Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 64

Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 64
3 64 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ > * > Heimsmeistaramótið í Las Vegas Shirov sigrar Short SKAK Las Vegas HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í SKÁK 30. júlí - 29. ágúst ALEXEI Shirov er kominn í fimmtu umferð heimsmeistara- mótsins í skák eftir sögulega viðureign við Englendinginn Nigel Short. Báðar skákimar í einvígi ]>eirra voru mjög spenn- andi. I fyrri skákinni hafði Shirov hvítt. Short tefldi sjald- gæft afbrigði af franskri vöm og upp komu miklar flækjur. Shirov fómaði manni í 15. leik, en erfitt var að sjá að hann fengi nægar bætur fyrir mann- inn. Staðan var hins vegar svo flókin að erfitt var að rata rétta leið. Þegar fór að saxast á tíma Shorts lék hann nokkmm ónákvæm- um leikjum og varð að játa sig sigraðan eftir 46 leiki. Þessi ósigur hlýtur að hafa verið mikið áfall íyr- ir Short. I seinni skákinni hafði Short allt að vinna og engu að tapa. Hann ákvað að beita kóngsbragði, en það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þeirri hvössu byrjun er beitt á heimsmeistaramótinu. Short náði aldrei að skapa sér færi í skákinni og henni lauk með jafn- tefli sem dugði Shirov til að komast áfram í næstu umferð. Flestum kappskákunum í fjórðu umferð lauk með jafntefli, nema hvað Akopian sigraði Ge- orgiev. VISA-Iokamótið Eftir prýðilegan árangur í fyrstu fjórum umferðunum töp- uðu allir íslendingamir skákum sínum í fímmtu umferð á loka- móti VISA-stórbikarkeppninn- ar. Helgi Áss tapaði íyrir Lars Schandorff, Jón Viktor tapaði fyrir Tiger Hillarp Persson, og Helgi Olafsson tapaði fyrir Si- men Agdestein. Staðan á mótinu er þessi að fimm umferðum loknum: 1.-2. Sune Berg Hansen 4 v. 1.-2. Tiger Hillarp Persson 4 v. 3. Simen Agdestein 3'/2 v. 4. -5. Helgi Ass Grétarsson 3 v. 4.-5. Jonny Hector 3 v. 6.-8. Jón V. Gunnarsson 214 v. 6.-8. Heikki Westerinen 2Vz v. 6.-8. Lars Schandorff 2/2 v. 9. Ralf Akesson 2 v.-l- 10. Einar Gausel 2 v. 11. Helgi Ólafsson lVz v.+ 12. Nikolaj Borge lVz v. 13. -14. Torbjom R. Hansen 1 v. 13.-14. Heini Olsen 1 v. Sigurður Daði sigrar á atkvöldi Hellis Sigurður Daði Sigfússon sigr- aði á atkvöldi Hellis sem haldið var mánudaginn 9. ágúst. Sig- urður Daði fékk 5‘/2 vinning úr 6 skákum. Hann gerði eitt jafn- tefli við Bjöm Frey Björnsson sem varð annar með 4% vinning. í 3.-5. sæti urðu Da- víð Kjartansson, Jónas Jónasson og Kristján Eðvarðs- son með 4 vinninga. Lokastaðan varð annars sem hér segir: 1. Sigurður Daði Sig- fússon 514 v. 2. Björn Freyr Björnsson 4Vz v. 3. Davíð Kjartansson 4 v. 4. Jónas Jónasson 4 v. 5. Kristján Eðvarðs- son 4 v. 6. Andri Áss Grétarsson 314 v. 7. Matthías Kjeld 3 v. 8. Hjörtur Daðason 3 v. 9. Gunnar Björnsson 3 v. 10. Gunnar Finnsson 3 v. 11. Jóhann Ingvason 3 v. 12. Andrés Kolbeinsson 3 v. 13. Ingóifur Gíslason 3 v. o.s.frv. Skákstjórar vom Gunnar Bjömsson og Andri Áss Grét- arsson. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra skákviðburði sendist til skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda athugasemdir við skákþættina á sama póst- fang. 13.8. TR. Helgarskákmót. 18.8. Borgarskákmótið kl. 16. 21.8. SH. Útimót í Firði kl. 14. 27.8. Skákþing Kópavogs. 31.8. SÍ. Landsliðsflokkur. 31.8. SÍ. Kvennaflokkur. Daði Örn Jónsson Sigurður Daði Sigfússon He msme staramótið — Fjórða umferð V. Topalov 2690 V. Kramnik 2760 i/2.y2 i/2.y2 M. Adams 2708 A. Dreev 2679 y2.y2 y2.y2 S. Movsesian 2659 A. Fedorov 2659 y2.y2 y2.y2 K. Georgiev 2650 V. Akopian 2646 y2.y2 0-1 J. Polgar 2671 V. Zvjaginsev 2652 i/2.y2 y2-i/2 A. Khalifman 2628 B. Gelfand 2713 y2.y2 i/2.y2 L. Nisipeanu 2584 V. Ivanchuk 2702 y2.y2 i/2.y2 A. Shirov 2734 N. Short 2675 1-0 y2.y2 Byggingaplatan WDK@(S® sem allir hafa bedið eftir VIROC®byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VJROC®byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIRQObyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIRQC byggingaplatan er umhverfisvæn VIROCbyggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &CO LeitiS fiekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU29 S: 553 86401 568 6100 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gras eða steinsteypa ÞEGAR ég var að rölta um bæinn í góða veðrinu um daginn var mér hugsað til þess hversu grasblettir eru óðum að hverfa. Mér hryllir við þessu. Framhjá mér þusti fjöldinn allur af bílum og mengunin var kæfandi fyrir utan hávaða- mengunina og yfirleitt var bara ein manneskja í hverjum bfl. Eg keypti mér ís en áður en ég náði að borða hann var hann orðinn grár á litinn. Engin borg er falleg og mann- eskjuleg nema að þar séu grasblettir, blóm, tré og bekkir, sem mikið vantar af hér. Það er gott fyrir þreytta sál að geta sest niður á svona stað og slappað af, hlustað á fugla- sönginn. En ef heldur fram sem horfir, er ég hrædd um að sá fagri söngur þagni, og fuglarnir flýi borgina og eftir verður ærandi hávaði umferðar- innar. Og nú á að eyði- leggja Laugardalinn, þessa yndislegu nátt- úruperlu. Eg vil mótmæla slíku harðlega. Mig langar ekki til að sjá borgina fal- legu verða eins og stór- borgimar erlendis. For- sætisráðherra sagði að ef hann hefði verið borgar- stjóri hefði hann ekki leyft byggingu þarna. Eg vil þakka honum fyrir þessi ummæli hans. Eg verð að segja að núna þegar verk R-listans tala veldur hann mörgu fólki sem kaus hann vonbrigðum. Sigrún. Göngustígurinn í Grafarvogi FYRIR sunnan Gullin- brúna er göngustígur sem nær í kringum voginn. Þessi stígur hefur verið mjög vinsæll, þar er fólk að skokka og mæður á göngu með börn sín. Nú hefur það skeð í sumar að verið er að byggja við stíg- inn fyrir sunnan þar sem Isiandsbanki er. Þar sem byggingamar rísa hefur jarðvegi verið mtt yfir gangstíginn og er hann rofinn að hluta. Finnst mér hart ef byggingaraðii- ar komast upp með þetta og vil ég að þeir verði látn- ir ryðja stíginn þannig að hann komist í gagnið aft- ur. Ég er mjög óhress með þetta því þetta er vinsæll hringur. Grafarvogsbúi. Kalmanstunga - niðjamót LAUGARDAGINN 14. ágúst ætla afkomendur hjónanna Ólafs Stefáns- sonar og Sesselju Jóns- dóttur frá Kalmanstungu að koma saman til að treysta böndin eins og gert hefur verið á 5 ára fresti. Safnast verður sam- an að Brúarási kl. 14 og þaðan farinn hringurinn að Kalmanstungu og niður á Gilsbakka og e.t.v. verð- ur stoppað víðar. Síðan verður aftur farið niður í Brúarás þar sem ætlunin er að njóta saman hlað- borðs sem sett verður saman úr framlagi frá hverri fjölskyldu. Þátttaka í þessum niðjamótum hef- ur yfirleitt verið góð og er vonast til að svo verði einnig í ár. Tapað/fundið Kaffítaska FÓLKIÐ sem tók kaffi- tösku af matarborði í Ólafslundi við Vatnsdals- hóla 21. júlí sl. láti í sér heyra í síma 562 8483. Anna. Gönguskór týndust við Flókalund BRÚNIR leðurgöngu- skór, Osmotex, týndust á tjaldstæðinu við Flóka- lund um síðustu helgi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 431 2351. Dúkka í óskilum DÚKKA fannst á bflaplan- inu við hliðina á Kaffi Reykjavík sl. föstudag. Upplýsingar í síma 557 4197. Bakpoki týndist við Dimmugljúfur SUNNUDAGINN 8. ágúst sl. týndist rauður og svartur Vaude-bakpoki, að öllum hkindum við Dimmugljúfur við Jökulsá á Dal. I pokanum eru m.a. vindbuxur og plastkassi með upplýsingum um Garmin GPS-tæki. Finn- andi hafi vinsamlegast samband við Lúðvig eða Margréti í síma 588 3122. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst á Austurvelli sl. föstudag. Upplýsingar í síma 897 9122. Dúkkuhús týndist DÚKKUHÚS, bjálkahús (mahony), hvarf úr landi Möðruvalla í Kjós (beint á móti Vindáshlíð). Þeir sem gætu gefið upplýsingar um húsið hafi samband í síma 567 2695. Ungbarnateppi týndist MARGLITT prjónað ung- barnateppi týndist líklega á Laugavegi eða Háteigs- vegi. Teppið er prjónað af móður fyrir nýfædda dótt- ur sína. Þeir sem hafa orð- ið varir við teppið vinsam- lega hafið samband í síma 551 0332. Fundarlaun. Dýrahald Hvítur kettlingur í óskilum HVÍTUR kettlingur með svart skott og gráa og svarta flekki fannst í kirkjugarðinum í Graf- arvogi 30. júlí sl. Þeir sem kannast við kisa geta haft samband í Kattholt. SKÁK Umsjún Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á heimsmeistaramótinu í Las Vegas sem nú stendur yfir. Rússinn Evgení Barejev (2.695) hafði hvítt og átti leik gegn Eistanum Jan Ehlvest (2.590). 34. Hxf6 - Bxf6 35. Hc8+ - Dd8 36. Hxd8+ - Kxd8 37. Df2 - Be5 38. Db6+ - Ke8 39. Dxb7 - Kf8 40. Dxa6 og svartur gafst upp. Mótið er með útslátt- arfyrirkomulagi og að fjórum umferðum lokn- um eru eftirtaldir skák- menn ósigraðir: Khal- ifman, Ivanchuk, Zvjag- insev, Judit Polgar, Nisipeanu, Kiril Georgi- ev, Fedorov, Dreev, Ad- ams, Short, Topalov, Kramnik, Movsesian, Akopian, Gelfand og Shirov. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... GREINILEGT er á öllu að um- ræður um skipulagsmál í Laug- ardal eiga eftir að verða fyrirferðar- miklar á næstu mánuðum og miss- erum. Búið er að stofna samtök sem ætla að berjast fyrir verndun dals- ins. Vonandi ná þau betri árangri en samtökin Tjömin lifi, sem á sínum tíma börðust gegn byggingu ráð- húss í Tjörninni. Að mati Víkverja er hér að mörgu leyti um sambæri- leg mál að ræða. Tjömin er eins og Laugardalurinn eitt fjölsóttasta úti- vistarsvæði landsins og óhjákvæmi- legt var að allar breytingar á um- gjörð hennar yrðu umdeildar. Borgaryfirvöld hafa fært þau rök fyrir úthlutun lóða undir skrifstofu- byggingu og bíó í Laugardal að lóð- imar hafi um áratugaskeið verið ætlaðar undir byggingar sam- kvæmt aðalskipulagi. Víkverji hefur áður bent á að þessi rök ein og sér duga ekki því að breytingar hafa orðið á viðhorfum til umhverfis- og skipulagsmála og eðlilegt að horft sé til þess. Sambærileg viðhorfs- breyting hefur orðið til umhverfis- og skipulagsmála á hálendi Islands. Þess er nú krafist að gamlar ákvarðanir um virkjanir á hálend- inu verði teknar til endurskoðunar. xxx VÍKVERJI telur hins vegar að það sé ótvírætt hagsmunamál fyrir Reykvfldnga að Landssíminn verði áfram með höfuðstöðvar sínar í Reykjavik. Ekki hefur verið nægi- lega upplýst hversu mikil hætta var á að Landssíminn byggði í einhverju nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur fengi hann ekki þessa lóð. Það hefur heldur ekki komið fram hvort full- reynt hafi verið hvort hægt væri að finna aðra lóð í Reykjavík sem hent- aði Landssímanum jafnvel og þessi tiltekna lóð í Laugardalnum. Þótt ábyrgðin í þessu máli liggi fyrst og fremst hjá stjómendum Reykjavíkurborgar telur Víkverji að eigandi Landssímans geti ekki komið sér undan ábyrgð í málinu. Forsætisráðherra hefur lýst yfir andstöðu við byggingaráformin í Laugardal og hann hlýtur að beita áhrifum sínum til að samgönguráð- herra, sem fer með hlutabréf ríkis- ins í Landssímanum, stöðvi þessi byggingaráform. Þetta mál er þeg- ar orðið af þeirri stærðargráðu að ekki er óeðlilegt að samgönguráð- herra beiti sér í því. A.m.k. hljóta samtökin sem berjast fyrir vemdun Laugardalsins að nota öll ráð til að ná markmiði sínu fram, þar með talið að þrýsta á ríkisvaldið. XXX BJÖRN Bjamason menntamála- ráðherra bendir réttilega á það í pistli á heimasíðu sinni að það veki undrun að Jón Ólafsson, stjómar- formaður Norðurljósa hf., skuli þurfa að sækja um lóð í Laugardal undir bíó þegar haft er í huga að hann hafi nýlega keypt stórt land í Garðabæ. Víkverji tekur undir þetta. Björn furðar sig jafnframt á því að fjölmiðlar skuli ekki hafa gengið á borgarstjóra og R-listann um svör við grein sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor ritaði í Morgunblaðið þar sem dylgjað er um að Jón hafi lagt fjármuni í kosn- ingasjóð R-listans, sem hann sé nú að fá launað með lóðaúthlutun í Laugardal. xxx VÍKVERJI tekur undir það sjónarmið að stjórnmálaflokk- amir eigi að upplýsa kjósendur um fjármál sín, en telur jafnframt að það eigi að ná jafnt til allra flokka. Ásakanir af þessum toga hafa áður komið fram og vörðuðu þá önnur stjórnmálasamtök. Slíkar ásakanir eiga efalaust eftir að verða hluti af pólitískum deilum hér á landi svo lengi sem flokkarnir neita að verða við eðlilegum óskum kjósenda um að upplýst verði hverjir séu stærstu styrktaraðilar flokkanna. Annars staðar á Vesturlöndum hefm- lög- gjafarvaldið víðast hvar orðið við þessum óskum kjósenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.