Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 43 MINNINGAR GUÐNI V. BJÖRNSSON + Guðni Vilberg Björnsson fædd- ist í Hafnarfirði 11. október 1921. Hann lést á Landakots- spítala að kvöldi 10. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jó- hannsson, f. 25. mars 1889 í Hafnar- fírði, d. 3. okt. 1942 af slysförum, og Guðný Jónsdóttir, f. 10. okt. 1890, d. 27. maí 1977. Systkini Guðna voru Ólafía Vilborg, f. 1. jan. 1914, d. 29. júní 1985, og Jóhann, f. 4. okt. 1915, d. l.júní 1989. Hinn 19. des. 1947 kvæntist Guðni Hallbjörgu Gunnarsdótt- ur, f. 21. júní 1928. Foreldrar hennar voru Gunnar Ásgeirsson og Margrét Björnsdóttir. Guðni og Hallbjörg eignuðust sjö börn. Þau eru 1) Drengur, óskírður, f. 3. ágúst 1947, dó sama dag. 2) Björn, f. 19. nóv. 1948, maki Steinunn Ólafsdótt- ir og eiga þau fjög- ur börn. 3) Gunnar, f. 15. mars 1951, maki Guðrún Tryggvadóttir og eiga þau tvo syni. 4) Guðjón, f. 3. ágúst 1954, maki Hafdís Ólafsdóttir og eiga þau fjögur börn. 5) Grétar, f. 24. jan. 1959, maki Edda Arinbjarnardóttir og eiga þau þrjár dætur. 6) Guðni, f. 24. aprfl 1962, maki Jenný Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. 7) María Jóna, f. 18. júní 1970, maki Hallgrímur Smári Þorvaldsson og eiga þáu þijú börn. Barnabarnabörnin eru þijú. Guðni starfaði sem vörubif- reiðarstjóri í Hafnarfirði í rúm 50 ár. títför Guðna fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég var lítil fékk ég oft að sitja í hjá þér í vinnunni. Oft fórum við í Grindavík að sækja fisk og stundum í Þorlákshöfn. Alltaf áttirðu gult Wrigleys-tyggjó og minnir lyktin af því mig ennþá á þig. Vindillinn var líka yfirleitt á sínum stað. Mikið er búið að vera erfitt að horfa á þig fara svona, þú svona lík- amlega hress en þá gefur höfuðið sig. Hátt í tíu ár eru síðan fyrst fór að bera á að þú gleymdir hinu og þessu, sem manni fannst þú ættir að muna. Þú sem vörubílstjóri keyrðir fyrir mörg fyrirtæki en allt í einu mundir þú ekki hvar þau voru stað- sett. Stundum komstu heim og sótt- ir mömmu sem fór þá með þér og sýndi þér og skildirðu þá ekkert í vitleysunni í þér að muna þetta ekki. Síðastliðið ■ ár hefur þér hrakað hratt. Síðasta haust fórstu í dagvist- un í Hlíðarbæ. Þar undirðu þér vel fyrst í stað en þegar það var ekki orðið nóg fórstu á Landakotsspítala, fyrst í hvíldarinnlögn í maí í tæpar þrjár vikur og svo alveg í byrjun júní. Mamma fór til þín á hverjum degi, gekk með þér fram og til baka um ganginn og stundum út ef veður leyfði og þú hafðir heilsu til. I lok júlí versnaði þér mikið, þú lást alveg fyrir og svafst. Síðustu þijá fjóra dagana varstu alveg út úr heiminum og sofnaðir loks svefninum langa þriðjudagskvöldið 10. ágúst. Mamma var hjá þér allan sólar- hringinn síðustu vikuna. Starfsfólkið á deild 1. L. á Landa- koti fær þakkir fyi'ir frábæra um- önnun og það vildi líka allt fyrir okk- ur gera. Starfsfólkið í Hlíðarbæ fær líka þakkir fyrir frábæra umönnun. Elsku mamma, Guð styrki þig og okkur öll í sorginni. Þín María Jóna. Elsku tengdapabbi. Nú þegar ég sest niður og hugsa til þín rifjast margt upp frá okkar fyrstu kynnum fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég fór að vera með Birni þínum. Þú, þessi stóri og stæðilegi maður, vinnusamur með eindæmum. Eg held að ég geti fullyrt það að fjöl- skyldan og vöi-ubíllinn voru þér allt. Ef ekki var vinna þá þurfti að dytta að bílnum. Ekki taldir þú það eftir þér að rétta okkur hjálparhönd sem fólst yfirleitt í því að keyra þetta eða hitt fyrir okkur. Þegar við byggðum húsið okkar sást þú um allt sem vörubíl þurfti til og kunnum við vel að meta. Elsku tengdapabbi, einnig vil ég þakka þér væntumþykju þína til barnanna okkar allra. Hann afi gat nú verið svolítið stríðinn líka en blíð- ur var hann við þau og okkur öll. Erfitt þótti okkur öllum að horfa upp á þennan sjúkdóm taka svona af þér völdin, en við því er ekkert að gera. Um leið og ég kveð þig hinstu kveðju, Guðni minn, bið ég góðan Guð að vaka yfir tengdamömmu. Steinunn. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okk- ur og öðlast hvíld og ró. Mörg lýs- ingarorð koma upp í huga okkar þegar við hugsum um afa. Hann var stór og hraustur maður, vinhusam- ur, barngóður, stríðinn og umfram allt skemmtilegur. Við vorum svo lánsamar að búa í sömu götu og amma og afi, og höfð- um við því góð tækifæri að skreppa til þeirra. Oftar en ekki var okkur boðið með í bíltúra, t.d um Reykja- nesið, til Reykjavíkur að kaupa ís, niður á höfn að skoða skipin, einnig fórum við ósjaldan í berjamó á haustin. Afi var alltaf með derhúfu eða hatt á höfði, börnum til mikillar gleði, því þeim þótti mjög gaman að prófa þær eða til þess að nota í leiki. Afi gekk á tímabili undir nafninu „afi Hino“ á okkar heimili og var það eldri bróðir okkar og alnafni afa, sem byrjaði snemma sem barn á því að tengja vörubílinn og afa saman. Á okkar yngri árum voru tveir at- burðir fastir liðir sem tengdu böm afa og ömmu og fjölskyldna þeirra saman. Annai-s vegar voru það ár- legar ferðir upp í kartöflugarð þar sem deginum var eytt í vinnu og nesti borðað saman úti í náttúrunni. Minningarnar úr þessum ferðum eru ljúfai-, t.d drösluðumst við í „boddýinu" sem notað var sem geymsla, gáfum hestum og kindum gras, prfluðum upp á vörubílnum, reyndum að hugsa um litlu garðana okkar og yfirleitt eyddum við meiri tíma í að spyija hvenær nestið yrði borðað en að aðstoða fullorðna fólkið við vinnuna. Hins vegar voru það veiðiferðirnar sem urðu margar, t.d. í Hlíðai'vatn, þar sem ungir sem aldnir léku sér í sandinum, fóru í gönguferðir og síðast en ekki síst stunduðu veiðar. í einni slíkri ferð taldi önnur okkar (Helga) sig hafa veitt stóran fisk, en þegar hún fór að draga inn reyndist það bara vera afi. Eftir því sem fjölskyldan stækkaði nímuðu veiðihúsin okkur ekki eins vel og lögðust þessar ferðir því nið- ur. Elsku afi, það er okkur bæði ljúft og skylt sem elstu barnabörn að þakka þér fyrir samfylgdina í gegn- um árin með þessum minningabrot- um. Við biðjum góðan Guð að gæta ömmu og veita henni stuðning á þessum tímamótum, sem og börnum þeirra og fjölskyldum. Blessuð sé minning afa. Guðrún Margrét og Helga Dögg Björnsdætur. Elsku afi. Takk íyrir allar göngu- ferðirnar. Gott að þú gast aðeins haldið á Þóru litlu. Nú vitum við að þér líður vel uppi hjá Guði. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Bebba amma, Guð styrki þig í sorginni. Halla Björg, Stefán Grétar og Þóra Margrét. JÓNA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR + Jóna Kristín Jónasdóttir fæddist á Kleifum í Skutulsfirði 19. júlí 1929 og ólst hún þar upp til níu ára aldurs en þá fluttist hún í Hnífsdal. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 9. ágúst síðastliðinn. Jóna var þriðja í röðinni af fimm börnum hjónanna Ólafar Sigríðar Magnús- dóttur, f. 11.7. 1902, d. 25.10. 1997, frá Kleifum, og Jónasar Þórðarsonar, f. 5.1. 1896, d. 5.1. 1965, frá Vogum, Vatns- Ieysu. Systkini hennar voru Jenney Sigrún, f. 16.7. 1926, d. 3.2. 1989, Hulda Maggey Soffía, f. 19.8. 1927, d. 11.10. 1996, Guðrún Þórhildur Björg, f. 26.6. 1930, d. 7.6. 1999, Guð- mundur Stefán Mildenberg, f. 5.12. 1931, d. 31.12. 1992. Upp- eldisbróðir Jónu er Magnús Bjarni Guðmundsson, f. 29.11. 1944, kvæntur Margréti Þor- steinsdóttur. Jóna giftist 17.4. 1954 Elíasi Jóni Dagbjartssyni, f. 12. des- ember 1925, d. 22. febrúar 1995, frá Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði. Hann var sonur Þórunnar Bogadóttur, f. 27.2. 1894, d. 5.3. 1944, frá Hringsdal í Ket- ildölum, og Dag- bjarts Elíassonar, f. 27.7. 1890, d. 31.8. 1978, frá típpsölum í Selárdal í sömu sveit. Jóna Kristín og Elías Jón bjuggu á Brúarflöt í Garða- bæ og börn þeirra eru: 1) Dagbjartur Þórir, f. 21.10. 1954, d. 24.4. 1958. 2) Sigurður Jónas, f. 5.6. 1956, kvæntur Guðbjörgu Guð- mundsdóttur. Þeirra börn eru Anton Örn og Elías Viljar. 3) Kristinn Þór, f. 18.6. 1962, ókvæntur og barnlaus. 4) Elín Dóra, f. 17.12. 1963, áður gift Karli Gissurarsyni. Þeirra börn eru Arnar Freyr og Dagbjört Elísa. 5) Linda Björk, f. 9.4. 1967, í sambúð með Hauki Valdimarssyni. Þau eiga tvær dætur, Jónu Kristínu og Hildi Sif. títför Jónu Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 16. ágúst, og hefst athöfnin klukk- an 15. Elsku mamma. Þá er komið að því, kveðjustundin upp runnin löngu fyrr en við höfðum áætlað. Þú varst stoð og stytta okkar allra og ávallt áttirðu ráð við hverju því sem á borð var borið fyrir þig. Þessi brottför þín er þó langt fyrir tímann þvi svo margt var enn ósagt og ógert. Þú hafðir talað um að vera viðstödd all- ar fermingar barnabarna þinna, en við vitum, elsku mamma, að þó af því geti ekki orðið þá verður þú þar stödd ásamt pabba og Dagbjarti bróður og fleirum í huga okkar. Sl. ár hafa veríð þér mikil þolraun, elsku mamma, og þú verið okkur mikil fyrirmynd með öllum þeim styi’k og krafti sem þú hefur sýnt. Þú misstir pabba eftir erfið veikindi, stuttu seinna fór amma og einnig fjögur systkini þín á þessum tíma. Á sama tíma hefur velferð annaira alltaf skipt meira máli í þínu lífi en þín eigin og er það okkur hvatning til þess að reyna að gera slíkt hið sama. Framundan var tími upprifj- unar og tími uppbyggingar. Elsku mamma, við vitum að þú vildir ekki að haldin yrði lofræða um þig eftir þinn dag, en samt, í okkar huga varst þú alveg einstök, stöðugt full af kærleik og tilbúin til þess að veita okkur allt það sem við þurftum á að halda hverju sinni og fyrir það eram við að eilífu þakklát. Að lokum, elsku mamma, amma og ammamamma, við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér og við munum minnast þín eins og þú varst, sterk og sú sem stöðugt hélt fjölskyldunni saman. Án þín væram við sundrað. Með blómum og börnum hve oft við sátum, brosið þitt ávallt bjarta. Þar úti í gróðurhúsi í þögn jafnt sem látum þú lifir í okkar hjarta. (Sólveig Kristj.) Guð geymi þig. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jóna lét ekki mikið yfir sér en þó var hún mikil kona. Ég kynntist henni á þeim langa tíma sem hún starfaði með móður minni í leikskól- um Garðabæjar, síðustu 11 árin sem matráðskona á Kirkjubóli. Starfs- vettvangurinn hæfði á vissan hátt lunderni Jónu, því með hugulsamri matargerð sinni gat hún hlynnt að mörgum í einu, bæði börnum og full- orðnum. Þessi gjöfula kona var ávallt reiðubúin að umvefja þá sem á þurftu að halda hlýju sinni, ást og umhyggju og hafði þá sjaldnast mörg orð um heldur lét verkin tala. Ekki svo að skilja að Jónu hafi alltaf skort orð, þvi stundum kjaftaði á henni hver tuska. Þá hló hún smit- andi hlátri sínum og vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Oft var hún ákaf- ur gleðigjafi, félagslynd og höfðingi í sér. Hún gaf mikið og erfiðaði auk þess myrkranna á milli, heiman og heima, enda stundum mjög þreytt. Hún hafði því þörf fyrir einvera til að endurnýja orku sína, varð inn á milli fálát og vildi vera látin í friði. Eitt sumar vann ég með Jónu í eld- húsinu á Kirkjubóli á hverjum degi og spönnuðu umræðuefnin þá ólík- ustu svið, allt frá kjötbollugerð til kvensköranga í eddukvæðum. Ég var á kafi í íslenskunámi og við Jónu var hægt að ræða um allt milli him- ins og jarðar enda hefði hún eflaust blómstrað í háskóla. Hún var ekki skaplaus, heldur hress, ákveðin, hispurslaus og lá ekki á skoðunum sínum, en það er heldur ekkert gam- an að fólki sem aldrei þorir að hafa skoðun. Jóna var hin mesta pæja, gat skyndilega tekið upp á því að kasta vinnufötunum og koma svíf- andi í blómakjól, á háhæluðum skóm og með hatt á höfði, lifandi sönnun þess að unga stúlkan lifir í konunni fram eftir öllu, á hvaða aldri sem hún er. I Jónu bjuggu listrænir hæfileik- ar sem meðal annars fengu útrás í fögrum skreytingum sem hún bjó til úr þeim efnum sem hendi vora næst hverju sinni. Þeir voru ófáir sem óvænt fengu send slík listaverk ásamt öðra góðgæti sem ætlað var að gleðja. Sjálf var Jóna afar hógvær og átti til að fussa við hrósyrðum og þökkum. Hann Elli hennar var hins vegar hreykinn af hæfileikum konu sinnar og talaði um það í eitt þeirra mörgu skipta sem hann hjálpaði mér að bera alla bókakassana mína, - á tímabilinu þegar ég var alltaf að flytja. Þennan ástkæra lífsfóranaut sinn missti Jóna eftir 50 ára hjóna- band. Hún bar harm sinn í hljóði en sorgin yfir fráhvarfi svo náins ást- vinar hverfur aldrei. Jóna var sann- ur kvenskörangur fram í dauðann, - sterk og stórlynd, - og fær nú eftir tæplega fimm ára aðskilnað að sam- einast Ella sínum aftur. Við Jökull bróðir minn eigum fáa ættingja hér á landi en Jóna gekk okkur að sumu leyti í ömmu stað. Hún hlúði að tveimur viðkvæmum sálum á æsku- og unglingsáranum og veitti margháttaðri gleði inn í líf okkar síðar. Þú varst okkur kær, góða Jóna. Við minnumst þín með hlýhug og þakklæti. Jóna og Elli áttu fjögur börn, tengdaböm og all- nokkur bamabörn sem þau vora ákaflega stolt af. Dóra, Linda, Sig- urður og Kristinn hafa nú á nokkram áram misst báða foreldra sína. Ég sendi þeim og fjölskyldum þeirra mínar fegurstu hugsanir og dýpstu samúð. Rúna K. Tetzschner. LEGSTEINAR hþ Qraníf ' HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR HEIMASÍÐA: www.granit.is SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.