Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Laxinn skilar sér illa í Svartá ÞÓTT nóg sé af laxi í Blöndu hefur Svartá ekki enn notið góðs af svo teljandi sé. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, eins leigutaka ár- innar, voru aðeins 118 laxar komn- ir á land úr ánni um miðjan þriðju- daginn síðasta. „Svo er að sjá sem eins árs laxinn skili sér ekki. Aflinn á sama tíma í fyrra var um 350 lax- ar og hafa þó fleiri tveggja ára lax- ar veiðst nú heldur en þá. Árið 1998 var reyndar aflahæsta ár í Svartá í um það bil hálfa öld, gaf 619 laxa,“ sagði Jón Steinar. Sem fyrr segir vantar ekki lax í Blöndu, en samkvæmt upplýsing- um Jóns Steinars eru komnir yfir 1.800 laxar fram fyrir teljarann og víst sé að nokkur hundruð hafi að venju gengið fram hjá teljaranum. „Veiðin í Blöndu fyrir ofan teljara mun vera um það bU 400 laxar. Það ætti því að vera nóg af laxi á svæð- inu, en hann skilar sér ekki vel upp í Svartá, hverju svo sem þar er um að kenna. Kannski að það breytist á næstu dögum,“ bætti Jón Steinar við. Veislan er í Vopnafírði Vopnafjörðurinn er greinilega „heitasta" verstöðin þessa dagana, en segja má að þar hafi verið mjög lífleg veiði að undanfómu og veiði- tölur í Hofsá og Selá hafa rokið upp síðustu daga. Það er bæði smá- lax og stórlax sem eru að ganga og lúsugir laxar frá 3 upp í pund eru á boðstólum. Á hádegi í gær voru komnir 724 laxar úr Selá og talan úr Hofsá er mjög svo samstiga. Veiðimenn sem verið hafa eystra að undanfömu tala um hve skemmtUegt það er að draga 12 til 18 punda grálúsuga boltafíska í bland við smálaxa. Einn 20 punda veiddist meira að segja nýverið, Bragi Hannesson veiddi hann, en að vísu var sá lax nokkuð leginn. Bragi veiddi einnig 18 og 14 punda fiska. Veiðin í Selá er á báðum svæðum, efra og neðra. Sáttir við Laxá í Leirársveit Eiríkur Þórleifsson, leiðsögu- maður við Laxá í Leirársveit, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- dag að 560 laxar væra komnir á land, það væri betra en á sama tíma í fyrra þó svo að skUyrði hefðu lengi sumars verið mjög erfið. Ei- ríkur sagði síðustu 9 daga hafa ver- ið nokkuð góða, þeir hefðu gefið um 100 laxa og stafaði aukningin af því að rigningardemba hressti lax- inn við. „Áin býr enn að þessu, en hún er þó að byija að hrapa aftur,“ bætti Eiríkur við. Hann sagði að miklu af laxi hefði verið sleppt aft- ur í ána, m.a. um 60 af umræddum 100 löxum. Risabirtingar Sjóbirtingur er byrjaður að sýna sig í skaftfellsku ánum og risafisk- Veiðimaður rennir í Kistuna í Laxá á Refasveit. því feiknavænn fiskur, 5 tU 10 pund. Fyrsta skotið kom í Vatnamót- um Skaftár, FossáJa, Hörgsár og Geirlandsár í vikunni og hópur veiðimanna fékk þá tíu sjóbirtinga og tvær bleikjur. „Þetta vora feiknafallegir birtingar og við sá- um fisk víða á svæðinu. Þeir vora að sýna sig um allt, mikið af stór- fiski. Stærsti sem við fengum var 12 punda, en við fengum einnig 9 punda, 8 punda, tvo 7 punda og tvo 6 punda. Meðalvigtin hjá okkur var frábær. Við misstum einn mun stærri heldur en þann 12 punda. Það var feiknaglíma sem stóð í næstum kortér. Rimman endaði með því að birtingurinn brunaði upp á sandeyri og spriklaði þar á þurru þangað til að öngullinn losn- aði úr honum. Það var ekki viðlit að vaða til hans og hrikalegt að horfa upp á fiskinn sleppa með þessum hætti,“ sagði Gunnar Óskarsson, formaður Stangaveiðifélags Kefla- víkur, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að auk þessa hefðu menn frétt af fyrstu birtingunum úr Fossálum, hins vegar væri lítið að frétta enn úr Geirlandsá og efri hluta Hörgsár. Veiðidella Stangaveiðimenn era misilla haldnir af veiðibakteríunni. Einn sem fréttist af þykir eflaust ólækn- andni. Það er sá sami og sagt var frá í veiðipistlinum í gær, sá sem setti í þrjá flugulaxa á Speglinum í Hvítá hjá Langholti að morgni dags fyrir nokkra. Eins og frá var greint missti hann alla laxana þeg- ar komið var fast að löndun og þótti sinn hlutur fremur rýr. Hann var svo heitur eftir morguninn að hann ók til Þingvalla áður en í bæ- inn var komið og veiddi þar nokkr- ar bleikjur í þjóðgarðinum. Róaði þannig taugarnar og fór svo heim. Þegar heim var komið fregnaði hann að hann væri boðinn í kvöld- mat heim til tengdamömmu. Það fylgdi, að á borðum yrði Elliða- vatnsbleikja sem hann hafði sjálfur skenkt tengdó, en veiðimanni þótti óhæfa þegar rann upp fyrir honum að það myndu vera bleikjur frá síð- asta sumri, því engan silung hafði hann gefið konunni á þessari ver- tíð. Hann ók því með látum að El- liðavatni og náði að veiða nóg í soð- ið fyrir kvöldmat. Þannig er veiði- dellu líklega best lýst. ar hafa veiðst. Áður var greint frá 18 punda fiski sem veiddist í Hólsá, frá eystri bakka, í síðasta mánuði. Fullyrt er um þann fisk að hann hafi verið þyngri, því hann hafi ver- ið veginn frosinn og blóðgaður sólahring eftir að hann veiddist. Fyrir nokkru veiddist svo enn ann- að tröll af sama toga, sá veiddist á Hólmasvæðinu i Skaftá og vó rétt tæplega 19 pund að því er fregnir herma. Eitthvað um hundrað fisk- ar hafa veiðst á svæðinu, mikið af Gunnar Sverrisson og Sigurður Ólafsson með 15 og 5 punda laxa úr Laxá á Refasveit. ____________:________________ 35. þing SUS hefst í dag í Vestmannaeyjum ÞING Sambands ungra sjálfstæðis- manna (SUS) hefst í dag í Vest- mannaeyjum með ávarpi Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og for- manns flokksins, en á þinginu verður m.a. nýr formaður sambandsins kjörinn. Kosningin fer fram á sunnu- daginn sama dag og þinginu lýkur. Þingið, sem ber yfirskriftina „Öldin okkar“, er hið 35. í röðinni. Um 450 þingfulltrúar frá tæplega 40 aðildarfélögum SUS eiga setu- rétt á þinginu. Fjallað verður ítar- lega um öll helstu mál íslenskra stjómmála í dag í 20 málefnanefnd- um sem allar skila tOlögum sem lagðar verða fyrir þingið. Eins og áður sagði verður nýr formaður SUS kjörinn, þar sem Ás- dís Halla Bragadóttir, núverandi formaður, hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Frambjóðendumir tveir eru þeir Jónas Þór Guðmundsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Nokkur átök hafa verið fyrir þingið um formannskjörið og er búist við spennandi kosningu. Skáksamband Norðurlanda 100 ára Skákáhugi enn mikill Askell Kárason ►Áskell Kárason fæddist 5. júlí 1953 á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskól- anum á Akureyri 1972 og prófi í hagnýtri sálarfræði frá háskólanum í Lundi 1979. Hann hefur starfað sem skóla- sálfræðingur í fjölda ára á Unglingaheimili ríkisins, sem forstöðumaður um tíma, og auk þess hefur hann verið í stjórn Skáksambands Islands frá 1980. Hann var kjörinn forseti sambandsins á aðal- fundi þess í vor. Maki Áskels er Ingunn Ásdísardóttir en hann á þijár dætur frá fyrra hjónabandi. Framtíðin að mörgu leyti björt -Er aðstaða tíl skákiðkunar sambærileg milli landanna? „Hún er dálítið mismunandi. Þrátt fyrir hinn góða árangur okkar á unglingasviðinu höfum við svolítið getað öfundað ná- grannaþjóðimar af því góða skipulagi sem hefur verið á þess- um málum þar. Frændþjóðirnar hafa lagt miklu meiri áherslu á þennan þátt og eitt af því sem við Islendingar þurfum að skoða mjög rækilega er að gæta þess að dragast ekki aftur úr hinum Norðurlandaþjóðunum sem hafa lagt mikla áherslu á þjálfun ungra skákmanna. En hingað til höfum staðið jafnfætis grönnum okkar og vel það.“ -Hver hefur skipulagt þetta hundrað ára afmælismót? „Hitann og þungann af því hefur borið Einar S. Einarsson, sem er svæðisforseti á Norður- löndum, og skipulag afmælis- mótsins sem lauk í gær er alger- lega hans verk og Visa ísland sem bar kostnaðinn." ~ Hverjar eru svo framtíðar- horfur skákíþróttarinnar á ís- landi í dag? „Framtíðin er að mörgu leyti björt þótt blikur séu líka á lofti. _________ Margir íslenskir stór- meistarar í skák hafa á undanfömum áram hætt opin- DAG er hundrað ára afmæli Skáksambands Norðurlanda sem er elsta skáksamband í heimi og jafnframt elstu norræn samtök á sviði menningar og íþrótta. Sambandið var stofnað í Tívolí í Kaup- mannahöfn 20. ágúst 1899 af skákáhugamönnum frá Gautaborg, Kristjaníu (Ósló), Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Síðar varð sambandið sameiginlegur vettvangur allra skák- manna á Norðurlöndum. Áskell Kárason er forseti Skáksambands íslands. Hann var spurður hvað gert væri til að minnast hundrað ára afmælisins? „í gær var að ljúka hund- rað ára afmælismóti sam- bandsins sem fram fór í Kaupmannahöfn. En hátíðin í Tívolí í dag hefst með fjöltefli við gosbrannana í hinum fræga skemmtigarði Kaupmannahafn- ar, þar sem almenningi gefst kostur á að tefla við keppendur í afmælismótinu. Einnig verður tefld skák með lifandi mönnum sem klæddir era í viðeigandi búninga. Síðar um daginn munu þeir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen, tveir þekktustu skák- menn Norðurlanda, tefla tveggja skáka einvígi sem vísar til hins þekkta einvígis sem þeir háðu í Sjómannaskólanum á íslandi 1956. Þá munu stórmeistaramir Hannes Hlífar Stefánsson og Jonny Hector frá Sviþjóð tefla tveggja skáka einvígi. Þeir hafa verið tilnefndir í vali um skák- mann Norðurlanda og verða úr- slitin tilkynnt eftir að skákum þeirra lýkur.“ -Hefur Skáksamband Norð- urlanda verið þýðingarmikill vettvangur fyrir skákíþróttina á Norðurlöndum? „Það hefur óneitanlega verið það og þá einkum að tvennu leyti. Annars vegar hafa verið haldin frá upphafi skákþing Norðurlanda þar sem teflt hefur verið um titilinn skákmeistari Norðurlanda. Þessi mót hafa verið mikilvægur vettvangur fyr- ir okkur Islendinga. Frá því að þátttaka okkar hófst höfum við verið sigursæl á þessum mótum. Fyrsti íslenski Norðurlanda- meistarinn var Baldur Möller sem sigraði á mótinu 1948. Aðrir íslenskir Norðurlandameistarar eru Friðrik Ólafsson, sem hefur unnið titilinn tvisvar, Ingi R. Jó- hannsson, Freysteinn Þorbergs- son, Margeir Pétursson og Jó- hann Hjartarson. Hins vegar hefur á síðustu áratugum verið mikið samstarf milli Norður- landanna á sviði ung- lingamála þar sem háð hafa verið Norð- urlandamót í skóla- skák og sveitakeppni á grannskóla- og framhaldsskólastigi á Norður- löndum. Á þessu sviði höfum við íslendingar einnig verið mjög sigursælir.“ - Eiga íslendingar marga góða skákmenn miðað við önnur Norðurlönd? „Sú var tíðin að við áttum fleiri stórmeistara en öll hin Norðurlöndin til samans en við getum ekki stært okkur af því lengur, enda stendur skáklíf með blóma á Norðurlöndunum öllum.“ berri taflmennsku og snúið sér að öðra. Skörðin sem þeir hafa skilið eftir sig eru vandfyllt. Hins vegar er skákáhugi enn mikill meðal þjóðarinnar og skákin vin- sæl meðal barna og unglinga. Það er því mikilvægasta verkefni skákhreyfingarinnar að viðhalda þessum áhuga þannig að úr hópi hinna fjölmörgu sem tefla komi fram nýir meistarar sem borið geta hróður landsins jafn víða og fyrirrennarar þeirra gerðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.