Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 29 Morðalda í Alsír MÚSLÍMSKIR uppreisnar- menn drápu tuttugu og níu manns á hrottafenginn hátt í suðausturhluta Alsír á sunnu- daginn. Er þetta skæðasta morðaldan síðan Abdelaziz Bouteflika var kosinn forseti landsins fyrir um fimm mán- uðum, en hann hafði lofað frið- sællri tímum í hinu ofbeldis- hrjáða landi. Ignatz Bubis látinn FYRRVERANDI forseti að- alsamtaka gyðinga í Þýska- landi Ignatz Bubis, lést síð- astliðinn föstudag úr beinkrabba í Frankfurt. Hann var jarðsettur að eigin ósk í Tel Aviv í Israel þar sem hann er sagður hafa óttast að þýskir nýnasistar kynnu eyðileggja grafreitinn. Þýsk dagblöð hörmuðu ákvörðun Bubis en sögðu hana ekki úr lausu lofti gripna þar sem gröf fyrir- rennara hans, Heinz Galinski, var eyðilögð af nýnasistum í Berlín í fyrra. Dauðsfall í Lysefirði ÞRÍTUGUR fallhlífar- stökkvari frá Rússlandi lést á sunnudag eftir stökk frá Kjerag-klettaþilinu í Lysefirði í Noregi. Fyrir aðeins tveimur vikum lést Norðmaður við sömu iðju á sama stað, en klettabeltið í Lysefirði er vin- sæll áfangastaður áhugamanna um fallhlífarstökk. Rússinn skall á klettavegginn um sjötíu metra yfir haffletinum og er það talið vera dánarorsökin. Of feitur fyrir Air France FERÐAMÁLARÁÐHERRA Frakkiands hefur sent flugfé- laginu Air France áminningu fyrir að meina mongólíta að- gang að millilandaflugi án sér- staks leyfis læknis. Eins á fé- lagið von á kæru manns er þjá- ist af offitu, en reyndi það að krefja hann um greiðslu tveggja sæta í flugi frá París til Kína. Beðið eftir réttarhöldum ÞJÓÐVERJINN Helmut Hofer, sem á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að njóta kynmaka við 26 ára gamla íranska stúlku, þarf enn að bíða réttarhalda þar til hinn 29. september næstkomandi. Réttarhöldin í september eru þau þriðju í máli Hofers þar sem dauðarefsingu yfir honum hefur í tvígang verið áfrýjað af íranska dómsmálaráðuneytinu og hæstarétti. Þýsk stjórnvöld hafa varað írönsk yfirvöld við; verði Hofer dæmdur til dauða muni það hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir öll samskipti ríkjanna. Evrópusambandið varar við neyslu franskra kjötafurða Skólp í framleiðslu dýrafóðurs FRANSKIR bændur urðu um helgina gripnir ótta um sinn hag, eftir að framkvæmdastjórn ESB varaði opinberlega við frönskum landbúnaðarafurðum, einkum svína- og fuglakjöti. Leikur sterk- ur grunur á að frárennsli frá rot- þróm, endurnýtt vatn frá iðnfyrir- tækjum og vökvi úr dýrahræjum hafi verið notað við framleiðslu dýrafóðurs. Þýski rannsóknarfréttaþátturinn Monitor, sendi síðastliðinn fimmtu- dag út írétt um sýkt dýrafóður í Frakklandi. Vitnaði hann í upp- ljóstranir franska vikublaðsins Canard Enchainé, sem birtar voru í júní síðastliðnum. Heimildir blaðsins byggðust á skýrslu franskrar eftirlitsskrifstofu en greinin virðist ekki hafa náð at- hygli franskra eða evrópskra yfir- valda. Mikið fár greip um sig meðal þýskra stórkaupmanna, sem í gær fjarlægðu alls ellefu þúsund tonn af frönskum kjötafurðum úr hillum verslana sinna. Brot á lögum ESB Framkvæmdastjóm ESB sendi í kjölfarið frönskum heilbrigðisyfir- völdum tilskipun um að öllum af- urðum írá bóndabýlum er gætu hafa notað mengað fóður verði eytt. Guy Legres, sem fer með stjórn landbúnaðarmála innan fram- kvæmdastjórnarinnar, krafðist þess jafnframt að frönsk yfirvöld skyldu hlíta lögum ESB um bann við notkun skólps við framleiðslu dýrafóðurs frá árinu 1991. Uppljóstranir þessar þykja ekki líklegar til að auka traust evr- ópskra neytenda á matvælaiðnaði og landbúnaði í álfunni, sem beðið hefur mikinn hnekki á undanförn- um árum, nú síðast vegna díoxíon- mengunar í fuglakjöti og öðrum landbúnaðarafurðum í Belgíu fyrr í sumar. notoðo bflo Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. Hyundai Accent 1500, 5g., 5d., silfururár. ek. 45 þ.km. SBj& Hyundai H-1 Starex, árg. 99, diesel, 5g., 4d., grænn, ek. 1 þ.km. - Renault Clio RT, árg. 97, 1400, ssk. 5d., dökkgrænn, ek. 13 þ.km. Veró 980 þús, Range Rover HSE, árg. 96, 4600, ssk., 5d., mosagrænn, ek. 59 þ.km Ford LTD Crown Victoria, árg. 89, 5000, ssk., 4d., grár./ Hyundai Atos, - árg. 98, 1000, ssk., 5d., rauður, ek. 5 þ.km. 7 stjörnu bíll. VerÓ 950 þús GMC Jimmy SLS, árg. 96, 4300 vortec, ssk., 5d., rauður., ek. 46m þ.km. VWGolfGL, árg. 95, 1400, 5g., 5d., silfurgrár, ek. 83 þ.km. m Veró 550 þús. Land Rover Discovery, árg. 98, V8-3900, ssk., 5d., blár, ek. 10 þ.km. Fiat Marea Weekend, árg. 98, 2000, 5g., 5d. grár, ek. 24 þ. knj Toyota Carina II, árg. 91, 1600, ssk. 4d., rauður, ek. 58 þ.km. Hyundai Coupé, árg. 98, 1600, ssk., 2d., rauður, ek. 15 þ.km. Leðurinnrétting. 7 stjörnu bíll. Grjóthálsi 1, sfmi 575 1230 notaóir bilar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.