Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 47*-
víkingar við endurkomu til Norður-
landa og víkin milli suðurhluta Nor-
egs og Svíþjóðar hafl í fyrstu verið
heimkynni þeirra og því hafi þeir
verið nefndir víkingar.
Víkingar voru heimsborgarar og
hvarvetna yfirstétt í byggðum lönd-
um. Þeir börðust með sömu vopnum
og forfeður þeirra _ notuðu við að
berja á Rómaveldi. Á 8. öld eru þeir
komnir vestur yfir fjall í Noregi og
víkingaskip þar fyrir landi og nú er
haldið vestur til Irlands og eyjanna
norður af Bretlandseyjum og eru
engar líkur á öðru, en á skipunum
hafi verið konur og börn, eins og var
á uxakerrum forfeðra þeirra og enn
er sótt eftir landi. Þama ná víkingar
yfirráðum og byggja meðal annars
borgina Dublin. Síðar flæddu víking-
ar yfir hluta Englands og sonur ís-
lensku landnámskonunnar Auðar
djúpúðgu gerðist konungur Skota.
Seinna flutti stór flokkur víkinga, er
nefndust Normannar, til Norður-
Frakklands.
Fundur íslands
Ekki er líklegt að ísland hafi fund-
ist af tilviljun. Það gat ekki farið
framhjá víkingum, sem settust að
vestra að tugþúsundir farfugla fóru
norður að vori og komu aftur að
hausti og þá hlaut að vera land í
norðri. Þessi mikla þörf norrænna
manna á landrými, sem hófst með
for Kimbra var enn til staðar, og því
er líklegt að landaleit hafi verið
skipulögð. Norðmaður hefði ekki
kallað landið ísland vegna fáeinna ís-
jaka og bendir nafngiftin því til þess
að þeir sem fundu landið hafi verið
vanir suðrænni löndum, enda fór svo
að ekkert nafn héraða, landshluta
eða fjarða var tekið frá Noregi, það-
an sem flestir landnámsmenn komu
og því líklegt að þeir hafi verið þar
aðkomumenn.
íslendingar rituðu fljótt sögu sína.
Þetta gerðu Langbarðar, Frankar
og Gotar einnig á eigin máli og löngu
fyrir fund íslands. Sama gerðu Nor-
mannar í Normandí, sem voru af
sama stofni og Islendingar. íslend-
ingar höfðu ein lög og færðu í letur.
Þetta var einnig reglan meðal
germana þjóðflutningatímans. Hvor-
ugt þekktist í Noregi eða annars
staðar á Norðurlöndum.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
sjálfstæðismanna á Vesturlandi að
ungir sjálfstæðismenn veiti Jónasi
brautargengi þegar kosið verður
milli þeirra tveggja sem hafa gefið
kost á sér til formanns á þinginu.
Það starf sem Jónas hefur innt af
hendi undanfarin ár má ekki falla í
gleymskunnar dá. Jónas Þór er
maðurinn sem mun leiða samtökin
inn í nýja öld tækifæranna.
Bergþór er formaður Egils f.u.s.
Afýrarsýslu,
■Er/a Ósk er formaður Sifjar f.u.s.
Stykkishólmi,
Arnfínnur Teitur er formaður Þórs
f.u.s. Akranesi og
Om Tryggvi er formaður f.u.s.
Snæf,- og Hnappadalssýslu.
Heilir
sturtuklefar
Sturtuklefar heilir með 4 hliðum,
sturtubotni og sturtusetti.
Stærðir 70x70, 80x80, 90x90,
72x92 og 80x120.
„ Bæði ferkantaðir og
®§p bogadregnir.
ittl VATNSVIRKINN ehf
Lausaganga búfjár
KONA lést og eigin-
maður hennar og barn
eru mikið slösuð eftir að
bifreið sem hún var far-
þegi í var ekið útaf
þannig að hún valt.
Tildrög slyssins voru
þau að ökumaður bif-
reiðarinnar reyndi að
forðast árekstur við kind
en missti stjóm á henni
með fyrrgreindum af-
leiðingum. Maðurinn og
bamið liggja á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur. Var
fjölskyldan á leið til...?
Einhvernveginn á
þessa leið er sú frétt
Hugi Hreiðarsson
sem ráðamenn þjóðar-
innar og bændur virð-
ast vera að bíða eftir.
Það ófremdarástand
sem víða ríkir við þjóð-
vegi landsins sökum
lausagöngu búfjár er
með öllu óviðunandi og
með ólíkindum sá sof-
andaháttur sem mál-
efninu er sýndur. Þrátt
fyi'ir að a.m.k. tvær
manneskjur hafi á síð-
ustu tíu árum látið lífið
í slysum af völdum
lausagöngu íslensks
búfjár virðist enn langt
í land með að vandinn
Búfé
Það ástand sem víða
ríkir við þjóðvegi lands-
ins sökum lausagöngu
búfjár, segir Hugi
Hreiðarsson, er með
öllu óviðunandi.
verði leystur. Þjóðvegur 1 um Vest-
urland er lýsandi dæmi, en um versl-
unarmannahelgina urðu eflaust
flestir ökumenn varir við tugi kinda
sem rjátluðu við vegkantinn hér og
hvar. Var ekki að sjá að neitt væri
aðhafst í málinu þrátt fyrir að sum-
staðar væri girt beggja vegna vegar,
en sem kunnugt er getur slíkt kallað^L
á bótaskyldu bóndans.
Það er von undirritaðs að fyrr-
greind frétt muni aldrei berast eyr-
um landsmanna í veruleikanum, en
nú þegar rúmur mánuður er til fjár-
rétta er hættan enn til staðar. Nú
þegar skipta eignatjón vegna lausa-
göngunnar nokkrum tugum frá ára-
mótum, en líkt og á síðasta ári eiga
þau sér flest stað á afmörkuðum
svæðum. Sem ökumaður um vegi
landsins skora ég á Vegagerðina,
lögreglu og bændur að taka nú á
málinu af röggsemi og leysa í eitt
skipti fyrir öll þetta alvarlega þjóð- «
vegavandamál.
Höfundur er markaðsfræðingur.
Qlíufélagið hf
www.esso.is
Vegna vegaframkvæmda við Víkurveg
fá viðskiptavinir þjónustustöðvar ESS0
við Gagnveg 4 króna afslátt af hverjum
lítra eldsneytis við sjálfsafgreiðslu, auk
80 aura á hvern lítra inn á Safnkortið.
5
<a
i
Gerðu þér ferð á Gagnveginn i
og láttu dæluna ganga!