Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 52

Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Jónas Þór sem formann SUS Aðalgeir Arnljótur Bjarki Þorgrímsson Bergsson Freyr Skjöldur Orri Antonsson Skjaldarson JJM NÆSTU helgi verður 35. þing ■' "Sambands ungra sjálfstæðismanna haldið í Vestmannaeyjum. Þar munu um 450 ungir sjálfstæðis- menn hittast til að bera saman bæk- ur sínar, móta stefnu SUS til fram- tíðar og kjósa sér forystusveit næstu tvö árin. Fyrir flesta er þing- ið sannkölluð hátíð því aldrei gefst jafn gott tækifæri til að vinna að hagsmunamálum ungs fólks á ís- landi. Næsti formaður Samband ungra sjálfstæðis- tnanna er stærsta og öflugasta stjómmálafélag ungs fólks á Is- Formannskosning Við hikum ekki, segja þeir Aðalgeir Þor- grímsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Freyr Antonsson og Skjöldur Orri Skjald- arson, við að styðja Jónas Þór sem næsta formann SUS. landi. Það kemur sjálfsagt engum á óvart sem hefur starfað innan vé- banda þess. Ljóst er að öflugt starf félagsins er m.a. því að þakka að sjálfstæði þess skiptir það höfuð- máli enda skirrist félagið hvorki við að berjast við andstæðinga sjálf- stæðisstefnunnar né veita eigin ráðamönnum málefnalegt aðhald þegar svo ber undir. Stærð félags- ins er sömuleiðis því að þakka að fé- lagið hefur frá stofnun verið það lánsamt að áhugasamir og traustir einstaklingar hafa valist til forystu og í stjóm félagsins. Nú háttar svo til að tekist verður á um forystu fé- lagsins á þinginu í Vestmannaeyj- um. Tveir ungir sjálf- stæðismenn hafa gefið kost á sér til for- mennsku næstu tvö ár- in. Annar þeirra er Jónas Þór Guðmunds- son sem borinn er og bamfæddur á Akur- eyri. Við, sem þekkjum störf Jónasar Þórs, teljum að hann sé hik- laust hæfasti einstak- lingurinn til að leiða SUS. Hann hefur til að bera þá þekkingu, reynslu og þann kraft sem til þarf. Jónas Þór hefur sem varaformað- ur starfað af kappi fyr- ir aðildarfélög SUS og hefur sýnt stærri sem smærri félögum mikla ræktarsemi. Jónas Þór er tvímælalaust sá ein- staklingur sem SUS þarf á að halda tU þess að halda uppi merkjum þess og laða ungt fólk tU fylgis við sambandið og stefnu þess. Við hik- um ekki við að styðja Jónas Þór sem næsta formann SUS á þing- inu í Vestmannaeyjum og hvetjum félagsmenn okkar og aðra unga sjálfstæðismenn til að gera hið sama. Aðalgeir er formnður Mjölnis, FUS á Húsnvík, Arnljótur Bjarki er formaður Varð- ar, FUS á Akureyri, Freyr er formaður Verðandi, FUS á Dalvík og Skjöldur Orri er formaður FUS í Dalasýslu. Hafnfírskur huldumaður? ÞAÐ verður ekki annað sagt en að mig hafi undrað mjög er ég las grein eftir stjórnar- mann í Heimdalli, Ömu Hauksdóttur, í Morgunblaðinu ágúst síðastliðinn. greininni rekur hún óblíðar móttökur sem „félagi hennar", eins og hún orðar það, á að hafa fengið hjá undir- rituðum er hann/hún sóttist eftir sæti fyrir hönd Stefnis á SUS- þingi sem haldið verð- ur í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Formannskosning Eg neyðist til að lýsa eftir þessum huldu- manni, segir Hlynur Sigurðsson, því engum var neitað um að fara á þingið sem fulltrúi Stefnis í Hafnarfirði. Ég neyðist til að lýsa eftir þessum huldu- manni því að engum var neitað um að fara sem fulltrúi á þingið íyrir Stefni, hvað þá að undirritaður hafi hafn- að viðkomandi á þeirri forsendu að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn til formanns- frambjóðenda. Mér þykir miður að stjóm- armaður í Heimdalli skuli þurfa að grípa til þess bragðs að setja á prent fullyrðingar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Gæti tilgangur- inn verið sá að draga athygli manna frá ólýðræðislegum vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á full- trúum? Hvort Arna er í betra sambandi við álfana og huldufólkið, er leynist í hrauninu í Hafnarfirði, en við hin skal ósagt látið. Sem betur fer hefur fulltrúaval okkar Stefnismanna gengið snurðulaust fyrir sig og eng- inn Hafnfirðingur sem áhuga hefur þarf að fara á mis við þing sem von- andi verður skemmtilegt, málefna- legt og heiðarlegt. Hofundur er formaður Stefnis FUS í Hafnarfirði. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vfib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhú2>. Sækjum og sendum ef óskab er. frðw i xhreinsunin Sótheimar 35 • Síml: 539 3634 • GSM: 897 3634 Hlynur Sigurðsson Við viljum þakka öllum þeim þúsundum gesta sem heimsóttu okkur í virkjanir um helgina. Starfsfólk Landsvirkjunar Þið sem ekki komust Velkomnin í Hrauneyjar, Kröflu, Blöndu og Laxá alla eftirmiðdaga. Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.