Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 54

Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 i-------------------------- ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR + Þórunn Sveins- dóttir fæddist í Bergvík í Leiru 12. desember 1913. Hún lést á heimili sínu, Grandavegi 47, Reykjavík, að kvöldi sunnudags- ins 1. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Einarsson múrari frá Heiði á Síðu, f. \ 6. desember 1862, d. 2. maí 1950, og Arnheiður Björns- dóttir frá Þjóðólfshaga í Árnes- sýslu, f. 14. apríl 1883, d. 3. maí 1967. Systur Þórunnar voru Arnheiður, f. 10. apríl 1915, d. 14. maí 1999, og tvíburarnir Jóna, f. 9. maí 1916, d. 17. októ- ber 1987, og Sveina f. 9. maí 1916, d. 21. mars 1987. Einn hálfbróður átti Þórunn, Einar múrarameistara í Reykjavík, f. 7. nóvember 1891, d. 26. maí 1974. Hann var sonur Sveins og Þórunnar Ólafsdóttur f.k. hans. Þórunn giftist 12. maí 1934 Birni Stefánssyni fv. kaupfé- lagsstjóra í Kf. Fáskrúðsfírð- inga, f. 10. nóvember 1908. For- eldrar Björns voru Stefán Björnsson prófastur á Hólmum í Reyðarfirði, f. 14. mars 1876, d. 3. september 1942, og kona hans Helga Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1874, d. 8. Tengdamóðir mín Þórunn Sveins- dóttir er látin á áttugasta og sjötta aldursári. Andlát hennar bar brátt að þar sem hún sat við eldhúsborðið heima með Svenna, son sinn, sér við hlið og Björn tengdapabba á næsta leiti. Hún tók fullan þátt í lífmu, hélt heimili fyrir þau þrjú. Gestum og febrúar 1957. Börn Þórunnar og Björns eru: 1) Stefán sölu- maður, f. 28. októ- ber 1934, kvæntur Gyðu Guðbjörns- dóttur skrifstofu- manni og eiga þau fjögur börn. 2) Helga, verslunar- maður, f. 2. febrúar 1937, gift Stefáni Ágústssyni iðnrek- anda og eiga þau þrjá syni. 3) Sveinn öryrki, f. 13. ágúst 1938. 4) Örn útibús- stjóri, f. 9. aprfl 1943, kvæntur Þórdísi Vilhjálmsdóttur snyrti- fræðingi og eiga þau tvö börn, auk þess sem Órn á þrjú börn með fyrri konu sinni, Hrafnhildi Baldvinsdóttur. 5) Jón verslun- armaður, f. 15. janúar 1949, kvæntur Svönu Júlíusdóttur verslunarmanni og eiga þau þijú börn, auk þess sem Jón á Qögpir börn með fyrri konu sinni, Láru Höllu Elínbergsdótt- ur. 6) Þórdís, snyrtifræðingur og móttökuritari, f. 19. janúar 1950, í sambúð með Stefáni Sæ- mundssyni flugmanni en hún á eina dóttur. Barnabörn Þórunn- ar og Björns eru 20, barna- barnabörnin 24 og eitt barna- barnabarnabarn. Utför Þórunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. gangandi bauð hún upp á heimabak- að brauð og kökur með kaffinu eða töfraði fram dýrindis máltíð ef ein- hver leit óvænt inn á matartíma. Þórunn var skemmtileg kona sem laðaði að, bæði sinn stóra afkom- endahóp og vini og vandamenn. Hún fylgdist vel með því sem var að ger- + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR, Sunnubraut 2, Grindavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík mánudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Halldór Ingvason, Helga Emilsdóttir, Bragi Ingvason, Bylgja Guðmundsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur okkar og bróðir, PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON, Urðargerði 3, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14. ágúst kl.11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Soffía, Pétur Guðni og Brynjar Friðrik. + ANNA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, Álfheimum 54, lést á Vífilsstaðaspítala föstudaginn 23. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kjartan Ólafsson, Elísabet Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. MINNINGAR ast í þjóðlífinu; hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í Ijós. Minnið var óbrigðult, t.d. hafði hún merkisdaga í fjölskyldunni á hreinu og fylgdist vel með hvernig börnum og barna- börnum vegnaði. Ég hitti tengdamóður mína fyrst fyrir 44 árum er Stefán sonur henn- ar kynnti mig fyrir henni. Hún tók mér strax opnum örmum og umvafði mig þeirri hlýju og ástúð sem henni einni var lagið. Líf okkar hefúr verið samtvinnað upp frá því og gefið okk- ur ógleymanlegar samverustundir. Margs er að minnast. Þær voru ófáar heimsóknir hennar og fjöl- skyldunnar til okkar í Vestmanna- eyjum. Alltaf var jafn mikið tilhlökk- unarefni að fá þau í heimsókn. Sumarbústaðurinn í Miðfellslandi var mikill unaðsreitur og þar var oft glatt á hjalla. Á þeim fjörutíu árum sem bústaðurinn var í eigu fjöl- skyldunnar var alltaf nóg að gera, því stöðugt var verið að framkvæma eitthvað, ýmist að byggja við eða bæta. Bjöm og Þórunn gróðursettu smám saman mikið af plöntum í landið og önnuðust lóðina af kost- gæfni. Síðar byggðum við Stefán okkur bústað að Villingavatni. Oft dvöldu Bjöm og Þómnn hjá okkur. Viku fyrir andlát Þórannar vora þau Björn og Svenni hjá okkur á Vill- ingavatni eina helgi. Þórann var eins og hún átti að sér, sat og hekl- aði eitt af teppunum sem hún hefur unnið og gefið barnabömum. Henni féll aldrei verk úr hendi enda mikið til af fallegri handavinnu eftir hana. Nokkram sinnum fóram við saman til útlanda, meðal annars til Mall- orka og Kanaríeyja og fyrir ári til Madríd til að vera viðstödd brúð- kaup sonarsonar Björns og Þórann- ar. Einnig er eftirminnileg ferð austur á Höfn í Horaafirði sem við fóram fyrir nokkram áram. Þórann lét sig aldrei vanta í afmæli fjöl- skyldunnar eða á öðram hátíða- stundum en nú verða þær heim- sóknir ekki fleiri. Þórann var sterk- ur persónuleiki sem nú er sárt sakn- að af fjölskyldu og vinum en mestur er missir Bjöms tengdaföður míns og Svenna. Ég votta þeim innilega samúð mína. Ég kveð tengdamóður mína, Þór- unni Sveinsdóttur, með þakklæti fyrir vináttu og samverastundir lið- inna ára. Blessuð sé minning hennar. Gyða Guðbjörnsdóttir. Þannig er það með lífið að maður kemur og maður fer, en munur er þó sá að komuna vitum við með nokkra fyrir en brottförin kemur oft óvænt. Jafnvel þótt nokkuð hár aldur gefi tilefni til þess að vænta hins óhjá- kvæmilega, kemur andlát oftast að óvöram, sem reiðarslag. Það var eins og í huganum ætti Þórann ekk- ert að deyja. Þegar ég kveð tengdamóður mína, Þóranni Sveinsdóttur, finnst mér einhvern veginn svo ótrúlegt að hún skuli vera farin, hún sem ásamt manni sínum, Birni Stefáns- syni, var miðjan í allri tilvera fjöl- skyldu okkar. Ég kynntist Þóranni fyrir rúm- lega 40 áram þegar ég tók að draga mig eftir dóttur hennar. Mér leynd- ist ekki að þar fór mikill skörangur. Mannkostir Þórannar leyndust eng- um sem henni kynntust. Þær era margar minningarnar sem reika gegnum hugann, kynn- ingin á Seljaveginum, búsetan á Kvisthaganum, sumarbústaðurinn á Þingvöllum og svo mörg atvik tengd samskiptum okkar sem ekki verða tíunduð hér en varðveitast í minn- ingunni. Eins og allir vita sem Þóranni þekktu var gestrisni hennar með eindæmum. Frá hennar borði fór enginn svangur né þyrstur. Heimili sitt gæddi hún því ólýsanlega að- dráttarafli sem það ávallt hafði. Hennar verður því lengi minnst. Mér er til efs að þær séu margar húsmæðurnar í dag sem ganga að störfum sínum á heimili með sama hætti og tengdamóðir mín. Allt sem hún gerði var gert með sérstökum myndarbrag. Sú kynslóð er að hverfa sem þannig gekk að verki og er það miður. Mér er kunnugt um að daginn fyrir andlátið, svo og á sjálf- an dánardaginn, hafi hún lengst af staðið í bakstri. Og eitt er víst að ég mun ekki framar borða vínarbrauð- in hennar, kleinurnar, pönnukök- urnar, tvíbökumar og heilhveiti- brauðin sem mér var fyrirmunað að fá leið á. Þórann var einstakur perónuleiki. Hún var £ost fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum. Oft vor- um við sammála, en stundum greindi okkur á. En aldrei minnist ég þess að slík skoðanaskipti hefðu nein eftirmál. Þórann naut þess að hlusta á góða tónlist og þær vora margar stund- irnar sem við nutum þess að hlusta saman á góðan tónlistarflutning. Hún unni landi sínu og naut fegurð- ar þess. I sumar fóram við hjónin með Bimi og Þórunni norður í land og mér er minnisstætt þakklæti hennar og gleði yfir fegurð þess sem fyrir augun bar. Nú er kveðjustund og ég minnist Þórannar með þakklæti og virðingu. Guð biessi minningu hennar. Stefán Ágústsson. Elsku amma, það er alltaf erfitt að kveðja svo náinn og góðan vin sem þú varst mér. Þegar pabbi hringdi og bar mér þau óvæntu tíð- indi að þú værir farin, fann ég hvernig hjartað tók kipp í brjósti mér og margvíslegar hugsanir fylltu huga minn. Sorgin greip mig, tárin streymdu og hin óskiljanlega hugs- un um að þú værir farin logaði sem óslökkvandi eldur innra með mér. Farin, ég trúði þessu ekki. Þú sem varst alltaf svo hress, lífsglöð og fjörmikil. En það er víst ekki hægt að deila við staðreyndir lífsins og ægivald sköpunarinnar sem bæði gefur líf og tekur. Öll deyjum við og þín stund var rannin upp. Minningin sem lifir í brjósti okkar sem þekktum þig er okkar mesta huggun á þessari stundu. Allar þær góðu stundir sem við höfum átt sam- an og öll þau góðu frækom sem þú hefúr sáð í líf okkar mun lifa um ókomin ár. Ég er svo þakklátur fyrir allt það sem þú hefur verið mér, elsku amma, ekki bara góður vinur, heldur uppfræðari, huggari, góð fyr- irmynd og ráðgjafi frá því ég kom í þennan heim. Stundirnar sem við áttum saman á Kvisthaganum, Þing- völlum, svo ekki sé talað um einlægu umræðumar síðastliðin ár sem við áttum við eldhúsborðið á Granda- veginum era mér ómetanlegar. Dugnaður þinn og eljusemi vora einstök. Aldrei féll þér verk úr hendi, hvort heldur vora heimilis- störfin eða útivinnan. Þessi síðasti dagur í lífi þínu gefur svo góða mynd af einstökum krafti þínum. Mamma sagði mér að þennan dag hefðir þú verið búin að baka brauð og pönnukökur sem auðvitað að stóram hluta var ætlað öðram. Þú hafðir einnig verið úti í garði að vinna, og kvöldmaturinn sem ætlað- ur var ykkur afa og Svenna mallaði í pottunum þegar kallið skyndilega kom. Umhyggja þín og þitt góða hjarta gagnvart öðram var svo stór hluti af lífi þínu. Þú máttir ekkert aumt sjá, þá voru hendur þínar útréttar. Trú- festi þín og umhyggja gagnvart Svenna var alveg einstök. Nú ert þú farin en hluti af þér, elsku amma, mun lifa með okkur öll- um sem þekktum þig, þannig er það innra með mér. Eg þakka þér allt, þú ert amman mín kæra. Jesús segir: Ég er upprisan og líf- ið og sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. I sálmi 84 segir að einn dagur í forgörðum Drottins sé betri en þús- und aðrir, þessi orð trúi ég að gefi okkur örlítið innsæi inn í þá veröld sem bíður okkur á himnum með Jesú. Ég bið Drottin Jesú Krist um að veita elsku afa og Svenna frænda huggun sína og blessun. Björn I. Stefánsson, Kríunesi. Elsku amma, skyndilega ert þú farin, svo óvænt. Á augnabliki stendur tíminn kyrr og allt breytist. Þú sem varst miðpunkturinn í lífi svo margra. Það er svo margt sem hugann hrærir á slíku augnabliki og enn og aftur, sama hversu erfitt það reynist, verðum við að beygja okkur undir gang lífsins. Minningin um þig mun ávallt fylgja okkur og huggun veita. Ekki hvarflaði það að okkur Oddnýju þegar við heimsóttum ykkur á laug- ardeginum að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst hér, svo full varstu af lífsorku og gleði. Þú hafðir nýlok- ið við að gefa afa og Svenna síðdeg- iskaffið. Eldhúsborðið var hlaðið góðgæti, bakkelsi sem var engu líkt, sandkaka, jólakaka, vínarbrauð og að sjálfsögðu súkkulaði og rjómi fyr- ir Svenna, allt sem þú bakaðir sjálf af þínum eftirminnilega myndar- skap. Eg gleymi ekki gleðisvipnum þeg- ar ég sagði þér að við hefðum stopp- að að Heiði á Síðu nokkram dögum áður, fæðingarstað pabba þíns. Drykklanga stundu spjölluðum við og hlustuðum á einstæðan fróðleik þinn um þennan stað og aðra tengda ættingjum og vinum, lífs og liðnum. Þessi heimsókn minnti mig um margt á fyrri tíma, þegar afi var á fullu að vinna úti í garði og bauð gestum og gangandi sem áttu leið hjá inn í kaffi en var svo rokinn aft- ur út í garð að vinna með það sama. En þannig var það einmitt þennan laugardag, afi var að vinna úti í garði á Grandaveginum og mátti eðlilega lítið vera að því að setjast niður. Garðræktin hjá ykkur hvort sem var blómstrandi garðurinn á Kvist- haga, trjáræktin á Þingvöllum eða allar matjurtirnar, sem við barna- börnin laumuðumst svo oft í var til fyrirmyndar svo eftir var tekið. Hvernig þú hafðir tíma til að afkasta svo miklu er erfitt að skilja, en það veit ég að eljusemi, dugnaður og gjafmildi var þér í blóð borið, annað þekktir þú ekki. Þú sagðir stundum við mig í spaugilegum tón, að mér hefði legið svo á að komast í heiminn að mömmu hefði ekki gefist tími til að fara upp á fæðingardeild og fæddist ég því á heimili þínu á Kvisthaga 9, og það er einmitt þangað sem ég rek mínar fyrstu bernskuminningar um aðfangadagskvöld með hluta af stór- fjölskyldunni. Þar stjórnaðir þú af myndugleika og saman tókst ykkur afa að skapa eftirvæntingu og spennu hjá okkur sem yngri voram þannig að ekki gleymist. Ég man vel hvað við voram spennt þegar þú barst fram jólagrautinn, því í honum var falin mandla og sá eða sú sem hana fann fékk vegleg verðlaun sem afi hafði útbúið. Þennan sið endur- tókum við svo síðasta aðfangadags- kvöld þegar þið heimsóttuð okkur LEGSTEINAR WfÁ '-O „ í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; ÍBS.HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA_____________________ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.