Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 32

Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 ERLENT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Svíþjóð og Danmörk orðin landtengd Reuters Friðrik Danaprins og Viktoría Svíaprinsessa hittast á brúnni. Næsta brúarverk- efni: Danmörk - Þýskaland Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAU hittust á brúnni frændsystk- inin Friðrik, krónprins Dana, og Viktoría, krónprinsessa Svía, er brúin yfir Eyrarsund var tengd á laugardaginn. Brúin verður þó ekki opnuð formlega fyiir umferð fyrr en 1. júlí að ári. Þótt margir bíði spenntir eftir að sjá hver áhrif brúin muni hafa, þá var fremur fá- mennt við hátíðahöldin á laugardag ef um 500 boðsgestir eru undan- skildir. Eftir velheppnaða brúargerð yf- ir Stórabelti, milli Fjóns og Sjálands, og nú að því er best verð- ur séð milli Svíþjóðar og Danmerk- ur, beinist athyglin að næsta stóra verkefni: Brú yfir sundið á milli Danmerkur og Þýskalands, sem heitir Fehmarn-sund á þýsku og Femer-sund á dönsku. Bilið brúað „Bilið brúað“ kölluðu frönsku loftfimleikamennimir atriðið, sem þeir sýndu gestunum á laugardag. I fjarlægð líktust þeir brúarsmið- um, þar sem þeir sveifluðust um í sömu öryggislínum og brú- arsmiðimir nota, íklæddir app- elsínugulum göllum með hjálma. Og bilið var brúað f orðsins fyllstu merkingu, er síðustu brúareining- unni var rennt á sinn stað með Svaninum, hinum 100 metra háa krana, sem notaður hefur verið við smíðina. Um leið var hlutverki hans lokið. Við þetta nákvæmnis- verk má ekki skeika millimetra og því notuð nýjasta landmæl- ingatækni og gervihnattamið. Nákvæmlega kl. tólf á hádegi hittust þau á brúnni, Viktoría krón- prinsessa og frændi hennar, Friðrik Danaprins, en þau komu keyrandi hvort frá sfnu landi. Með faðmlaginu innsigluðu þau stund- ina en löndin hafa ekki verið land- fræðilega tengd síðustu 8.500 árin eða svo, eða síðan ísöldinni lauk. Mannvirkið, sem tengir löndin tvö, er samtals 16.380 metra langt. Frá Kaupmannahöfn er ekið út á 430 metra langt, tilbúið nes, skammt frá Kastrupflugvelli. Þá taka við 4.050 metra löng jarðgöng, gerð úr einingum, sem sökkt hefur verið í hafið. Upp úr göngunum er farið út á 4.055 metra langa, til- búna eyju, sem hlotið hefur nafnið Piparhólmur til heiðurs Salthólm- anum, sem liggur þar skammt frá og íslendingar kannast kannski við úr Salthólmsferð Jónasar Hall- grímssonar. Af eyjunni er keyrt upp á 3.014 metra langa tengibrú en þar var síðustu einingunni rennt inn á laugardaginn. Þar tekur við sjálf hábrúin, sem er 1.092 metra löng og þar er mest hæð undir brúna 57 metrar. Þá tekur við önnur 3.739 metra tengibrú, sem nær landi við Málmey í Svíþjóð. Brúin er bæði fyrir bíla og lestir. Á hábrúnni liggja brautarteinarnir undir brúnni, sem er þá eins og á tveimur hæðum, en annars staðar á þessu mikla mannvirki liggja vegir og brautarspor samhliða. Hin félagslegu áhrif óviss Þótt sjá megi fyrir endann á brú- arsmíðinni er enn óvíst hver þróun- in verður á því svæði, sem brúin tekur til. Þarna búa um 3 milljónir manna og þeir stjórnmálamenn, sem barist hafa fyrir brúnni, von- ast til að hún verði svæðinu lyft- istöng. Það þótti þó áberandi á laugardaginn að almenningur virt- ist ekki sýna henni mikinn áhuga en það kann þó að vera vegna þess að eingöngu boðsgestir fengu að- gang að brúnni og hún verður ekki opnuð umferð strax. Það vekur einnig áhyggjur að ferjuútgerðin Scandlines, sem siglt hefur með bíla milli Drageyrar og Málmeyjar, hættir siglingum í haust, en flugbátar sigla áfram milli Kaupmannahafnar og Mál- meyjar. Bent er á að þar með sé hætta á að fólk venji sig á aðrar bílaleiðir, til dæmis yfir Helsingja- eyri til Helsingjaborgar og hugsi þá ekki eins um brúna, þegar sá kostur opnast. Brúartollurinn hef- ur einnig verið umdeildur, hefur þótt of hár. Fullt verð verður 230 danskar krónur, en ódýrast verður með mánaðarkorti, 68 danskar krónur. Reynsla nýtt til framtíðarinnar Þegar sænska og danska stjórn- in gerðu samning um brúarsmíðina 1991 skuldbatt danska stjórnin sig til að beita sér fyrir brú yfir Fem- er-sundið milli Lálands og Þýska- lands. Eyrarsundsbrúin hefur því alltaf verið hugsuð sem liður í enn frekari tengingu við meginlandið. í vor var birt þýsk-dönsk skýrsla um þá valkosti, sem væru við slíka brú- argerð. Giskað var á að sjálf Femer- brúin gæti kostað á bilinu 23-33 milljarðar danskra króna, en með nauðsynlegri vegargerð og fram- kvæmdum í kring væri verðið 34- 46 milljarðar. Enn þykir óljóst hvort umferðin þama um er nógu mikil til að standa undir kostnaði, en talið er, að umferðin um Femer- brúna verði aðeins um 2/3 af því sem ætla má að hún verði um Eyr- arsundsbrúna. Kaupmannahöfn Kastrup- flugvöllur k Mesta dýpi í Eyrarsundi milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar er um 8 metrar Uppfylling - Siglingarenna Siglingarenna Uppfylling: „Piparhólmi" Eyrarsundsgöng/brú eru gríðarlegt mannvirki Utskornir fuglar í N orræna húsinu í ANDDYRI Norræna hússins verður opnuð sýning á útskorn- um fuglum eftir Einar Vigfús- son í dag, þriðjudag, kl. 17. Þar má m.a. sjá fálka, lunda, heiðlóu, músarrindil og stein- depil sem skornir eru út í lindi- við frá Manitoba. Sýningin stendur til 21. sept- ember og verður opin alla daga kl. 9-18 nema sunnudaga frá kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis. Einar Vigfússon er frá Ár- borg í Manitoba og hefur hann verið í heimsókn á íslandi und- anfarnar vikur ásamt konu sinni, Rosalind, og syni. Einar á ættir sínar að rekja til Skaga- fjarðar, en afi hans og amma fluttu búferlum með föður hans ungan vestur um haf um síð- ustu aldamót. Hann hélt sýn- ingu í Vesturfarasetrinu á Hofsósi í júhmánuði. Flugleiðir og Þjóðræknis- félögin í Kanada styrktu ferðina hingað til lands og einnig veitti Canada Council for the Arts fararstyrk. Útskorinn fálki eftir Einar Vigfússon. Ný fornsaga LEIKLIST Leikfélagið Sýnir NÝIR TÍMAR Höfundur: Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Hörður Sigurðarson. Að- stoðarleikstjöri: Guðrún Halla Jóns- dóttir. Leikarar: Guðjón Þ. Pálmars- son. Hrund Ólafsdóttir. Ólafur Theodórsson. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Margrét Sverrisdóttir. Hannes Örn Blandon. Jón Marinó Sigurðsson. Valgerður Arnardóttir. Guðmundur R. Kristinsson. Guðrún Lára Pálmadóttir. María Axfjörð. Guðmundur I. Þorvaldsson. Helgi Róbert Þórisson. Ármann Guðmunds- son. Anna Jörunn Stcfánsdóttir. Árni Grétar Jóhannsson. Brynjólfur Guðjónsson. Guðjón Óskarsson. Frosti Friðriksson. Oddur Bjarni Þorkelsson. Huld Óskarsdóttir. Bene- dikt Axelsson. Alcxía Jóhannesdóttir. Unnar Sigurbjörnsson. Sigurður IH- ugason. Gt'sli B. Gunnarsson. Ingólfur Þórsson. Búningahönnuður: Alda Sigurðardóttir. Leikmyndahönnuður: Frosti Friðriksson. Laugardalsgarð- ur 15. ágúst LEIKFÉLAGIÐ SÝNIR er áhugaleikflokkur, skipaður tæp- lega þrjátíu leikurum ásamt að- stoðarliði, sem hefur ferðast um landið seinnipart sumars og sýnt undir beru lofti leikritið Nýja tíma eftir Böðvar Guðmundsson. Tilefn- ið er kristnitökuhátíð; verkið var pantað hjá höfundi af Kristnitöku- nefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis og byggir Böðvar það lauslega á sögulegum staðreyndum um kristnitökuna á íslandi og leyfir hann áhrifum frá íslenskum forn- sögum að njóta sín í skemmtilegu samspili við eigið hugarflug og skáldskap. I verkinu takast á heiðni og kristni og burðarás þess er, eins og höfundur orðar það í leikskrá: „átök hinnar heilögu hefndarskyldu heiðninnar við kröfu kristindómsins um fyrirgefningu og sátt.“ Það eru Sýrhælingar og Saur- bæingar sem takast á í verkinu og eru það systkinin Hlédís (Hrund Ólafsdóttir) og Hlenni goði (Hann- es Örn Blandon) sem eru, hvort um sig, höfuð sinnar fjölskyldu og ber- ast á banaspjót. Óhæfuverk og hefndarhugur stjórna samskiptum fjölskyldnanna framan af, en kristnin sækir á í samfélaginu og reyna kirkjunnar menn að miðla málum og milda hugi manna og hafa þeir sigur áður en yfir lýkur. I verkinu má sjá gamalkunnug minni úr Islendingasögunum og ýmis at- vik og tilsvör vísa beint í hinn forna bókmenntaarf okkar á skemmtileg- an hátt. Hlédís húsfreyja minnir mjög á hinar fornu kvenhetjur. Hún á harma að hefna eftir að son- ur hennar hefur verið veginn á ódrengilegan hátt. Hún eggjar bónda sinn, Hermund auðga (Ölaf- ur Theodórsson), mjög til hefnda en hann er tregur til, enda meiri búmaður en vígamaður. Hrund Ólafsdóttir var mjög sannfærandi í hlutverki Hlédísar. Hún lék af mikilli tilfinningu og túlkaði sorg, reiði og hefndarhug á áhrifaríkan máta. Að öðrum ólöst- uðum var leikur Hrundar það sem mesta eftirtekt vakti í sýningunni. Ólafur Theodórsson lék Hermund bónda af rósemi og skilaði vel per- sónu sem er seinþreytt til vand- ræða og vill forðast átök í lengstu lög - konu sinni til mikillar skap- raunar. í öðrum burðarhlutverkum voru Guðjón Þ. Pálmarsson, sem lék bæði son og sonarson þeirra Hlédísar og Hermundar, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, í hlutverki Skálks þræls, Margrét Sverris- dóttir í hlutverki Freydísar fagurk- innar, Jón Marinó Sigurðsson, í hlutverki Gríms ofláta og Sigurður Illugason í hlutverki Þorvaldar víðförla. Þeim má öllum hrósa fyrir frammistöðuna og var ekki að sjá að hér væru ekki atvinnuleikarar á ferð. Fjöldi aukaleikara tekur einnig þátt í leiknum og er ekki hægt að tilnefna þá alla hér. í heild var sýningin mjög vel unnin og leik- stjórinn, Hörður Sigurðarson, get- ur verið ánægður með útkomuna. Búningar Öldu Sigurðardóttur féllu vel að söguefninu og leiksviðið, náttúran sjálf, jók mjög á áhrifamátt verksins. Ástæða er til að óska öllum aðstandendum þessarar sýningar til hamingju með vel unnið og athyglisvert verk. Þetta er leikverk sem hæfir tilefninu, kristnitökuhátíð, full- komlega. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.