Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ihaldsmenn hvattir til að hafna skoð- unum Thatchers London. Kcutcrs, The Daily Telegraph. BRESKI Verkamannaflokkurinn og frjálslyndir demókratar gagn- rýndu í gær harðlega afstöðu Ihaldsflokksins í Evrópumálum en breskir fjölmiðlar höfðu greint frá því um helgina að Margaret Thatcher, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hefði hvatt til þess að Bretland dragi sig út úr Evrópu- sambandinu. Lýstu þeir Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, og Menzies Campbell, talsmaður frjálslyndra í utanríkismálum, í sameiginlegri yflrlýsingu óánægju með að William Hague, leiðtogi íhaldsmanna, skyldi ekki þegar hafa lýst sig ósammála Thatcher. I fréttum breskra dagblaða um helgina var greint frá því að Thatcher, sem var forsætisráðherra Bretlands 1979-1990, hefði verið spurð að því í kvöldverðarboði hvort hún væri hlynnt því að Bretland drægi sig út úr ESB. „Auðvitað er ég það. Aðild okkar hefur verið al- gjört slys,“ er fullyrt að Thatcher hafí sagt. Talsmaður Thatchers gerði lítið úr málinu í gær og sagði að ef ,járn- frúin“ vildi lýsa skoðunum sínum í Evrópumálum myndi það ekki ger- ast í kvöldverðarboði. Engu að síður olli fréttin uppnámi enda eru um- mælin talsvert á skjön við þá var- káru stefnu sem Hague hefur mótað í Evrópumálum undir kjörorðinu „í Evrópu en ekki stjómað af Evr- ópu“. Hugmyndir um að Bretland eigi að ganga úr ESB hafa hins vegar ekki verið til umræðu fyrr en ný- lega var greint frá því að nokkrir þingmenn íhaldsflokksins væru því hlynntir. Yfirlýsingar þingmanna flokksins, og nú Thatchers, hafa valdið Hague miklum ama og reyndu Cook og Campbell í gær að þjarma að honum vegna málsins. Sögðu þeir að Hague og Michael Ancram, flokksformaður íhalds- manna, hefðu báðir verið beðnir um að lýsa því yfir að þeir höfnuðu orð- um Thatchers en að þeir hefðu ekki orðið við þeim tOmælum. Kröfðust Cook og Campbell þess nú að Ihaldsflokkurinn gerði hreint fyrir sínum dyrum í Evrópumálunum. „Kastið fomum fordómum lafði Thatcher og lýsið því yfir í eitt skipti fyrir öll að ekkert pláss sé fyrir þá í forystu breskra stjóm- mála sem telja að Bretland eigi að draga sig út úr ESB,“ sögðu þeir Cook og Campbell í yfirlýsingu sinni. Forsætis- ráðherra Dana í EMU-klípu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. POUL Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, vill hvorki gefa skýr svör um hvort og hvenær haldin verði þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðild Dana að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, né hvort greitt verði þjóðaratkvæði um aðrar danskar undanþágur frá Maastricht-sátt- mála Evrópusambandsins (ESB). Róttæki vinstriflokkurinn, sem er í stjórn með flokki forsætisráð- herrans, jafnaðarmönnum, hefur reynt að þrýsta á um að fá Nyrup til að ákveða EMU-atkvæða- greiðslu, en fyrir helgi sagði Nyr- up að EMU-aðild yrði ekki tekin fyrir í flokknum fyrr en næsta haust. Pernille Frahm, Evrópu- þingmaður Sósíalíska þjóðar- flokksins, segir það hugleysi hjá Nyi-up að vilja ekki taka málið upp fyrr. Klípa Nymps er sú, að Jafnað- annannaflokkurinn er klofinn í af- stöðunni til EMU, en hins vegar þrýstir Marianne Jelved, efna- hagsráðherra og leiðtogi Róttæka þjóðarflokksins, á um ákvörðun. Hún og flokkur hennar eru mjög höll undir aðild. Sjálfur fer Nyrup ekki dult með að hann telur hag Dana best borgið með EMU-aðild, en um helmingur flokksmanna er talinn andstæður aðild. Marianne Jelved hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni að best sé fyrir Dani að gerast aðilar að EMU. Hún hefur meðal annars lýst áhyggjum sínum af minnkandi áhrifum Dana í efnahagsmálum þegar stefnir í að EMU-löndin ell- efu innan ESB ráði ráðum sínum fyrir luktum dyrum. Opinberlega hefur hún verið þolinmóð um at- kvæðagreiðslu, en svo virðist sem þolinmæði hennar fari nú minnk- andi. Nú þegar stjórnmálalífið er að vakna af sumardvalanum er EMU-aðild eitt það fyrsta, sem kemur upp. Biðin hefur valdið margvíslegum titringi Nyrup hefur ekki viljað segja fullum fetum hvenær þjóðarat- kvæðagreiðsla um EMU kæmi til greina, en fyrir helgi sagði hann að málið yrði tekið fyrir á flokksþing- inu að ári. Hins vegar sagði hann að nauðsynlegt væri að ræða sjálfa aðildina, ekki bara dagsetningar hugsanlegrar atkvæðagreiðslu. Eftir þessi ummæli er ljóst að at- kvæðagreiðsla kemur tæplega til greina fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Biðin eftir ákveðnum ummælum hefur valdið margvíslegum pólí-r tískum taugatitringi. Pernille Fra- hm, Evrópuþingmaður Sósíalíska þjóðarflokksins, sakar Nyrup um hugleysi. Hann vilji draga umræð- ur í lengstu lög vegna aðstæðna innan flokksins, þótt Nyrup hafi margoft haldið því á lofti hve nauð- sjmlegt sé að ræða málin lengi og vel. Borgaralegu flokkarnir, sem styðja EMU-aðild, kvarta yfir því að með því að víkja sér undan að ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu drepi Nyrup málið í dróma. Umræðurnar undanfarna daga sýna að meðan engin dagsetning atkvæðagreiðslu kemur fram munu EMU-deilur fyrst og fremst verða reiptog um dagsetningar, ekki málefni. 20' 70 a f s I á 11 u r SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík simi 511 2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.