Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 76
Tölvueftirlitskerfi
y sem skilar
arangn
<33)nýHERJI S: 569 7700
ffgtmMiitoifr
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1999
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK
Nýjar
sprungur
við Kötlu
SPRUNGUR hafa myndast í Mýr-
dalsjökli við Kötlu og ganga þær
þvert á hringlaga sprungur sem
eru við sigkatlana sem þar eru.
Petta kom í ljós þegar Reynir
Ragnarsson, lögreglumaður í Vík,
og Jónas Erlendsson, bóndi í
Fagradal, flugu yfir jökulinn í gær,
en ekki hefur gefið til flugs yfir
hann síðan 5. ágúst.
Reynir segir að ekki hafi orðið
miklai’ breytingar á yfirborði jök-
ulsins síðan 5. ágúst. Engir nýir
sigkatlar hafi myndast, en þeir sem
fyrir eru hafi þó eitthvað dýpkað og
sprungur stækkað. Hann segir þó
athyglisvert að sjá nýjar sprungui1
sem liggja frá norðri til suðurs.
Jónas segir að þessar sprungur
liggi frá þeim þremur sigkötlum,
sem eru nálægt þeim stað þar sem
Katla gaus 1918, og inn í sjálfa
öskjuna. Sprungumar, sem em
nokkrir kílómetrar að lengd, liggi
langsum en séu ekki hringlaga eins
og sprungurnar við sigkatlana.
Má rekja til
jarðhita
Helgi Bjömsson jöklafræðingur
á Raunvísindastofnun segir að
ástæðuna fyrir því að þessar nýju
sprungur hafi opnast megi að öllum
líkindum rekja til jarðhitans. Þegar
sigkatlar myndast opnist hringlaga
reglulegar sprangur umhverfis ket-
ilinn. Þegar frá liði yrðu sprang-
umar ekki eins reglulegar og eins
færi landið á botni jökulsins að hafa
áhrif á hvernig jökullinn spryngi.
Þetta væri að öllum líkindum að
gerast núna.
Jónas segir að sprungurnar við
sigketillinn, sem er upp af Sól-
heimajökli, séu orðnar mjög djúpar
og margir metrar á breidd. Lítill
skjálfti varð í Mýrdalsjökli í fyi’ra-
dag, sem átti upptök nálægt þess-
um sigkatli. Einnig hefur orðið vart
við skjálftavirkni í Eyjafjallajökli.
Heldur hefur minnkað í ám sem
falla frá jöklinum, að sögn Reynis,
sérstaklega á þetta við um Múla-
kvísl.
Reynir mun áfram fylgjast reglu-
lega með yfirborði jökulsins.
♦ ♦♦------
Landsbanki íslands
722 milljóna
hagnaður
HAGNAÐUR Landsbanka íslands
hf. fyrstu sex mánuði ársins var 722
milljónir króna miðað við 489 millj-
ónir króna fyrir sama tímabil í
fyrra og hefur því aukist um 233
milljónir eða tæplega 48% frá sama
tímabili í fyrra. Þá fór kostnaðar-
hlutfall bankans niður í 69,5% á
tímabilinu, en á sama tímabili árið
áður var þetta hlutfall 74,6%.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, er sáttur við
uppgjörið og telur að bætta afkomu
bankans megi rekja til aukinna um-
svifa og hagstæðra ytri skilyrða á
fjármagnsmarkaði auk þess sem af-
koma dóttur- og hlutdeiidarfélaga
hafi verið góð. Einnig bendir hann
á að alhliða aðgerðir bankans til að
bæta tekjur og lækka kostnað séu
að byrja að skila sér.
■ Hagnaður/Cl
Gífurleg hækkun hefur orðið á lífeyrisskuldbindingum opinberra starfsmanna
_Skuldbindingar hækkuðu
um 41,4 milljarða í fyrra
ÁFALLNAR lífeyrisskuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
(LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) hækkuðu um 41,4 milljarða
á síðasta ári. Lætur nærri að hækkunin samsvari ölium eignum sjóðsins.
Hluthafafundi Skagstrendings frestað
Samþykktir stand-
ast ekki reglur
ÁKVÆÐI samþykkta Skagstrend-
ings hf. á Skagaströnd þess efnis að
Höfðahreppur skuli eiga tvo menn í
stjórn félagsins stenst ekki lengur
reglur um skráningu verðbréfa á
Verðbréfaþingi Islands hf. Málið
verður tekið fyrir á stjómarfundi
þingsins í dag en hluthafafundi
Skagstrendings, sem vera átti á
morgun, var frestað í gær.
r Samherji hf. á Akureyri á um
40% hlut í Skagstrendingi, Höfða-
hreppur um 21% og Burðarás um
17%. Stjórn skipa fimm manns og
miðað við fyrrnefnd ákvæði og
eignaraðild liggur fyrir að Höfða-
hreppur verður með tvo menn í
stjórn, Samherji tvo og Burðarás
'^nn mann.
Stefán Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings, seg-
ir að umrætt ákvæði samþykkta
hafi samrýmst reglum þegar bréfin
vora skráð 1992 en geri það ekki
lengur því reglunum um skráningu
hefur verið breytt. „Bréf með þess-
ari tilhögun fengjust ekki skráð
nú;“ segir hann.
I gær óskaði Samherji eftir frest-
un á fyrirhuguðum hluthafafundi
Skagstrendings. „Ég óskaði eftir
frestun á þessum hluthafafundi þar
sem komið hefur í Ijós að sam-
þykktir Skagstrendings standast
ekki reglur Verðbréfaþings ís-
lands,“ sagði Þorsteinn Már Bald-
vinsson, framkvæmdastjóri Sam-
herja, við Morgunblaðið.
■ Stenst ekki/24
Um 36,7 milljarða hækkun varð
vegna launahækkana opinberra
starfsmanna, en lífeyrisgreiðslur
þorra þeirra taka mið af dagvinnu-
launum eftirmanns í starfi. Breyt-
ingar á vægi dagvinnulauna í heild-
arlaunum hafa einnig leitt til hækk-
unar á lífeyrisskuldbindingum.
Áfallnar skuldbindingar B-deild-
ar LSR miðað við 2% ávöxtun
námu í árslok 1997 140,7 milljörð-
um, en voru við síðustu áramót
177,9 milljarðar. Hækkunin mOli
ára er því 37,2 milljarðar. Skuld-
bindingar A-deOdar LSR námu um
síðustu áramót tæpum 3 mOljörð-
um. Skuldbindingar LH vora í árs-
lok 199715,7 milljarðar, en vora um
síðustu áramót tæpir 20 mOljarðar.
Hækkunin mOli ára er því tæpir 4,3
mOljarðar. Áfallnar skuldbindingar
Lífeyrissjóðs alþingismanna námu í
árslok rúmum 2,7 milljörðum og
skuldbindingar Lífeyrissjóðs ráð-
herra námu í árslok 366 milljónum.
Heildarskuldbindingar
204 milljarðar
Samtals námu áfallnar skuld-
bindingar þessara fjögurra lífeyris-
sjóða opinberra starfsmanna um
204 milljörðum króna um síðustu
áramót. LSR og LH áttu um ára-
mót eignir sem samtals námu um
44,4 milljörðum. Lífeyrissjóðir al-
þingismanna og ráðherra era hins
vegar eignalausir.
„Hækkun á skuldbindingum
eldri deOda lífeyrissjóðanna kemur
forsvarsmönnum sjóðanna ekki á
óvart. Launasamsetningin hefur
tekið veralegum breytingum á und-
anförnum misserum og hefur hlut-
ur dagvinnulauna í heOdarlaunum
aukist. Skuldbindingar sjóðsins
taka mið af dagvinnulaunum og því
vora þessar hækkanir fyrirsjáan-
legar. Á vegum lífeyrissjóðsins er
nú verið að vinna áætlun um inn- og
útstreymi á næstu áram tO þess að
geta gert sér betur grein fyrir
hvernig skuldbindingar launagreið-
anda mun falla tO í framtíðinni. Á
grandvelli þeirrar vinnu verður
reynt að jafna greiðslur til sjóðsins
á næstu ánjm.
Ég vil hins vegar leggja ríka
áherslu á að því lífeyriskerfi sem
við eram hér að tala um hefur verið
lokað og samið hefur verið um nýtt
kerfi fyrir nýja sjóðsfélaga þar sem
iðgjöld með ávöxtun þeirra standa
algjörlega undir réttindum," sagði
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri LSR, þegar hann var
spurður hvort þessi mikla hækkun
skuldbindinga kæmi stjómendum
sjóðsins á óvart.
■ A-deildin/12
FYRIR utan Raunvísindastofnun Háskólans
fylgdist hópur manna, flestir visindamenn,
af áhuga með deildarmyrkvanum í
gærmorgun. Jón Sveinsson rafmagnsfræð-
ingur heldur á blaðinu sem sýnir deildar-
myrkvann en til vinstri fylgist Þorsteinn
Sæmundsson stjörnufræðingur ábúðar-
fullur með. Víða nýtti fólk dökka filmubúta
til að sjá hvernig „tunglið nartaði í sólina“
eins og einhver orðaði það.
■ Fjöldi íslendinga/6
Tunglið nartaði í sólina