Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Grettir
Hundalíf
Ferdinand
Smáfólk
LUCYS OM THE PHONE.. 5HE WANT5 TO KNOU) WHT5HE ALWAT5HA5TO ?LM RI6HT FIELD.. _____ TRADITlONALLY, THE PLATEK WHO I5 WEAKE5T DEFEN5IVELV' PLAT5 RI6HT FIELD.. HE SM5 THE DUM6E5T PLATER. ALUIAT5 PLAT5 KI6HT FIELD..
:SÖ=3 I '==r. .. jÖ
Lísa er / símanum...
Hana langar að vita
hvers vegna hún leikur
alltaf hægra mcgin..
Leikmaðurinn sem er
iakastur varnarlega
leikur venjulega á hægra
vallarhelmingi..
Hann segir að
heimskasti leikmaðurinn
leiki alltaf á hægri
vallarhelmingi..
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Islensk atvinnu-
stefna til
sjávar og sveita
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ANNMARKAR eru til á hinum
mikla markaðsbúskap okkar Is-
lendinga, þótt ef til vill sé erfitt að
flokka í sífellu einstaka þætti í
svart og hvítt, gott og vont, eins og
mörgum hættir svo mjög til að
gera, en þar eyðir margur maður-
inn mest öllu blekinu úr pennanum
í gagnslítil gífuryrði, þar sem
skógurinn virðist oft lítt sýnilegur
fyrir trjánum. Atvinnustefna þjóð-
arinnar í heild mun ætíð mótast af
þeim er við stjórnvölinn sitja, og ef
þeir sitja þar þá eru þeir kosnir
samkvæmt þeim lýðræðislegu leik-
reglum sem við þekkjum og við-
höfúm í voru landi. Við höfum hins
vegar hvert okkar möguleika til
þess að hafa áhrif á mótun stefnu
og almenna lýðræðislega þróun
svo fremi allt okkar mál sé ekki af
gífuryrðatoga og úr „ég um mig
frá mér til mín“ hreppnum.
Annmarkar
markaðsbúskapar
Þegar eitt þjóðfélag tekur sér
það fyrir hendur að færa atvinnu-
vegi þjóðarinnar úr ríkisforsjár-
hyggju í markaðsbúskap, þá er
það ekki gert með álíka hætti og
fornkappinn Gunnar á Hlíðarenda
er sagður hafa viðhaft er hann
stökk hæð sína í loft upp. Með
öðrum orðum, aðlögun þarf að
eiga sér stað ellegar geta vanda-
mál hrannast upp og áður tilkom-
in verðmæti víða um land orðið að
engu, verðmæti þar sem opinberu
fé hefur verið varið til uppbygg-
ingar íbúðarhúsa og atvinnu-
mannvirkja. Það er þjóðinni í
heild lítt til hagsbóta að fleiri
flytjist til Reykjavíkur og tapi þar
með öllum eignum sínum úti á
landi verðlausum. Hvort sem er
til sveita eða sjávar út um lands-
ins dreifðu byggðir, þá eru þar
margvísleg verðmæti sem hvert
einasta sveitarfélag ætti að geta
gert úttekt á ár hvert, með tilliti
til nýtingar og stöðu atvinnumála
með tilliti til fólksflutninga í heild.
Víða standa dreifðar byggðir höll-
um fæti sökum þess að fólksflótti
er slíkur. Fjárhagslegt bolmagn
er ekki að finna til sértækra ráð-
stafana, sem aftur þýðir ákveðna
stöðnun. Hið opinbera á að mínu
áliti að koma hér að málum með
landsfjórðungasjóði, þar sem fyr-
irséð er að hvoru tveggja verð-
mætt atvinnu- og íbúðarhúsnæði
er fyrir hendi sem nýta mætti til
nýrrar atvinnusköpunar til handa
þeim er vilja þar dvelja eða hefja
búsetu.
Úthlutun til atvinnusköpunar á
hverjum stað verði í höndum
þriggja þingmanna kosinna í
hverjum landsfjórðungi, er aftur
veiti sveitarfélögum fé til ráðstöf-
unar að fenginni umsögn og út-
tektum á þróun mála á hverjum
stað. Sett verði í vald sveitarfélag-
anna að ráðstafa fjármagni þessu
til hvoru tveggja landbúnaðar og
sjávarútvegs, sem og nýsköpunar í
arðbærri framleiðslu, en þing-
manna verði að meta dreifingu
fjármagns til einstakra sveitarfé-
laga, samkvæmt úttektum á hverj-
um stað. Markmið ráðstafana
þessara verði nýting verðmæta, á
landsvísu, til lengri og skemmri
tíma.
Auðvelt reikningsdæmi
Að sóa þeim verðmætum sem
við höfum, skattborgarar allir sem
einn, tekið þátt í að byggja upp
hvarvetna um land í formi lánveit-
inga hins opinbera til byggingar
íbúðarhúsnæðis, er ekki nógu
skynsamlegt. Það er heldur ekki
skynsamlegt að horfa aðeins á líð-
andi stund, framtíðin á nefnilega
að bera okkur vitni sem nú ríkjum.
Við þurfum að horfa vítt yfir sviðið
og auka fjölbreytni aðalatvinnu-
veganna, þótt það kosti tíma og
peninga. Það tekur tíma að rækta
upp skóg í landinu. Það tekur
einnig tíma að breyta hluta land-
búnaðar úr verksmiðjuformi í líf-
rænan landbúnað. Það tekur
einnig tíma að fá sérstaka gæða-
vottun á náttúruvænar fiskveiðar
og auka verðmæti afurðanna. Allt
þetta tekur tíma og tíminn er pen-
ingar en til þess þurfa að finnast
skilyrði til þess að til þess finnist
fólk með vilja til að vinna verkin,
fólk sem getur haft lifibrauð af at-
vinnu sinni, án þess að búa í
Reykjavík. Hin mikla sóun verð-
mæta þeirra sem standa auð og yf-
irgefin vegna skorts á nokkrum
grindum í markaðsgrindahlaupinu
er mælanleg í krónum og aurum
og þess vegna þarf sem fyrst að
smíða þessar grindur og setja þær
upp. Ef slíku er slegið á frest mun
tapið fljótlega raska verulega þjóð-
hagslegri afkomu og skattar
aukast í kjölfarið sem aftur lamar
framtak einstaklinganna hvar sem
er á landinu.
GUÐRÚN MARÍA
ÓSKARSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 18, Hf.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Gjaldþrota fyri 2 árum - 1.5 m. á mánuði í dag!
56-1-HERB