Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 64

Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF > € M * Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Loka- dagur. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Opið hús. Iljallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverjabréfíð, lest- ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. LLOYK Skór - Belti - Sokkar ISIýkomin sending D0MUS MEDICA viö Snorrabraut Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 Reykjavík Sími 568 9212 mmmmmmm ^viG/^Cyv Brúðhjón Allur borðbúnaður - GIæsiIeg tjjdlavara - Briiðbjónalistar /yó-V;óý7:X\\V\\ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aldamótin MIG langar til að svara grein sem var í Morg- unblaðinu 10. ágúst sl. Þar skrifar maður að nafni Arnþór Helgason um aldamótin. Stað- hæfði hann að ný aldamót byrjuðu 2000- 2001. Gat ég ekki annað en farið að hlæja þegar hann fór að líkja aldamótunum við súkkulaðistykki. Eins og allir vita er tímatal og súkkulaðistykki ekki það sama. Ekki veit ég betur en að nýr dagur byrji kl. 0:00. Alla vikuna kemur þessi tala upp á vekj: araklukkunni minni. í íþróttum er annað dæmi, þ.e.a.s. skeið- klukkan. Þegar ýtt er á takkann kemur talan 0:00, síðan kemur 0:01, þar á eftir 0:02 en talan 1:00 kemur ekki fyrr en að þessi mínúta er liðin. Mér hefur verið kennt að allt hefur sína byrjun og sinn endi. Þegar fólk tekur upp sígarettu er það ekki búið að reykja hana þegar það er búið að taka einn smók, þá er það bara rétt að byrja. Þegar það loksins drepur í þá er það búið að reykja eina sígar- ettu. Álveg eins og við byrjum á 2000 og end- um á 2001 (eitt ár búið). Rétt er að í einum tug eru tíu stafír 0-9. Lítið bara á símann ykkar. Ein sem fæddist ekki 1 árs. Tapað/fundið Lyklar í óskilum SVART leðurhulstur með nokkrum lyklum í týndist fyrir u.þ.b. tveimur vikum í Domus Medica. Skilvís fínnandi hafí samband í síma 862 6672. Sandalar týndust við Reynisvatn SANDALAR, brúnir Ecco, týndust á bflaplaninu við Reynis- vatn sunnudaginn 8. ágúst. Þeir sem kann- ast við að hafa séð sandalana hafí samband við Rafn í síma 562 0305 eða 695 2742. Svartur leikur og vinnur. e3 52. h6 - e2 og Miles gafst upp. STAÐAN kom upp á heimsmeistaramótinu í Las Vegas sem nú stendur yfír. Englendingurinn Tony Miles (2.585) var með hvítt, en Pólverjinn Mikhail Kra- senkov (2.645) hafði svart og átti leikinn. 36. - Hxc3! 37. bxc3 - Hxc3 38. dxefi - Hxa3+ 39. Kb2 - Hb3+ 40. Kal - Dc7 41. Dd2 - Ha3+ 42. Kbl - Db6+ 43. Db2 - Hb3 44. Hf2 - Dxe6 45. Hb5 - Hxb2+ 46. Kxb2 - Rf6 47. Hff5 - Dd6 48. h5 - Dd2+ 49. Ka3 - Dxe3+ 50. Kxa4 - Dd4+ 51. Kb3 - Sk\lv Umsjón Margeir Pótursson Með morgunkaffinu Ast er... að bera haggamla fólksins fyrir brjósti. TM Reg. U.S. Pat. Ofl. — «B right* reserved (c) 1999 Los Angeiee Tmes Syndicate Þetta málverk verður að vera hér, það er grunnur að hugmynda- fræði fyrirtækisins. Viltu vera með í að grafa göng? HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... AÐ er miðnætti. Kvöldsólin rýð- ur fjöllin og nær langleiðina nið- ur í dalinn þegar hún tyllir sér í mynni fjarðarins. Spóahjónin eru á stjái með unga sína fjóra, rjúpan er frjósamari og á níu og hefur fullt í fangi með að passa þá. Máríuerlan er fyrr á ferðinni því ungarnir hennar eru farnir að æfa flugið, en þeim gengur reyndar misvel. Krían flýgur reglulega upp frá ánni með síli í gogginn fyrir sitt ungviði og þegar hettumávurinn hættir sér of nálægt, slást krían og spóinn í lið saman til að bægja honum frá. Kyrrðin og friðsældin er nánast algjör. Lygn áin gælir við bakka sína og ilmurinn úr gróðrinum fyllir vit okkar. Nei, nei, við erum ekki stödd í himnaríki, þótt margt bendi til þess. Við erum stödd í gistiheimilinu Ágerði við Dalvík og þar er himneskt að vera. Hjónin Ingveldur og Þröst- ur hafa gert upp gamla læknis- bústaðinn og leigja þar út herbergi. Þau eru enn að bæta aðstöðuna utan húss og bjóða ýmsa kosti á dægrar- dvöl eins og bátsferð um Svarfaðar- dalsána. En innan húss er allt tilbúið og hefur verið í meira en ár. Það er aðdáunarvert hve vel þeim hefur tekizt að glæða þetta hús lífí og góðu andrúmslofti. Állt gamait er látið halda sér eins og unnt er, en nútímaþægindi eru engu að síður nægileg. Þau búa í húsinu og geta tekið gesti í átta herbergi, misstór, og bjóða auk þess upp á morgun- verð. Þegar við skötuhjúin komum þangað fyrr í sumar, hvarflaði það að Víkverja og reyndar konu hans einnig hvað í ósköpunum væri verið að gera til Dalvíkur og gista þar í stað þess að fara á æskustöðvarnar inni á Akureyri. Því er reyndar fljótsvarað. Heimsóknin til Dalvíkur og gistingin í Árgerði auk aksturs um Svai-faðardal og Skíðadal í sumar- blíðunni var afar ánægjuleg. Feg- urðin, kyrrðin og róin í Árgerði og dalnum er hverjum manni holl. Þar fyrir utan er ánægjulegt að sjá hve vel Dalvíkingum hefur tekizt að byggja upp fallegt og öflugt bæjarfélag, sem byggist að mestu leyti á sjósókn stærri og minni fyrir- tækja. Það er hægt að gera margt vitlausara en að skreppa til Dalvíkur. xxx AMMA er kona sem sjálf á ekki börn svo hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem annað fólk á. Ömmur hafa ekki neitt að gera. Þær eru bara til. Þær segja aldrei flýttu þér nú, eða haltu áfram. Flestar ömmur eru feitar, en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns. Kona Víkverja er amma, en hann veit betur en svo að þessi lýsing passi aiveg, enda væri hún þá ekki amma. Þessi texti var á korti sem okkur barst frá barnabörnunum og þótt hann sé ekki skrifaður af þeim, en hann greinilega skrifaður af barni, sem á ömmu og veit hvers virði það er. Víkverji nefnir þetta meðal ann- ars vegna frétta um mikinn skort á leikskólavist ungra barna, sem eiga foreldra, sem verða bæði að vinna úti til að sjá sér og sínum farborða. Það er því miður liðin tíð að þrír ættliðir búi í sama húsinu, afí og amma kom- in upp á loft, næsti ættliður á miðhæðinni með yngri börnin og elztu börnin að reyna fyrir sér í sam- búð í kjallaranum. Víkverji átti reyndar ekki slíku ömmuláni að fagna, en hann átti afa. Og hann var góður. Það verður aldrei of mikið metið að böm fái að umgangast afa og ömmu, sem geta sagt þeim sögur og frætt um fyrri tíma og jafnvel sagt skemmtisögur af pabba og mömmu, sem gera þau mannlegri en vinn- uþrælana, sem alltaf liggur á og eru of þreytt til að vera þau sjálf og sinna þeim sem þau elska meira en allt annað. Kannski kann einhverjum að þykja að Víkverji þessa dags sé væminn, en honum er alveg sama, Mjúku gildin skipta meira máli en þau hörðu. Við erum manneskjur en ekki vélar. Allir ættu að eiga ömmu og afa, jafnvel slatta af því sómafólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.