Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 58

Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGA Samtök áhugafólks um áfengls- og vímuefnavandann Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Læknir Staða sérfræðings við sjúkrahúsið Vog er laus til umsóknar. Æskileg er sérfræðimenntun í geðlækningum, lyflækningum eða heimilislækningum. Nánari upplýsingargefuryfirlæknir í síma 567 6633. Næturvörður óskast strax Næturvörður óskast tímabundið í tvo mánuði til afleysinga við sjúkrahúsið Vog. Nánari upplýsingar veitir dagskrárstjóri í síma 567 6633. Starfsmaður á skrifstofu Starfsmann vantar til skrifstofustarfa á skrifstofu SÁÁ hálfan daginn fyrir hádegi. Auk almennra skrifstofustarfa er helsta verkefni umsjón með félagaskrá samtakanna. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Umsóknir um öll ofangreind störf sendist: SÁÁ, Ármúla 18, 108 Reykjavík. Umsóknir merkist „starfsumsókn". FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI auglýsir: Kennsla í framhaldsskóla Kennsla í eftirtöldum greinum er nú laus til umsóknar: • Danska, heil staða. • Stundakennsla í ensku (12—18 stundir), grunnteikningu (12 stundir), ritvinnslu (12 stundir), stærðfræði (18 stundir) og sögu (12 stundir). Umsóknarfrestur er til 17. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknirskulu sendar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, Vogabraut 5,300 Akranesi. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Upplýsingar veitirskólameistari í símum 431 2544/2528. Skólameistari. VANDAÐ. ARFSMANNI íSÍMSVÖRUN S1 OG REYNSU.U Á SNYRTIFFMBÐI. SALON VEH Álfheimurn 74 • Gics ARNAR STARF EÐA STÓLALEIGU. OKKUR VANTAR TIl. MORGUNBLAÐSIi ÁGÚST. MERKTAR • HÁR VEH HÆFILEIKA LEIT! ERUM Á HÖTTUNUM EFTIR HÆFILEIKAFÓLKf. Þ.ÁM. HÁRGREIÐSLUMEISTARA EÐA-SVEIN I FULLT Grunnskólakennarar Við Borgarhólsskóla á Húsavík eru laus störf grunnskólakennara. Kennara vantartil að kenna dönsku á unglingastigi, einnig vantar kennara til að kenna líffræði, eðlis- og efna- fræði á unglingastigi. Áyngsta og miðstig vantartvo bekkjarkennara til almennrar kennslu. Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli, að hluta til í nýju rúmgóðu húsnæði, m.a. er vel búin stofa til efna-, eðlis- og líffræðikennslu. Samið hefur verið um sérkjör við húsvíska kennara, styrkur til búslóða flutninga er greiddur og reynt er að útvega kennurum niðurgreitt húsnæði. Á Húsavík er unnið metnaðarfullt starf í leikskólum, grunnskóla, heilsdagsskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, sem miðar að því að bjóða íbúum upp á góða samfellda þjónustu, m.a. I samstarfi við æskulýðs- og íþróttafélag. Nánari upplýsingar gefa Halldór Valdimarsson, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknirskulu sendartil Halldórs Valdimars- sonar, Borgarhólsskóla, Skólagarði 1, 640 Húsavík. Fræðslunefnd Húsavíkur. GARÐABÆR Leikskólar Garðabæjar Garðabær auglýsir laus til umsókna störf leikskólakennara við Leikskólann Hæðarból. Til greina kemur að ráða í störfin fólk með aðra uppeldismenntun og fólk sem hefur reynslu af störfum með bömum. Um er að ræða störf eftir hádegi. Launakjör em samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknum skal skilað til Ingibjargar Gunnarsdóttur, leikskólastjóra, er veitir nánari upplýsingar í síma 565 7670. Leikskólafulltrúi. Fræðslu- og menningarsvið SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA - REYKJAVÍK Lausar stöður Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir fólki í vaktavinnu á sambýlum við umönnun fatlaðra. Um er að ræða mjög gefandi og krefjandi störf. Við leitum að fólki bæði í heilar stöður og hlutastörf. Æskilegt er að umsækjendur hafi þroskaþjálfamennt- un og/eða reynslu af störfum með fötluðum. Nánari upplýsingar um störfin veitir Steinunn í síma 533 1388. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfresturertil 26. ágúst nk. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Bakari í Suðurveri Óskum eftir að ráða sjálfstæðan alhliða bakara til starfa með góðum hópi bakara. Stundvísi og snyrtimennska áskilin. Verðurað geta byrjað fljótlega. Bakaranemi óskast á sama stað. Eldri umsókn- ir óskast endurnýjaðar. Allar nánari upplýsingar gefur Óttar Sveinsson í síma 533 3000. Sölustarf í Suðurveri og Mjódd Óskum eftir góðu fólki til sölustarfa í verslunum okkar. Upplýsingar gefa Sigurbjörg í Suðurveri í síma 533 3000 og Sigrún í Mjódd í síma 557 3700. — Reyklausir vinnustaðir — Bakarameistarinn Flugmálastjórn Flugvallarvörður Húsavíkurflugvelli Flugmálastjórn auglýsir laust til umsóknar starf flugvallarvarðar á Húsavíkurflugvelli. Um er að ræða nýtt starf til viðbótar því sem fyrir er. Krafist er réttinda til meiraprófs bifreiðarstjóra og stjórnunar þungavinnuvéla. Eftir þjálfun til starfsins þarf umsækjandi að standast hæfn- ispróf. Laun eru samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Flugmálastjórn eigi síðar en 26. ágúst 1999. Öllum umsóknum verðursvarað. Nánari upplýsingar veita starfs- mannahald, sími 569 4100 og umdæmisstjóri Akureyrarflugvelli, sími 462 3011. Vilt þú slást í hópinn? Erum að leita að hressu og ábyggilegu fólki til vinnu á líflegum veitingastöðum okkar í Rvk., Kóp. og Hafnarf. Eftirtalin störf eru í boði: • Vaktstjórar í grill og sal. • Starfsmenn í grill. • Starfsmenn í sal. Góð laun í boði. Lögð er áhersla á góðan starfsanda og samrýmdan hóp. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á veitingastöðunum og upplýsingar gefnar í síma 568 7122. Vesturbyggð óskar að ráða aðstodarskólastjóra við Grunnskóla Vesturbyggðar — Patreksskóla — og kennara í heimavistarskóla í Örlygshöfn. Kjörið verkefni fyrir hjón sem þrá sveitasælu. Upplýsingar um störfin gefur skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar í símum 456 1665 og 456 1192. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 16. ágúst nk. Vesturbyggð, 11. ágúst 1999. Bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Jón Gunnar Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.