Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 61
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka:
Opið alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504.
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vest-
urgötu 6, 1. júní - 30. ágúst er opiö alla daga frá kl. 13-
17, s: 655-4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní - 30.
september er opið aila daga frá kl. 13-17, s: 666-6420,
bréfs. 65438. Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst
er opið laugard.-sunnud. ki. 13-17. Skrifstofur safnsins
verða opnar alla virka daga kl. 9-17.__________
BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: OpiS kl.
13.30- 16.30 virka daga. Simi 431-11255._____
FJARSKIPTASAFN LANDSSlMANS, I.oflskevtastoSinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir
samkomulagi. ______
FRÆÐASETRIÐ f SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551, bréfsimi 423-7809. Opið alla daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi. ____________________
GAMLA PAKKHÚSIÐ f Ölafsvík er opið alla daga í sum-
ar frá kl. 9-19._____________________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud. kl. 17-21,
föstud. og laugard. kl. 15-18. Lokað vegna sumarleyfa til
23. ágúst. Simi 551-6061. Fax: 552-7570._______
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.____
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum._________________
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.-föstud. kl. 9-17. Laugd. 10-14. Sunnud. lokað.
Þjóðdeild og handritadeild eru lokuð á laugard. S: 525-
5600, bréfs: 525-5615._______________________
LISTASAFN ÁRNESINGA, Trjggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.___________
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Safnið er opiö alla daga nema
mánudaga, frá kl. 14-17.______________________
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu:
http//www.natgall.is_________________________
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega
kl. 12-18 nema mánud._____________
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
daglega nema mánudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma
553-2906. ______________________________
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alla daga frá kl. 13-16. Simi 563-2530.______
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar
verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard.
milli kl. 13 og 17.__________________________
MINJASAFN AKUREYRAR, Miiyasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 19.6. - 16.9.
alla daga frá kl. 11-17. Einnig á þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöldum í júlí og ágúst frá kl. 20-21 í tengslum við
Söngvökur 1 Mii\jasafnskirKjunni sömu kvöld kl. 21.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð með mipjagripum og handverks-
munum. Kaffí, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net-
fang minaust@eldhorn.is._______________________
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina
v/Elliðaár. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17
eða eftir samkomulagi. S. 567-9009.____________
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar
frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma
_ 422-7253._____________________________________
IÐNAÐARSAFNIÐ Á ÁKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum.
_ Simi 462-3550 og 897-0206. __________________
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 669-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.___________________
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.__
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsaiir Hverfisgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30- 16.___________________________________
NESSTOFUSAFN, safnið er opiö þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17._________
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar-
firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Simi 555-4321.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
_ 13.30-16._____________________________________
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
_ opið alla daga frá kl. 13-17. S: 565-4442, bréfs. 565-4251.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá ki.
_ 13-17. S. 581-4677.__________________________
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
__ Uppl. i s: 483-1165, 483-1443._______________
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
_ Simi 435 1490._______________________________
STOFNUN ÁRNA MAGNtJSSONAR, Árnagarði v/Suöur-'
götu. Handritasýning opin daglega frá 1. júní til 31.
_ ágúst kl.13-17. ___________________________
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13-18 nema mánudaga. Simi 431-5566.____________
ÍJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið aila daga nema
_ mánudaga kl. 11-17. _________________________
ÁMTSBÓKASAFNID Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.________________
EiSTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið aila daga frá kl.
_ 14-18. Lokað mánudaga._______________________
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, Hafnarstræti. Opið alla daga
fráki, 10-17. Simi 462-2983._________________
NÖNNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frá I. júní
-1. sept. Uppl. i sima 462 3555,_____________
NÖRSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrákl. 11-17._______________________________
ORÐ PAGSINS____________________________________
Reykjavfk sími 551-0000._______________________
Akureyri s. 462-1840.___________________________
SUNPSTAÐIR ______________
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöilin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl.
8-22. ^jalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. þri.,
mið. ogföstud. kl. 17-21._____________________
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 7-22. Laugd.
_ og sud. 8-19. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17, Sölu hætt hálftima fyrir lokun._
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.-
föst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.________
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl 16-21. Um helgar kl. 9-18.___
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opiö alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helttar. Simi 426-7555.___
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.46-8.30 og 14-22,
helgar 11-18.________________________
SUNDMIÐSTÖÐ KEFIÁVÍKUR: Opin mánúd.-föstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.____
SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 16.30-
21. Laufiardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
°8 sunnud, kl, 8-18. Slmi 401-2632. _________
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-
20.30, Laugard, og sunnud. kl. 8-17.30.______
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7-
21, laugd, og sud. 9-18. S: 431-2643._________
BLÁA LÓNID: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21.
a|la daga ki. 10-18. Kaffihúsið opið á sama tima. Sími
6767-800.
Opið hús í fjórum virkjunum
LANDSVIRKJUN hefur auglýst
opið hús í fjórum virkjunum um
helgina þar sem almenningi gefst
m.a. kostur á að ræða við yfirmenn
Landsvh'kjunar, þar á meðal Frið-
rik Sophusson, forstjóra Landsvirj-
unar, um vh'kjanir og umhverfis-
mál. Stöðvarnar sem eru til sýnis
eru við Hrauneyjafoss, Blöndu,
Laxá í Aðaldal og Kröfiu.
Að sögn Þorsteins Hilmarsson-
ar upplýsingafulltrúa Landsvirkj-
unar er tilgangurinn m.a. að fræða
gesti um mannvirkin sem þarna
eru og umverfi þeirra. „Við teljum
það skipta verulegu máli fyrir
okkur í þessum umræðum um um-
hverfis- og virkjanamál að fólk
kynnist af eigin raun hvernig
svona starfsemi [virkjana] fer
fram,“ segir Þorsteinn m.a. og
bendir jafnframt á að Landsvirkj-
un standi um þessar mundir fyrir
átaki til að efla samstarf við ná-
granna sína um umhverfismál og
ferðamennsku.
„Nánast allar okkar virkjanir eru
á svæðum þar sem mikið er um
ferðamennsku og útivist og vinnum
við markvisst að því í samstarfi við
okkar nágranna að gera þau svæði
enn vinsælli. Með því kynnist fólk
okkur betur og teljum við það okk-
ar sterkasta tromp.“
Landsvirkjun í
réttu ljósi
Þorsteinn segh að Landsvhkjun
hafi boðið almenningi til opins húss
mörg undanfarin ár. Annar háttur
sé hins vegar hafður á fyrirkomu-
laginu nú þar sem gestum gefist
kostur á að ræða við til dæmis for-
stjóra og stjórnarformann um
virkjanir og umhverfismál.
Blaðaauglýsingar um opið hús í
virkjununum fjórum birtust m.a. í
Morgunblaðinu í gær og var fyrir-
sögnin: Komdu og sjáðu Lands- *
virkjun í réttu ljósi. Við hliðina á
er síðan teiknimynd af ljósaperu.
Að sögn Þorsteins er með þess-
ari fyrirsögn m.a. verið að vísa til
þess að Landsvirkjun framleiði
rafmagn með því að nýta náttúru-
lega hringrás vatnsins sem sé mun
umhverfisvænni aðferð en gerist
og gengur hjá flestum öðrum
þjóðum. „Það hefur kannski
gleymst í þessari umræðu allri
hvað við stöndum framarlega i
umhverfismálum með því að að
nýta vatnsafl og jarðhita til raf- *
magnsframleiðslu."
Toyota byggir þjónustu-
miðstöð á Akureyri
SAMNINGUR vegna byggingar
nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir
Toyota á Baldursnesi 1 á Akureyri
voru undirritaðir nýlega. Lóðin er
13.000 fm hornlóð á áberandi stað í
Krossaneshaga á móts við bensín-
stöð Shell.
Þjónustumiðstöðin verður í 1.300
fm húsi þar sem sameinuð verður
sala nýrra og notaðra bifreiða,
varahluta og aukahluta auk þess
sem þar verður verkstæði til allra
almennra viðgerða, eftirlits og
þjónustu við Toyota-bíla.
P. Samúelsson ehf. er verkkaupi
en aðalverktaki er SS byggir ehf. á
Akureyri. Arkitekt er Fanney
Hauksdóttir og hönnun var í hönd-
um Arkitekta- og verkfræðistofu
Hauks ehf. á Akureyri. Fjárfesting
Toyota við þessa framkvæmd er
áætluð eitt hundrað milljónir króna
og er áætlað að byggingafram-
kvæmdum verði lokið 1. maí 2000
og lóð verði fullfrágengin 10. júní
2000.
Þjónusta við Toýota-eigendur á
Akureyri eykst til muna með þess-
ari byggingu þar sem öll þjónusta
við þá mun færast á einn stað og
allur rekstur þjónustumiðstöðvar-
innar verður á höndum eins rekstr-
araðila, Stórholts ehf., sem verið
hefur söluaðili Toyota á Akureyri
síðan 1986.
Töðugjöld í Rangárþingi
Fjölbreytt fjöl-
skylduskemmtun
Hellu - Um næstu helgi verður ár-
leg Töðugjaldahátíð haldin á Hellu
og víðar um Rangárþing, en Töðu-
gjöld er sjálfseignarfélag sem stofn-
að var fyrir fimm árum í tengslum
við átaksverkefni í atvinnumálum í
vesturhluta Rangárvallasýslu. Til-
gangur félagsins er að kynna Rang-
árvallasýslu, þjónustu, framleiðslu
o.fl. og standa fyrir fjölskylduhátíð
á veglegan hátt fyrir ferðamenn
jafnt sem heimamenn að áliðnu
sumri í heyskaparlok, eins og nafnið
ber með sér.
Fjölbreytt atriði verða í boði
föstudag, laugardag og sunnudag á
Gaddstaðafiötum við Hellu, m.a.
markaðstorg, fljótareið, fjöltefli,
kraftakeppni, kvöldvaka og
brekkusöngur undir stjórn Árna
Johnsen, svo fátt eitt sé talið. Gísli
Rúnar og Edda Björgvins mæta á
svæðið með Nínu og Geira, Laddi
með Eiríki Fjalari og þjóðlagahóp-
urinn Orðagaman. Opið hús verður
hjá Landgræðslu ríkisins í Gunn-
arsholti og Ferðaþjónustunni í
Hrauneyjum á sunnudag og hjá
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfírlýsing frá Gullveigu
Sæmundsdóttur, ritstjóra Nýs lífs:
„í framhaldi af samtali mínu við
Jónínu Benediktsdóttur vil ég taka
eftirfarandi fram. Súsanna
Svavarsdóttir hafði samband við
Hrein Hreinsson ljósmyndara Nýs
lífs og falaðist eftir ljósmyndum
sem hann tók fyrir Nýtt líf af
Jónínu Benediktsdóttur og Jóhann-
esi Jónssyni. Um er að ræða mynd-
ir sem voru teknar með fullu sam-
þykki þeh-ra á sínum tíma sem
Landsvirkjun í Hrauneyjafoss-
virkjun á laugardag og sunnudag.
Dansleikir verða í tjaldi á Gadd-
staðaflötum á föstudagskvöldið
með SSSól og á laugardagskvöldið
með hljómsveitinni OFL frá Sel-
fossi og Hugsun úr Rangárþingi og
þar verður einnig kráarstemmning
í húsi.
í tengslum við hátíðina verður
opin sýning í Hellubíói um Titanic
slysið, en hún hefur verið sett upp
víða um heim og síðast í Hafnar-
firði nú í sumar. Hátíðinni lýkur á
sunnudag með verðlaunaafhend-
ingu Töðugjalda og Sunnlenska
fréttablaðsins en veittir eru fjórir
svokallaðir hornsteinar fyrir at-
vinnumál, umhverfísmál, menning-
armál og til frumkvöðuls, aðilum á
Suðurlandi sem skarað hafa fram
úr. Fimmtu verðlaunin eru Heims-
horn, en þau fá aðili, íslenskur eða
erlendur, sem komið hefur íslandi
á framfæri út fyrir landsteinana.
Heimshornið hafa áður fengið Vig-
dís Finnbogadóttir, Björk Guð-
mundsdóttir og hvalurinn Keikó.
myndskreyting við viðtal sem birt-
ist við þau í 4. tbl. Nýs lífs á síðast-
liðnu ári. Rætt var við þau sem
frumkvöðla í atvinnulífi hér á landi
og á Hreinn höfundarrétt á mynd-
unum. Hreinn innti Súsönnu eftir
hvort ekki væri aðeins um eitthvað
jákvætt að ræða sem Jónína vissi
um. Súsanna sagði svo vera. Mynd-
irnar ætti að nota við helgarviðtal í
DV og sagðist hún vera í góðu sam-
bandi við Jónínu. í góðri trú lét því
Hreinn myndirnar af hendi til
Súsönnu."
Fimm ár frá
stofnun GSM-
kerfis Lands-
símans
FIMM ár eru liðin næstkomandi
mánudag frá því að GSM-kerfi
Landssímans var tekið í notkun.
Síminn-GSM efnir af því tilefni til
fimm daga hátíðar sem hefst í dag og
lýkur á mánudag.
Órafmagnaðir tónleikar verða í
kvöld kl. 22.30 í Loftkastalanum með
Sálinni hans Jóns míns og verða tón-
leikagestir að skrá nafn sitt og GSM-
símanúmer á heimasíðuna gsm.is. Á
morgun verður menningardagskrá í
Listasafninu milli kl. 13 og 19 og á
laugardag verður viðskiptavinum
Símans-GSM boðið á dansleik í
Skautahöllinni þar sem hljómsveitin
Land og synir spilar. Fá viðskipta-
vinir afhenta tvo miða á dansleikinn í
verslunum Símans ef þeir koma
þangað með GSM-síma sinn. Fjöl-
skyldudagur verður á sunnudag í
Húsdýra- og fjölskyldugarðinum í
Laugardal og á mánudag verða til-
boð í öllum verslunum Símans-GSM.
Börn sem verða fimm ára þann dag
fá einnig afmælisgjöf fró fyrirtæk-
inu.
Dalvegur
lokaður
DALVEGUR í Kópavogi, frá Ný-
býlavegi að Dalvegi 28, verður lokað-
ur frá klukkan 10 í dag og þar til á
þriðjudagskvöld vegna gatnafram-
kvæmda. Fólki sem á leið um þetta
hverfi er bent á að nota t.d. Digra-
nesveg eða Fífuhvammsveg.
Átta milljónir í
hæsta vinning
ÁTTA milljónir króna gengu út í
hæsta vinning í Happdrætti Háskóla
íslands þegar dregið var í fyrradag.
Hæsti vinningur kom á miða númer
33702.
Fjórir einfaldir miðar voru seldir
með þessu númeri og fékk hver vinn-
ingshafi tvær milljónir króna í sinn
hlut. Tveir vinningshafa eru konur
búsettar í Hafnaifirði en hinir tveir
eru karlar sem búa í Reykjavík. v
Berglín ehf.
bauð lægst í
Bröttubrekku
VEGAGERÐINNI bárust tilboð frá
13 fyrirtækjum vegna vegfram-
kvæmda á Vestfjarðavegi um Bröttu-
brekku, en tilboðin voru opnuð á
mánudaginn. Um er að ræða lagn-
ingu nýs vegar frá Breiðabólsstað og
upp að Suðurá við Bröttubrekku.
Tilboðunum var skipt í tvo hluta,
og að sögn Ingvars Árnasonar, deOd-
ai-stjóra framkvæmdadeildar Vega-
gerðarinnar, er mismunurinn fólginn
í því hvert efnið í burðarlagið verður
sótt. í valkosti A er gert ráð fyrir að
íyrirtækin vinni efnið sjálf á staðnum,
en í valkosti B er gert ráð fyrir að þau
kaupi það tilbúið af námuréttarhafa í
Haukadalsnámu. Fyrirtækin vii-tust
almennt ekki gera mikinn greinar-
mun á þessu í tilboðum sínum.
Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóð-
aði upp á A: 81.500.000 krónur og B:
80.500.000 krónur. Berglín efh. í
Stykkishólmi átti lægsta tilboðið, en
það hljóðaði upp á A: 50.300.000 krón-
ur og B: 49.000.000 krónur. Tak ehf. í
Borgarnesi átti næstlægsta tilboðið,
en það hljóðaði upp á A: 57.000.000
krónur og B: 54.000.000 krónur. Að-
eins eitt tilboð var hæn-a en kostnað- "
aráætlun verkkaupa og það var tilboð
Borgarverks ehf. í Borgarnesi, en það
hljóðaði upp á A: 82.700.000 krónur
og B: 81.400.000 krónur.
LEIÐRÉTT
Leiðrétting við myndatexta
í grein Ólafs ísleifssonar um séra
Oddgeir Guðmundsen féll niður í
myndatexta nafn yngsta barnsins
aftast á myndinni en það er Sigurð-
ur. Leiðréttist það hér með. ^
Galtarholt en ekki Eskiholt
í frétt blaðsins í gær af konum
sem fóru ránshendi um Borgarnes
var sagt samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Borgarnesi að þær
hefðu dvalist í hjólhýsi í landi Eski-
holts. Hjólhýsahverfið mun vera í
Galtarholti og er beðist velvirðingar •
á því. ’ -
Yfírlýsing vegna
ljósmynda