Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 18

Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 18
°Í8 ÞRIÐJUDAGtJR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Lionsmenn hreinsa / Irskrabrunn Hcllissandi - Lionsklúbbur Nes- þinga hefur alla tíð látið sig um- hverfismál í gamla Neshreppi miklu skipta. Þannig hefur hann komið upp útsýnisskifu, minnis- merkjum, hreinsað upp gamlar mannvistarleifar, lagfært fornar göngugötur og sett brýr á ár og læki til að gera þessar gömlu göt- ur aðgengilegri. Fyrir 10 árum grófu félagarnir upp svonefndan Irskrabrunn skammt norðan Gufu- skála. Brunnurinn hafði verið týndur í allmörg ár þar sem fok- sandur hafði gjörsamlega fyllt hann. Irskrabrunnur er mjög forn og hefur verið snyrtilega hlaðinn í upphafí ofaná jarðfall. Á fjöru sit- ur í honum sjór en á flóði fyllist hann af ferskvatni. Menn kunna ekki skýringu á nafni hans. Sumir álíta hann leifar af búsetu Ira fyrir landnám en aðrir benda á að hann geti allt eins verið hlaðinn af Eng- lendingum sem sóttu hér sjó og keyptu skreið af landsmönnum á ensku öldinni, því margt bendir til að hann sé hlaðinn af útlending- um. Landsmenn hafi engan mun gert á frum og Englcndingum á líkan hátt og suðurevrópskir menn gerðu engan mun á norrænum mönnum og nefndu þá alia Dani. Eitt góðviðriskvöldið réðust Lionsmenn í að hreinsa brunninn á nýjan leik en mikill sandur hafði sest í hann. Nutu þeir aðstoðar hópsins sem vinnur að fornleifa- uppgreftrinum við írskubúðir um þessar mundir. Mokuðu þeir uppúr brunninum fjölda rúmmetra af sandi og skiluðu aftur niður í fjör- Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson una. I Ieiðinni var þessi merkilegi brunnur skoðaður af fornleifa- fi’æðingum sem vinna við Irsku- búðir og þótti þeim brunnurinn merkilegar Ieifar af fornu mann- virki. Að sögn Bjarna F. Einars- sonar fornleifafræðings er erfitt að átta sig á þessum forna brunni enda hafi brunnar á Islandi tiltölu- lega lítið verið rannsakaðir. Handavinnukenn- ari gefur út bók Stykkishólmi - Unnur Breiðfjörð hefur kennt handavinnu við Grunn- skólann í Stykkishólmi í 17 ár. Hún hefur verið mjög áhugasöm í sínu starfi. Á árunum 1988-1992 stund- aði hún réttindanám við Kennara- háskóla Islands. I lokaritgerð sinni tók hún fyrir prjónakennslu í grunnskólum landsins og kynnt sér stöðu hennar með því að senda spumingalista til handavinnukenn- ara. Út úr þeirri könnun kom að mikil skortur er á kennslubók í prjóni. I framhaldi af þessu tók Unnur sig til og samdi kennslubók í prjóni. Nú í vor kom svo bókin út og heitir „Á prjónunum". Bókin er 100 blað- síður og prýdd fjölda ljósmynda og góðum vinnuteikningum eftir Ragn- heiði Gestsdóttur. I viðtali við Unni kom fram að þetta er fyrsta kennslubókin í prjónaskap sem gefin er út fyrir grunnskóla. í henni eru helstu prjónaaðferðir kenndar stig af stigi. Áhersla er lögð á einfaldar grunn- uppskriftir sem síðan er hægt að vinna úr á ýmsa vegu. Þannig fær ímyndunaraflið og sköpunargleðin að njóta sín jafnframt því að þjálfun fæst í réttum vinnubrögðum. Flest- ar uppskriftimar og sýnishomin í bókinni em eftir Unni. Þegar hún var spurð að því af hverju hún leggi áherslu á prjón sagði hún að prjónið væri þjóðlegur siður og iðja sem nýttist fólki vel á lífsleiðinni. Prjónið þroskar sköpun- argleðina, því þar er verið að skapa eigin listmuni. Eins þjálfar prjónið ferlið á milli hugar og handar. Unn- ur hefur lagt mikla vinnu við gerð bókarinnar og var hún löngu hætt Morgunblaðiö/Gunnlaugur Árnason Unnur Breiðfjörð, handavinnu- kennari í Stykkishólmi hefur samið fyrstu kennslubók í prjóni og á myndinni heldur hún á afkvæmi sínu sem hún má vera stolt af. að telja þær vinnustundh- sem í hana fóra. Hún er ánægð með ár- angurinn og vonast hún til að bókin létti vinnu kennarans sem er mjög erfið í þessu fagi. Einnig á bókin að þjálfa nemendur í að prjóna eftir vinnuteikningum og gera þá meira sjálfbjarga í vinnubrögðum. Unnur segir að bókin eigi líka erindi tO fullorðinna, allir þeir sem hafa gam- an af að prjóna eiga að hafa gagn af bókinni. Bókin er gefin út af Náms- gagnastofnun og fæst í bókabúðum. Skrifstofutækni 250 stundn[ Markmið nómsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet ■ Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öll- um almennum skrifstofustörfum og eftir vand- lega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna í Wordritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld í viku í 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól Öll námsgögn Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18, sími 567 1 466 Guðrún Skúladóttir, deild- arstjóri, iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti. innifalin Morgunblaið/Gunnlaugur Árnason Þessi fríði hópur undir stjóm Unnar Breiðfjörð dansaði vefaradansinn sem er ganndl þjóðdans. Með þeim á myndinni em undirleikarar og forsöngvari. Fjölmenni á Dönskum dögum í Stykkishólmi Stykkishólmi - Um helgina vom Danskir dagar haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi. Þetta er í sjötta sinn sem staðið er að helgarskemmtun með þessu hciti. Nafnið er tilkomið vegna danskra menningaráhrifa í bænum á fyrri hluta aldarinnar. Mikill fjöldi ferðamanna heimsótti bæinn og áætlaði Jóhanna Guð- mundsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar að gestir i bænum hafi verið um 2.500 manns. Boðið var upp á mjög fjölbreytta dagskrá sem stóð frá fimmtudags- kvöldi og fram á sunnudag. Dag- skráin var borin að mestu leyti uppi af heimamönnum. Frumflutt var lag eftir Hinrik Finnsson við texta eftir Einar Steinþórsson sem heitir Á dönskum dögum. Á föstu- dagskvöldið var brekkusöngur við höfina og gestir komu með mat á grillið. Hljómsveitin Stykk spilaði á bryggjuballi fram að miðnætti og björgunarsveitin Berskerkir var með flugeldasýningu. Leikfé- lagið Grímnir var með dagskrá á laugardeginum og Lionsmenn voru með uppboð á notuðum mun- um og var líf og fjör á uppboðinu. Þeir buðu m.a. upp pallbíl, sem fleiri en einn voru um að bjóða í. Markaðstjald heimamanna var op- ið með fjölbreyttu vöruúrvali. Á sunnudagsmorgni var messað í gömlu kirkjunni á dönsku. Prest- ur var Guðjón Skarphéðinsson og var kirkja fullskipuð. Danskir dagar tókust vel að þessu sinni og hjálpaði mikið að veðrið var gott allan tímann. Á Danska daga eru gamlir Hólmarar duglegir að mæta, hitta kunningja og rifja upp gömlu góðu dagana í Hólminum. Efling Stykkishólms stendur að hátíðinni og annast allan undir- búning og framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.