Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Að mörgu ber að huga þegar valin er skólataska Kassalaga töskur ekki æskilegar NÚ FER að líða að því að fjölmörg börn um allt land hefji fyrsta skóla- daginn sinn. Flest hafa þau beðið þessarar stundar með mikilli eftir- væntingu og eflaust örlitlum kvíða. Hluti af því að byrja í skóla er að eignast skólatösku og fylla hana af því sem nota þarf í skólanum. En þar er að mörgu að huga og rétt að foreldrar hugsi sig tvisvar um þeg- ar valin er taska handa nýja skóla- barninu. Undanfarin ár hafa harðar, kassalaga töskur verið vinsælar hjá yngstu nemendunum en að sögn Bertu Sveinbjamardóttur, kennara sex ára barna í Grunnskólanum í Borgarnesi, mæla kennarar þar frekar með því að keyptar séu mjúkar skólatöskur. Börnin reka oft hvöss horn hörðu tasknanna hvert í annað og eru dæmi um að böm hafí fengið horn skólatösku í augað og hlotið af því meiðsli. Fleira ber að hafa í huga við val á skólatösku því að sögn Ágústu Guð- marsdóttur sjúkraþjálfara er allt of algengt að sjá börn sem bera þung- ar skólatöskur ganga hokin og með framdregnar axlir sem smám sam- an getur leitt til verkja í herðum og baki, sem getur verið upphaf stoð- kerfisvandamála síðar á ævinni. Þegar hún er spurð að því hvemig skólataskan eigi að vera, segir hún hana þurfa að liggja þétt upp við hrygg barnsins og sitja á mjöðmun- um til þess að álagið dreifist jafnt á líkamann. „Ennfremur þurfa böndin að vera bólstruð og stillanleg í lengd,“ segir Ágústa. „Með einu handtaki þarf að vera hægt að herða þau og losa. Þetta auðveldar börnunum að setja töskuna á sig og taka hana af sér og ýtir undir að böndin séu hert svo taskan haldist þétt að bakinu." Að sögn Ágústu er æskilegt að hafa brjóst- og mjaðmafestingar á töskunni til að halda henni sem næst líkamanum og gerir það barn- inu kleift að hreyfa sig eðlilega og jafnvel að hlaupa með hana. Jafn- framt segir hún nauðsynlegt að botn töskunnar sé stífur svo fari vel um bækumar. Ágústa segir að best sé að máta skólatöskuna á bamið svo valin sé rétt stærð og breidd. Brýnt er að hafa bækur í henni þegar hún er mátuð og á hún helst ekki að vega nema 10% af þyngd barnsins þegar hún er full og alls ekki yfir 20%. Hvað á að vera í skólatöskunni? Foreldrar sex ára bama fá sent heim bréf frá skóla bamsins þar sem segir hvað þurfi að kaupa áður en bamið byrjar í skólanum. List- inn er nokkuð mismunandi eftir skólum en að sögn Bertu þurfa sex ára nemendur í Grunnskólanum í Borgamesi, auk skólatösku, að eiga litla íþróttatösku sem hægt er að binda við skólatöskuna. Einnig pennaveski, tvo blýanta, strokleður, yddara með hólfi, vaxliti og 8-12 Stór vélsmiðja Til sölu alhliða vélsmiðja í Reykjavik með sérhæfingu í ryðfríu stáli og nýsmíði. Einnig þjónusta við stóra útgerðaraðila. Er í eigin hús- næði sem einnig er til sölu. Mikill vélabúnaður, fjölbreytileg fram- leiðsla og traustir viðskiptavinir. Hæfir starfsmenn. Laus strax. Mikil vinna og stór verkefni framundan sem búið er að semja um. Útgerðarstöð Til sölu á Austurlandi heil útgerðarstöð. Sérbryggjur, aðgerðarhús, kæliskemmur, tæki og færibönd, íbúðarhús, skrifstofur og allt sem til þarf og á að vera. Frábær aðstaða fyrir þann sem vill fullnýta sinn eiginn afla. Áhvílandi lán upp á 19 millj. Laust strax. Frábær fyrirtæki 1. Blikksmiðja í Reykjavík. Lítil blikksmiðja sem hefur næg verkefni. Yfirfullt að gera. 2—5 störf. Mikill og góður tækjabúnaður. Þarf að flytja úr húsnæðinu. Laus strax. 2. Líkamsrækt, sólstofa og eróbikk. Er staðsett á besta stað I borginni. Fullkominn tækjasalur, frábært starfsfólk og einstök aðstaða. 3. Plastverksmiðja. Til sölu sérhæfð plastverksmiðja sem býrtil plastbönd fyrir iðnað og sjávarútveg. 4. Silkiprentun og innflutningur á glæsilegum fatnaði. Næg atvinna fyrir þá sem hafa tíma fyrir þetta. Kennsla fylgir með. 5. Til sölu ein þekktasta ísbúð borgarinnar. Nýlegar innréttingar. Selur einnig brauð og samlokur sem framleiddar eru á staðnum. Er staðsett á stóru vinnusvæði. Laus strax vegna veikinda eiganda. 6. Lítil heildverslun sem selur alhliða hreinsiefni og flytur þau frá USA. Bíll fylgir. Gott dæmi til að byrja með og síðan til að stækka. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUÐURVE R I SIMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! Umsóknarfrestur til 24. ágúst 2ja herb. Miðholt 1, Mosfellsbæ 48m2 íbúð, 202 Alm. lán Búseturéttur kr. 766.745 Búsetugjald kr. 33.122 Frostafold 20, Reykjavík 62m2 íbúð, 603 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.256.548 Búsetugjald kr. 32.030 3ja herb. Nónhæð 1, Garðabæ 90m2 íbúð, 302 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.119.891 Búsetugjald kr. 34.409 Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð, 305/802 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.103.169 Búsetugjald kr. 39.665 Laufengi 5, Reykjavík 81m2 íbúð, 101 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 843.556 Búsetugjald kr. 30.775 Ibúðir á Akranesi Lerkigrund 5-7, Akranesi 80m2 íb. 101201/302 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 986.647 Búsetugjald kr. 35.650 Lerkigrund 5, Akranesi 94m2 íbúð, 302 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.133.898 Búsetugjald kr. 40.505 Nánari upplýsingar á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl, 8.30 tíl í 5.30 nema miðyikudaga frá 8.30-12.00. Með umsóknum um íbúðir með leíguíb.lán þárf að skila skatlframfölum síðústu 3ja ára, en síðustu skatfskvrslu með umsóknum um íbúóir með almennum lánum, Úthlutun íbúðanna fcr frarn m.iðvikudaginn 25. ágifet frá kl. 12.00-12.30 að Skeifunni 19. L'msækjendur verða að mæta á tílskvldum tíma <>g staðfesta úthlutun sína, að öðrum kosti gætu þeir misst réttindí sírt og íbúðinni úthlutað til.annars félagsmanns. B ú s e t i h s f. S keif u n ni 19 s í m i 5 2 0-5788 www.buseti.is Morgunblaðið/Ásdís Margt ber að hafa í huga þegar valin er skólataska. Töskurnar á myndinni kosta á bilinu 1595-5990 kr. í Máli og menningu. Morgunblaðið/Golli Taskan sem stúlkan ber upp- fyllir flest skilyrði góðrar skólatösku. Hún er einnig með áfastri íþróttatösku sem týnist því síður. breiða og mjóa tússliti. Ennfremur þurfa börn að eiga stóra möppu með 20 plastvösum, stóra stflabók og litla reikningsbók með stórum rúð- um, pappamöppu með teygjum og einfaldan, ódýran vasareikni. Leitað var til tveggja verslana á höfðuðborgarsvæðinu, Hagkaups og Máls og menningar þar sem kannað var verð á ofannefndum vörum. Reiknaðar voru saman ódýrustu vörutegundimar annars vegar og dýrustu hins vegar og var verð mjög sambærilegt í báðum verslununum. Skólatöskur sem uppfylltu sem flest settra skilyrða kostuðu á bilinu 1495-6695 kr. Skriffæri voru á verð- bflinu 2200-4429 kr. Gert var ráð íyrir að keypt væru tóm pennaveski og þau fyllt með skriffærum sem keypt voru sér. Fyllt pennaveski sem innihéldu mismikið af skriffær- um voru hins vegar á verðbilinu 298-1998 kr. en þau eru einnig vin- sæl meðal verðandi nemenda. K O S T I R góðrar skólatösku 0 Þarf helst að vera mjúk □ Með stífum botni R71 Þart að liggja þétt við hrygg barnsins (^/1 Ekki of breið 0 Böndin breið og bólstruð og stillanleg í lengd H Brjóst- og mjaðmafestingar æskilegar □ Með endurskinsmerkjum j | Með sérhólfi fyrir nesti Morgunblaðið/Ásdís Hægt er að fá pennasveski og aðrar skólavörur af öllum mögulegum gerðum og er verð því afar misjafnt. íþróttatöskumar kostuðu frá 469-995 kr. Samanlagt má því fá allt sem bamið þarf fyrir fyrsta skóladaginn á verðbilinu 4.300-12.000 kr. og er skólataskan dýrasti hluturinn. Revena fótakrem mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.