Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 13
ÍUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ úar við Kjarrhólma hafa áhyggjur af umferðaröryggi /Ílja að gatan verði breikk- ið og stæði færð frá húsinu Morgunblaðið/Ásdís Rakel Ragnarsdóttir hefur krafíst úrbóta í umferðarmálum í Kjarrhólma. Kópavogur “\R við Kjarrhólma leitað til bæjaryfii'- i með óskii' um úrbæt- imferðarmálum við göt- Um 450 manns búa við rhólma og er bílum lagt ja vegna götunnar. Ra- Ragnarsdóttir skrifaði rstjómini bréf fyrir húsfélagsins við Kjarr- a 2-38. „Ég vil sjá að í verði breikkuð og tæðin færð frá húsinu ig að gatan verði ekki a þröng og bílum verði lagt báðum megin við ,“ sagði Rakel í samtali lorgunblaðið. ikel, sem á tvö lítil , segir að upphaf þess ún fór að beita sér í íu hafi verið það að hún íi á slys út um stofu- Tann hjá sér í fyrra. var á dreng, sem gekk götuna milli bílanna. istæðin eru uppi við í og ég vil fá þau færð Um leið og maður er nn út úr húsinu er ir kominn út á götu. Þetta er þröngt og margir keyra of hratt niður götuna. Ég hef ekki orðið vör við að lögreglan sé að mæla hérna eða sekta,“ segir Rakel. „Mömmur hafa verið að hringja í lögregluna og biðja um eftirlit en þau þrjú ár sem ég hef búið hérna hef ég ekki orðið vör við lög- regluna héma. Það hefur oft munað litlu að það yrðu slys hérna. Maður hefur áhyggj- ur af því hver er næstur.“ „Við báðum um að það yrði gert eitthvað til að tvyggí3 öryggi bamanna okkar í samhengi við fram- kvæmdir vegna bílastæða við nýjan leikskóla ' við Álfatún,“ segir hún um bréf- ið sem sent var bæjaryfir- völdum. Um leið og bíla- stæði verði gerð við leik- skólann verði gerðar úrbæt- ur við Kjarrhólmann og bílastæði flutt frá húsinu. Hún segist ekki hafa trú á að hraðahindranir og hraða- mælingar lögreglu geti orð- ið varanleg lausn; aðeins nýtt skipulag bílastæðamála við götuna komi að gagni. Engin svör „Við sendum bréf í maí til tveggja aðila, skipulags- nefndar og bæjarstjómar, en við höfum ekki fengið nein svör,“ sagði Rakel. Hún segir að bömin leiki sér mest ofan við húsið þar sem er ágætt svæði fyrir þau. „Svæðið fyrir ofan er mjög gott fyrir börn og það er mikið af börnum hér, en ef maður missir litlu bömin niður fyrir hús fær maður hjartslátt," segir Rakel. Friðrik Björgvinsson, yf- irlögregluþjónn í Kópavogi, sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um kvörtun íbúanna við Kjarrhólma vegna umferðar við götuna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ sagði Friðrik, aðspurður hvort kvörtunum íbúa yrði mætt með auknu eftirliti og hraðamælingum í götunni. „Það er verið að hraðamæla víða í bænum og við reyn- um að sinna öllum götum.“ Friðrik kvaðst mundu kanna aðstæður við Kjarr- hólmann en sagðist búast við að formlega kæmi málið til kasta embættisins í tengslum við umfjöllun um- ferðamefndar bæjarins um erindi íbúanna. Reykjavík lundrað ára 'greiðslusalur itt hundrað ár eru liðin í dag m afgreiðslusalur Landsbank- við Austurstræti var opnaður. rein Péturs Péturssonar er rituð í tilefni dagsins. BANKAMENN þess í dag að eitt í ár em liðin síðan af- salur var opnaður í 5u stórhýsi bankans turstræti. Svo mikla vakti Landsbanka- sem reis á mótum strætis og Austur- að því var jafnað við lýsi í stórborgum" að aðamanna er rituðu þeirra tíma. Ekki 5i aðdáun gesta er x bankann með heim- fyrsta afgreiðsludegi komu í sjálfan af- salinn. Bankastjór- ryggvi Gunnarsson, timburmeistari, brú- r og fjöllistamaður, vatt til liðs við sig m, að skreyta húsa- og efla með því stöðu •ar listar. Hvergi var ið að vanda sem best ;a. Stefán Eiríksson ðarmaður var fenginn a. Blaðamenn og rit- dáðust að listasmíði kurði. „Á afgreiðslu- um þveran salinn, í merki íslenskrar tar, er það verk hins tréskurðarmanns, Eiríkssonar, sem rið látinn gera stoðir 'ornum stíl, er prýða upp á loftið,“ segir ír í grein sinni. ^vi Gunnarsson stóð ikur og kátur í miðjum tiiða, verkamanna og bankamanna er þeir héldu „reisugildi" bankans, sem nú var fullsmíðaður. Miklar deil- ur risu á alþingi og milli flokka er tekist var á um skip- an bankamála í lok nítjándu aldar og upphafi hinnar tutt- ugustu. Erlendir stórbankar sóttu fast að seilast til áhrifa og hart var barist um fé og fjármagn, auð og völd. Kristleifur Þor- steinsson fræðimaður á Stóra-Kroppi fylgd- ist gjörla með þróun þjóðlífs. Hann minnt- ist þess í minninga- þáttum sínum er al- þingismenn á norður- leið riðu Kaldadal og Arnarvatnsheiði, sum- arið 1875: „Tryggvi Gunnarsson stóð þá enn í blóma lífsins fer- tugur að aldri. Ég vissi þá meira um hann en nokkurn annan bónda á Norðurlandi, þótt ég hefði ekki séð hann fyrr. Þá bjó Tryggvi á Hallgilsstöðum. Var hann mest rómaður fyrir listfengi og fram- tak í búnaði. Var það fært í frásögur og þótti merkilegt í þá daga, að hann lét bæj- arlækinn létta undir heimilisverkin; mala kornið, strokka rjómann, snúa hverfisteini og fleira þvílíkt. Svo miklar mætur fékk Jón bróðir minn á þess- um vinsæla atgjörvismanni, að hann lét elsta son sinn Landsbanki Islands í smíðum árið 1898. Sigfús Eymundsson tók myndina sama daginn og reisugildið var haldið. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í hópi manna á þakiuu. Hvalbeinsstóll, smíðisgripur Stefáns Ei- ríkssonar. Sýnishorn af útskurði hans. bera nafn hans.“ Indriði Einarsson leikrita- skáldæ og revisor mun ekki hafa deilt aðdáun Kristleifs á Kroppi á Tryggva Gunnars- syni. Hann segir í bók sinni „Séð og lifað“ að Bjöm Jónssón rit- stjóri Isafoldar og síð- ar ráðherra hafi glaðst mjög þegar Tryggvi Gunnarsson var út- nefndur bankastjóri Landsbankans 1891. Indriði segist þá hafa sagt: „Ég kynni nú betur við að sá sem er settur yfir fjármál landsmanna, væri les- andi og skrifandi." Björn svaraði: „Eftir okkar mælikvarða er hann náttúrlega hvor- ugt, en hann getur verið mjög góður bankastjóri fyrir því.“ Það var Tryggvi líka að vissu leyti; hann hafði stórar sýnir, en vissi lítið og kunni ekkert til þess sem hann átti að gera. „Enga útreikninga held ég hann hafi gert,“ segir Indriði revisor að lokum. Svona rituðu menn og ræddu um forystumenn íslenskra fjármála á sinni tíð. Séra Matthías Jochumsson þjóð- skáldið og heiðursklerkurinn segir um Björn Jónsson, sem vék Tryggva Gunnarssyni úr bankastjórastöðu, sem frægt var: Matthías segir að þótt Björn ritstjóri sé ættaður úr sömu sýslu og hann sjálfur hefði hann þó hiklaust selt hann æðstuprestunum í hendur fyi’ir 30 silfurpen- inga. Þetta segir hann í bréfi til fornvinar síns Hannesar Hafstein, en hann var systur- sonur Tryggva Gunnarsson- ar. Almælt var að brottvikn- ing Tryggva hafi verið talin hefndarráðstöfun Björns Isa- foldarritstjóra vegna lána sem Tryggvi veitti Guten- bergsmönnum. En það er afgreiðslusalur Landsbankans fyrir 100 árum sem er umræðuefni dagsins: Stórbruninn mikli í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 eyddi öllum innréttingum bankans. Til marks um handbragð Stef- áns Eiríkssonar er hvalbeins- stóll sá er Stefán skar og nemandi hans Ríkarður Jóns- son birti í riti sem hann gaf út ásamt Jóni Þórðarsyni prent- ara árið 1970. Mynd af stóln- um verður að nægja. í dag verður Reykvíkingum hugsað til fjölda starfsmanna Landsbankans sem settu svip á þjóðlíf íslendinga og bæjar- líf Reykjavíkur. Meðal þeirra má geta Jóns Pálssonar bankagjaldkera sem var for- göngumaður fjölda þjóðnýtra framfaramála. Hann var stofnandi Sjúkrasamlags Reykjavíkur, safnaði þjóðlög- um og hljóðritaði söngva, styrkti bróðurson sinn Pál ís- ólfsson til tónlistarnáms, stofnaði Fuglavinafélagið Fönix. Bróður Richards Torfasonar bankabókara, Magnús sýslumaður, mun hafa samið kjörorð Lands- bankans „Græddur er geymd- ur eyrir“. Viðskiptamenn bankans senda stofnuninni og starfs- mönnum heillaóskir. Þótt víða sé fjárþörf og peningaskortui' taka margir undir bjartsýnis- orð og vongleði Hauks Guð- mundssonar sem sagði er hann var spurður hvemig hon- um gengi að safna í innlánsbók bankans: „Mér gengur vel. Ég er á blaðsíðu tvö.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.