Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 28

Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hörð átök vörpuðu skugga á minningarathöfn í bænum Omagh á Norður-frlandi um helgina Úrskurðar að vænta um vopnahlé IRA Belfast. Reuters. MO Mowlam, ráðherra Norður-ír- landsmála í bresku ríkisstjórninni, sagði í gær of snemmt að segja til um hvort írski lýðveldisherinn (IRA) hefði rofíð vopnahlé sitt í síðasta mánuði með morðinu á tutt- ugu og tveggja ára kaþólskum manni í Belfast. Mowlam lagði hins vegar áherslu á að hún myndi ekki hika við að refsa Sinn Féin, stjóm- málaarmi IRA, með því að banna flokknum þátttöku í friðarumleit- unum í héraðinu kæmi í ljós að IRA hefði rofið vopnahlé sitt. „Ef ég þarf að grípa til ráðstaf- ana - og ég hef áður þurft þess - mun ég gera það. Ég mun ekki hlaupast undan þeirri ábyrgð,“ sagði Mowlam við fréttamenn í gær og vísaði þar til þess að Sinn Féin var tímabundið ýtt út í kuld- ann skömmu fyrir undirskrift frið- arsamkomulagsins, sem kennt er við fostudaginn langa, í apríl 1998. Hún sagðist ætla að meta gögnin í málinu á næstu dögum og síðan til- kynna um ákvörðun sína. Bæði írskir og breskir stjórn- málamenn lýstu í gær vonbrigðum sínum með að óeirðir í Belfast og Derry um helgina skyldu varpa skugga á athöfn sem fram fór í bænum Omagh á sunnudag til minningar um þá 29 sem létust í sprengjutilræði „hins sanna IRA“, klofningshóps úr IRA, fyrir ári. Ódæðisverkið er það mannskæð- asta í sögu átakanna á Norður-ír- landi. Talið er að um tíu þúsund manns hafi komið saman i Omagh, m.a. sumir þeirra þrjú hundruð sem særðust í sprengjutilræðinu. Minntust menn hinna látnu með einnar mínútu þögn en síðan var haldin guðsþjónusta, sem fulltrúar allra trúarhópa tóku þátt í. Milljónatjón í Derry Fulltrúar n-írsku lögreglunnar sögðu í gær að nítján lögreglu- menn hefðu orðið fyrir meiðslum í átökum í Belfast á laugardags- morgun. Um þrjú hundruð kaþ- ólskir íbúar Lower Ormeau-göt- unnar efndu þá til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar yfirvalda að leyfa göngu sambandssinna í gegn- um hverfið, sem að mestu er byggt kaþólikkum. Þurfti lögreglan að fjarlægja íbúana af götunni svo göngumenn kæmust sína leið og gekk það ekki átakalaust. Óeirðimar í Derry voru þó öllu alvarlegri og stóðu með hléum alla helgina. Talið er að eyðilegging í Nokknr íbúar Derry í hnapp við flök tveggja bfla sem brenndir voru í óeirðum í borginni um helgina. miðbæ borgarinnar nemi hundruð- um milljónum króna en kaþólsk ungmenni brenndu bíla og vörpuðu bensínsprengjum að lögreglunni til að lýsa reiði sinni vegna þeirrar ákvörðunar yfirvalda að leyfa göngu sambandssinna um hverfi kaþólskra. Þjóðhátíð Ung stúlka selur pappírsfána á götum Bombay á þjóðhátíðardegi Indverja sem haldinn var hátíðleg- ur í gær, 16. ágúst. Sex milljónir manna mynduðu Reuters á Indlandi keðju frá þorpinu Daijeeling í HimalajaQöIlum austur til Bengalflóa til að sýna ósk Indveija um frið og einingu þjóðar og trúarhópa í landinu. Atökum afstýrt í bænum Kos- ovska Mitrovica Kosovska Mitrovica. AP. YFIRMENN í Frelsisher Kosovo, KLA, og bæjarstjóri albanska hluta Kosovska Mitrovica aflýstu í gær mótmælafundi á brúnni sem tengir íbúðarhverfi Albana og Serba í bænum. Bæjarstjórinn, Bajram Rexhepi, sagði að samningamenn bæjar- stjómarinnar væru að ganga frá samkomulagi við fulltrúa Samein- uðu þjóðanna um að daglega fengju 25 Kosovo-albanskar fjöl- skyldur að snúa aftur til húsa sinna í því hverfi Kosovska Mitrovica þar sem Serbar eru í meirihluta, hand- an árinnar Ibar. Að boðuðum mótmælafundi skyldi verða aflýst þykir vísa á gott í þessum námabæ í norðurhluta Kosovo, þar sem spenna hefur ver- ið mikil undanfamar vikur og ít- rekað slegið í brýnu milli æstra Kosovo-Albana og friðargæzluliða KFOR. Það þykir ennfremur jákvætt teikn íyrir þróun mála í Kosovo, að í gær komu 200 serbneskir jám- brautaverkamenn til Kosovo Polje, en þetta er stærsti hópur Serba sem snýr aftur til héraðsins frá því stríðsátökum lauk þar. Hefndar- þorsti Kosovo-Albana olli því að flestir hinna á að gizka 200.000 Serba sem bjuggu í Kosovo forð- uðu sér frá heimahögunum er her- sveitir Serba drógu sig út úr hér- aðinu í júní. Terry Stewart, starfsmaður SÞ í Kosovo, sagði serbnesku verka- mennina munu hefja störf strax að lokinni skráningu. „Þetta er stærsti hópur Serba sem snúið hef- ur aftur í sex vikur. Ég vona að þeir verði héma áfram.“ Skotið á friðargæzluliða Um helgina bjargaði skothelt vesti þýzkum friðargæzluliða í Kosovo frá alvarlegum meiðslum, er hann var við eftirlitsstörf ásamt fleiri KFOR-liðum í bænum Zjum í suðvesturhluta héraðsins. Atvikið hefur aukið áhyggjur manna af ör- yggi liðsmanna KFOR-friðar- gæzluliðsins. Mannréttindabrot hersins í Chile Pinochet lýsir yfír ábyrgð sinni Santiago, Reutcrs AUGUSTO Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile sagðist í viðtali, sem birtist í chilesku dagblaði á sunnudag, bera ábyrgð á mannrétt- indabrotum er framin voru í stjórnartíð hans 1973-1990. Pin- ochet hefur setið í stofufangelsi skammt frá London frá því í október 1998 þar sem hann bíður réttarhalda er ákvarða eiga um framsal hans til Spánar. „Ég tek fulla ábyrgð á öllu, meira að segja þeim tilfellum sem ég kom ekki nálægt,“ sagði Pinochet í um- ræddu viðtali. Aðspurður um tilfelli þar sem vinstrisinnaðir voru pyntað- ir af hermönnum eftir valdaránið sagði hann, „það má vel vera að her- menn mínir hafi stöku sinnum misst stjórn á skapi sínu, slíkt hendir, mér þykh' það mjög leitt.“ Hann sagðist aftur á móti enn þeirrar skoðunar að hann hafi barist íyrir réttum málstað og lagt sitt af mörkum til að forða landinu úr klóm kommúnismans. I skýrslu, sem birt var árið 1991, er talið að um þrjú þúsund manns hafi horfið og/eða sætt pyntingum á meðan á stjórnartíð Pinochets stóð. Mál þeirra einstaklinga hafa fram til þessa enga áheym hlotið fyrir dómsvöldum í Chile. Mandelson enn á ný sakaður um spillingu London. Reuters, The Daily Telegraph. TALSMÉNN Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, sögðu í gær „út í hött“ staðhæfingar um að milljónamæringurinn Geoffrey Robinson, fyrrverandi ráðherra í fjármálaráðuneytinu, hefði lagt Blair til 250 þúsund pund, um þrjátíu milljónir ísl. króna, fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi árið 1997. Á sama tíma virtist sem Peter Mandelson, fyrrver- andi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, væri enn á ný kominn í vond mál en hann var í gær sak- aður um að hafa reynt að skjóta sér undan því að borga stimpil- gjöld vegna íbúðarkaupa. Robinson hvarf úr ríkisstjórn Blairs í desember á síðasta ári eftir að því hafði verið ljóstrað upp að hann hafði lánað Mandel- son 373 þúsund pund, eða um 45 milljónir ísl. króna, fyrir einbýlis- húsi í Notting Hill-hveifinu í London. Mandelson neyddist einnig til að segja af sér vegna málsins og ákvað í kjölfarið að selja húsið í Notting Hill til að endurgreiða Robinson lánið. Mandelson er nú borið á brýn að hafa falsað raunverulegt kaupverð íbúðar, sem hann keypti sér í staðinn fyrir húsið í Notting Hill, til að komast hjá því að greiða af því stimpilgjöld. Sakaði Francis Maude, fjármála- ráðherra í skuggaráðuneyti íhaldsflokksins, leiðtoga Verka- mannaílokksins um hræsni í gær. „Það virðist sem ein lög gildi fyr- ir ráðherra Verkamannaflokks- ins og önnur fyrir okkur almenn- ing,“ sagði Maude. Þessi uppákoma kemur á versta tíma fyrir Mandelson sem undanfarið hefur leitað leiða til að komast aftur í ríkisstjórn. Mun hann m.a. hafa horft hýru auga til ráðherrastóls George Robertsons varnarmálaráðherra eftir að til- kynnt var að Robertson tæki við framkvæmdastjórahlutverki hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.