Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 18
°Í8 ÞRIÐJUDAGtJR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Lionsmenn hreinsa / Irskrabrunn Hcllissandi - Lionsklúbbur Nes- þinga hefur alla tíð látið sig um- hverfismál í gamla Neshreppi miklu skipta. Þannig hefur hann komið upp útsýnisskifu, minnis- merkjum, hreinsað upp gamlar mannvistarleifar, lagfært fornar göngugötur og sett brýr á ár og læki til að gera þessar gömlu göt- ur aðgengilegri. Fyrir 10 árum grófu félagarnir upp svonefndan Irskrabrunn skammt norðan Gufu- skála. Brunnurinn hafði verið týndur í allmörg ár þar sem fok- sandur hafði gjörsamlega fyllt hann. Irskrabrunnur er mjög forn og hefur verið snyrtilega hlaðinn í upphafí ofaná jarðfall. Á fjöru sit- ur í honum sjór en á flóði fyllist hann af ferskvatni. Menn kunna ekki skýringu á nafni hans. Sumir álíta hann leifar af búsetu Ira fyrir landnám en aðrir benda á að hann geti allt eins verið hlaðinn af Eng- lendingum sem sóttu hér sjó og keyptu skreið af landsmönnum á ensku öldinni, því margt bendir til að hann sé hlaðinn af útlending- um. Landsmenn hafi engan mun gert á frum og Englcndingum á líkan hátt og suðurevrópskir menn gerðu engan mun á norrænum mönnum og nefndu þá alia Dani. Eitt góðviðriskvöldið réðust Lionsmenn í að hreinsa brunninn á nýjan leik en mikill sandur hafði sest í hann. Nutu þeir aðstoðar hópsins sem vinnur að fornleifa- uppgreftrinum við írskubúðir um þessar mundir. Mokuðu þeir uppúr brunninum fjölda rúmmetra af sandi og skiluðu aftur niður í fjör- Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson una. I Ieiðinni var þessi merkilegi brunnur skoðaður af fornleifa- fi’æðingum sem vinna við Irsku- búðir og þótti þeim brunnurinn merkilegar Ieifar af fornu mann- virki. Að sögn Bjarna F. Einars- sonar fornleifafræðings er erfitt að átta sig á þessum forna brunni enda hafi brunnar á Islandi tiltölu- lega lítið verið rannsakaðir. Handavinnukenn- ari gefur út bók Stykkishólmi - Unnur Breiðfjörð hefur kennt handavinnu við Grunn- skólann í Stykkishólmi í 17 ár. Hún hefur verið mjög áhugasöm í sínu starfi. Á árunum 1988-1992 stund- aði hún réttindanám við Kennara- háskóla Islands. I lokaritgerð sinni tók hún fyrir prjónakennslu í grunnskólum landsins og kynnt sér stöðu hennar með því að senda spumingalista til handavinnukenn- ara. Út úr þeirri könnun kom að mikil skortur er á kennslubók í prjóni. I framhaldi af þessu tók Unnur sig til og samdi kennslubók í prjóni. Nú í vor kom svo bókin út og heitir „Á prjónunum". Bókin er 100 blað- síður og prýdd fjölda ljósmynda og góðum vinnuteikningum eftir Ragn- heiði Gestsdóttur. I viðtali við Unni kom fram að þetta er fyrsta kennslubókin í prjónaskap sem gefin er út fyrir grunnskóla. í henni eru helstu prjónaaðferðir kenndar stig af stigi. Áhersla er lögð á einfaldar grunn- uppskriftir sem síðan er hægt að vinna úr á ýmsa vegu. Þannig fær ímyndunaraflið og sköpunargleðin að njóta sín jafnframt því að þjálfun fæst í réttum vinnubrögðum. Flest- ar uppskriftimar og sýnishomin í bókinni em eftir Unni. Þegar hún var spurð að því af hverju hún leggi áherslu á prjón sagði hún að prjónið væri þjóðlegur siður og iðja sem nýttist fólki vel á lífsleiðinni. Prjónið þroskar sköpun- argleðina, því þar er verið að skapa eigin listmuni. Eins þjálfar prjónið ferlið á milli hugar og handar. Unn- ur hefur lagt mikla vinnu við gerð bókarinnar og var hún löngu hætt Morgunblaðiö/Gunnlaugur Árnason Unnur Breiðfjörð, handavinnu- kennari í Stykkishólmi hefur samið fyrstu kennslubók í prjóni og á myndinni heldur hún á afkvæmi sínu sem hún má vera stolt af. að telja þær vinnustundh- sem í hana fóra. Hún er ánægð með ár- angurinn og vonast hún til að bókin létti vinnu kennarans sem er mjög erfið í þessu fagi. Einnig á bókin að þjálfa nemendur í að prjóna eftir vinnuteikningum og gera þá meira sjálfbjarga í vinnubrögðum. Unnur segir að bókin eigi líka erindi tO fullorðinna, allir þeir sem hafa gam- an af að prjóna eiga að hafa gagn af bókinni. Bókin er gefin út af Náms- gagnastofnun og fæst í bókabúðum. Skrifstofutækni 250 stundn[ Markmið nómsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet ■ Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öll- um almennum skrifstofustörfum og eftir vand- lega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna í Wordritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld í viku í 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól Öll námsgögn Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18, sími 567 1 466 Guðrún Skúladóttir, deild- arstjóri, iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti. innifalin Morgunblaið/Gunnlaugur Árnason Þessi fríði hópur undir stjóm Unnar Breiðfjörð dansaði vefaradansinn sem er ganndl þjóðdans. Með þeim á myndinni em undirleikarar og forsöngvari. Fjölmenni á Dönskum dögum í Stykkishólmi Stykkishólmi - Um helgina vom Danskir dagar haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi. Þetta er í sjötta sinn sem staðið er að helgarskemmtun með þessu hciti. Nafnið er tilkomið vegna danskra menningaráhrifa í bænum á fyrri hluta aldarinnar. Mikill fjöldi ferðamanna heimsótti bæinn og áætlaði Jóhanna Guð- mundsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar að gestir i bænum hafi verið um 2.500 manns. Boðið var upp á mjög fjölbreytta dagskrá sem stóð frá fimmtudags- kvöldi og fram á sunnudag. Dag- skráin var borin að mestu leyti uppi af heimamönnum. Frumflutt var lag eftir Hinrik Finnsson við texta eftir Einar Steinþórsson sem heitir Á dönskum dögum. Á föstu- dagskvöldið var brekkusöngur við höfina og gestir komu með mat á grillið. Hljómsveitin Stykk spilaði á bryggjuballi fram að miðnætti og björgunarsveitin Berskerkir var með flugeldasýningu. Leikfé- lagið Grímnir var með dagskrá á laugardeginum og Lionsmenn voru með uppboð á notuðum mun- um og var líf og fjör á uppboðinu. Þeir buðu m.a. upp pallbíl, sem fleiri en einn voru um að bjóða í. Markaðstjald heimamanna var op- ið með fjölbreyttu vöruúrvali. Á sunnudagsmorgni var messað í gömlu kirkjunni á dönsku. Prest- ur var Guðjón Skarphéðinsson og var kirkja fullskipuð. Danskir dagar tókust vel að þessu sinni og hjálpaði mikið að veðrið var gott allan tímann. Á Danska daga eru gamlir Hólmarar duglegir að mæta, hitta kunningja og rifja upp gömlu góðu dagana í Hólminum. Efling Stykkishólms stendur að hátíðinni og annast allan undir- búning og framkvæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.