Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 50

Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 50
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞAÐ var mikil stemmning meðal íslensku mótsgestanna þegar íslenska liðið var komið á sigurbraut. Islendingar einráðir í tölti og íjórgangi Það eru stór orð að segja að okkar menn hafí ráðið lögum og lofum í tölti og fjór- gangi en sú varð nú raunin í heimsmeistara- mótinu. Fyrirfram var vitað að íslenska liðið var sterkt í þessum greinum en að sigrarnir *yrðu jafn öruggir og glæstir sem raun varð á var eitthvað sem engan hafði órað fyrir. JÓHANN Örn Skúlason og Hengur frá íbishóli voru 0,61 fyrir ofan Walt- er Feldman frá Þýskalandi á Bjarka frá Aldengor. í úrslitunum voru þeir jafnir fyrir hægt tölt með 8,50, sem var sterkasta hlið Bjarka og Feld- mans. Eftir það sáu þeir ekki til sól- ar og áttu aldrei möguleika gegn glæsisýningu Jóhanns og Fengs. Bjarki er geysigóður á hægatöltinu en útlit hestsins er með þeim hætti að hann á erfitt uppdráttar gegn sér fallegri hestum eins og Feng. Olil Amble og Kjarkur voru á rnikilli siglingu í töltinu, unnu sig upp úr B-úrslitum og höfnuðu að endingu í þriðja sæti. Fyrrum heimsmeistari í tölti, Vignir Sig- geirsson á Þyrli frá Vatnsleysu, fékk góða dóma í forkeppni og rétt slapp inn í A-úrslit. Þar komu þeir vel fyrir á hægatöltinu en riðu full- hratt og var greinilega hegnt fyrir það, voru settir í neðsta sæti og þar með ljóst að möguleiki þeirra á að verja titilinn var runninn út í sand- inn. Á hraðabreytingum festist klár- inn í brokki hjá Vigni og valdi hann þann kostinn að hætta keppni. Einn keppandi í tölti kom verulega á óvart. Var það hollenska stúlkan Juliet ten Bokum sem keppti á Gróttu frá Litlu-Tungu en þau sýndu feikna yfirferð í úrslitum og voru næst hæst þar, aðeins Jóhann og Fengur voru hærri. Þá er það Reinhard Loidl frá Austurríki sem enn á ný mætti með hryssuna Auði frá Eystra-Fíflholti og komst í A- úrslit en hann varð þriðji eftir for- keppni en varð að víkja sæti fyrir Olil og Kjarki í úrslitunum. Ófeigur sýndi tennurnar Nokkur uggur greip um sig þegar ljóst var að Ásgeir Svan Herberts- son, sem hafði unnið sér rétt til þátt- töku í B-úrslitum, dró sig út úr keppni því í 11. sæti var Jolly Schrenk með Ófeig sinn og kom hon- um inn í B-úrslitin. Óttuðust margir að hún gæti unnið án keppni og væri þar með komin í A-úrslit. Eftir hægatöltið og hraðabreytingar var Olil með 7,63 en Jolly með 7,38. Á þessum tímapunkti var ljóst að ef allt gengi að óskum með yfirferðina hjá Jolly fengi hún uppundir átta og væri þar með komin í A-úrslit. Það var hins vegar Ófeigur sem tók ráðin af knapanum og rauk stjórnlaust nokkra hringi áður en Jolly gat farið með hann útaf og hætt keppni. Þar með var sú hætta úr sögunni. Kjarkur á mikilli siglingxi Olil Amble gerði góða hluti með Kjarki á mótinu, sigraði með glæsi- brag hinn áður ósigraða Ásgeir Sv- an Herbertsson á Farsæli frá Arn- arhóli en þetta mun vera í fyrsta skipti sem þeir félagarnir vinna ekki keppni í fjórgangi sem þeir taka þátt í. Það hafa orðið stórkost- legar breytingar á Kjarki hjá Olil og greinilegt að hún hefur unnið heimavinnuna vel frá því í úrtök- unni þegar hún varð að lúta í lægra haldi fyrir Ásgeiri og Farsæli. Þá voru margir brestir sem berja mátti í til að allt væri í góðu lagi. Sérstak- lega var það höfuðburðurinn sem var góður en bara á köflum en nú var hann alveg smollinn í réttu stell- inguna, ekki bara á brokki heldur einnig á stökki og tölti. Fyrir brokk fékk hún 8,83 en þar gáfu tveir dómarar henni 9,0 og fyrir stökkið fékk hún 8,67. Eftir hægatöltið og brokkið var ljóst í hvað stefndi því brokkið, sem hefur verið sterkasta hlið Farsæls, var heldur lakara en það hefur verið best og sama gilti rilboÖ.ídngm* ( C IÁ. 'M), n KU.3Í; Uþííj XUtíl!-—iuí. 12-1 inu. 14/8 11-1 Mörkinni 3 Sími 588 0640 casa@islandia.is JÓHANN og Fengur fóru létt í gegnum töltúrslitin og unnu tölthorn- ið eftirsótta, sem að þessu sinni fer ekki heim til Islands þvi Jóhann er búsettur í Danmörku. KJARKUR frá Horni er tvímælalaust sá hesta í íslenska liðinu sem sýnt hefur mestar framfarir frá úrtöku og fara þau hér mikinn í sig- urvímu, Olil og Kjarkur. RÚNU Einarsdóttur og Snerpu frá Dalsmynni gekk ekki sérlega vel í forkeppni en komust svo í B-úrslit í Qórgangi og þar linntu þær ekki látum fyrr en þriðja sætið var í höfn í A-úrslitum. um stökkið þar sem Olil var með mikla yfirburði. Á yfirferðinni snerist dæmið við þar sem Ásgeir og Farsæll voru heil- um hærri en Olil og Kjarkur en það dugði ekki til, svo miklir voni yfír- burðirnir í hinum atriðunum. Eftir svo glæsilegan sigur eru sjálfsagt allir tilbúnir að fyrirgefa Olil þau mistök að skila inn of mörgum æf- ingum í fímikeppninni og vera dæmd úr leik fyrir bragðið. En svona eftir á að hyggja þá skipti það ekki öðru máli en því að hún tók ekki þátt í þeirri grein. Ætla má að hún hefði Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag í Garðs Apóteki-Sogavegi kl. 14-18 og Laugavegs Apóteki kl. 15-18 - Kynningarafsláttur - GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK ekki átt möguleika gegn Jolly Schrenk, sem sigraði með miklum yfirburðum, og eftir heimsmet Sig- urbjörns í skeiðinu átti enginn möguleika gegn honum í keppninni um samanlagðan sigurvegara. Fjórgangsveldi Þjóðverja gjörsamlega hrunið En áfram með fjórganginn því Is- lendingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin og þar næst á blaði var Rúna Einarsdóttir með Snerpu frá Dals- mynni en þær stöllur unnu gott af- rek. Voru þær í áttunda sæti eftir forkeppnina. Unnu í B-úrslitum eft- ir spennandi keppni, skutu síðan fjórum keppinautum aftur fyrir sig í A-úrslitum. Eftir þessa fræknu framgöngu íslensku keppinautanna má með réttu segja að hið mikla veldi Þjóðverja í fjórgöngu sé ger- samlega hrunið. Hæst Þjóðverja komst Irene Reper á Kappa frá Álftagerði, náði fimmta sæti eftir að hafa verið í fjórða sæti eftir for- keppni. Unn Krogen, Noregi, mætti nú á þriðja heimsmeistaramótið með Hruna frá Snartarstöðum en þrátt fyrir mikinn glæsileika vantar alltaf eitthvað uppá til að þau nái toppnum. Hægatöltið var þeirra veikasta hlið í A-úrslitum en brokk, fet og stökk sterkast. Fyrrum heimsmeistari, Styrmir Árnason, sigldi nokkuð lygnan sjó í sjötta sæti. Hann er greinilega ekki búinn að vera nægilega lengi með hestinn til að ná fyrri styrk og vafasamt má telja að það hefði dugað honum lengra en í fjórða sætið því það virð- ist nokkuð ljóst að fjórgangurinn var sterkari nú en á HM fyrir tveimur árum og líklegast aldrei eins sterkur og nú. Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.