Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Jónas Þór sem formann SUS Aðalgeir Arnljótur Bjarki Þorgrímsson Bergsson Freyr Skjöldur Orri Antonsson Skjaldarson JJM NÆSTU helgi verður 35. þing ■' "Sambands ungra sjálfstæðismanna haldið í Vestmannaeyjum. Þar munu um 450 ungir sjálfstæðis- menn hittast til að bera saman bæk- ur sínar, móta stefnu SUS til fram- tíðar og kjósa sér forystusveit næstu tvö árin. Fyrir flesta er þing- ið sannkölluð hátíð því aldrei gefst jafn gott tækifæri til að vinna að hagsmunamálum ungs fólks á ís- landi. Næsti formaður Samband ungra sjálfstæðis- tnanna er stærsta og öflugasta stjómmálafélag ungs fólks á Is- Formannskosning Við hikum ekki, segja þeir Aðalgeir Þor- grímsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Freyr Antonsson og Skjöldur Orri Skjald- arson, við að styðja Jónas Þór sem næsta formann SUS. landi. Það kemur sjálfsagt engum á óvart sem hefur starfað innan vé- banda þess. Ljóst er að öflugt starf félagsins er m.a. því að þakka að sjálfstæði þess skiptir það höfuð- máli enda skirrist félagið hvorki við að berjast við andstæðinga sjálf- stæðisstefnunnar né veita eigin ráðamönnum málefnalegt aðhald þegar svo ber undir. Stærð félags- ins er sömuleiðis því að þakka að fé- lagið hefur frá stofnun verið það lánsamt að áhugasamir og traustir einstaklingar hafa valist til forystu og í stjóm félagsins. Nú háttar svo til að tekist verður á um forystu fé- lagsins á þinginu í Vestmannaeyj- um. Tveir ungir sjálf- stæðismenn hafa gefið kost á sér til for- mennsku næstu tvö ár- in. Annar þeirra er Jónas Þór Guðmunds- son sem borinn er og bamfæddur á Akur- eyri. Við, sem þekkjum störf Jónasar Þórs, teljum að hann sé hik- laust hæfasti einstak- lingurinn til að leiða SUS. Hann hefur til að bera þá þekkingu, reynslu og þann kraft sem til þarf. Jónas Þór hefur sem varaformað- ur starfað af kappi fyr- ir aðildarfélög SUS og hefur sýnt stærri sem smærri félögum mikla ræktarsemi. Jónas Þór er tvímælalaust sá ein- staklingur sem SUS þarf á að halda tU þess að halda uppi merkjum þess og laða ungt fólk tU fylgis við sambandið og stefnu þess. Við hik- um ekki við að styðja Jónas Þór sem næsta formann SUS á þing- inu í Vestmannaeyjum og hvetjum félagsmenn okkar og aðra unga sjálfstæðismenn til að gera hið sama. Aðalgeir er formnður Mjölnis, FUS á Húsnvík, Arnljótur Bjarki er formaður Varð- ar, FUS á Akureyri, Freyr er formaður Verðandi, FUS á Dalvík og Skjöldur Orri er formaður FUS í Dalasýslu. Hafnfírskur huldumaður? ÞAÐ verður ekki annað sagt en að mig hafi undrað mjög er ég las grein eftir stjórnar- mann í Heimdalli, Ömu Hauksdóttur, í Morgunblaðinu ágúst síðastliðinn. greininni rekur hún óblíðar móttökur sem „félagi hennar", eins og hún orðar það, á að hafa fengið hjá undir- rituðum er hann/hún sóttist eftir sæti fyrir hönd Stefnis á SUS- þingi sem haldið verð- ur í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Formannskosning Eg neyðist til að lýsa eftir þessum huldu- manni, segir Hlynur Sigurðsson, því engum var neitað um að fara á þingið sem fulltrúi Stefnis í Hafnarfirði. Ég neyðist til að lýsa eftir þessum huldu- manni því að engum var neitað um að fara sem fulltrúi á þingið íyrir Stefni, hvað þá að undirritaður hafi hafn- að viðkomandi á þeirri forsendu að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn til formanns- frambjóðenda. Mér þykir miður að stjóm- armaður í Heimdalli skuli þurfa að grípa til þess bragðs að setja á prent fullyrðingar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Gæti tilgangur- inn verið sá að draga athygli manna frá ólýðræðislegum vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á full- trúum? Hvort Arna er í betra sambandi við álfana og huldufólkið, er leynist í hrauninu í Hafnarfirði, en við hin skal ósagt látið. Sem betur fer hefur fulltrúaval okkar Stefnismanna gengið snurðulaust fyrir sig og eng- inn Hafnfirðingur sem áhuga hefur þarf að fara á mis við þing sem von- andi verður skemmtilegt, málefna- legt og heiðarlegt. Hofundur er formaður Stefnis FUS í Hafnarfirði. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vfib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhú2>. Sækjum og sendum ef óskab er. frðw i xhreinsunin Sótheimar 35 • Síml: 539 3634 • GSM: 897 3634 Hlynur Sigurðsson Við viljum þakka öllum þeim þúsundum gesta sem heimsóttu okkur í virkjanir um helgina. Starfsfólk Landsvirkjunar Þið sem ekki komust Velkomnin í Hrauneyjar, Kröflu, Blöndu og Laxá alla eftirmiðdaga. Landsvirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.