Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf lara þetta venj u/eqa,Á leiðinlega, niðurskorna J brauðl^. Ju ífr'" TpP' T w c ^ÍF i' MÆ 7 ’ 1 °—mm\ T 1—1 , f \\ Smáfólk Þú getur tekið niður grímuna..við erum ekki að fara í sumarbúðir.. Mér þykir það leitt að þú gast ekki stundað dýfingar..þú er mjög fær.. Ég datt einu sinni í laugina.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Borgarstjóri hlustar ekki á fólkið Frá Alberti Jensen: „LÁTUM gamminn geisa, ekki vægir Þráinn." Svo mælti íslenski höfðinginn Þráinn Sigfússon eftir að hafa fórnað vináttu góðra manna fyrir varidræðamann. Þessi undarlega ákvörðun Þráins var kannski ekki svo ólík því sem gerist með ýms- um hætti enn í dag. Stundum er eins og ráða- menn viti ekki hvað er og hvað sýnist og haldi að sigur í kosningu geri þeim allt leyfilegt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð fljótt áber- andi í stjórnmálum og heillaði fólk með skörugleik sínum og skilningi á mismunandi kjörum þess. Nú er orðin mikil breyting þar á, engu líkara en hún hafi farið sálförum, skilningurinn horfinn og hags- munaklíkur áhrifameiri en borgar- búar. Nýjasta dæmið er að hún skuli láta sér til hugar koma að út- hluta manni með skuggalega for- tíð, eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson (Mb. 28.7. 1999) segir Jón Ólafsson vera, lóð undir leik- tækjasali og bíó og það næstum of- an í stærsta útivistarsvæði lands- ins þar sem börn og unglingar væru berskjaldaðir fyrir slæmum áhrifum. Hannes telur að borgar- stjóri sé að launa Jóni Ólafssyni fjárstuðning við R-listann og það að maður Ingibjargar Sólrúnar vinnur hjá honum. Jón Ólafsson keypti nýlega land í Arnarnesi til að braska með og gerði um leið al- menningi ómögulegt að kaupa þar lóð. Háttvirtum forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, þótti ástæða til að taka til athugunar kaup fárra á stórum hlut í FBA. Einn af þeim er Jón Ólafsson. Eiginlega virðist hann vera alls staðar þar sem pen- inga er von, en aldrei er minnst á hvaðan honum kom höfuðstóllinn. Jón gefur ekki mikið af sér í þjóð- arbúið, hann kaupir fyrir mörg hundruð milljónir og er með upp- gefnar mánaðartekjur 70-80 þús- und kr. eða um 20 þúsund kr. meira en öryrkjar. Óþolandi er að borgarstjóri komist upp með að út- hluta Jóni tækifæri til að laða börn og unglinga af útivistarsvæði og hollu umhverfi inn í gerviveröld hávaðamikilla leiktækja þar sem neikvæðni ríkir. Fjölmiðlar hafa mikil völd í gegnum áhrifamáttinn og því er hættulegt að óvandaðir geti keypt sig þar inn. Slíkir menn geta stýrt áróðri og sett hömlur á að blaða- og fréttamenn komi því til skila sem þeir kjósa og lokað á þau skrif sem þeim líkar ekki. Við slíkar aðstæður gefst þeim er það hugnast tækifæri til að hagræða sannleikanum. Yfirborð blekkir oft. Á baklóð Hverfisgötu 105 hefur þremur margra hæða blokkum verið troðið niður og svo þétt að ef kviknar í einni á eldur greiða leið í glugga næstu, en í þær allar er öldruðum pakkað. Engin nauðsyn er að þrengja að Laugardalnum en ef svo verður eiga aldraðir að ganga fyrir með þær lóðir, þeir eiga það skilið og hafa góð áhrif, en þar á eftir væri það tónlistar- hús. Mín skoðun er, að engu skuli úthlutað í Laugardalnum, og hafa framsýni Eysteins Jónssonar ráð- herra í þeim málum að leiðarljósi. Tökum menningarborgir Evrópu til fyrirmyndar þar sem trúlega er litið á óbyggð svæði innan þeirra sem djásn eða varasjóði. Borgar- stjóra væri hollt að líta sér nær og nota mælskuna til annars en telja fólki trú um að hún sé yfir það haf- in að taka mark á tillögum þess og kvörtunum. Það vantar land til að byggja á og það mál er auðleyst ef hún hlustaði ekki bara á þá sem hafa hag af Reykjavíkurflugvelli og skammsýni glepur. Hún hlustar ekki á fólkið sem finnst klámbúllur lýti sem niðurlægir manneskjur og dregur eiturlyf inn í tilveru þess. Hún hlustar ekki á fólkið sem vill takmarka töku auðra svæða undir hús en vægir fyrir frekum einstak- lingum og fyrirtækjum. Hún hlust- ar ekki á fatlaða fólkið sem er þakklátt þeim er byggðu upp ferðaþjónustu fyrir það en sem hún nú virðist stefna í útboð með þeim afleiðingum sem það hefði í versnandi þjónustu. Fatlaðir vilja ekki að hin frábæra ferðaþjónusta þeirra verði gróðatæki einkaaðila eins og t.d. Allra handa, eða líkra, og er auðvelt að koma með rök fyr- ir því. Eg mun síðar koma að fleiri atriðum. Borgarstjóri sýnist vera í óðaönn að ýta hinum mannlegu þáttum út í horn. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Albert Jensen Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Mikið úrvai af fallegum rúmfatnaði Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 * Ymis tilboð í hverri viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.