Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 48

Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Enn um dreifða eignaraðild „UM dreifða eignaraðild," hét leiðari Mbl. föstudaginn 13. ágúst sl. I leiðaranum var m.a. vikið að undir- rituðum með þeim hætti, að ekki verður hjá því komist að fara um það nokkrum orðum. Ég læt mér nægja að víkja að fáum þáttum málsins. „Krafa fólksins“ I leiðaranum segir, að Sjálfstæð- isflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar sé að fylgja fram „kröfu fólksins“ um dreifða eignaraðild að , bönkum. Vel má vera, að sú sé kráfa fólks- ins. En þá stangast á orð og athafn- ir. Skilmálar við sölu á þeim hluta af eign ríkisins í FBA, sem seldur hef- ur verið, voru að þeir skyldu seljast með dreifðri eignaraðild. Þau sjón- armið nutu stuðnings allra stjórn- málaafla. Þegar til átti að taka voru hins vegar þúsundir Islendinga reiðubúnar til þess að lána kennitöl- urnar sínar gegn nokkra króna end- urgjaldi til þess að hjálpa fáum, stórum fjárfestum að sniðganga ákvæðin um hina dreifðu eignarað- ild. Það reyndist sum sé mjög auðvelt að bera fé í „dóm fólksins". ' Viðskiptafélagi Mbl. í leiðara Mbl. er sagt að rétt sé að setja lög um takmarkaða eignarað- ild að bönkum á íslandi af því að takmarkandi lög séu í gildi um eign- arhald að fjölmiðlum í Evrópu, þó ekki síst í Bandaríkjunum. Fordæmið, sem bent er á, er um takmörkun á eignarhaldi á fjölmiðl- um, - ekki bönkum. Vill Mbl. fylgja því fordæmi? Takmarka eignarhald á fjölmiðlum? Fyrir nokkrum árum átti Árvakur -' hf., eigandi Mbl., hlut að því með nokkrum öðrum stórum fjárfestum að stofna nýja sjónvarpsstöð á Is- landi, Stöð 3. Henni var ætlað að verða öflugur ljósvakafjölmiðill. Hvemig hefði því verið tekið í Bandaríkjunum? Draumamir gengu ekki eftir og fyrirtækið var selt. Hverjum seldi Arvakur? Jóni nokkmm Ólafssyni. Lokasalan mun hafa farið fram nú í vor. Síð- ustu hlutirnir seldir. Og hverjum. Sama Jóni Ólafssyni. Jóni í Skíf- unni. Hvað skyldu bandarísk lög hafa sagt um þau viðskipti. Og nú hlær Marbendill. Tiltölulega einfalt í leiðara Mbl. er því haldið fram að tiltölulega auðvelt sé að setja lög um dreifða eignaraðild að bönkum - lög sem halda. Það var einstaklega einfalt að sniðganga söluskilmálana um dreifða eignaraðild þegar hlutabréf ríkisins í FBA vom seld. Sé afstaða þúsunda landsmanna í reynd enn sú sama og hún var, þá er jafnvel enn- þá auðveldara að sniðganga lög um dreifða eignaraðild en var að snið- ganga söluskilmálana. Þegar verð- mæti eru komin á markað lúta þau þeim einföldu lögmálum að þau ganga kaupum og sölum milli þeirra, sem reiðubúnir eru að kaupa og selja hæsta verði. Vilji menn ekki taka þá áhættu að ríkiseignir lendi í höndunum á þeim, sem best býður, þá á ekki að selja. Svo einfalt er það. Sérstaða bankanna Leiðarahöfundur Mbl. er þeirrar skoðunar að sérstaða banka meðal fyrirtækja sé sú, sem Bandaríkja- menn telja að sé sérstaða fjölmiðla. Sighvatur Björgvinsson Má ég biðja um rök fyr- ir því að svo sé. Að í lagi sé á Islandi að fáir og stórir ráði fjölmiðl- unum en alls ekki bönk- unum? Og svo enn sé spurt: Hvað gerir bankana sérstæða umfram aðrar fjármálastofnanir t.d. eignaleigur, fjármögn- unarfyrirtæki og ekki síst vátryggingafélög? Öll þessi fjármálafyrir- tæki annast sömu og sambærileg viðskipti og bankarnir og hafa jafn mikil áhrif í viðskiptalíf- inu, ef ekki meiri. Á þá að setja sams konar lög um takmarkaða eignaraðild t.d. að Sjóvá-Almennum? Ef ekki - hver eru þá rökin fyrir því? „Fyrirtæki almennings" Leiðarahöfundur Mbl. virðist eins og forsætisráðherra vera þeiiTar skoðunar að óhætt hafi verið, að stór hlutur í FBA hafi verið í eigu Scand- inavian Holding SA í Lúxemborg en óhæfa sé, að sá hlutur komist í eigu ORCA SA í sama landi. Rökin virð- ast vera þau, að Scandinavian Hold- ings SA hafi verið í eigu sparisjóð- anna, sem séu fyrirtæki í „eigu al- mennings", en eignarhaldsfyrirtæk- ið ORCA SA sé það hins vegar ekki. Það er kapítuli út af fyrir sig hver í raun réttri „á“ sparisjóðina - aðrir en þá stjórnendurnir. Trúi ég, að bæði leiðarahöfundi Mbl. og sjálfum forsætisráðherra muni vefjast tunga um höfuð áður en þeirri röksemda- færslu yrði lokið. En látum það liggja á milli hluta. Spurningin er: Var þessi „almenningur" spurður áður en „fyrirtæki fólksins" Scand- inavian Holding keypti hlutabréfin í FBA, - eða þá áður en þau voru Eignaraðild Þegar verðmæti eru komin á markað lúta þau þeim einfðldu lög- málum, segir Sighvatur Björgvinsson, að þau ganga kaupum og söl- um milli þeirra, sem reiðubúnir eru að kaupa og selja hæsta verði. seld? Voru það kannske þegar að er gáð færri einstaklingar, sem réðu þeim ákvörðunum af hálfu Scandin- avian Holding en þeir voru, sem réðu kaupum ORCA? Aðkoma almennings var söm og jöfn beggja vegna borðsins - ná- kvæmlega engin. Dreifð eignaraðild Ég er eins og leiðarahöfundur Mbl. fylgjandi því að eignaraðild í fjármálafyrirtækjum eins og raunar öllum fyrirtækjum eigi helst að vera sem dreifðust. Mér er hins vegar ljóst, að á frjálsum markaði geta stjórnmálamenn ekki stýrt viðskipt- um - valið þá kaupendur úr kaup- endahópnum sem þeim eru þóknan- legir og meinað seljendum að eiga viðskipti við þá, sem þeir sjálfir vilja. Þótt einhverjir stjórnmála- menn standist ekki reiðari þá breyta þeir ekki staðreyndum. Á meðan skammtímaágóðasjónar- mið er jafn ráðandi hjá jafn stórum hópi landsmanna og reyndist vera í kennitöluviðskiptunum þá geta eng- ir söluskilmálar eða takmarkandi lög komið í veg fyrir að sama gerist á eftirmarkaði og gerðist þar, enda reyndist „einlægur brotavilji" vera fyrir hendi af hálfu fjölmargra aðila; smárra og stórra. Því er ekki nema eina raunhæfa ályktun að draga af fenginni reynslu. Göngum hægar um þær gleðidyr að efna til útsölu ríkiseigna - því svo mikil hækkun hefur orðið á hlutabréfum í FBA frá því ríkið seldi, að útsala var það, heillin. Hlutverk Mbl. Ánægjulegt er, að eftir umrædd- an leiðara í Mbl. föstudaginn 13. þ.m. og þar til þessi grein er skrifuð, mánudaginn 16. ágúst, hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá þeim, sem tjá skoðanir blaðsins. Hvorki laug- ardaginn 14. ágúst né sunnudaginn 15. ágúst. Enda kom í ljós sama dag og umræddur leiðari kom út, að kaupandi að hlut Scandinavian Holding SA og Kaupþings í FBA var gamall viðskiptafélagi Mbl., Jón Ólafsson í Skífunni; ásamt öðrum vel metnum bissnessmönnum eins og Eyjólfi Sveinssyni, fyrrum aðstoðar- manni forsætisráðherra; Þorsteini Má, öflugum sjálfstæðismanni og stuðningsmanni forseta Alþingis og yngri helmingi Bónusfeðga. Sjálf- sagt hefur Mbl. talið sig sjá, að ekki væra þessir heiðursmenn ýkja hættulegir. Ástæðulaust að halda einhverja Hólahátíð út af þeim. I viðtali við Mbl. laugardaginn 14. ágúst hrjóta Guðmundi Haukssyni, stjómarformanni Scandinavian Holding, hins vegar þessi eftirtekt- arverðu orð af munni: „Ég tel nauðsynlegt, að ríkis- stjómin átti sig á því, sem og Alþingi og allur almenningur, hvað opinn og frjáls verðbréfamarkaður þýðir.“ Hér eiga fjölmiðlar eins og Mbl. miklu hlutverki að gegna. Uppfræða almenning, Alþingi og ekki síst rík- isstjórnina um, hvað opinn og frjáls verðbréfamarkaður þýðir. Það er auðvitað óviðunandi að slík vitneskja búi bara hjá handfylli af krötum. Höfundur er alþingismaður. Fyrirheit Alþingis í hættu Á VORDÖGUM árið 1993 lagði Alþingi á okkur öll þunga kvöð. Framvegis skyldu ríki, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar láta fara fram mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda sem kynnu að hafa umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt- úraauðlindir og samfélag. I þessari ákvörðun fólst ekki fjandskapur við framkvæmdasemi heldur heitstreng- ing um að ganga til verks með opn- um augum og gaumgæfa allar hugs- anlegar afleiðingar áður en hafist er handa um stórvirki. Síðan alþingis- menn bundu þessa heitstrengingu í lög virðist það vera ein helsta köllun framkvæmdaaðila og skipulagsyfir- valda að ráðleggja stjórnmálamönn- um hvernig þeir geti sniðgengið sína eigin lagasetningu. Lögfræði Borgarskipulags Þegar Flugmálastjórn kynnti áform um nýjan Reykjavíkurflugvöll henti það hana að segja satt. Skýram stöfum er sagt í kynningu að í vali milli þriggja leiða, þ.e.a.s nýbygging- ar, uppbrots og yfirlagnai-, sé sú fyrsta valin, nefnilega nýbygging. Valkosti númer eitt er lýst svo með orðalagi Flug- málastjórnar: 1. Nýbygging, þar sem gert er ráð fyrir að brjóta upp núver- andi brautir og flug- hlöð og skipta um efni niður á klöpp, þar sem því er ekki lokið nú þegar, og byggja brautir og hlöð upp á nýtt. - (leturbr. höf.) Samkvæmt lögum á að meta umhverfis- áhrif af lagningu nýrra vega, járn- brauta og flugvalla. Undan því verður ekki vikist. Borg- arskipulag gerir andvana fædda til- raun til þess að nota viðauka við til- skipun frá Evrópusambandinu sem undankomuleið. Þar eru flugbrautir skemmri en 2x100 metrar undan- þegnar umhverfismati en þessi und- ankomuleið er lokuð vegna þess að ■/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 íslensk lög ganga lengra. Evrópu- sambandið bannar engum að ganga lengra í umhverfisaðgát heldur en tilskipanir sambandsins kveða á um. Það sést best á því að ný snertiflug- braut fyrir æfingaflug mun þurfa að sæta umhverfismati hvar sem hún verður niður sett enda þótt hún verði mun styttri en tveir kílómetr- ar. Ný undankomuleið Ekki dugar því lögfræði Borgar- skipulags til þess að verjast kröfu um umhverfismat á lagningu nýs flugvallar í Vatnsmýrinni. Og hvað er þá til ráða? Það bergmálar greinilega enn á milli framkvæmda- aðila og skipulagsyfirvalda í okkar ágæta landi. Flugmálastjórn, sam- gönguráðuneyti, Borgarskipulag og Skipulagsstofnun uppljómast skyndilega af þeirri sömu hugsun að ekki beri að hengja sig í orðalag og hér sé í raun um endurgerð, eða endurbyggingu, sama mannvirkis á sama stað að ræða, en ekki nýbygg- ingu. Eftir þessari undankomuleið á að hlaupast burt frá þeirri sjálf- sögðu skyldu að meta lögformlega Reykjavíkurflugvöllur Flugmálastjórn og skipulagsyfirvöld reyna með útúrsnúningum á eigin kynningu, segja Einar Karl Haraldsson og Steinunn Jóhannes- dóttir, að fá stjórnmála- menn til að sniðganga lögin um umhverfismat á nýbyggingu Reykja- víkurflugvallar. áhrif flugvallarstarfseminnar á um- hverfi sitt. Satt orð nýbygging Það er þarft verkefni fyrir mál- fræðinga og bókmenntafræðinga að brjóta til mergjar þá misþyrmingu sem tungumálið hefur mátt sæta í þessum meðförum ofangi-eindra stofnana. Flugmálastjórn hefur sjálf lýst því að mokað verði burt 60 ára gömlum flotvelli í mýrinni og í stað hans komi nýr flugvöllur á föst- um grunni, með mestu jarðvegs- skiptum vegna einnar framkvæmd- ar í byggð á íslandi. Flugbrautir verða nú uppbyggðar og sex sinnum burðarmeiri en áður og með akveg- um í. kring sem eru ekki á gamla vellinum. Auk þess koma flughlöð, bílastæði, ný flugstöð og annað sem fylgir nýframkvæmdum á okkar tíð. Þetta er engin endurgerð/endur- bygging á gömlum stríðsminjum eins og stofnanirnar vilja vera láta, heldur nýbygging frá grunni eins og Flugmálastjórn sagði réttilega í upphafi máls. Éf á hinn bóginn ætti að taka mark á síðari útúrsnúningum Flug- málastjórnar og skipulagsyfirvalda þá aukast heldur vandræðin. Við rif- um á sínum tíma gamalt timburhús á Skólavörðuholtinu og byggðum nýtt steinhús, miklu stærra og umfangs- meira, á sama stað. Samkvæmt mál- skilningi Flugmálstjórnar og skipu- lagsyfirvalda búum við nú í endur- byggðu húsi en ekki í nýbyggingu! Umhverfismál í alvöru Framkvæmdir við nýjan Reykja- víkurflugvöll hefjast senn. Nái þær fram að ganga er verið að festa flug- völlinn í sessi næstu áratugi - ef til vill hálfa öld - með gífurlegum áhrifum sem því eru samfara á umhverfi, mannlíf, menningu og samfélag í höf- uðborginni. Það er ekki til of mikils mælst að reynt sé að greina þau áhrif eins og kostur er frá sem flestum hlið- um. Aldrei hefur farið fram alhliða mat á áhrifum flugrekstrar í Vatns- mýri og Reykjavíkurflugvöllur hefúr hvorki starfsleyfi frá Hollustuvemd né Vinnueftirliti. Völlurinn stendur þróun og möguleikum Reykjavíkur- borgar fyrir þrifúm og rekstur hans er botnlaus taphít fyrir ríkið sem hul- in er fyrir almenningi í reikningum Flugmálastjórnar. I alhliða umhverf- ismati gæfíst tækifæri til þess að hugsa flugvallarmálin til enda. Stjórn- málamenn þurfa einnig tóm til þess að setja þau í samhengi við framtíðarþró- un samgöngumála á íslandi. Þrálátar deilur um skipulags- bygginga- og framkvæmdamál benda eindregið til þess að bæði stefnumót- un og vinnubrögðum á þessu sviði sé veralega áfátt hér á landi. Það er því fyllsta ástæða fyrir alþingismenn og ráðherra að standa fast við heit> strengingar sínar frá því 1993 og láta það sjást að þeim sé full alvara í um- hverfismálum. Bili þeir er engin von til þess að embættismenn standi í lappimar við að tryggja framgang laganna um umhverfismat. Höfundar eru íbúar við Þórsgötu og félagar ( Samtökum um betri byggð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.