Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
SJONMENNTAVETTVANGUR
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 49^
magnsmarkaðir kaupmönnunum,
er listamaðurinn að verða að peði í
höndum sýningarstjóra og mark-
aðsafla og hafa þeir víða risið upp
til varnar og gagnsóknar eins og
dæmin sanna. Petta vita allir hér-
lendir sem inni eru í málunum, þótt
einhverjir trénaðir sveitamenn í
fílabeinsturnum, línudansarar sem
líkja vilja eftir öllu í útlandinu, telji
sér hag af því að það og fleira upp-
lýsist síður á Islandi. Álíti ofsóknir
á sig og skoðanabræður, að vikið sé
orði þar að. Hefði þótt fjarlæg
hugsun fyrir einungis nokkrum
áratugum að gefa út heilu sýning-
arskrárnar um þátt sýningarstjór-
ans, sem einn sér fær þar með
margfalt vægi nokkrum þátttak-
anda, eins og farið er að tíðkast
ytra, jafnvel svo nemur einum
þriðja af útgefnum doðröntum eins
og skeði á níundu stórsýningu
Dokumenta í Kassel um árið.
Þekktir gagnrýnendur sem áður
þyrptust þangað fullir eftirvænt-
ingar gera það er svo er komið af
blendnum huga líkt og á Tvíæring-
inn í Feneyjum, sem einnig þykir
mjög hafa sett ofan. Á tímum er
einstaklingseðlið, andríkið og frum-
leikinn eru á undanhaldi í sköpun-
arferlinu hefur yfirbyggingu orð-
ræðunnar aukist máttur sem aldrei
fyrr í sögunni og kaffærir í sumum
tilvikum alla fyrri þættina.
Einnig virðist aðilum mjög í mun
að ekki komi til árlegra uppstokk-
ana eftir allri línunni á því helsta
sem gerst hefur frá ári til árs hér á
landi til að jafnt almenningur sem
fjölmiðlar fái fótað sig í þeim frum-
skógi. Má meira en vera að þeir ótt-
ist að samanburðurinn yrði þeim
ekki hagstæður og skrítið er að sjá
sumarsýningar sem eru eins og
framhald fyrri ára þar sem jafnvel
sömu verkunum er haldið fram, sem
er ekkert annað en þýlyndi og ósvíf-
in markaðssetning og vinavæðing á
kostnað skattborgarans.
Þróun undangenginna ára
hrópar á uppstokkun,
krefur til uppgjörs, og hér
má enginn skerast úr leik
frekar en á sumarsýning-
unni í London, sem sýnir
jafnan breitt yfirlit sam-
tímalistar en ekki heima-
smíðaða útgáfu þeirra sem
hafa staðfært hugtakið á
innflutt sprell sín og fé-
laga, en telja allt annað
úrelt. Af þeirri sýningu og
mörgu fleira hermi ég
næstu daga og vikur.
Að þessu öllu er vikið
hér vegna þess að fram-
kvæmdin í Hveragerði,
ein og sér, var hin fyrsta
af heilbrigðri döngun í átt
til uppstokkunar í aldar-
fjórðung, þótt hún hafi
ekki endilega verið hugs-
uð eða skipulögð sem slík.
En að mínu áliti, eins og
ég skýrlega gaf í skyn, fór
hér forgörðum afar væn-
legt tækifæri til að koma
upp vel undirbúinni og
sterkri sýningu sem hefði
verið Listaskálanum mun
meiri lyftistöng en þessi
samanhóun á knöppum
tíma sem ekki var mörkuð
neinum skýrum reglum.
Hérlendum myndlistarmönnum
ætlar að ganga afar seint að fara að
alþjóðlegum reglum um sýninga-
hald, en hverri einustu stórfram-
kvæmd ytra eru markaðar afar skil-
virkar og strangar reglur sem úti-
loka hvers konar upphlaup og leið-
indaatvik sem upp kunna að koma.
Vilji menn ekki gangast við ákvæð-
um þeiira geta þeir einfaldlega set-
ið heima, en það gera hávaðasamir,
óprúttnir og hyglisjúkir nafla-
strengir einmitt sjaldnast.
Þá er uppgjafa- og úrtölutónninn
í pistli Aðalstems með emdæmum,
grípur listsögufræðingurinn jafnvel
til þess ráðs að tína til ýmsa meinta
þætti skapgerðar Einars Hákonar-
sonar og velta sér upp úr þeim. Tel-
ur jafnframt að enginn ginndvöllur
hafi nokkurn tímann verið fyrir
rekstri listaskála af þessu tagi á
þessum stað, áréttar svo að safna-
fólk, listamenn, rekstrarhagfræð-
ingar og nánast hvert einasta
mannsbarn í Hveragerði hefðu get-
að sagt Einari það. Hvorki hressi-
legur tónn né mikið álit á gáfum og
menningarást íslendinga,
sem hér kemur fram, en
einmitt sami tónn er giska
hávær hvar sem menning-
arhallir rísa í heiminum,
kemur hins vegar helst frá
hinum ómenntaðri stéttum
og trénuðum fræðingum. í
þessu tilviki úr hörðustu
átt í ljósi þess hve mikil-
vægt er að gildur lífrænn
og hlutlægur fróðleikur á
sjónmenntir nái til al-
mennings í landi þar sem
menntakerfið hefur brugð-
ist og á því sviði langt í frá
verið í takt við umheiminn.
Slíkar raddir voru hávær-
ar við uppbyggingu Lousi-
ana-safnsins í Humlebæk
fyrir utan Kaupmannahöfn
á sínum tíma og í þeim
mæli hatrammar varðandi
byggingu óperuhússins í
Sydney, að arkitektinn,
Daninn Jörn Utzon, varð
að flýja land! En í ljósi
reynslunnar eru slík mót-
mæli mun lágværari er svo
er komið, eiginlega
hjáróma tíst, nema
kannski á einungruðum
útskerjum og í þriðja-
heimslöndum.
Hins vegar er alveg rétt
að slíkar framkvæmdir séu
vonlausar þegar unnið er gegn þeim
af þeim er síst skyldi, listamönnum
og listsögufræðingum, jafnframt
fæti brugðið fyrir rekstur þeirra.
Svo eitthvað sé nefnt var öllum
straumi erlendra ferðaianga áfram
og alfarið beint til Eden, áætlunar-
bílarnir tóku sveig framhjá Lista-
skálanum. Þetta í upphafí reksturs-
ins, einnig var Einari fyrirlagt að
taka niður auglýsingaskilti er sett
höfðu verið upp við þjóðveginn og
listasamtök höfnuðu samvinnu við
uppsetningu Haustsýninga, sem
urðu eðlilega risminni fyrir vikið.
Hér þurfti og þarf mikið átak ef
vel á að fara og fyrst og fremst al-
veg sérstaka, forvitnilega og vel
skipulagða listviðburði. Helst afí_
þeirri tegund sem aldrei hafa sést á
Islandi áður og þeim fylgt vel eftir.
Til Hveragerðis er ekki nema 30-35
mínútna akstur frá miðborg
Reykjavíkur sem vel að merkja er
10-20 mínútum minna en til Kefla-
víkur. Þannig ekki mikið mál að
fara á vit spennandi atburða á lista-
sviði, en það tekur tímann sinn að
festa öll menningarhús í sessi.
Varðandi hlutverk listsögufræð-
inga tel ég þann manndómsbrag
mestan, að styðja af ráðum og dáð
við bakið á safaríkri íslenzkri mynd-,
list, því við eigum vel frambærilega
listamenn á öllum aldri. Berjast fyr-
ir döngun hennar og telst dapurlegt
dæmi um ástandið, að hér þurfa
myndlistarmenn enn að borga fyrir
að sýna í sölum flestra safnanna, og
engum hérlendum er greitt fyrir
ómakið eins og tíðkast víðast er-
lehdis, listamennimir sjálfir, blóð
þeirra, tár og sviti, þannig hafðir að
féþúfu. Hins vegar hafa söfnin með
fræðingana í fararbroddi fengið
hingað sýningar frá útlandinu sem
hafa kostað skattborgarann fleiri
milljónir og hafa þrátt fyrir allt
sknim og brambolt gengið fyrir
nær tómum húsum. Og í stað þess
að fyrsti heili opnunardagur sýn-
inga sem ber oftast upp á sunnu-*'*
degi kalli að straum fólks sem fyrir
daga fræðinganna, eru salirnir nær
auðir. Afar sorgleg þróun og hér
virðast einhverjir þurfa að gaum-
gæfa í eigin barm, einnig hvað
ofsóknarkennd, hálflygar og
sögubrengl áhrærir. Summan af
þessu er; fleiri listhús og menning-
arstöðvar út í landsbyggðina, há-
marksstuðning við allan áhuga er
þaðan kemur, og áfram með smjör-
ið, Einar Hákonarson...
V
ÞETTA málverk eftir þá ágætu listakonu Björgu
Þorsteinsdóttur, var eitt þeirra er prýddu sýning-
una í Hveragerði. Því miður og fyrir mistök í
vinnslu kom það ekki fram á mynd sem fylgdi um-
fjöllun minni í blaðinu 27. júlí.
Komdu og sjáðu
Landsvirkjun í réttu Ijósi
Kröflustöð var á hvers manns vörum vegna
Kröfluelda. Þar er upplagt að kynna sér
hvernig jarðvarminn er nýtturtil
rafmagnsframleiðslu.
laugardag og sunnudag, 14. og 15. ágúst, kl. 12 -18
Laxárstöðvar standa á fallegum stað í
Laxárgljúfrum. Gestum gefst kostur á að
skoða Laxárstöð III sem er í manngerðri
hellishvelfingu.
Opið hús í Kröflu- og Laxárstöðvum
í Kröflustöð ræða Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður, Agnar Olsen, framkvæmda-
stjóri, og Óskar Þór Árnason, deildarstjóri, við gesti um virkjanir og umhverfismál. Birkir
Fanndal, yfirvélfræðingur, og hans fólk sýnir stöðina.
í Laxárstöðvum ræða Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri, og Þórður Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, við gesti um virkjanir og umhverfismál. Bjarni Már Júlíusson, stöðvarstjóri,
og hans fólk sýnir Laxárstöð III.
Ratar þú?
• Að Láxárstöðvum er um klukkutíma akstur frá Akureyri. Ekið er sem leið liggur í átt að Húsavík en
beygttil suðurs inn í Aðaldal hjá Tjörn.
• Að Kröflustöð er um tveggja tíma akstur frá Akureyri. Ekið er að Reykjahlíð við Mývatn, yfir Námaskarð
og síðan beygt til norðurs að Kröflu og Leirhnjúk.
Við mælum með
fjölskylduferð um helgina þar sem keyrt verður hring um Mývatnssvæðið og Aðaldal með viðkomu í
Laxárstöðvum og Kröflu. Hægt er að fara í stuttar gönguferðir í Laxárgljúfrum eða við Leirhnjúk og Víti.
Nýtið ykkur fjölbreytta ferðaþjónustu í nágrenni beggja stöðva.
E
Landsvirkjun
www.lv.ls