Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 29 UMRÆÐAN Á Eyjabökkum 12. ágúst 1999 FIMMTUDAGINN 12. ágúst sl. var um- hverfismálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir, á ferð um fyrirhuguð virkjanasvæði á há- lendinu norðan Vatna- jökuls. Ummæli ráð- herrans um fyrirhug- aða Fljótsdalsvirkjun og gerð uppistöðulóns á Eyjabökkum hafa í senn vakið athygli og valdið miklum von- brigðum. Siv Friðleifsdóttir hefur lengi barist fyr- ir umhverfisverndar- sjónarmiðum og má í því sambandi minna á vasklega framgöngu hennar sem sveitar- stjórnarmanns gegn fyrirætlunum um íbúðarbyggð á vestursvæði Seltjarnarness fyrir nokkrum ár- um. Bæði vegna ferils hennar og þess mikilvæga embættis sem hún gegnir nú hefði mátt ætla, að hún vandaði betur ummæli sín og ekki síður þá vettvangskönnun, sem hún gerði á Eyjabökkum. Upplifun hvers einstaklings, sem kemur í fyrsta sinn á Eyja- bakkasvæðið er auðvitað mismun- andi, en þennan fagra sumardag voru fleiri á ferð um Eyjabakka- svæðið en umhverfismálaráðherra og könnuðu það og upplifðu með öðrum hætti en ráðherrann. í frásögn Morgunblaðsins 13. ágúst sl. af ferð ráðherrans á áð- urnefnd virkjanasvæði daginn áð- ur segir m.a.: „Ráðherra fór inn að fyrirhug- uðu stíflustæði við Eyjabakka og gekk áleiðis upp í hlíðar Snæfells í ágætu skyggni." Ef ég skil þessa lýsingu rétt, þá hefur ráðherrann komið að Eyja- bökkum norðan frá, en frá stíflu- stæðinu þar er vegalengdin suður að Eyjabakkajökli um 10 km. Fyr- irhugað uppistöðulón mun verða 4-5 km breitt og ná inn að jöklin- um. Til að skoða svæðið hefur ráð- herrann því litið yfir Eyjabakkana úr norðri og fengið grófa mynd af gróðurfari svæðisins. Fyrirhugað lónsstæði er 44 ferkílómetrar að stærð, sem jafngildir hálfu Þing- vallavatni. Miðlunarrými þess yrði 500 gígalítrar og hæð þess 664 metrar yfir sjávarmáli. Lónið yrði tiltölulega grunnt, þar sem halli undirliggjandi lands er lítill. Þannig fellur þetta landssvæði ekki vel til gerðar uppistöðulóns og tiltölulega mikið landflæmi fer undir vatn. Stíflugarðurinn við norðurenda lónsins yrði meira en 4 km á lengd. Gott er að átta sig á útliti lónsins ef skoðuð er mynd Landsvirkjunar af Eyjabökkum, þar sem fyrirhugað lón hefur verið sett inn á myndina. Þessi mynd var birt í C blaðauka Morgun- blaðsins 27. september sl. og birt- ist væntanlega einnig með þessari grein. Ferðalangar á vegum Ferðafé- lags Islands, þ.ám. undirritaður, skoðuðu Eyjabakkasvæðið sama dag og umhverfismálaráðherra og gengu meðfram öllu Eyjabakka- svæðinu að vestanverðu frá Þjófa- hnjúkum í suðri langleiðina norð- ur að fyrirhuguðu stíflustæði. Þessi ganga tekur röskar 6 klst. og gefur góða mynd af gróðurfar- inu í þessari einstæðu hálendisvin, sem Eyjabakkasvæðið er. Eftir að gengið hefur verið yfir urð og grjót inn að Eyjabakkasvæðinu tekur við nær samfellt gróðurbelti í undirhlíðum Snæfells og sífellt stækkandi gróðurþekja inn að jökulaurunum við Jökulsá, en þétt grænt belti þekur nyrsta hluta Eyjabakkasvæðisins. Um frekari lýsingu á gróðurfari á Eyja- bökkum leyfi ég mér að vísa í Árbók Ferða- félags íslands frá ár- inu 1987, en hún er af- ar vel skrifuð af Hjör- leifi Guttormssyni, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra og alþingis- manni. Það vekur undrun, að sá sami Hjörleifur hafi í ráð- herratíð sinni (árið 1981) „opnað Lands- virkjun leiðina að náttúruperlu Austur- lands, Eyjabökkum“, eins og Olafur Örn Haraldsson, alþingismaður og um- hverfisverndarsinni, bendir á í Morgunblaðsgrein 5. nóvember sl. undir heitinu „Fljótsdalsvirkjun í umhverfismat". A það ber þó að líta, að afstaða almennings og náttúruverndarsamtaka til stíflu- gerðar og myndunar uppistöðu- lóns á Eyjabökkum hefur ger- Umhverfisvernd Þennan fagra sumardag, segir Ólafur F. Magnússon, voru fleiri á ferð á Eyjabakkasvæðinu en umhverfísmálaráðherra og könnuðu það og upplifðu með öðrum hætti en ráðherrann. breyst á þeim 18 árum, sem liðin eru síðan Landsvirkjun var heim- ilað að reisa og reka virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal. f dag er ekki lengur hægt að sökkva Eyjabökk- um í kyrrþey! Verði hins vegar ráðist í Fljótsdalsvirkjun bera Al- þingi og sitjandi ríkisstjórn alla ábyrgð en hvorki forráðamenn Landsvirkjunar né fyrrverandi ráðherrar. Áðurnefndur ferðahópur Ferða- félags íslands hafði á leið sinni til Eyjabakka ferðast um Sprengisand og hálendið norðan Vatnajökuls í fimm daga og skynj- að þá miklu auðn og gróðurleysi, sem einkennir nær allt þetta svæði. Alger umskipti verða við komuna á Eyjabakka vegna gróð- ursældar þar. Kyrrð þessa fagra og veðursæla fjallasalar milli Snæfells og Vatnajökuls er helst rofin af gæsahópum á flugi og söng mófugls og kemur á óvart að sjá talsvert af lóu í meira en 650 metra hæð yfir sjávarmáli. Mýbits varð ekki vart á Eyjabökkum þennan dag, en þegar Ferðafé- lagshópurinn kom að hinu nýja uppistöðulóni Landsvirkjunar á Hágöngum fimm dögum áður var mýfiugnasveimurinn nánast til vandræða. Það er íhugunarefni, hvort bitmý verði fylgifiskur fyrir- hugaðs uppistöðulóns á Eyjabökk- um og að fleiri umhverfisþættir geri þetta svæði ekki lengur fýsi- legt til útivistar, ef af virkjunar- framkvæmdum verður. Er þá sjónmengunin af fyrirhuguðu lóni ekki tekin með í reikninginn. Margir hafa látið í ljós ótta við, að gerð uppistöðulóns á Eyja- bökkum leiði til þess, að jökulleir safnist fyrir meðfram lóninu og valdi síðan uppblæstri. Þetta gæti leitt til þess, að austurhlíðar Snæ- fells yrðu gróðurvana og að upp- blástur hæfist á Fljótsdalsheiði. Að lokum gæti hið gróðursæla há- lendi austan Snæfells orðið þeim eyðingaröflum að bráð, sem þegar hafa unnið sitt verk um stóran hluta hálendisins norðan Vatna- jökuls. Augljóst er að Siv Frið- leifsdóttir er annari'ar skoðunar þegar hún segir: „Fuglinn sem er þarna í 2-3 vikur á ári mun færa sig til og virkjanaframkvæmdirnar munu ekki skaða stofninn. Hann mun áfram hafa graslendi í kringum lónið, en væntanlega koma betri upplýsingar um þetta fram í frum- matsskýslu þeirri sem Lands- virkjun vinnur nú að.“ Ég skora á Siv Friðleifsdóttur umhverfismálaráðherra, að rök- styðja þá skoðun sína, að gras- lendi í kringum fyrirhugað Eyja- bakkalón muni ekki eyðast. Ég skora jafnframt á hana, að skýra þá fullyrðingu sína, að Eyjabakka- svæðið sé „ekki einsdæmi á ís- lenskan mælikvarða", sem gróður- heild í mikilli hæð. Finnst ráð- herranum e.t.v. nóg að varðveita Þjórsárver, sem sýnishorn fyrir votlendissvæði á hálendi íslands? Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni, að sátt geti ekki náðst um núverandi áform um virkjanir norðan Vatnajökuls og að aðrir og umhverfisvænni virkjunarkostir eigi að hafa forgang. Þá er m.a. að finna á vatnasviði Þjórsár, þar sem hægt er að virkja án þess að fórna náttúruperlum á borð við Eyjabakkasvæðið. Þessi skoðun mín hefur styi'kst við að koma á Eyjabakkasvæðið og sjá fegurð þess með eigin augum. Höfundur er læknir og borgarfull- trúi f Reykjavfk. Ólafur F. Magnússon Á myndinni er horft til norðurs yfir Eyjabakkana, þar sem fyrirhugað lón hefur verið sett inn á myndina af Laudsvirkjun, en lónið er um 44 ferkflómetrar að stærð. Stórslys - engin rannsókn ÞAÐ er föst regla þegar alvarleg slys verða og alveg undan- tekningarlaus þegar mannskaði hlýst af slysi að ítarleg lög- reglurannsókn fer fram á orsökum þess. Er ætíð kannað ræki- lega hvort eitthvað það hafi gerst sem getur gefið tilefni til opin- berrar ákæru. Slys af völdum veðurs eða náttúru eru ekki und- anskilin enda verður að kanna hvort viðeig- andi öryggisráðstafan- ir hafi verið gerðar Páll Arnór Pálsson um að hnekkja mati Ríkissaksóknara og leggja fyrir hann að fyrirskipa rannsókn eða þá að setja sér- stakan lögreglustjóra til að rannsaka hið vo- veiflega slys. Þessi undarlega málsmeð- ferð vekur furðu og oft hefur farið fram lög- reglurannsókn af minna tilefni. Það er ekki furða þótt sumir aðstand- endur þeirra sem fór- ust séu reiðir vegna framkomu yfirvalda í þessu máli og sú fram- o.s.frv. Það útilokar ekki rannsókn að fremur ólíklegt sé að til ákæru komi. Við Súðavíkurslysið fór engin lögreglurannsókn fram af einhverj- um ástæðum og þrátt fyrir að mörgum hafi þótt tilefni til að rannsaka rækilega þátt almanna- varna, skipulags og sveitarstjórn- ar. Vöknuðu strax margar spurn- ingar um hvort eðlilega hefði verið staðið að viðvörunum til íbúa og kröfum um ílutning á öruggari staði. Tveim mánuðum eftir slys fór lögmaður aðstandenda þeirra sem fórust, Arnmundur Baekman hrl., fram á það við dómsmálaráð- herra að skipuð yrði sérstök rann- sóknamefnd vegna slyssins, enda var aðstandendunum ofboðið að- gerðarleysið. Honum var befit á, tæpum tveimur mánuðum síðar, að snúa sér til Ríkissaksóknara ef hann hefði eitthvað að kæra. Ríkis- saksóknari vildi ekki taka á málinu og standa fyrir rannsókn þrátt fyr- ir ítrekaðar beiðnir þar sem honum þótti ekki neitt fram komið sem benti til þess að einhver yrði ákærður. Synjun Ríkissaksóknara er nokkuð sérstæð. Hann lætur nægja að byggja ákvarðanir sínar á skýrslum Almannavarna ríkisins og bréfum nokkurra einstaklinga og tekur skýringar þeirra gildar án þess að grafast fyrir um sannverð- ugleika frásagnar þeirra. Aðeins óhlutdræg og opinber rannsókn getur leitt hið sanna í ljós. AI- mannavarnir hafa ekki það rann- sóknarvald sem lögregla hefur samkvæmt lögum um meðferð op- inberra mála og því ekki eðlilegt að nota skýrslu þeirra við ákvörðun um hvort einhver hafi gerst brot- legur, sérstaklega í svo viðamiklu máli. Fjöldi manna sem komu við sögu slyssins hefur aldrei verið spurður af réttum aðilum, þ.á m. þeir sem biðu milli vonar og ótta eftir upplýsingum eða fyrirmælum svo og þeir sem voru í símasam- bandi við þá er fórust í snjóflóðun- um allt undir hið síðasta. Þær rannsóknir sem hafa farið fram eru ekki annað en skriflegar skýringar þeirra sem voru í stjórnunarstörf- um á þeim tíma er slysið varð. Dómsmálaráðherra hefur ekki orðið við kröfu eins aðstandenda koma verður til þess að ýfa upp sárin. Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli, missti dóttur og barnabarn í snjóflóðinu og hún sættir sig ekki við að rannsókn skuli ekki fara fram. Henni er tíð- Súðavíkurslysið Hvers vegna fæst ekki lögreglurannsókn sam- kvæmt lögum, spyr Páll Arnór Pálsson, á einu mesta mann- skaðaslysi þessarar * aldar á Islandi? rætt um óréttlætið sem blasir við og þá sérstaklega að mannorð þeirra sem við stjórnvölinn sátu eða gegndu störfum með ábyrgð skuli vega meira en mannslífin. Hvers vegna fæst ekki lögreglu- rannsókn samkvæmt lögum á einu mesta mannskaðaslysi þessarar aldar á íslandi? Slysið hafði þá sér- stöðu að snjóflóðið sem olli því átti ekki að koma á óvart og því var nauðsynlegt að hlutlaus opinber rannsókn færi fram á öllu varðandi slysið. Það er rétt að dómsmálaráð- herra geri þjóðinni grein fyrir því hvers vegna lögreglurannsókn fór ekki fram. Höfundur er starfandi hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is BYGGGARÐAR - IÐNAÐARHÚSNÆÐI 650 fm iönaöarhúsnæöi að mestu á einni hæð m..góðum innkeyrsludyrum á báðum hæðum og allt að 4,5 metra iofthæð. Engar súlur á efri hæð og nýting því mjög góð. Góðar skrifstofur og lyftuop á milli hæða. Húsið stendur í enda botnlanga og er gott athafnarými kringum húsnæðið og næg bílastæði. Eignin öll (góðu standi. Getur nýst margs konar iðnaði eða inn-/ útflutningsfyrirtækjum. Verð 35 millj. Frekari upplýsingar veitir Magnús Einarsson á skrifstofu okkar. lt.I .A G . S ASA I\ (£> 530 *■ 500 EIGNASALAN flÉ HÚSAKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.