Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sendiherra Breta á Islandi heim- sækir Norðurland JIM McCulloch, sendiherra Breta á ís- landi, hefur þessa dagana verið í árlegri heimsókn sinni um Norðurland og síðast- liðið fimmtudagskvöld hélt hann móttöku á Fosshóteli KEA. í heimsókn sinni fór sendiherrann m.a. til Húsavíkur þar sem hann fór um borð í fyrrum varðskipið Þór, sem nú gegnir hlutverki safns og veitingastaðar. Einnig fór hann í hvala- skoðun og hann endaði heimsóknina í Þórshöfn, en kom þó við á Hvammstanga á leiðinni suður yfir heiðar. Morgun- blaðið hitti McCuIloch á Akureyri þar sem hann var að undirbúa móttökuna seinna um kvöldið. Ánægjuleg heimsókn „Það er árlegur viðburður að ég heimsæki Norðurland til að kynnast starfsemi sem hér fer fram og auglýsa tilveru og starfshætti sendiráðs Breta í Reykjavík. Norðlendingar eiga ekki allir leið til Reykjavíkur á hveijum degi og því verðum við að bregða undir okkur betri fætinum. Þetta er eins og með Múhameð og ljallið forðum daga ,“ sagði McCuIloch. Hann sagði að sér þætti ávallt ánægjulegt að koma norður og gott fannst honum að hlutirnir tækju ekki of miklum breytingum á milli ára. „Auðvitað breytist margt hér eins og annars staðar í áranna rás en mér finnst ánægjulegt að t.d. hér á Akureyri lifir hefðin góðu lífi,“ sagði McCuIloch. Heimsókn McCuIlochs hófst á þriðju- daginn eftir að hann hafði verið viðstaddur vígslu minnisvarða um breska hermenn á Selfossi. Hann hitti bæjar- stjóra Akureyrar á miðvikudagsmorgni en hélt að því búnu til Húsavíkur þar sem hann fór í hvalaskoðun og brá sér um borð í Þór. Sá togvíraklippurnar frægu „Ég er ákaflega hrifínn af hvala- skoðunarferðum og fínnst gaman að sjá hvað þær ferðir njóta orðið mikilla vin- sælda hjá erlendum ferðamönnum. Þeg- ar ég fór í fyrsta skipti fyrir þremur ár- um voru mun færri en í dag, fjöldi gesta hefur margfaldast," sagði McCulloch. Hann var einnig hrifínn af heimsókn sinni í varðskipið Þór. „Það var skemmti- legt að sjá togvíraklippurnar frægu sem Morgunblaðið/Pétur Jónasson Jim McCulloch, sendiherra Breta, og eiginkona hans hlýða á leiðsögn Ásbjarnar Björgvinssonar um Ilvalamiðstöðina á Húsavík. notaðar voru gegn Bretum í þorskastríð- inu. Einnig mátti sjá blaðaúrklippur frá því í þorskastríðinu og skopmyndir hanga þarna á veggjunum. Ég ætla að reyna að útvega blaðaúrklippur um þorskastríðið frá Grimsby og Hull svo að fólk geti séð hvaða augum Bretar litu þessa rimmu á milli þjóðanna," sagði McCulloch. Eins og áður segir kom McCulloch við á Hvammstanga á leiðinni til Reykjavík- ur. Þar hitti hann fyrir hóp breskra ung- menna sem vann að umhverfisverkefni. „Þetta eru samtök sem hafa komið til ís- lands einu sinni á ári til að vinna að margs konar þrifum á umhverfínu, hér og þar á íslandi," sagði McCulloch að lokum. Kennsla að hefjast í fram- haldsskólum NÚ LÍÐUR senn að því að fram- haldsskólar um land allt taki til starfa að nýju eftir sumarleyfi. I Verkmenntaskólanum á Akureyri hefst kennsla samkvæmt stundar- skrá 23. ágúst næstkomandi og í Menntaskólanum á Akureyri hefst kennsla hinn 15. september næst- komandi. Samanlagður nemenda- fjöldi þessara skóla er um 1600 nemendur í dagskóla. Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sagði að um 590 nemendur yrðu við skólann í vetur og eru þeir heldur færri en áður. Hins vegar eru nýnemar um 185 talsins og hafa þeir yfirleitt ekki verið fleiri en 180. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði að fjöldi nemenda í dagskóla skriði yfir þúsundið en endanleg tala væri enn ekki Ijós. Að sögn Hjalta er þetta svipaður fjöldi og var á síðasta ári. Morgunblaðið/Kristján Aðgerðaáætlun fyrir Eyþing lögð fram á aðalfundi í Grímsey Byggðamálin verða ofar- lega á baugi AÐALFUNDUR Eyþings, sam- bands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verður haldinn fimmtudaginn 19. ágúst og föstu- daginn 20. ágúst nk. og verður að þessu sinni haldinn í félagsheimilinu Múla í Grímsey. Um 50 fulltrúar sitja aðalfundinn en ráðgert er að um 60-70 manns heimsæki eyjuna í tengslum við fundinn. Pétur Þór Jónasson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, sagði að fyrir utan hefðbundin aðalfundar- störf, verði byggðamálin ofarlega á baugi. „Meginmálið er þessi að- gerðaáætlun fyrir Eyþing, sem er verkefni sem við fengum Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akureyri til að vinna. Það verkefni er unnið á grundvelli þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum og samþykkt var á Alþingi í vor.“ Pétur Þór sagði að stjórn Eyþings myndi leggja Að- gerðaáætlunina fyrir aðalfundinn í Grímsey, þar verði farið í gegnum skýrsluna og reynt að forgangsraða verkefnum. „Við munum reyna að draga það fram sem er brýnast á okkar svæði og þá að skapa þrýst- ing á þá hluti.“ Ingi Rúnar Eðvarðsson dósent við HA mun kynna aðgerðaáætlun- ina á fímmtudaginn en auk þess munu þrír aðrir gestir ávarpa sam- komuna. Bjarki Jóhannesson, for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, mun kynna aðgerðir í byggðamálum á nýrri öld. Bjami Kristinsson, framkvæmdastjóri Reksturs og ráðgjafar Norðurlands, mun fjalla um upplýsingatækni og byggðamál og Þorvaldur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSÁ mun fjalla um sveitarfélögin og landshlutasamtökin í breyttu um- hverfi. Pétur Þór sagði að mikið hafí ver- ið rætt um alls kyns möguleika í fjarvinnslu og upplýsingatækni út um land og þá skipti engu máli hvar menn eru staðsettir. „Þegar menn hafa svo komist í kynni við raun- veruleikann hafa þeir uppgvötað að þar eru ýmsir flöskuhálsar og ekki allt sem sýnist, fyrir utan að kostnaðurinn er allur annar ef menn eru staðsettir úti á landi. Bjami Kristjánsson hefur verið að skoða þetta mál sérstaklega og við fengum hann til að koma með inn- legg um þetta mál.“ Þorvaldur fjallar um einstaka landshlutasamtök í breyttu um- hverfi og þá með tilliti til breytinga á kjördæmaskipan, auk þess sem fyrir fundinn verður lögð sam- starfsáætlun milli Eyþings og SSA. Pétur Þór sagði að forsvarsmenn samtakanna hafí rætt saman og vilji taka strax upp formlegt samstarf. Jafnframt verði farið strax í að vinna að sameiginlegum málum og horfa á þetta sem eitt svæði. Einhverjir gista í fellihýsum Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri og formaður Eyþings, setur aðalfundinn kl. 15.00 á fimmtudag en áætluð fundarslit eru kl. 17.30 á föstudag. Þingfulltrú- ar og gestir verða fluttir til Gríms- eyjar sjóleiðina með Sæfara og þeir munu gista á gistiheimimili staðar- ins, í heimahúsum og í svefn- pokaplássi í félagsheimilinu. Þá er ljóst að einhverjir þeirra verða að gista í hjólhýsum og fellihýsum sem flutt verða frá Dalvík til Grímseyjar. „Það verður vonandi gott í sjóinn á leiðinni út í eyju, því annars er hætta á að menn verði sjóveikir. Þá er þetta bara sport fyrir fólk að búa í tjaldbúðum við sundlaugina.“ Ekki er GSM-samband í Grímsey og því er ekki hætta á að síminn verði urr- andi á menn á meðan fundað er og taldi Pétur Þór það hið besta mál. s Aminning til öku- manna mál- uð á veginn STARFSFÓLK Vinnuskólans í Dalvíkurbyggð, þau Guðrún Björgvinsdóttir yfirflokkssljóri og Ágúst Guðmundsson flokk- sljóri, voru að mála tölustafinn 50 á Ólafsfjarðarveg, skammt norðan Dalvíkurbyggðar, er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í vikunni. Með þessum framkvæmdum er verið að minna ökumenn sem eru að koma frá Ólafsfírði til Dalvíkur á að hægja ferðina niður í 50 km á klst. áður en þeir aka inn í bæinn. _ Þeim Guðrúnu og Ágústi til halds og trausts var Felix Jósafatsson varðstjóri í lög- reglunni í Dalvíkurbyggð, sem var þó á frívakt og hafði þeim tekist að setja málningu á skóinn hans. Utan vegar sátu þær Elsa Hlín og nýbúinn Vlora. Felix sagði þetta sameiginlegt verkefni Dal- víkurbyggðar, Vegagerðar- innar og lögreglu og væri áminnig fyrir ökumenn um að draga úr hraðanum. Hann sagði að einnig væri stefnt að því að setja hraðatakmark- andi strikamerkingar á vegi- nn, líkt og sést víða, m.a. framan við Jólahúsið í Eyja- ijarðarsveit. ------------ Söngvaka SÖNGVAKA verður haldin í Minjasafnskirkjunni í kvöld, 17. ágúst. Þar munu Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjart- arson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu í tónum og tali. Söngvakan hefst kl. 21 og miðaverð er 700 kr. Innifalið í miðaverðinu er aðgangur að Minjasafninu sem er opið alla daga kl. 11-17 og og einnig þriðjudags- og fímmtu- dagskvöld kl. 20-23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.