Morgunblaðið - 17.08.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.08.1999, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sex mánaða rekstraruppgjör Össurar hf. Hagnaður nam 77,2 milljónum ÖSSUR hf. skilaði 77,2 milljóna króna hagnaði eftir reiknaða skatta fyrstu sex mánuði ársins 1999. Rekstrartekjur Össurar á tímabilinu námu 728,4 milljónum króna en voru 1.033,5 milljónir allt árið í fyrra, en þar er vert að hafa í huga að um það bil 60% af tekjum félagsins hafa orðið til á fyrstu sex mánuðum ársins á undangengnum árum. Rekstrargjöld á tímabilinu voru 606,6 milljónir króna. Össur hf. stefnir á skráningu á hlutabréfamarkaði og segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., í fréttatilkynningu að hlutafjárút- boðið sé annars vegar vegna áhuga forráðamanna fyrirtækisins á að fyrirtækið verði almenningshluta- félag og hins vegar vilji þeir sækja fjármagn á hlutabréfamarkað til að nýta ýmis ónýtt tækifæri sem þeir sjá fyrir Össur hf. I tilkynningunni segir að á tíma- bilinu hafi verið sett á markað ný hnéhlíf úr silikonhúðuðu „kevlar“- efni, „iceflex", og hafi fyrstu við- tökur verið mjög góðar þótt of snemmt sé að spá um hvemig vör- unni muni vegna. Segir einnig að sala á öllum vöruflokkum hafi gengið samkvæmt áætlun nema á nýrri og endurbættri útgáfu af fjölliða ökklanum „masterstep" en salan á honum gekk hægar en gert var ráð fyrir. Stefnir á hlutabréfamarkað Félagið varði 46,3 milljónum króna í rannsóknar- og þróunar- starf á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 en Össur hf. gjaldfærir allan markaðskostnað og öll gjöld vegna rannsóknar- og þróunarstarfs. Arðsemi eiginfjár var 83,8% og arðsemi heildarfjármuna 29,3% á tímabilinu, segir í frétta frá Öss- uri. VIÐSKIPTI OSSUR hf. Úr milliuppgjöri janúar-júní 6 mán. 12 mán. Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1999 1998 Rekstrartekjur 728,4 1.033,5 Rekstrargjöld 606,6 881,6 Fjármaqnsqjöld (3.8) (23.0) Hagnaður af reglul. starfsemi f. skatta 118,0 128,9 Reiknaðir skattar (39,8) (40,5) Áhrif dótturfélaqa (1,1) (1.1) Hagnaður tímabilsins 77.2 79,1 - Efnahagsreikningur Miiijónir króna 1999 1998 Breyting | Eignir: \ 30. júní 31.des. Veltufjármunir 519,4 379,2 +37% Fastafjármunir 143,1 135,4 +6% Eignir samtals 662,5 514,6 +21% | Skuidir on eipið fé: | Eigið fé 267,2 183,8 +45% Tekjuskattsskuldbindingar 6,6 6,3 +5% Langtímaskuldir 174,8 181,7 -4% Skammtímaskuldir 213,1 143,1 +49% Skuldir alls 387,9 324,7 +19% Skuldir og eigið fé samtals 662,5 514,6 +29% Sjóðstreymi Milljónir króna 1999 1998 Veltufé frá rekstri 97,3 117,8 -17% ( “ Ríkísvixlarí markflokkiim í dagkl. ii:oo munfaraframútboð áríkisvíxlunihjáLánasýsluríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins i helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verða eftirfarandi rilásvíxlar: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Aætíaðhámark tekinna tilboða* RV99-1117 17. nóvember 1999 3 mánuðir O 3.ooo RV00-0217 17. febrúar 2000 6 mánuðir 0 1.000 RV00-0817 17. ágúst 2000 12 mánuðir 0 1.000 * Milljónirkróna. Markflokkar ríldsvíxla Millj.kr. Staða ríkisvíxla 16. ágúst 14.130 milljónir. Áætluð hámarksstærð ogsala 17. ágúst 1999. Söl ufjri rkom ula£: Ríkisvixlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvixJa að þvi tilskyldu að lágmarksfj árhæð tilboðsins sé ekki lægri en 2,0 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lifeyrissjóðum og tiyggingafélögum er hcimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. öll tilboð í rílásvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu rílásins fyrir kl. ii:oo, í dag, þriðjudaginn 17. ágúst 1999. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 56? 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð* Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíði: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is Landsbréf Verulega aukinn hagnaður VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Landsbréf hefur sent frá sér af- komutölur fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Landsbréf er alfarið í eigu Landsbankans og heyrir und- ir sjóðasvið hans. Rekstrarhagnað- ur fyrirtækisins nam 44,4 milljón- um króna fyrir skatta en 27,8 millj- ónum eftir skatta. Til samanburðar var afkoman fyrstu sex mánuði ársins 1998 2,3 milljónir króna eftir skatta og allt árið 1998 nam hagn- aður Landsbréfa 14,8 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár fyrstu sex mánuði ársins var 18%, miðað við 1,6% á sama tíma í fyrra. Meginstarfsemi Landsbréfa er á sviði eignastýringar og verðbréfa- viðskipta einstaklinga eftir að starfsemin breyttist í byrjun árs 1998 og hluti hennar færðist á önn- ur svið innan Landsbankasam- stæðunnar. Landsbréf og banda- ríska fyrirtækið Web Street Securities hófu samstarf í apríl og tengdist þá Kauphöll Landsbréfa fjármálamarkaði á Wall Street. Sigurður Atli Jónsson, forstöðu- maður eignastýringar hjá Lands- bréfum, segir afkomuna langt um- fram væntingar. „Breytingarnar í byrjun árs 1998 höfðu mikil áhrif á rekstrarumhverfi okkar en aðlögun að nýrri starfsemi hefur gengið hraðar en við reiknuðum með. Árið í fyrra var erfitt vegna breyting- anna og við áttum von á sambæri- legu gengi í ár en þetta er mun betra en okkar væntingar stóðu til. Góð afkoma skýrist af góðri liðs- heild sem nær mjög vel saman.“ Sigurður segir Landsbréf í miklum vexti á öllum sviðum og slíkur vöxt- ur útheimti meiri kostnað en tekjur til skamms tíma. ------------ Námskeið fyrir þátttakendur í vörusýningum ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands mun standa íyrir námskeiðum í ágúst íyrir þátttakendur í Islensku sjávarútvegssýningunni og öðrum vörusýningum, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Útflutnings- ráði. Jón Þorvaldsson, ráðgjafi og framkvæmdastjóri kynningarfyrir- tækisins Eflis, verður leiðbeinandi á námskeiðunum og í tilkynning- unni segir hann eitt af meginmark- miðunum „að dýpka skilning fólks á eðli vörusýninga og búa starfs- menn og stjórnendur sem best undir þátttöku í þeim“. Einnig kemur fram að vörusýningar séu ekki skyndilausn á markaðssetn- ingu fyrirtækja heldur hluti af stærri heild. Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 1 Vestmannaeyjum 17. ágúst, á ísafirði 19. ágúst, í Reykjavík 23. ágúst, á Akureyri 24. ágúst og á Egilsstöðum 26. ágúst. Þátttökutilkynningar berist til at- vinnuráðgjafa á viðkomandi stöð- um. w jarðpCöntustöðin □ÚÓTjÖCXDO Ymis tilboð í hverri viku. OpiA alla daga frá M. 10 til 19 Slmi 483 4840
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.