Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 57 Helga. Við vorum níu mörkum und- ir í hálfleik og þá voru allir hættir að hvetja ísland nema Helgi. Hann baðaði út öllum öngum og þegar honum mislíkaði dómgæslan - sem var í svona annað hvert skipti - þá sótti hann sér loft langt fram á fló- ann til að baula á viðeigandi hátt. Seinna var mér sagt að það hefði verið tvíátta í Flatey þennan dag.“ Félagi Helgi var ekki bara bar- áttumaður heldur líka heiðursmað- ur, við höfum misst hlekk úr þessu samfélagi sem ekki verður bættur en minning hans mun lifa um ókomna tíð. Hann markaði spor í sína samtíð sem verða ekki afmáð. Það var mikið gæfuspor fyrir Helga þegar hann gekk að eiga Jó- hönnu Aðalsteinsdóttur frá Vað- brekku í Hrafnkelsdal í júlí 1950. Jóhanna stóð alla tíð við hlið eigin- manns síns í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, enda Jóhanna mikill kvenskörungur. Helga Bjarnasyni vil ég þakka fyrir allt það sem hann hefur lagt af mörkum í þágu Verkalýðsfélags Húsavíkur og fyrir þann stuðning sem hann hefur sýnt mér í gegnum tíðina um leið og ég votta Jóhönnu og afkomendum þeirra hjóna mína innilegustu samúð. _ Aðalsteinn Á. Baidursson, formaður Verkaiýðsfé- lags Húsavíkur. Helgi Bjarnason, vinur minn og félagi er látinn. Fréttin af ótíma- bæru andláti hans kom óvænt og fór eins og gustur um sálina. Henni fylgdi þessi tilfinning um tómleika og söknuð. Eitthvað dýrmætt hafði, án nokkurrar viðvörunar, verið rifið burt og ég vissi að það kæmi aldrei aftur. Minni litlu heimsmynd hafði verið breytt. En hver var hann þessi Helgi Bjarnason sem hvarf svo skyndi- lega út úr lífi okkar sem þekktum hann? Einhvers staðar í góðri bók segir að morgnarnir séu aldrei hvers- dagslegir. Hver morgunn sé nýr morgunn. Á hverjum morgni fæðist nýr heimur. Mér koma þessi orð í hug, þegar ég minnist Helga Bjarnasonar. Eins og títt er um mikla persónuleika var hann ekki einn maður, heldur margir menn. Þessi hrjúfi geðmikli maður, var í senn hörkutól í átökum stjórnmála og verkalýðsbaráttu um leið og hann var listræn og viðkvæm sál sem hafði gaman af ærslum og stráksskap og afar næmt auga fyrir skoplegri hliðum tilverunnar. Þannig birtist Helgi manni í mörg- um myndum, sem leikarinn, sjó- sóknarinn, veiðimaðurinn, grínist- inn, íþróttaáhugamaðurinn, nátt- úruunnandinn, verkalýðsleiðtoginn, stórfjölskyldumaðurinn, tónlistar- maðurinn, safnarinn og sögumaður- inn, alltaf sami eldhuginn - sem nýr maður í hverju hlutverki. Það var ekkert hversdagslegt við þennan mann. Þar sem hann fór var eftir honum tekið. Hver morgunn í hans lífi var nýr morgunn. Ég minnist Helga fyrst sem föð- ur leikfélaga minna, þeirra Haffa og Helga. Þótt við hefðum alltaf meira af Jóhönnu móður þeirra að segja fór ekki hjá því að karlinn léti okkur heyra það annað veifið. Við vorum hvattir í knattleikjum eða skammaðir fyi-ir að vera of latir við æfingar. Ósjaldan var hastað á okk- ur fyrir strákapör en stundum var okkur hælt fyrir dugnað og sagt að við værum orðnir „rosalega stórir kallar“. í hamaganginum á síld- arplönunum, þegar við strákarnir vorum að snúast og reyna að hjálpa til. Þá hafði Helgi, á sinn glettna hátt, lag á að hæla okkur strákun- um þannig að við þóttumst vera orðnir menn með mönnum. Afrekin voru ekki stór, en með hólinu komu mannalætin og þá var karlinum skemmt. Já, hann gat vissulega skammað okkur duglega, en hann kunni líka að tala við okkur krakk- ana á máli sem við skildum. En leiðir okkar Helga skUdu og lágu ekki saman í mörg ár. Ég flutti fi'á Húsavík, flæktist suður og út í lönd í nám. Það var síðan á vordög- MINNINGAR um 1983 að Helgi kom aftur inn í líf mitt og eins og endranær kom hann óvænt, eins og ferskur gustur af hafi. Á þessum tíma var ég að ljúka hagfræðinámi út í Lundi í Svíþjóð og hafði ýmis plön um framtíðina. Ekkert þeirra var þó í þá veru að fara aftur til æskustöðvanna - tU Húsavíkur þar sem ég átti marga frændur, vini og góðar minningar. En það var á þessum tíma sem Helgi hringdi tU mín og vUdi ólmur að ég kæmi til Húsavíkur og færi að vinna hjá lífeyrissjóðnum og verkalýðsfélaginu, þar sem hann var formaður. I fyrstu fannst mér þetta fráleitt. Við nánari umhugsun og hvatningu frá Helga breyttist afstaða mín, enda höfðu æskustöðv- arnar alltaf togað í mig. Mér var í raun boðið á stefnumót við Húsavík - draumabæ æsku minnar. Ef ég hafnaði þessu tækifæri væri ekki víst að annað gæfist. Ég sló því tU og ætlaði að vera í tvö til þrjú ár á gömlu vík, þar tU ég færi í frekara nám eða vinnu sem tengdist meira minni menntun. En verkefnin á Húsavík voru mörg og árin urðu tíu. Allan þann tíma unnum við Helgi mikið saman og brölluðum margt. Við tókum þátt í verkalýðsátökum bæði tU sjós og lands, beittum okkur fyrir betri kjörum félagsmanna, jukum og bættum þjónustu verkalýðsfélags- ins, byggðum um nýja félagsað- stöðu stéttarfélaganna, réðumst í að láta skrifa sögu félagsins, vorum þátttakendur í fyrirtækjum bæjar- ins, tókum þátt í að efla atvinnulíf, vorum þátttakendur í bæjarpólitík- inni, tókum þátt í að efla heUsu- gæslu og öldrunarmál, knúðum á um bætta hafnaraðstöðu og bætt öryggi sjómanna og svo mætti lengi telja. Þetta voru skemmtUegir tímar. Þú varst, Helgi, alltaf sami eldhug- inn í öllum málum. Þú lagðir mikið upp úr því að myndarlega væri staðið að málum hvarvetna þar sem verkalýðsfélagið kom nálægt. Ekk- ert var of gott fyrir okkar fólk. Ekki vorum við alltaf sammála og stundum tókum við snerrur, en ávallt gátum við jafnað ágreining- inn og aldrei slettist upp á vinskap- inn - þannig eiga vinir að vera. Margir fundir á verkalýðs- kontórnum eru mér minnisstæðir, en skemmtilegustu minningarnar eru þó frá samkomunum í félags- heimilinu Grafarbakka, heimili ykk- ar Jóhönnu. Þú varst svo heppinn að vera giftur þessari einstöku konu. Án hennar varstu bara hálfur maður, en með henni voru þér allir vegh' færir. Umræðurnar við eld- húsborðið í Grafarbakka voru oft snarpar og alltaf skemmtilegar. Þá var líka stutt í leikarann og grínist- ann Helga Bjarnason að ég tali nú ekki um þegar frændi þinn Sigurð- ur Hallmarsson kom í heimsókn. Þá urðu til hjá ykkur frændum ein- hverjar mögnuðustu sýningar, sem ég mun nokkru sinni upplifa - þeg- ar þið gerðuð bæjarlífinu skil með sögum, eftirhermum, látbragði og leik. Eða þegar þú tókst „Undra- hattinn" á einhverri samkomunni og varst óborganlega skemmtileg- ur. Þessar sýningar eru og verða ógleymanlegar. Á sama hátt verður þú, Helgi Bjamason, ógleymanlegur öllum sem kynntust þér. Þú varst aldrei hversdagslegur. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Þú komst inn í líf mitt eins og snarpur gustur og hvarfst út úr því aftur eins og óvænt vindhviða. Þú kvaddh’ eins og þér var einum lagið, í faðmi vina, fyrir neðan Bakkann og minningin um góðan vin og félaga mun lifa. Að leiðarlokum er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að fá kynnast þér og ykkur hjónum og verða ykk- ur samferða þennan spöl á lífsgöng- unni. Þegar upp er staðið eru það góðu stundirnar sem skipta máli. Kæra Jóhanna, ég og Kristjana kona mín vottum þér, börnum ykk- ar, Aðalsteini, Kristjönu, Bjai'na Hafþóri, Helga og Ingibjörgu, mök- um þeirra, börnum og barnabörn- um okkar dýpstu samúð á þessari erfið stundu. Kári Arnór Kárason. VIGNIR GARÐARSSON KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Krossinn ! 20 ára i KROSSINN á tuttugu ára afmæli í ; dag, fimmtudaginn 12. ágúst. Af- mælinu verður fagnað með fjöl- breyttu samkomuhaldi. í dag, á af- mælisdaginn, mun Mike Riordan i prédika. Á laugardagskvöldið verða hljómleikar kl. 20.30 og fram koma Christ Gospel Band ásamt fleiri snillingum. Á sunnudags- ! kvöldið kl. 20.30 hefst síðan sam- ] komuherferð með Curtis Silcox, en ! hann mun einnig prédika á sam- v komum 17., 18. og 19. ágúst, en þær hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Hinn frábæri sönghópur NIV (New International Version) mun syngja á samkomunum með Curtis Silcox. j Kristilegar músíktilraunir UNGLINGATÓNLEIKAR allra kristinna trúfélaga verða haldnir í Skautahöllinni sunnudaginn 15. ágúst. Öllum kristnum trúfélögum í Reykjavíkurprófastsdæmum hef- ur verið boðin þátttaka en fram- kvæmdastjórnin er í höndum " Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR). Áður en samkoman hefst formlega verður boðið upp á grill- máltíð fyrir utan Skautahöllina frá kl. 20. Hin eiginlega dagskrá hefst síðan kl. 21 með s.k. kristilegum músíktilraunum. Fólk úr hinu kristna samfélagi getur því notað tækifærið til þess að koma ungu tónlistarfólki úr söfnuðinum á framfæri. Búist er við mikilli þátttöku og ■ verður tónlistarflutningur í há- marki. Fjórum til fimm trúfélögum hefur verið úthlutað þremur mín- útum til þess að segja stuttar dæmisögur úr Biblíunni. Einnig fá trúfélögin þrjár mínútur hvert til þess að tengja söguna við nútím- ann með stuttri lífsreynslusögu. „Við leggjum alfarið í hendur trú- félaganna hvort þeir vilja lesa, leika eða syngja dæmisögur úr Bi- blíunni,“ segir Halldór Elías Guð- mundsson, framkvæmdastjóri ÆSKR. Helgistund á Seyðisfirði CECIL Haraldsson, sóknarprest- ur, leiðir helgistund að Þórarins- stöðum, Seyðisfirði, í dag, 12. ágúst, kl. 18. Minjasafn Austurlands hefur undanfarin 2 sumur staðið að forn- leifarannsókn að Þórarinsstöðum undir stjóm Steinunnar Kristjáns- dóttur fornleifafræðings. I ljós hef- ur komið að á staðnum hefur staðið kirkja gerð í svokölluðum staf- kirkjustíl. Kirkjan hefur verið reist snemma á kristnitökutímabilinu og trúlega lögð af á 13. öld. Helgistundin fer fram undir beru lofti við hinar uppgröfnu rúst- - ir og eru allir hjartanlega velkomn- ir á staðinn. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. , Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bi- blíulestur kl. 21. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam- koma í umsjón Majórs Elsabetar Daníelsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. ‘ ' + Vignir Garðars- son var fæddur á fsafirði 26. nóv- ember 1941. Hann lést á heimili sínu 1. ágúst síðastliðinn Vignir var sonur hjónanna Huldu Ingibjargar Páls- dóttur frá Álftanesi og hún Iifír son sinn og Garðars Jóns- sonar veitinga- manns sem ættaður er vestan úr Isa- firði. Vignir var yngstur þriggja bræðra en eldri bræður hanns eru Borgar Garðarsson, leikari, f. 1938, kvæntur Ann Sandelin og em þau búsett í Finnlandi og Garðar Garðarsson, prentari, f. 1940, kvæntur Caroll Garðars- son og eru þau búsett í Kanada. Vignir kvæntist 1. apríl 1962 Guðbjörgu Hlíf Pálsdóttur, f. 9. nóvember 1944. Guðbjörg og Vignir eignuðust sex börn: 1) Garðar Páll, kennari, f. 1962, sambýliskona hans íris Ólafs- dóttir og eiga þau íjögur börn og eru þau búsett í Grindavík. 2) Ingibjörg Ósk, verslunarmað- ur, f. 1964, gift Jóni Reyni Sigurðssyni og eru þau búsett á Þingeyri og eiga tvær dætur. 3) Ólaf- ur Haukur, við- skiptafræðingur, f. 1968, sambýliskona hans er Ragnheiður Birna Björnsdóttir og eru þau búsett í Hafnarfirði. 4) Ágústa Hrönn, hús- móðir, f. 1971, gift Árna Kolbeins og eiga þau þrjú börn og eru búsett á Sel- Ijarnarnesi. 5) Vigdís Hulda, húsmóðir, f. 1974, gift Erlendi Einarssyni og eiga þau tvö börn og eru þau búsett í Reykjavík. 6) Vignir Hrannar, nemi, f. 1984. Vignir flutti barnungur með foreldrum sínum til Reykjavík- ur þaðan sem hann lauk hefð- bundnu barna- og grunnskóla- námi. Að því loknu hóf hann nám við Verslunarskóla íslands og lauk hann Verslunarprófi ár- ið 1960. títför Vignis fór fram frá Fossvogskirkju 9. ágúst. Við heimkomu mína af danskenn- araráðstefnu í Danmörku að kvöldi 3. ágúst tjáði kona mín mér að mág- ur minn Vignir Garðarsson hefði látist daginn áður. Mér varð hugsað til þess þegar við Guðbjörg fyrir um 40 árum fór- um saman til að kenna dans í Vest- mannaeyjum í fyrsta sinn. Ég hafði fengið leyfi fyrir hana úr skóla þar sem ég gat bent á, að bæði myndum við stunda nám okkar utan skóla. Ég fyrir stúdentspróf, hún fyrir gagnfræðapróf. Þegar námskeiðinu lauk gátum við tekið gamla Herjólf um kvöldið. Tólf tíma sigling í ofsa- veðri. Ég vildi bíða, en Gugga fara. Ástin er sterk og hún vildi komast sem fyrst tO Vigga síns, sem hún hafði kynnst þegar hún 14 ára göm- ul hafði aðstoðað mig við dans- kennslu í Verslunarskóla Islands. Aldrei hef ég lifað erfiðari tólf tíma en siglinguna frá Eyjum tU Reykja- víkur, en farsælt hjónaband Guggu og Vigga hefur gert mér mögulegt að skilja ákveðni hennar í að bíða ekki. Eftir langt og hamingjusamt hjónaband og sex myndarleg böm er áreiðanlega erfitt að skOja við jafn geðgóðan, duglegan, bamgóð- an og ástríkan eiginmann og Vignir var. Það er vissulega eftirsjá af Vigni Garðarssyni og við hjónin biðjum þann sem öUu ræður að styrkja og blessa Guðbjörgu og öll hennar börn, tengdaböm og bama- böm. Heiðar R. Ástvaldsson, Hanna Frímannsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar tO birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubO og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). TOvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt tO þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. MikO áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskOegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Laugavegi 40, f f y \\> £

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.