Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 35

Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 35 Dátamúsík undir Systrastapa Ólafur Mixa læknir, Hertha Töpper-Mixa óperusöngkona, prófessor Helmut Neumann. Brjóstmyndin er af dr. Franz Mixa. Verk eftir Franz Mixa gefin Landsbókasafni beinsson og Matej Sarc. Credo- þættinum lýkur með Confiteor, glæsilegum og margbrotnum kór, sem endar á amen-niðurlagi. Fjórði þáttur verksins, Sanctus, skiptist í fjóra hluta en þrír þeirra eru fyrir kór og einn fyrir tenor- einsöng. Sanctus-kaflinn er sér- kennileg tónsmíð, tvískiptur og seinni hlutinn glæsileg fúga. Á eftir þessum kafla kemur Osanna in excelsis, stórkostlegur lofsöngur sem í heild var mjög vel fluttur. I þessum þætti myndar tenor-arían fræga, Benedictus, miðhlutann í Osanna, sem í heild er endurtekinn á eftir aríunni. Gunnar Guðbjöms- son söng Benedictus-aríuna af- burðavel í samspili við fallegan samleik fiðlunnar, hjá Unni Maríu Ingólfsdóttur. Það er í raun ein- kennilegt í svona stórbrotnu tón- verki, eins og H-moll messan er, að einn af hápunktum hennar skuli vera ein saklaus alt-aría. Agnus Dei-arían er eitt stórkostlegt und- ur. Monica Groop söng þessa aríu aldeilis vel og var söngur hennar einnig hápunktur tónleikanna. Verkinu lýkur með því að Bach endurtekur tónmál Gratias-kaflans, með textanum Dona nobis pacem, sem sagnfræðingar hafa reynt að skilgreina sem þakkarbæn, frekar en friðarbæn, af hálfu meistarans, þó að aðrir sakni þess að hann framhélt ekki þeirri fegurð, sem er upphaf þessa fimmta þáttar messunnar, nefnilega fegurð tón- málsins í alt-aríunni frægu. Margt má tína til í svona viða- miklu verki en í heild var verkið glæsilega flutt. Mótettukórinn, sem var í raun ótrúlega fámennur fyrir þetta stórvirki, söng af öryggi og oft með miklum tilþrifum. Fámenn- ið hafði helst áhrif í sex radda kafl- anum Sanctus, sem þó var mjög fall- ega sunginn, og tveggja kóra kaflan- um, Osanna, sem einnig var sunginn af öryggi og með töluverðum hljóm- styrk. Hljómsveitin var góð og einleikur einstakra hljóðfæraleikara einnig og continuo-raddirnar, sem leiknar voru af Ingu Rós Ingólfsdóttur, Hávarði Tryggvasyni og Douglas A. Brotchie, voru sérlega vel sam- stilltar. Segja má, að flutningur H- moll messunnar, eftir meistara Jo- hann Sebastian Bach, á Kirkjulista- hátíð 1999, sé stóri tónlistarvið- burðurinn þegar minnst er þúsund ára kristni í landinu og hefur Hörð- ur Áskelsson svo sannarlega reist merki kristni hátt með þessum frá- bæra flutningi á því óviðjafnanlega meistaraverki, sem H-moll messan er. Jón Ásgeirsson með opnari raddbeitingu, fleiri lit- brigðum og meira af sléttum söng á brjósttóni, enda viðfangsefnin nær laufléttum „chansons“ en dramatískum óperuaríum. Gaman hefði verið að fá að heyra hvernig meðvitað aftursækinn rit- háttur Stravinskys í „Suite Italienne“ hefði komið út í upp- runalegum strokstíl á fiðlu, jafnvel þótt upphafshyggja síðari áratuga í forntónlistartúlkun hafi vitaskuld ekki verið á döfinni þegar verkið var samið. Til þess hefði þó varla mátt ætlast af konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitarinnar, enda upprunatúlkun nánast orðin lög- vernduð sérgrein. Tónn Sigrúnar var enda í þeim algilda stíl sem enn ræður ferð utan téðrar sérgreinar, en opinn og fallegur og laus við þá tilhneigingu til „forseringar" sem stöku sinni hefur mátt greina hjá henni eftir að hún varð strengja- leiðari vestur á Melum. Hin skemmtilega beiting Stravinskys á „þorpsfiðlara“-tvígripum, sem tengir blæ þessa sýndar- barokkverks við rússneska alþýðu- tónlist, kom frábærlega vel fram í lifandi túlkun Sigrúnar. Sjaldan þessu vant gætti nokkurra hnökra í píanóleik Gerrits í fyrstu þáttun- um, sem auk þess enduðu heldur snubbótt, en að öðru leyti var sam- leikur þeirra Sigrúnar allur hinn glæsilegasti, sérstaklega þó í Finale-þættinum, sem iðar af fjör- legum taktskiptum í anda „Dát- ans“ og litríkri tónmálun m.a. há- tíðarkirkjuklukkna. Að sönnu vel- heppnað niðurlag á metnaðarfull- um opnunartónleikum. Ríkarður Ö. Pálsson Flautu- kvartett í Bláu kirkjunni NÆSTU flytjendur í tónleika- röðinni Bláa kirkjan í Seyðis- fjarðarkirkju, annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20.30 eru flautukvartettinn Kristrún H. Bjömsdóttir, Bjöm Davíð Kri- stjánsson, Maria Cederborg og Petrea Óskarsdóttir. Þau flytja tónlist eftir Telemann, Furstenau, Damase, Bozza, Gershwin og Bonneau. Kristrún Bjömsdóttir hóf þverflautunám hjá Skólalúðra- sveit Reykjavíkur og lauk blástrarkennaraprófi vorið 1987. Kristrún kennir nú við Skólahljómsveit Kópavogs. Björn Davíð Kristjánsson hóf þverflautunám í Bamamúsík- skóla Reykjavíkur. Hann lauk blásarakennaraprófi og einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að því loknu hélt hann í framhaldsnám til Am- sterdam. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands og Hljómsveit Islensku óperunnar. Bjöm er tónlistarskólakennari. Maria Cederborg er fædd í Stokkhólmi og lærði hjá Stig Bengtsson. Hún lauk námi frá Tónlistarskólanum í Gautaborg. Maria fluttist til íslands 1991 og hefur kennt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar síðan. Petrea Oskarsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Hún hélt í framhaldsnám til Frakklands og kennir nú við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. HIN þekkta söngkona og fyrrver- andi prófessor, Hertha Töpper- Mixa, afhenti nýlega Landsbóka- safni Islands, Háskólabókasafni, handrit og nótur eftir mann sinn, dr. Franz Mixa, sem lést árið 1994. „Dr. Mixa kom til Islands árið 1929 til þess að sjá um undirbúning tónleikahalds á Alþingishátíðinni 1930, æfa hljómsveit Reykjavíkur, stjórna og kenna. I kjölfarið varð hann hvatamaður þess, að stofnaður var Tónlistarskólinn í Reykjavík og gerðist þá aðalkennari hans næstu átta árin og einn af brautryðjendum tónlistarlífs á íslandi. Hann kvænt- ist íslenskri konu, Katrínu Olafs- dóttur. Sonur þeirra er Ólafur Mixa læknir. Þau slitu samvistir. Árið 1938 varð dr. Franz Mixa skólastjóri tónlistarskólans í Graz í Austurríki. Einnig þar kom hann við sögu íslensks tónlistarlífs þar sem nokkrir nemendur hans komu síðar til starfa hér fyrir hans tilstilli og lögðu tónlist á Islandi dyggilega lið. Mörg verka hans hafa verið flutt hér á landi, m.a. fimmta sinfónían. Víða má þar finna íslensk stef og áhrif. Árið 1987 var frumfluttur á vegum Sinfóníuhljómsveitar Islands hluti af óperunni Fjalla-Eyvindur, sem dr. Mixa tileinkaði íslensku í EDEN í Hveragerði stendur yfir sýning Rebekku Gunnarsdóttur á vatnslitamyndum sem málaðar eru á síðustu tveimur árum. Þetta er 9. þjóðinni. Af því tilefni sæmdi forseti Islands hann stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Franz Mixa lést í Múnchen árið 1994. Til- finningatengsl hans við Island frá hinum frjóu árum uppbyggingar hér voru órofin allt til dauðadags. Aðeins fá af hinum mörgu verkum hans hafa verið til á íslenskum söfn- um. Hertha Töpper-Mixa, sem er mikill íslandsvinur, hefur nú fyrir milligöngu próf. Helmut Neumann, forseta Austurrísk-íslenska félags- ins í Vín, gefið Landsbókasafninu handrit, handritakópíur og nótur eftir tónskáldið. Þar má nefna m.a. „Musik úber Islándische Volksmelodien“ og „Islándische Rhapsodie" fyrii- hljómsveit, ljóð, einn blásarakvartett, kórverk og pí- anóverk. Enn fremur fylgir ná- kvæm skrá yfir öll verk tónskálds- ins og upplýsingar um, hvar þau er að finna. Gjöfinni fylgir brjóstmynd af dr. Mixa eftir Marlene Neu- bauer-Woemer, myndhöggvara í Múnchen. Verður hún afhent Lista- háskóla íslands," segir í fréttatil- kynningu frá Landsbókasafni Is- lands. Hér eftir verða nú verk dr. Franz Mixa aðgengileg íslensku tónlistar- fólki til flutnings. einkasýning Rebekku og fæst hún aðallega við landslag, hús og gamla hluti á þessari sýningu. Sýningin stendur til 30. ágúst. LeSurstígvélin frá mm; komin aftur. Einnig aðrar nýjar vörur. kr. 9.900 Póstsendum samdægurs Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345 TOJVLIST — KirkjuhvoM KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI Mozart: Klarínettkvartett K374f; Atli H. Sveinsson: 4 Jónasarlög; Fauré: Élegie; Poulenc: Fian?ailles pour rire við ljdð Vilmorins; Stravinsky: Itölsk svíta f. fiðlu & píanó. Guðni Franz- son, klarínett; Sigurlaug Eðvaldsddtt- ir, fíðla; Helga Þórarinsdóttir, víóla; ILuc Tooten, selló; Sólrún Bragadótt- ir, sópran; Gerrit Schuil, píanó; Edda Erlendsdóttir, píanó; Sigrún Eðvalds- dóttir, fiðla. Föstudaginn 13. ágúst kl. 21. „KAMMERTÓNLEIKAR á Kirkjubæjarklaustri" heitir fullu nafni tónlistarhátíð sem Edda Er- lendsdóttir og félagar hafa staðið fyrir á hverju sumri undanfarin ár. Hún var haldin í 9. skipti helgina sem leið í félagsheimilinu Kirkju- hvoli, og fóra fyrstu tónleikar af þremur fram á föstudaginn var við ágæta aðsókn. Undirritaður hefur ekki áður hlýtt á tónlist á þessum slóðum, en þó að endurómur hins 40 ára gamla braggalaga salar væri ekki mikill, virtist hljómburðurinn henta kammerflutningi mjög vel, enda bæði skýr og jafn. Guðni Franzson, Sigurlaug Eð- valdsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og belgíski sellistinn Luc Tooten léku fyrsta atriði kvöldsins, Kvar- tett Mozarts fyrir klarínett og strengjatríó í B-dúr K374f, „Op. 79“ eins og stóð án nánari útskýr- inga. Verkið er ekki meðal þekkt- ustu kammerverka meistarans frá Salzburg, og þótt vissulega beri að fagna aukinni tilhneigingu í seinni tíð til að viðra sjaldheyrðari verk, hlýtur um leið að vera bagalegt fyr- ir almenna hlustendur að verða jafnlítils vísari af tónleikaskrá og hér var um t.a.m. aldur og tilurð tónverka. Að þess konar lágmarks- fróðleik ættu áheyrendur að jafnaði að geta gengið vísum, en því miður er hátíðin á Klaustri langt í frá ein um að láta sér slíkt í léttu rámi liggja. Kvartettinn er í meginatriðum elskulegt verk en samt víða krefj- andi, ekki sízt vegna gegnsæs rit- háttar. Hann var í mörgu skemmti- lega leikinn, þó að samspilið virtist, einkum framan af, vel hafa getað grætt á lengri yfirlegu. Hin fallega næturljóðastemmning miðþáttarins komst þó vel til skila, og þó að loka- rondóið hefði mátt taka ögn hress- ar, þrátt fyrir verulegt innviðaflúr, andaði samt fersku af sveitalags- kenndu stefinu og útfærslu þess. Mest mæddi á oft háttliggjandi klarínettröddinni, en hún tókst sem von var ágætlega í færam höndum Guðna, burtséð frá nokkrum hálfstirðum hátíðnitónum. Atli Heimir Sveinsson hitti á gullæð þegar hann samdi lögin sín í stíl við tilurðartíma ljóða Jónasar Hallgrímssonar. Úr liðlega 20 söngva bálki flutti Sólrán Braga- dóttir ásamt Gerrit Schuil, Guðna, Sigurlaugu og Tootens hér 4, Úr Hulduljóðum, Dalvísu, Söknuð og Heylóarvísu. Túlkun hópsins tókst í heild afburðavel, og var t.a.m. yfir Söknuði höfug fágun sem maður minnist ekki að hafa heyrt jafn eð- alborna í fyrri flutningi. Hljóðfæra- kvartettinn var afar samstilltur og söngur Sólránar innlifaður. Hafi sérhljóðaframburður hennar e.t.v. mátt vera heldur framlægari og samhljóðin harðari textans vegna, virtust rödd og túlkun aftur á móti falla allvel að þessum aftursæknu smáperlum Atla. Luc Tootens lék eftir hlé Elegíu Faurés af silkimjúkri tign með Eddu Erlendsdóttur við slag- hörpuna, er fylgdi honum náið og í dýnamískari túlkun en oft heyrist; hvort heldur upp eða niður á við. Að því loknu fluttu þær Sólrún og Edda 6 lög Poulencs úr flokknum Fiangailles pour rire, sennilega frá því laust fyrir seinna stríð, sem gaman hefði verið að fá einhverja prentaða vitneskju um, enda frönskugránar fáir hér og rómönsk söngljóð almennt sjaldheyrðari en frá germanska tungumálasvæðinu. Né heldur var prentuðum söng- textum eða þýðingum til að dreifa, þó að nokkru hafi um bætt að söng- konan kynnti meginatriði ljóðanna munnlega. Edda virtist hér á heimavelli, því allur píanóleikur var í senn tær og flögrandi léttur í anda laganna. Sólrán söng af mik- illi alúð, þrátt fyrir að ljóðrænn gáski Poulencs, sprottinn úr ekta gallískri ,joie de vivre“, hefði ef- laust komið meira sannfærandi út Vatnslitamynd Rebekku Gunnarsdóttur sem sýnir nú í Eden. Rebekka Gunnarsdóttir sýnir í Eden

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.