Morgunblaðið - 12.08.1999, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í'SWjISDJI.j,)
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
Fös. 13/8 kl. 20.00.
Lau. 14/8 kl. 20.00.
Fim. 19/8 kl. 20.00.
Fös. 20/8 kl. 20.00.
Fös. 27/8 kl. 20.00.
Lau. 28/8 kl. 20.00.
Ósóttar pantanir
seidar daglega
Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10
Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
í kvöld fímmtudag kl. 21.00
Þjóðlagahópurinn
Bragarbót
Ólína Þorvarðar, Kristín Á. Ólafs,
KK og Diddi fiðla.
Ath. Kynningar á íslensku en
enskir skýringartextar liggja
frammi fyrir útlendinga
v_________________________y
Miðnpuntanir í símuni
551 9055 o« 551 9030.
5 30 30 30
Mðasaia odn Irá 12-18 oo Iram að týrinw
(tf) Ira 11 W iBdE^steWiÍBa
etjja^sósa
HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00
Fim. 12/8 uppselt.
Fos. 13/8, Mið. 18/8, Rm. 19/8.
Fös 13/8 kl. 23.00, örfá sæti laus.
Fos 20/8 kl. 23.00.
Athl Allra síðustu sýningar
TJARNARDANSLEIKUR
laugardag 14.8.
Magga Stína og Hr.lngi.R leika fyrir
dansi.
TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA!
20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó.
Borðapantanir í síma 562 9700.
Aðsendar greinar á Netinu
% mbl.is
-ALLTA^ e/TTHV'AG NÝTT
FÓLK í FRÉTTUM
HUÓMSVEITIN Hringir ásamt Möggu Stínu leika fyrir dansi í
Iðnó laugardagskvöld.
Frá A til Ö
■ ÁSGARÐUR Glæsibæ Bingó
fimmtudagskvöld kl. 19.45. Allir vel-
komnir. Dansleikur sunnudagskvöld
kl. 20. Caprí tríó leikur fyrir dansi.
■ BROADWAY Hinn árlegi síðsum-
arsdanslelikur Milljónamæringanna
verður haldinn laugardagskvöld. Að
þessu sinni koma fram 6 söngvarar
þeir Bogomil Font, Páll Óskar, Stef-
án Hilmars, Bjarni Ara og Raggi
Bjarna. Auk þeirra kemur fram í
fyrsta sinn með Milljónamæringun-
um norðlenska stórsöngkonan Hei-
ena Eyjólfsdóttir. I upphafi dans-
leiks leikur hljómsveitin Casino
nokkur lög. Forsala aðgöngumiða
verður fimmtudag og föstudag frá
kl. 11-18 í hljóðfæraversluninni
Samspili, Laugavegi 168 en á Broad-
way laugardag frá kl. 13. Verð að-
göngumiða er 1.500 kr.
■ BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi
Á föstudags- og laugardagskvöld er
diskótek.
■ CAFÉ HAFNARFJÖRÐUR er
nýr pöbb, diskótek og sportbar að
Dalshrauni 13. Iþróttaleikir á tveim-
ur risaskjám. Húsið er opið föstu-
daga kl. 16-3 og laugardaga og
sunnudaga kl. 11-3.
■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó-
leikarinn Alison Sumner leikur öll
kvöld. Hún leikur einnig fyrir mat-
argesti Café Óperu.
■ CATALINA, Hamraborg Hljóm-
sveitin Gammel Dansk leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ DEIGLAN, Akureyri Saxafón-
leikarinn Jóel Pálsson heldur tón-
leika fimmtudagskvöld kl. 21.30.
Þeir sem koma fram eru auk Jóels:
Hilmar Jensson, gítar, Eyþór Gunn-
arsson, píanó, Þórður Högnason,
kontrabassa og trommararnir Einar
Scheving og Matthías Hemstock.
Þess má geta að Jóel Pálsson hefur
nýverið gert samning við hljóm-
plötuútgáfu Naxos og verður Prím
endurútgefin í október í 40 löndum
um allan heim.
■ DUBLINER Á fimmtudagskvöld
leika þeir Ingi Valur og Óli Péturs
og á fóstudags- og laugardagskvöld
leikur hljómsveitin Poppers.
■ EGILSBÚÐ, Egilsstöðum Hljóm-
sveitin Sóldögg leikur fóstu-
dagksvöld.
■ FOSS HÓTEL, Stykkishólmi
Hljómsveitin Gos leikur föstudags-
og laugardagskvöld. Á laugardag
verður dansleikur fyrripart kvölds
með yngri kynslóðinni og síðan ung-
lingadansleikur síðar um kvöldið.
Sérstakir gestir á Hótelinu verða
þungarokksveitin Hero ásamt
Christopher W. Sluggish frá
Skotlandi.
■ GLAUMBAR Hljómsveitin
Funkmaster 2000 leikur sunnudags-
kvöld frá kl. 23. Þetta verða síðustu
tónleikar Davíðs Þórs saxafónleik-
ara með sveitinni í ár þar sem hann
er á leið erlendis til náms. Sérstakur
getaleikari er Birgir Baldursson,
trymbill. Óvæntar uppákomur.
■ GAUKUR Á STONG Fimmtu-
dagskvöld leikur hljómsveitinMið-
nes. Föstudag kynnir Bashment lif-
andi dansveislu. Fram koma Loop
Troop, danssveit frá Svíþjóð og
Faculty, blandaður íslenskur hópur.
Laugardagskvöld leikur Alex Peter-
son leiðtogi Orb danstónlist. Einnig
koma fram Bíogen og Dj Kári &
Ruxpin. Sunnudag og mánudag
leika Andrea Gylfa & Eddi Lár.
Þriðjudag, „stefnumót" á vegum
Undirtóna. Miðvikudag, tónleikar.
■ GRAND ROKK Hljómsveitin Kó-
kos leikur fyrir dansi föstudags- og
laugardagskvöld. Kókos spilar al-
hliða danstónlist með blöndu af
rokki, poppi, diskó, soul og fönki.
■ GULLÖLDIN Félagamir Sven-
sen og Hallfunkel leika föstudags-
og laugardagskvöld til kl. 3.
■ HELLA Hljómsveitin O.fl. leikur
á Töðugjöldum á Hellu laugardags-
kvöld. Dansleikurinn fer fram í risa-
tjaldi á Gaddstaðaflötum.
■ HÓTEL Selfoss Blúshátíð. Magn-
ús Eiríksson og KK ásamt Ellen
Kristjánsdóttur, Andreu Gylfa og
Blúsmönnum hennar föstudags-
kvöld.
■ HÓTEL STYKKISHÓLMUR
Dansleikur á dönskum dögum laug-
ardagskvöld. Hljómsveitin Sixties
leikur fyrir dansi.
■ HÓTEL VALASKJÁLF, Egils-
stöðum Hljómsveitin Sigur Rós
heldur tónleika föstudagskvöld og
hefjast þeir kl. 21.
■ IÐNO Andansleikur verður hald-
inn laugardagskvöld. Hljómsveitin
HLJÓMSVEITIN Gos leikur
föstudags- og laugardagskvöld
á Foss hóteli, Stykkishólmi.
Hringir ásamt Möggu Stínu leika
fyrir dansi fram á nótt. Sumarlegur
klæðnaður áskilinn. Húsið opnað kl.
22.
■ KAFFI KNUDSEN, Stykkis-
hólmi Hljómsveitin Stykk leikur
fimmtudags-, föstudags- og laugar-
dagskvöld. Á fimmtudagskvöld
verða útgáfutónleikar í tilefni af út-
komu plötunnar Stykk.
■ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveit-
in Hálft í hvoru leikur fimmtudags-,
föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveitin Sixties tekur síðan við
og leikur sunnudags-, mánudags-,
þriðjudags- og miðvikudagskvöld.
■ KAFFILEIKHÚ SIÐ Saxafónleik-
arinn Jóel Pálsson heldur tónleika
sunnudagskvöld kl. 21. Þeir sem
koma fram eru auk Jóels: Hilmar
Jensson, gítar, Eyþór Gunnarsson,
píanó, Þórður Högnason, kontra-
bassa og trommaramir Einar
Scheving og Matthias Hemstock.
■ KRINGLUKRÁIN Þeir Rúnar
Júlíusson og Sigurður Dagbjartsson
leika fimmtudags-, fóstudags- og
laugardagskvöld. Á sunnudags-
kvöldinu leikur síðan Guðmundur
Rúnar Lúðvíksson.
■ LEIKHÚSKJALLARINN Á
föstudagskvöld leikur hljómsveitin
Skítamórall en á laugardagskvöld
sér Siggi Hlö um danstónlistina.
■ LILLEPUT, Laugavegi 34a er
pöbb í erlendum stíl með risaskjá og
tónlist fyrir alla aldursflokka. Húsið
er opnað alla daga kl. 12 og opið til
kl. 23.30 virka daga og til kl. 2 föstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ LOFTKASTALINN Á fimmtu-
dagskvöld heldur Sálin hans Jóns
míns órafmagnaða tónleika og
marka þeir lok snarprar rispu sem
staðið hefur yfir í tvær vjkur. All-
nokkrir aðstoðarmenn verða til full-
tingis sveitinni því á efnisskránni
verða lög hennar sem búið er að
færa í nýjan búning. Á tónleikunum
verða frumflutt tvö ný lög sem sér-
staklega voru samin með tónleikana
í huga en þeir verða hljóðritaðir.
Engir miðar verða seldir við inn-
ganginn heldur geta áhugasamir
orðið sér út um miða á gsm.is.
■ LÓNKOT, Skagafirði Hljóm-
sveitin Land og synir leikur föstu-
dagskvöld.
■ MIKLIGARÐUR, Vopnafirði
Hljómsveitin Sigur Rós heldur tón-
leika laugardagskvöld og hefjast
þeir kl. 21.
■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá
kl. 18 fyrir matargesti. Fjölbreytt
fiskihlaðborð. Reykjavikurstofa er
opin frá kl. 18.
■ NAUSTKRÁIN Á föstudags- og
laugardagskvöld lejka Pónikgæjarn-
ir Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson.
■ NÆTURGALINN Danssveitin
Cantabile leikur föstudags- og laug-
ardagskvöld.
■ ODDVITINN, Akureyri Þau
Mjöll Hólm og Skúli Gislason
skemmta föstudags- og iaugardags-
kvöld.
■ PÉTURS PÖBB Diskótekarinn
Skugga-Baldur skemmtir föstu-
dags- og laugardagskvöld til kl. 3.
Iþróttaviðburðir á stóra skjánum.
Stór á 350 kr.
■ RÉTTIN, Úthlíð Á föstudags-
kvöld verður diskótek en á laugar-
dagskvöldinu leikur hljómsveitin Á
móti sól. Ókeypis tjaldstæði.
■ SJALLINN, Akureyri Hljóm-
sveitin Sóldögg leikur laugardags-
kvöld.
SKOTHÚSIÐ, Keflavík Hljómsveit-
in Skítamórall með kamival í Kefla-
vík laugardagskvöld. 400 fm útitjald.
■ STRAUMUR Stuðmenn standa
fyrir hátíð með sirkúsívafi í Straumi
í Straumsvík laugardagskvöld.
Miðaverð á hátíðina er kr. 2000 og
er grillmatur innifalinn í því verði.
Sætaferðir verða á hálftíma fresti
frá BSÍ með viðkomu á sérmerktum
stoppistöðvum í Kópavogi, Garðabæ
og Hafnarfirði. Forsala aðgöngu-
miða hefst á bensínstöðvum Olís í
dag.
■ VIÐ ÁRBAKKANN, Blönduósi
Tónlistarmennirnir Magnús Eiríks-
son og KK laugardagskvöld.
■ VIÐ POLLINN, Akureyri Dans-
sveitin SÍN skemmtir föstudags- og
laugardagskvöld.
■ VÍKURBÆR, Bolungarvík
Hljómsveitin írafár leikur laugar-
dagskvöld.
■ SKILAFRESTUR í skemmtan-
arammann a-ö er á þriðjudögum.
Skila skal tilkynningum til Kol-
brúnar á netfangið frett @ mbl.is
eða með símbréfi á 5691181.
Stutt
Kinnroði
úr sögunni
í Kína
► NÚ VERÐUR hægt að kaupa
smokka í borginni Peking f Kína.
Er verið að setja upp smokkasjálf-
sala þar í fyrsta sinn en verið er að
reyna að auka útbreiðslu getnaðar-
varna þar í landi.
90 sjálfsalar verða settir upp í
íbúðarhverfum, stúdentagörðum,
lestarstöðvum og almenningssal-
ernum og mun stykkið kosta sem
svarar um 7 krónum. Dagblöð í
Kína hafa sagt frá því að þetta sé
kærkomin þjónusta fyrir íbúa borg-
arinnar því það muni nú taka að-
eins örfáar sekúndur að festa kaup
á þessum viðkvæma varningi og
muni þetta spara ungmennum sem
og fullorðnum kvíðavænleg augna-
blik og kinnroða í lyfjaverslunum.
Sveskju-
borgarar
► SKÓLAMÖTUNEYTI í Banda-
ríkjunum eru farin að bjóða upp á
nýjan rétt í hádeginu og eru ungling-
ar þar vestra nú farnir að háma í sig
sveskjuborgara með góðri lyst. Það
er sveskjuráðið í Kaliforníu sem hef-
ur markaðssett þessa nýjung sem
heilsusamlegan og fitulítinn stað-
gengil hins hefðbundna nautaham-
borgara.
Sveskjuráðið segir að sveskju-
borgarinn bragðist eins og venjuleg-
ur hamborgari nema það að hann er
mýkri og safaríkari. Hann er þegar
orðinn fastur réttur á matseðli skóla
í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum
og eru sífellt fleiri að bætast í hópinn
svo að sveskju- eða kannski réttara
sagt plómubændur ættu heldur bet-
ur að fara að bretta upp ermarnar.
Spilað undir
sólmyrkva
► ÍTALSKIR spilafíklar hlupu upp
til handa og fóta og veðjuðu á allt
sem þeir gátu veðjað á með tölun-
um 1, 6 og 71 í gær þegar sólmyrk-
vinn átti sér stað. Samkvæmt alda-
gamalli hjátrú, sem tengir tölur við
hér um bil allt og er í hávegum
höfð hjá þeim sem eru mikið fyrir
veðmál, táknar talan 1 sólina, talan
6 tunglið og 71 jörðina.
Stjörnuspekingar þar í landi voru
líka mjög innblásnir andagift í gær,
litu í kristalskúlur og spáðu fyrir
þeim börnum sem fæddust undir
sólmyrkvanum.
Enn er uppboð
► NU ER tæpur áratugur liðinn frá
því að fyrrverandi einræðisherra
Rúmeníu Ceasescu og eiginkona
hans voru tekin af lífi og enn er ver-
ið að selja eigur þeirra hjóna. Nýaf-
staðið er uppboð sem stóð í viku þar
sem persónulegar eigur þeirra voru
seldar og rann ágóðinn af uppboðinu
allur til ríkisins.
Meðal gripa á uppboðinu var
svartur Buick glæsivagn sem var
gjöf frá Nixon Bandaríkjaforseta á
sínum tíma og taflborð úr tré sem
var gjöf frá Anatoly Karpov. Auk
þess voru 650 aðrir hlutir seldir,
þeirra á meðal bifreiðar, loðfeldir og
listmunir.
S.O.S. Kabarett
í leikstjóm Sigga Sigurjónss.
2. sýn. fös. 13/8 kl. 20.30.
3. sýn. lau. 14/8 kl. 20.30.
4. sýn. lau. 21/8 miðnætursýning á
_____menningarnótt Reykjavíkur.
HIRÐFÍFL HENNAR HÁTIGNAR
________Næsta sýn. sun. 15/8.____
Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga
kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga.
Miðapantanir allan sólarhringinn.
Forseta-
fákur
SIGURVEGARI hjólreiðakeppninnar Tour de
France 1999, Lance Armstrong, gaf Bill Clinton
forseta Bandai íkjanna keppnishjól sem er ná-
kvæm eftirlíking þess sem hann sigraði á í
keppninni. Bill og Lance yfirfóru hjólið í samein-
ingu og Lance gaf forsetanum hollráð sem hann
getur notað við hjólreiðarnar.