Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 46

Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hjartans móöir okkar og tengdamóöir, MARÍA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Grettisgötu 28B, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum að morgni iaugar- dagsins 14. ágúst. Erla Ólafsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Sigurður Jón Ólafsson, Ásta Lilja Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og tengdabörn. + Ástkær systir mín, mágkona og frænka, HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL, Leifsgötu 30, andaðist á heimili sínu að morgni mánudags- ins 16. ágúst. Ingibjörg Blöndal Stenning, Alan Stenning, Ragnheiður Blöndal, Ágúst Sigurðsson, Sigrún Óskarsdóttir, Kristín Blöndal, Pétur Björn Pétursson og börn. + Kristinn Vil- lyálmsson fædd- ist í Ólafsfirði 30. nóvember 1933. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akureyri hinn 9. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Kristins voru Vil- hjálmur Jóhannsson og eftirlifandi eig- inkona hans, Sigríð- ur Gísladóttir. Systkini hans eru Anna, Viðar og Svanlaug. Kristinn kvæntist eftirlifandi Stríðinu er lokið, hann Kiddi mág- ur er dáinn. Þessi einstaklega bóngóði og sterki maður sem fylgt hefur okkur í gegnum lífið frá því hann giftist Sossu systur. Eftir sitj- um við með söknuð í hjarta og minn- ingar um góðan dreng sem var ófeiminn við að tjá skoðanir sínar í kjarnyrtu máli. Það er hart að þurfa að standa hjá og geta enga björg þeim veitt sem líknar þurfa við. Slík hefur upplifunin verið frá þeim tíma sem við vissum að hverju stefndi. En sú ömurlega staðreynd að dauðinn einn væri framundan virtist ekki trufla Kidda mikið. Hann háði þetta stríð af aðdáunarverðu æðru- leysi. Aldrei kvartaði hann þrátt fyr- eiginkonu sinni, Soffíu Árnadóttur, 29. desember 1967. Börn þeirra eru Rúnar, f. 22. maí 1968 og Lísbet, f. 21. ágúst 1970. Unnusta Rúnars er Auður Ósk Rögn- valdsdóttir. Kristinn starfaði við sjómennsku alla ævi. Utför Kristins fer fram frá Ólafsfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ir kvalirnar heldur hélt ótrauður áfram og lét eins og ekkert væri. Sá mikli styrkur sem hann sýndi hjálpaði okkur hinum að sættast við hið óumflýjanlega. Elsku Sossa, ekki vitum við hvernig þú hefur farið að þessa löngu mánuði en við dáumst að því hvað þú hefur verið dugleg. Sá sem eftir lifir deyi' þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Soffía, Rúnar, Auður og Lísbet. Við sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur öll. Hvíl í friði, kæri mágur. Fyiir hönd systkina og maka, Oddný Árnadóttir. I dag verður til moldar borinn elskulegur bróðir, mágur og frændi. Minningin um bróður minn lifir í hjörtum okkar allra. Hann var ávallt hress og kátur og alltaf tilbúinn til viðræðna. Við Kiddi vorum saman til sjós til margra ára þar til fyrir rétt um tveimur árum að hann hætti og fór að vinna í landi. Við áttum margar góðar stundir saman þann tíma sem við vorum heima og að heiman. Ávallt hjálpuðumst við að við allt viðhald þar sem við bjuggum í sama húsi og alltaf tók hann vel á móti barna- börnunum mínum og gerði að gamni sínu. Rúmu ári eftir að Kiddi hætti til sjós greindist hann með illvígan sjúkdóm, sem hann barðist hetju- lega við. Lífsviljinn var alveg ótrá- legur, enda þótt hann vissi í hvað stefndi. Með sorg í hjarta kveðjum við þig, kæri bróðir, sem fórst alltof fljótt frá okkur. Okkur líður betur að vita að þessum þjáningum er lokið. Við biðjum allar góðar vættir að vaka yf- ir þér og fjölskyldu þinni. Megir þú hvfla í friði. Viðar Vilhjálmsson og fjölskylda. KRISTINN VILHJÁLMSSON + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR VILMUNDSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði laugar- daginn 14. ágúst. Jóakim Pétursson, Pétur Jóakimsson, Sigurður Jóakimsson, Kristrún Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKURJÓHANNESSON loftskeytamaður, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 13. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Auður Jónsdóttir, Geir Hauksson, Jórunn Jörundsdóttir, Auður Hauksdóttir, Haukur Hauksson, Magna I. Kristinsdóttir, Leifur Hauksson, Guðrún Bachmann, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, KRISTINN REYR rithöfundur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 17. ágúst, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Kristinsdóttir, Pétur Kristinsson. + JÓNÍNA EGGERTSDÓTTIR, Ánahlíð 16, Borgarnesi, Helga Hansdóttir, Þuríður Bergsdóttir, Sigurður Bergsson. Móðir okkar, er látin. BJÖRG GUNNARSDÓTTIR tBjörg Gunnars- dóttir fæddist á Húsavík 11. janúar 1939. Hún Iést á heimili sínu 13. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 20. júlí. Við vorum stödd í Noregi á sólbjörtum degi hinn 13. júlí er okkur bárust þau sorg- legu tíðindi að hún Bogga vinkona okkar væri látin. Þessi fregn breytti sól í myrkur og það reyndist erfítt að fá þann dag til að vera raunverulegan. Gleðin var á braut en virðingin yíli' að hafa átt góða og sanna vin- konu var ofarlega í huga okkai'. Við viss- um að baráttan við erfíðan og óvæginn sjúkdóm var nánast töpuð, en það er mannsins eðli að halda í vonina. Kynni okkar af þeim hjónum Ingvari + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis í Gnoðarvogi 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 18. ágúst kl. 13.30. Jón Friðrik Gunnarsson, Benedikta Ásgeirsdóttir, Þóra Júlía Gunnarsdóttir, Ómar Frankiínsson, Karl Gunnarsson, Kristín Thoroddsen, Jóhann Hinrik Gunnarsson, Vilhjálmur Gunnarsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Jórunn A. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR, lést á 91. aldursári laugardaginn 14. ágúst sl. á heimili sínu, Breiðabliki 3, Neskaupstað. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 14.00. Aldís Stefánsdóttir, Ása Stefánsdóttir, Guðni Stefánsson, Unnur Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Eiríkur Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Einar Stefánsson, Sigrún Vilbergsdóttir, Margrét Alfreðsdóttir, Edda Eðvaldsdóttir, Svanbjörn Stefánsson, Kristín Magnea Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. og Boggu hófust 1982 þegar þrjú elstu harmonikufélög landsins sam- einuðust í ferð tii Norður-Noregs. Kynnin þróuðust svo enn frekar er erlendir harmonikuleikarar sóttu okkur heim og farið var með þá í ferðir um landið. Þá var ávallt heim- ili þein'a á Húsavík sá staður þar sem hinum erlendu gestum var boðið til veislu. Heimsóknh' þessar snurtu þá sem nutu og líða ekki úr minni. Handbragð húsmóðurinnar leyndi sér ekki, myndarskapurinn og rausnin var í hávegum og gleðin réð í-íkjum. Oft höfum við rætt um hve miklu skiptir er hjón standa saman í áhugamálum. Án stuðnings maka ganga hlutirnir einfaldlega aldrei eins vel upp. Harmonikan leiddi okkur til enn frekari kynna á mót- um og samkomum í landinu. „Eg á mér vin, já, ekta sjómann," var lagið sem við spiluðum og sungum oftast saman á ferðalögum. Bogga kenndi okkur þetta hugljúfa sjómannalag. Hvað er að eiga raunverulegan vin? Vinskapur er nokkuð sem sjaldan fæst við fyrstu kynni. Bogga var seintekin og lét til fullnustu reyna á heilindi, nákvæmlega eins og hún var sjálf. Hún var traust og vönduð kona sem var vinur vina sinna. Okk- ur féll vel að ferðast saman, veiða og dást að fegurð náttúrunnar, eiga uppbyggjandi samræður og enda kvöldið við söng og hljóðfæraslátt. Það var okkur ógleymanlegt að fara með þeim hjónum til hinnar dásam- legu eyju, náttúruperlunnar Flat- eyjar á Skjálfanda. Þai' naut Bogga þess að veita okkur hlutdeild í því sem hún hafði svo oft sagt okkur frá. Það var ósjaldan á vetrarkvöld- um sem við minntumst á öll ævin- týrin sem höfðu hent okkur liðin sumur. Við fundum líka oft hvað fjöl- skyldan var náin. Gestrisni þeirra hjóna gekk í arf til dætranna, Jóhönnu og Sigríðar, það fengum við að reyna hjá þeim báðum. Bogga naut þess að hafa barnabömin í kringum sig og sýndi þeim mikla ástúð og hlýju. Hún var heilsteypt gagnvart þeim og kom fram við þau sem jafningja. Þau eldri, Ingvar Þór og Marta, eiga eftir að muna ömmu sína alla tíð. En sorglegt er til að hugsa að Halldóra og litlu tvíburarnir Andri Þór og Sandra Rún fá ekki að njóta uppvaxtarins með ömmu sinni. Elsku Ingvar og fjölskylda. Sökn- uðurinn er sár en minningin um sanna hetju lifir um ókomin ár. Við kveðjum Boggu þakklát fyrh' sam- verustundirnai' og trausta vináttu. Hilmar og Sirrý.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.