Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 34

Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sinna því sem aðrir láta vera Þýska útgáfan CPO hefur helgað sig því að gefa aðeins út það sem aðrir hafa ekki sinnt. Árni Matthíasson brá sér til Georgsmarienhutte til að kynna sér starfsemi CPO og hverju velgengni fyrirtækisins sætti. Aðstandendur CPO. Burkhard Schmilgnn lengst til hægri. Á MEÐAN stórfyrirtækin í útgáfu á sígildri tónlist barma sér og kvarta yfir minnkandi áhuga á slíkri tónlist dafna smáfyrirtækin sem aldrei fyrr og segjast þvert á móti verða vör við stóraukinn áhuga. Þau hafa líka lagað sig að markaðnum, leggja áherslu á að feta nýjar brautir og taka áhættu sem risarnir gera helst ekki. Meðal líflegri og skemmti- legri fyrirtækja á plötumarkaði í dag er þýska útgáfan CPO sem hefur gefið út geysimildð af forvitnilegri tónlist síðustu ár. Við stjómvöl- inn í tónlistardeildinni þar er mikill áhuga- maður um tónlist og hefur skapað upp á eigin spýtur það orð sem fer af CPO fyrir vandaða útgáfu. CPO stofnaði Gerhard Ortmann sem á og rekur póstverslunina JPC sem er sú stærsta í Þýskalandi. JPC selur plötur í póstsölu og gefur einnig nokkuð út af plötum sjálft, þó það sé aðeins aukageta. Ortmann komst yfir út- varpsupptökur af sígildri tónlist sem hann vildi endilega gefa út. Svo fór að hann stofnaði sérstaka útgáfu til þess og kallaði hana Classic Produktion Osnabruck, CPO, en JPC er einmitt með höfuðstöðvar sinar í Georgs- marienhutte skammt frá Osnabruck. Framan af var CPO ekki ýkja lífleg útgáfa, sendi frá sér plötur eftir hendinni, enda komst Ortmann snemma að því að hann hefði ekki tíma til að sinna henni sem skyldi. Þá leitaði hann til tónlistarmanns sem bjó skammt frá, Burkhards Schmilguns, og fól honum að reka útgáfuna eftir eigin höfði. Það hefur Schmilg- un gert upp frá því með þeim árangri að CPO er talin með helstu óháðu útgáfum á sígildri tónlist og hefur verið í fararbroddi þeirra fyr- irtækja sem gefa út áður óþekkta tónlist, fékk enda viðurkenningu á MIDEM kaupstefnunni í Cannes sem útgáfa ársins fyrir nokkru. Þeir kalla hann Danann Schmilgun er geðþekkur maður og hlátur- mildur og fátt þykir honum skemmtilegra en tala dönsku, segist hafa slíkt dálæti á Dan- mörku að vinir hans kalli hann gjarnan Dan- ann. CPO hefur og sinnt danskri tónlist vel og skandinavískri reyndar líka. í því hefur Schmilgun helst glímt við danska fyrirtækið Da Capo sem fær ríkisstyrk til að gefa út danska tónlist og iðulega hafa fyrirtækin lent í kapphlaupi um að koma út einhverju verki, hann til að koma því út nógu snemma til að geta selt fyrir kostnaði, en Da Capo til að ná í ríkisstyrkinn. CPO hefur einnig gefið mikið út af skandin- avískri tónlist, til að mynda Allan Pettersson, sem vakið hefur mikla athygli, og Schmilgun nefnir sérstaklega að hann vildi gjarnan gefa út íslenska tónlist, „ég hefði gjama viljað gefa út Jón Leifs en Robert von Bahr og Bis urðu fyrri til“. Ekki hafa þeir á vísan að róa sem helga sig plötuútgáfu, að ekki sé talað um þegar menn eru að gefa út eitthvað sem enginn þekkir, en Schmilgun segist reyndar enginn glæframað- ur; að hans mati þurfi plötuútgáfa ekki að vera hættuspil, enda segist hann ekki gefa út plötu nema hann sé búinn að meta út í æsar alla áhættuþætti og tryggt sé að ekki verði tap á útgáfunni, sem hafi gengið eftir í allri út- gáfunni, þó plötur séu mislengi að borga sig. Jólaóratóría Telemanns selst best Aðspurður hvaða plata hafi selst best af út- gáfum CPO verður Schmilgun hugsi en segist síðan ekki geta sagt það fyrir víst en líkastil sé það Jólaóratória Telemanns sem útgáfan gaf út fyrir tveimur árum. ,AHar Telemann-útgáf- ur okkar hafa reyndar selst mjög vel, sem treystir okkur í þeirri fyrirætlan að gefa út öll seinni verk hans. Telemann var merkilegt tón- skáld því ekki er bara að hann var ótrúlega af- kastamikill heldur tók hann upp á því í ellinni að semja mjög framúrstefnuleg verk á þeim tíma. Hann hóf tónsmíðaferil sinn í barokk- tímanum og þegar barokkið og klassíkin mæt- ast var hann enn að semja og brúaði í raun bil- ið þar á milli. Margt af því sem hann samdi á þessum árum var hreint stórkostleg tónlist og mjög nútímaleg á köflum. Mér finnst það með- al annars hlutverk mitt að leyfa fólki að heyra þessa stórkostlegu tónlist," segir Schmilgun og tekst allur á loft. „Seinni verk Telemanns eru ekki erfið sem slík, en þau eru allt öðruvísi en hann samdi á sínum yngri árum og fram á miðjan aldur. Handel breyttist ekki allan sinn tónsmíðaferil og samdi stórkostleg verk í sama anda alla tíð. Telemann var aftur á móti mjög opinn fyrir nýjungum í tónsmíðum, hann var alltaf að leita að nýjum leiðum til að koma hugsun sinni á framfæri eins og heyra má til að mynda á Upprisuóratóríunni sem við gáfum út fyrir skemmstu en upphafið á því verki er ótrúlega ólíkt þeim Telemann sem allir þekkja.“ Sífellt er Schmilgun á hnotskóg eftir nýjum verkum til að gefa út þó hann sé búinn að ákveða útgáfuáætlun næstu tveggja ára. „Eg er sífellt að lesa um tónlist og ræða við tónlist- armenn, ég fer til að mynda oft á Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn og fletti þar í handritum og svo á ég vini um allan heim sem benda mér á verk sem vert sé að skoða. Gott dæmi um þetta er kannski þegar ég var í Jú- góslavíu fyrir nokkru. Þegar ég var að lesa ferðabók um landið áttaði ég mig á því að ég þekkti ekki til neins júgóslavnesks tónskálds. Eg fór því í tónlistarakademíuna í Belgrad og var mér tekið opnum örmum, enda var ég fyrsti útlendingurinn sem sýndi tónlistararfi Júgóslava áhuga. Það kom og á daginn að þar var mikið af frábærlega skemmtilegri tónlist sem við erum síðan byrjaðir að gefa út og heyra má á disknum með Sönginn um Ohrid eftir Stevan Hristic sem við gáfum út fyrir stuttu. Reynum að gefa sem fyllsta mynd Schmilgun segir að fyrirtækið hrindi gjarn- an úr vör sérstökum útgáfuröðum eins og með Telemann og þannig hafi það til að mynda gef- ið út verk Hindemiths, sem séu því miður þær plötur útgáfunnar sem selst hafi hvað minnst. „Við reynum að draga fram í dagsljósið verk höfunda sem eru að ósekju gleymdir og þá að gefa sem fyllsta mynd af þeim, mönnum eins og Korngold, Börresen eða Pfitzner, óteljandi tónskáld eru þess virði að gefa út og ef það er þess virði að gefa út einn disk með viðkomandi listamanni, en þá ekki annað sem hann samdi þess virði að það sé gefið út? Eg hef sérstaka ánægju af því að draga fram í dagsljósið tónskáld sem fólk hefur gleymt eða aldrei fengið að kynnast, gefa út verk þess og sjá síðan aðrar útgáfur fylgja í kjölfarið,“ segir Schmilgun, en nefna má brautryðjendaverk CPO í að minna á Hindemith og Komgold svo dæmi séu tekin. Aðspurður hvers vegna CPO gefi ekki út þekktari tónskáld til að auka sölu bendir Schmilgun á að þekktu tónskáldin séu ekki að seljast og að stórfyrirtækin sem gefi ekki ann- að út en það sem hafi komið út áður og helst mörgum sinnum standi öll illa um þessar mundir. „Það hefur engan tilgang að gefa út meira af Mozart eða Beethoven nema þegar flytjendur eru listamenn sem geta túlkað verkið á áður óþekktan hátt eða sýnt okkur eitthvað nýtt í verkinu sem við ekki höfum áð- ur séð. Þannig ákvað ég til að mynda að gefa út píanóverk Schumanns vegna þess að þegar ég heyrði flutning Volker Banfields á verkinu var það eitthvað sem ég hafði eklci heyrt áður. Okkar aðal er þó að sinna því sem aðrir láta vera og þannig hefur okkur vegnað best. Stórfyrirtæki era sífellt að leita að ein- hverju sem geti slegið í gegn, náð til fjöldans og fyrir vikið sinna þau ekki áhugamönnum um sígilda tónlist sem snúa sér að okkur. Við leggjum líka áherslu á að vanda eins og unnt er til útgáfunnar og þannig er jafnan mikil vinna lögð í bæklinginn sem fylgir, að hafa hann sem veigamestan og gefa sem lbesta mynd af þvi sem á disknum er. Það skiptir líka höfuðmáli að standa vel að verki mlisþegar verið er að gefa út tónskáld sem fáir eða engir þekkja utan heimalands þess og brennur á okkur að sýna því sóma. Ég setti mér það í upphafi að skapa útgáf- unni það nafn að fólk væri tilbúið að taka áhættu bara út á merkið, að það gæti treyst því að það sem CPO gæfi út væri þess virði að það væri gefið út og mér finnst sem það hafi tekist," segir Schmilgun og vissulega hefur hann ástæðu til að vera ánægður með verk sín. ' $ 1 Tilþrifamikil messa TðNLIST Ilallgrfmskirkja MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Mótettukór Hallgrímskirkju, kamm- ersveit og einsöngvararnir Þóra Ein- arsdóttir, Monica Groop, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmunds- son fluttu H-moll messuna eftir Jo- hann Sebastian Bach, undir sljórn Harðar Áskelssonar. Sunnudagurinn 15. ágúst, 1999. MARGT hefur verið ritað um H- moll messuna undanfarið og lítil þörf að bæta þar nokkra við, er varðar sögu verksins og gerð. Verkið hefst á miskunnarbæninni Kyrie og er þessum þætti, sam- kvæmt venju, skipt í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn hefst á hægum fjögurra takta tignarlegum inn- gangi en síðan hljómar hinn eigin- legi kyrie-kafli með meistaralegri fúgu, sem auk margs annars er fræg fyrir snjallt fúgustef. Yfir- skrift fúgunnar er Largo ed un poco piano og það var einmitt meg- insvipur fúgunnar í mótun Harðar, með breiðum línum og í heildina ekki með miklum styrk og var flutningurinn útfærður með þeirri gætni, sem á við, þegar biðja skal sér miskunnar. Annar hlutinn er Christe eleison, saminn fyrir tvo sóprana, fiðlurödd og continuo. Þóra Einarsdótth- og Monica Groop sungu þennan fagra dúett, sem í efnisskrá er ranglega kallaður „keðjusöngur". Söngur þeirra var ágætlega útfærður en líklega er „tessatura" dúettsins í heild of lág fyrir Þóra, sem ekki náði að syngja sig í gegn, nema á efra tónsviðinu. Fiðluröddin, sem er sérlega skemmtileg, var mjög vel flutt af fiðlusveitinni. Þriðji hluti Kyrie er fúga, þar sem hljóðfærin fylgja nær algjör- lega raddskipan kórraddanna, fyrir utan continuo, sem er fimmta rödd- in. Þessi kafli er sýnisbók í radd- fleygun og kontrapunktískum vinnubrögðum. Fúgan er tignarlegt verk og var þannig flutt undir stjórn Harðar. Annar þáttur verksins er Gloria og skiptist hann í níu hluta. Fyrsti hlutinn, Gloria, er eins konar „Concerto grosso", hljómrænn og raddskipanin oftast brotnir hljómar og er þar margt að heyra, sem minnir á ákveðinn Brandenburgar- konsert. Til leiks bætast í hópinn þrír trompetar og pákur og var þessi glæsilegi hluti Gloria mjög vel fluttur. Þegar kemur að textanum „Et in terra“ breytist ritháttur verksins og er raddferlið að miklu leyti byggt á hljómboðum og víxl- nótum, sem þó er brotið upp með hröðum línum og brotnum hljómum og var þessi þáttur magnaður upp með sterkum andstæðum. Þriðji hluti Gloria er „Laudamus te“, sem Monica Groop söng mjög fallega en á móti söngröddinni var lína fyrir einleiksfiðlu, sem konsert- meistarinn Unnur María Ingólfs- dóttir lék, en hélt sig allt of mikið til hlés, hvað varðar styrk. Þessi ritháttur, sem einnig einkennir Christe eleison, er svipaður og Bach notaði í kóralforspilunum og er eins konar tónsveigur um fram- hugmyndina. Monica Groop söng þessa erfiðu aríu mjög vel. Gratias er tignarlegur kór, byggður á tveimur stefjum og þar sýnir Baeh kunnáttu sína í radd- fleygun og þéttri skörun (eng- fiihrung) stefja. Þetta er nánast sama tónefni og lokakórinn, sem gefur verkinu sterkari heild, þó að mörgum þyki Bach hafa svikist um að semja sérstaklega tignarlega friðarbæn í lokin. Dúettinn, Domine Deus, var sunginn af Þóru Einarsdóttur og Gunnari Guðbjörnssyni af öryggi en flautusólóin var einstaklega vel flutt af Martial Nardeau. Qui tollis fyrir kór fylgir fast á eftir og eitt af því sem einkennir stjórn Harðar er, að hann leggur áherslu á mjúklegt tónstreymi, er kom einstaklega fal- lega fram í þessum sérstæða kór- kafla. Alt-arían fræga, Qui sedes, var afburðavel sungin af Monicu Groop, í fallegu samspili við óbóleik Daða Kolbeinssonar. Þar eftir fylgdi hin sérstæða bassa-aría Quoniam tu solus Sanctus en samskipan hljóð- færanna er líldega einstæð í tón- verkasafni Bachs og fyrir utan frá- bæran söng Kristins Sigmundsson- ar var leikur Emils Friðfinnssonar einstaklega góður, svo að hvergi bar skugga á, í sérlega góðu sam- spili við fagottleikarana Hafstein Guðmundsson og Rúnar Vilbergs- son. Lokakórinn, Cum sancto Spi- ritu, var svolítið órólega fluttur, enda tónmálið á köflum erfitt og kröfuhart um nákvæmt samspil. Um miðbik kaflans er þessi hljóma- leikur rofinn með fúgu-innslagi, sem í lokin er fléttuð saman við sams konar hljómaleik og í upphafi kaflans. Þriðji þáttur verksins er Credo, sem skiptist í átta hluta. Fyrsti hlutinn, Credo, er stórbrotin kór- fúga og strax á eftir fylgir önnur en frjálsari kórfúga, sem báðar voru mjög vel fluttar. Þriðji hlutinn er dúett fyrir sópran og alt, Et in un- um, sem Þóra Einarsdóttir og Mon- ica Groop fluttu mjög vel og þar á eftir sérkennilegur kórþáttur, þar sem Bach leikur sér með krómat- íska granntóna í fiðluröddunum. Einn af hápunktum verksins er passakalían, Crucifixus, sem er hreint ótrúlega fagur kórkafli. And- stæða hans er Et resurexit, fagnað- arríkur tónaleikur, sem gerir mjög miklar kröfur til samspils hljóm- sveitar, sem á stundum vildi leika laust í hendi, þó að allt kæmi að lokum vel heim og saman, í tignar- legu eftirspili hljómsveitarinnar. Bassa-arían Et in Spiritum er meðal frægari einsöngsþátta verks- ins og var hann glæsilega sunginn af Kristni Sigmundssyni í frábæru samspili við óbóistana Daða Kol-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.