full-
trúavalinu í Reykjavík.
Svör Ingva Hrafns
I svargrein sinni réðst Ingvi
Hrafn Óskarsson að
Rúnu Malmquist af
mikilli hörku. Þetta
gerði hann algjörlega
að ástæðulausu. Rúna
lýsti áhyggjum sínum
með hagsmuni félags-
ins fyrir brjósti. Hún
benti á að hún teldi
lýðræðinu stefnt í
hættu ef sögur af fyrir-
ætlunum stjórnar
Heimdallar reyndust
sannar. Ingvi telur það
máli hennar til lasts að
hún hafi „ruðst fram á
ritvöllinn" án þess að
hafa sjálf sótt um að
verða fulltrúi
Heimdallar og vísar til þess að „til
þess að öðlast ró“ hefði henni nægt
að hringja í sig. Þótt Rúna hafi tek-
ið sjálfa sig sem dæmi í greininni
snúast áhyggjur hennar síst um
hana sjálfa heldur frekar um félag-
ið í heild.
Viðmið Heimdallar
Ingvi nefnir að auki að á heima-
síðu Heimdallar megi finna þau við-
mið sem notuð verði við val á full-
trúum félagsins. Þessi viðmið birt-
ust eftir þráfaldlegar beiðnir ým-
issa félagsmanna og voru ekki sett-
ar fram fyrr en eftir að grein Rúnu
birtist. Eg hvet áhugasama til að
líta á þessi viðmið því allir munu sjá
að fátt annað en huglægt mat
stjórnarmanna skipth' í raun máli
þegar að valinu kemur. Viðmiðin
eru svo loðin að ekkert bitastætt
fæst úr þeim.
Formannskosningar
s
Ymsir stuðningsmenn
Sigurðar Kára, segir
Torf! Kristjánsson,
hafa lýst því yfir að
eina leiðin til að
tryggja honum sigur sé
að „svína á Jónasar-
fólki“ í fulltrúavalinu.
Stjórnin ruddi
fulltrúaráðið
Meðal þess sem tekið er fram á
heimasíðu Heimdallar er að „fyrr-
verandi formenn munu hafa ákveð-
inn forgang og einnig aðrir fulltrúa-
ráðsmenn“. Þetta hljómar væntan-
lega ekki svo illa í eyrum ókunn-
ugra. Stjómin hefur hins vegar á
síðustu vikum gert miklar breyt-
ingar á fulltrúaráðinu og hefur fjöl-
mörgum af yfirlýstum stuðnings-
mönnum Jónasar Þórs Guðmunds-
sonar verið ratt úr vegi og stuðn-
ingsmönnum og vinum Sigurðar
Kára verið komið fyrir í staðinn.
Þessi nýi fulltrúaráðslisti hefur þar
að auki verið slíkt trúnaðarmál að
ekki hefur verið nokkur leið að
nálgast hann. Mörgum fulltrúa-
ráðsmönnum er sjálfum jafnvel
ókunnugt um hvort þeir séu á þeim
lista.
Ég þekki vel til formanns
Heimdallar og af góðu einu. Ég
veit að hann mun ekki falla í þann
fúla pytt sem ýmsir virðast hafa
áhyggjur af. Til þess er Ingvi
Hrafn Óskarsson of vandaður mað-
ur.
Höfundur er fyrrverandi stjórnar-
muður i Heimdalli.
Fulltrúaval
í Heimdalli
Torfi
Kristjánsson
Eru rimlagardínurnar óhreinarJ
Við hrein*um:
Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld.
Setjum afrofmagnandi bónhúö.
Sækjum og sendum ef óskab er.
níj«
tmknibmmmm
WMwU • «mtt IUMM • ð»Mi m WM
%r
af Gardeurbuxum
3 skálmalengdir
t •