Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 40
>40 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Vil- hjálmsdóttir (Sísí) fæddist í Rcykjavík 3. júní 1916. Hún Iést í hjúkrunarhcimilinu Sunnuhlíð að kveldi 12. ágúst síðastlið- ins. Sigríður var dóttir hjónanna Þórdísar Þorsteins- dóttur frá Reykjum v' á Skeiðum, f. 14.9. 1878, d. 22.10. 1963, og Villyálms Vig- fússonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, f. 26.10. 1878, d. 11.2. 1942. Þau eignuðust níu börn en upp komust sex og var Sigríður næstyngst. Þau voru í aldursröð: Vilhelmína Þórdís, f. 16.6. 1905, d. 31.7. 1995, gift Sigtryggi Eiríkssyni, f. 16.11. 1904, d. 18.7. 1985 í Reykjavík; Ingiríður, f. 14.11. 1906, ekkja búsett í Kópavogi gift Salberg Guðmundssyni, f 26.6. 1912, d. 31.8. 1952, Suðureyri, Súganda- firði; Valgerður Eva, f. 23.6. 1912, d. 15.10. 1975, gift Eyþóri Gunnarssyni, f. 28.2. 1908, d. 25.8. 1969, Reylqavík; Svanlaug Rósa, f. 8.10. 1914, ekkja, gift Sigurði F. Ólafssyni, f. 15.8. 1913, d. 21.5. 1976, Reykjavík; Ingvar Þorsteinn, f. 5.11. 1918, rakari, d. 21.9. 1988, Reykjavik, kvæntur Sigrúnu Sigurgeirs- dóttur, f. 15.7. 1926. í kjölfar spönsku veikinnar 1918 var Sig- ríður tekin í fóstur af hjónunum Ólafi G. Eyjólfssyni frá Flatey á '*cl Breiðafirði, fyrsta skólastjóra Verslunarskóla íslands og heildsala í Reykjavík, f. 29.6. 1874, d. 19.10.1938 í Reykjavík, og Jóninu Ragnheiði Magnús- dóttur frá Grund í Eyjafirði, f. 31.5. 1877, d. 8.10. 1945. Dóttir Ólafs og Jónínu var Sigurborg Ó. Lindsay, hár- greiðslumeistari, f. 2.3. 1905, d. 28.4. 1967, eiginmaður John Lindsay, heild- sali í Reylqavík, f. 8.3. 1893, d. 30.6. 1967. Fóstursonur Ólafs og Jónínu var ennfremur Pétur Pétursson, stýrimað- ur, f. 23.6. 1910, d. 20.12. 1976. Sigríður giftist 23.7. 1940 Einari Guðmundi Ein- arssyni Sæmundsen, f. 18. sept- ember 1917 á Þjótanda í Árnes- sýslu, skógfræðingi, skógarverði á S-Vesturlandi og fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Rvík., d. 15. febrúar 1969. For- eldrar hans voru Einar Einars- son Sæmundsen, skógarvörður, f. 7.10. 1885 á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, d. 16.10. 1953, og kona hans Guðrún Sigfríður Guðmundsdóttir, húsmóðir. f. 14.9. 1886 á Nautabúi í Skaga- firði, d. 15.8. 1972. Börn Sigríðar og Einars eru: 1) Einar, f. 5.3. 1941, landslagsarkitekt i Kópa- vogi, kvæntur Helgu Ásgeirs- dóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 4.3. 1942. Þeirra börn; a) Einar Ásgeir, f. 20.10. 1967. b) Þor- valdur, f. 22.2. 1972, sambýlis- kona Arna Hrönn Aradóttir, f. 2.6. 1975. c) Signý, f. 1.2. 1974. d) Sólrún, f. 2.6. 1975, hennar sonur Patrekur Einar, f. 16.10. 1994, hans faðir Jón Páll Finn- bogason, f. 30.1. 1973. 2) Ólafur Guðmundur, f. 9.1. 1943, skóg- fræðingur, Kópavogi, kvæntur Guðríði Þorsteinsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, f. 4.12. 1948. Þeirra börn; a) Guðmundur Tryggvi, f. 11.7. 1970, hans sonur Marinó Óli, f. 2.2. 1992, móðir hans Þórunn Björg Mar- inósdóttir, f. 23.11. 1971. b) Guðbjörg, f. 30.4. 1973. c) Heiða Steinunn, f. 3.7. 1978. d) Eygló, f. 18.8. 1981. 3) Vil- hjálmur, f. 6.4. 1947, fasteigna- sali í Kópavogi, kvæntur Sigur- björgu Magnúsdóttur tækni- teiknara, f. 22.4. 1943. Þeirra dætur; a) Sigríður, f. 22.12. 1977, unnusti Martin Nordli, f. 6.11. 1972, þeirra dóttir Sólvör Isolde, f. 11.4. 1999. b) Jónína Björk, f. 28.7. 1980. c) Sóley Ösp, f. 2.9. 1983. Fósturdóttir Vilhjálms og dóttir Sigurbjarg- ar er Andrea Arna Gunnars- dóttir, f. 10.12. 1963, gift Birni Steingrímssyni, f. 6.11. 1962, þeirra börn eru Hlynur, f. 11.8. 1985; Bjarki Már, f. 9.2. 1989, og Harpa, f. 19.4. 1992. 4) Jónína Guðrún, skrifstofumað- ur, f. 17.5.1948, Kópavogi, gift Óla K. Ásgeirssyni, bifvéla- virkja, f. 3.4. 1944. Þeirra börn; a) Sigríður, f. 29.9. 1970. b) Ásrún, f. 25.3. 1973, sambýl- ismaður Kristján Þór Finnsson, þeirra sonur óskírður, f. 11.8. 1999. c) Einar Óli, f. 10.10. 1982. Að lokinni gagnfræðaskóla- göngu lærði Sigríður hár- greiðsluiðn hjá Sigurborgu fóstursystur sinni á hár- greiðslustofu hennar, Edinu, í Pósthússtræti. Hún stundaði lengi hársnyrtingu heima jafn- framt húsmóðurstarfi. Sigríður og Einar bjuggu fyrstu búskap- arár sín á Vöglum í Fnjóskadal, en Einar var þar skógarvörður til 1947. Árið 1950 fluttu þau í Kópavog og var þar heimili þeirra á Nýbýlavegi 3, síðar Birkigrund 9B. Siðan 1988 dvaldi Sigríður í hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Utför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. SIGRIÐUR > VILHJÁLMSDÓTTIR Vertu sæl, systir, - yndi og líf þeim garði sem þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og ioft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt ^ og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgurnú í nýjum geislahami. (Þorsteinn Valdimarsson) Nú er afi loksins búinn að sækja elsku ömmu mína, hana Sísí. Ég græt af sorg í eigingimi minni að vilja hafa hana áiiram héma hjá okkur, en af gleði í von minni og trú að þau afi fái loksins að sitja saman aftur, í eilífð- inni, 30 árum síðar. Amma Sísí var mér góð eins og öllum öðrum, var æðrulaus í veikindum sínum og þolin- móð gagnvart samferðafólki, lífinu og tilverunni. Oft fór maður í heimsókn niður á Nýbýlaveginn til ömmu. Horfði út um gluggann á gamlárs- •Vkvöld á alla kertalogana uppi í Foss- vogskirkjugarði, fannst ótrúlegt hvað henni þótti lítið mál að vera alltaf að mæla blóðsykurinn, átti sígarettur til að bjóða á tyllidögum og kunni að meta góðan mat. Alltaf var stutt í brosið hjá ömmu, alveg fram á síðasta dag. Þegar amma fór í Sunnuhlíð vegna veikinda missti ég hálfpartinn persónulegt samband við hana, hún varð allt í einu áhorfandi en kom reglulega í heimsókn til bama sinna. Mikið höfðum við því báðar gott og gaman af því er ég fór að vinna á Sunnuhlíð eitt sumar, á deildinni • Jfciennar ömmu. Þá kynntist ég henni upp á nýtt, og hún mér. Amma Sísí var þakklát kona og dáðist ég að því hve þolinmóð hún var í 11 ára sjúkra- legu sinni á Sunnuhlíð, þótt henni hafi nú samt stundum þótt nóg komið og vildi í aðra röndina losna úr viðjum líkamans sem hefti hana við rúmið. Ég þakka ömmu Sísí samfylgdina. m Blessuð sé minning hennar. Sigríður Óladóttir (Sirra). Við viljum hér í nokkrum orðum minnast ömmu okkar Sigríðar Vil- hjálmsdóttur. Við ólumst upp við mik- il samskipti við ömmu Sísí, bjuggum m.a. um tíma undir sama þaki. Oft var margt um manninn á Nýbýlavegi 3 og fyrirferðin á okkur systkinunum var talsverð. Þessu öllu saman tók amma Sísí af mikilli þolinmæði og jafnaðar- geði, ekki minnumst við hennar öðru- vísi en glaðlyndri. Á okkar yngri árum áttum við margar góðar stundir með Sísí, en hún var mjög söngelsk, söng oft með okkur og spilaði á píanó. Einnig hafði hún gaman af því að lesa fyrir okkur. Lengi vel eftir að amma Sísí fór á Sunnuhlíð leið varla sá sunnudagur eða annar tyllidagur að hún kæmi ekki í heimsókn á torfuna. Þessar heimsóknir hennar þar sem allir litu inn, ræddu málin og þáðu kaffi eru meðal annars grunnurinn af þeim sterku fjölskylduböndum sem við njótum í dag. Amma Sísí skilur eftir sig margar góðar minningar og viljum við þakka henni samfylgdina, megi hún hvíla í friði. Guðmundur, Guðbjörg, Heiða og Eygló. Þegar birtan tekur að hörfa undan rökkrinu virðist sem aldrei áður hafi verið jafn dimmt. Á þannig kvöldi kvaddi amma mín. Hún var falleg kona, hún amma, og hlátur og bros hennar kom þaðan sem einlægnin býr. Það gladdi mig alveg ólýsanlega þegar hún kom í skím dóttur minnar, hún gat nú ekki látið það fram hjá sér fara þótt það væri ekki auðvelt fyrir hana að fara á milli staða. Þó að ég hafi oft komið í heimsókn til ömmu í Sunnuhlíð, þar sem veggina í herberg- inu prýddu myndir af ijölskyldunni, man ég líka þá ömmu sem spilaði plöt- ur fyrir okkur krakkana, leyfði okkur að spiia á píanóið sitt og Ijósakrónan hennar var örugglega úr ekta demöntum og í hverri skúffu í ævin- týraskápnum hennar átti hún fjársjóð í huga mínum. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með öllu sem gerðist í kring- um sig enda sýndi hún áhugamálum og fyrirætlunum okkar allra áhuga. Ég fékk stundum skilaboð um að í út- varpinu væri góður þáttur sem mér þætti örugglega gaman að. Amma mín mundi líka allt mögulegt og ég veit að hún fylgist jafnvel betur með okkur núna en áður. Ég vil þakka henni hlátur hennar, bros og um- hyggju. Fótspor fylgja raisdjúpum troðningi stundum hikandi, leitandi. Pollar hafa safnast fyrir í hælforunum og spegla fólrauðan himininn; mót hinu óendanlega austri fylgja fótspor misdjúpum troðningi. (S.V.) Sigríður Vilhjálmsdóttir og Sólvör Isolde. Þegar þú áttir enn þá heima í Birki- grundinni, niðri í kjallara hjá okkur, dvöldum við mörgum stundum hjá þér. Við vorum ekki nema fimm og átta ára þegar þú svo fórst í Sunnu- hlíð. Manstu samt eftir hvað við syst- umar rifumst um að fá að sofa niðri hjá þér því að mamma vildi ekki að við værum báðar í einu því að þá yrði of mikill hávaði í okkur? Svo gátum við setið stundunum saman og skoðað all- ar jólaplöturnar þínar, það vora svo litríkar myndir utan á þeim og líka spennandi bækumar sem þú hafðir alltaf í neðstu kommóðuskúffunni þinni, þær voru svo spennandi þótt við hefðum lesið þær hundrað sinnum áð- ur. Aldrei misstir þú þolimæðina við okkur þótt við sætum saman systurn- ar fyrir framan píanóið þitt og glömruðum eins og villtir hundar. En hápunkturinn var þegar við máttum kíkja inn í geymsluna hjá þér, amma, hún var samt bara full af kústum og pokum en samt sem áður gátum við ímyndað okkur að þar væri að finna fjársjóði og ævintýri. íbúðin þín var öll full af leyndardómum og við gátum setið tímunum saman og spurt spum- inga um heima og geima. Þegar við lékum okkur úti á hlaðinu var okkur stundum litið til eldhúsgluggans þíns. Á honum var spegill svo þú gast fylgst með mannaferðum að húsinu þínu og þar sáum við þig alltaf sitja inni í eld- húsi og fylgjast með leikjum okkar og svo komum við hlaupandi og þá brost- irðu til okkar, það varstu einna best í að gera, að brosa. Svo fórstu í Sunnu- hlíð og þá fyrst gátum við ekki bara hlaupið niður stigann til að heimsækja þig en þá fengum við systumar í stað- inn að keyra þig í hjólastólnum þinum, manstu. Við sáum aldrei fram fyrir okkur því við voram svo litlar en önn- ur var alltaf til hliðar við stólinn og vísaði veginn. Elsku amma okkar, núna ertu loks- ins komin þangað sem þú þráðir svo heitt að fara, til hans afa okkar. En undarlegast er að við eigum ekki eftir að hitta þig og njóta nærveru þinnar hér á þessu jarðröd. Einn daginn komum við til þín og þú getur kynnt okkur fyrir honum afa í eigin persónu, afa sem við gátum aldrei kynnst, pabba hans pabba. Við vitum samt að þú átt eftir að fylgjast með okkur þangað til við komum til ykkar, alveg eins og þú gerðir þegar við vorum litl- ar, í speglinum heima. Minningin um þig mun ávallt eiga stað í hjarta okkar. Jónína Björk og Sóley Ösp Vilhjálmsdætur. Ég var staddur í Vaglaskógi þegar ég fékk fréttina um að amma Sísí væri dáin. Fyrr um kvöldið hafði ég farið í gönguferð um skóginn. Skógurinn var þykkur, ilmandi og gróskumikill, fugl- arnir sungu og fegurðin var allt um kring. Ég hugsaði til ömmu og afa sem á Vöglum í Fnjóskadal höfðu byrjað sinn búskap fyrir tæpum sex- tíu áram. Mínar minningar um ömmu Sísí hafa alltaf verið tengdar henni í faðmi stóra fjölskyldunnar sinnar en þetta kvöld í skóginum fann ég sterkt fyrir þeim báðum í huganum, ömmu og afa saman. Ég minnist Ömmu Sisíar fyrir ótrú- legt æðraleysi hennar í veikindunum, léttleika og hæfileikann til að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Þessir sterku kostir ömmu hjálpuðu henni við að fást við veikindi sín en reyndust okkur í fjötskyldunni jafn mikill styrkur. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Þakka þér fyrir allar fallegu minning- arnar sem við eigum. Eftir gönguferð- ina í skóginum veit ég hvar þú ert. Einar Ásgeir. Við lát Sigríðar Vilhjálmsdóttur eða Sísíar eins og hún var alltaf kölluð koma upp í hugann margar minningar og minningabrot. Efst í huga er þakk- læti fyrir að hafa kynnst og átt sam- leið með jafn vandaðri og heilsteyptri manneskju og Sísi var. Ég átti því láni að fagna að alast upp í faðmi stóríjölskyldunnar í bestu merkingu þess orðs. Systkinin Guð- rún Einarsdóttir, móðir mín, og Einar Sæmundsen fengu sér lóðir í Foss- vogsdalnum, og með samstilltu átaki makanna Lofts Einarsson og Sísíar risu húsin tvö, Nýbýlavegur 3 og 5, í „holtinu" Kópavogsmegin. Á þessum árum var Fossvogsdalurinn nánast landbúnaðarsvæði. Stór bú vora rekin í næsta nágrenni, Lundur, Snæland og Ástún, og „nýbýlin“ tvö höfðu sín tún, hesthús og garða. I þessu um- hverfi ólumst við upp frændsystkinin fjögur og við bræðumir þrír sem ein stór fjölskylda. Það var mikið áfall þegar faðir minn féll frá 1954. Enn og aftur reyndi á samhug og samheldni fjölskyldnanna að láta allt ganga upp, og þar var Sísí ávallt til staðar, róleg, yfirveguð og traust. Húsin tvö vora sem eitt heimili og eftir að amma okkar Guðrún Guð- mundsdóttir og seinna frændi okkar Þorsteinn Valdimarsson fluttu á „býl- ið“ gat verið mikið að gera og margt að huga að í þessari tólf manna fjöl- skyldu. Með þessu fyrirkomulagi eignuðumst við bræðurnir tvær mömmur sem hægt var að leita til og varð ég aldrei var við að gerður væri greinarmunur á frændsystkinunum bömum Sísíar og okkur. Sem böm og unglingar gátum við ávallt leitað til Sísíar, sem hafði þann hæfileika að geta hlustað og við vissum að við átt- um trúnað hennar. Sigríður missti mann sinn Einar í hörmulegu bílslysi 1969. Þar slasaðist hún sjálf illa og háði það henni æ síð- an. Lengi vel bjó Sísí á „torfunni" sem nú var farið að kalla eftir að bömin höfðu byggt á túnunum neðan við gömlu húsin. Amma Sísí og amma Dúna vora alla tíð óvenju samrýndar og nánar og gegndu veigamiklu lykil- hlutverki í pössun og uppeldi barna- bamanna. Átti það jafnt við þau sem bjuggu á torfunni og hin sem áttu lengra að en dvöldu langdvölum í þessu sérstæða stórfjölskyldusamfé- lagi þar sem væntumþykja og sam- staða var jafn sjálfsagt mál og lífið sjálft. Eftir að heilsan fór að gefa sig dvaldi Sísí í Sunnuhlíð; síðustu árin meira og minna bundin við rúm og þjólastól. Æðraleysi Sísíar í langvinn- um og erfiðum veikindum var okkur hinum fyrirmynd. Andlegri heilsu hélt Sísí fram á síðasta augnablik. Hún fylgdist með öllu sem gerðist í stór- fjölskyldunni, hvar bamabömin og frændsystkinin flæktust um heiminn í námi og störfum. Hún fylgdist einnig náið með fréttum, bæði heima og er- lendis, og gat upplýst okkur sem yngri vorum ítarlega um menn og málefni sem fór framhjá okkur í dag- lega amstrinu. Við leiðarlok viljum við bræðumir og fjölskyldur okkar þakka þér sam- fylgdina elsku Sísí mín, hvíl þú í friði. Jdn Loftsson. Ég kynntist Sísí og manni hennar, Einari, árið 1953, er ég og konan mín tilvonandi vorum að undirbúa brúð- kaup okkar. Halla, nú konan mín, er systurdóttir Sísíar, og því náskyld henni. Hafði hún á yngri áram dvalið nokkur sumur hjá þeim hjónum, er þau bjuggu á Vöglum í Vaglaskógi, Einar var þá skógarvörður þar. Minn- ist Halla alltaf þeirra sumra með gleði, þar sem þau hjón sýndu henni mikla ástúð og hlýju. Aðalstarf henn- ar þar var að gæta tveggja sona þeirra, svo og að taka til hendinni við það sem til féll, eins og að reka kýmar og gefa hænsnunum. Hún var sem sé „í sveit“ hjá Sísí og Einari. En, sem sé, eitt kvöld sumarið 1953 var farið með mig á fund þeirra hjóna á Ný- býlavegi 5, Kópavogi, en þar bjuggu þau um tíma meðan verið var að klára hús þeirra á Nýbýlavegi 3. Á Nýbýla- vegi 5 bjó þá Guðrún, „Dúna“, systir Einars, ásamt manni sínum Lofti Ein- arssyni. Loftur var húsasmíðameist- ari og byggði bæði húsin, fyrst nr. 5 fyrir sig og sína og svo nr. 3 fyrir Ein- ar og Sísí. Dó Loftur fyrir aldur fram 1954. Þar var góður maður kallaður allt of snemma frá ungri konu og börnum. Konan mín tilvonandi hafði haft nasasjón af því, að Einar ætlaði sér að innrétta litla íbúð í kjallara nýja húss- ins og mögulegt væri, að fá hana leigða. Erfitt var mjög á þeim tíma, að fá leigt húsnæði, svo nú varð að reyna á frændsemi og velvild þeirra hjóna, tjalda sínu besta hvað framkomu og háttvísi snerti og reyna að „sjarmera" þau hjón til að leigja okkur. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég sá þau hjón og þau mig, - en mér var strax tekið eins og einum úr fjölskyldunni og leið mér vel í þeirra návist, góðvildin og gæsk- an „sveif þar yfir vötnunum". Erindi okkar var tekið það vel, að við áttum von á þaki yfir höfuðið strax og lokið væri við íbúðina, en það gæti dregist fram á vetur. Fannst okkur ekkert mál að fresta giftingunni til þess tíma, er við gætum flutt inn. Ekld vildum við missa af þessari íbúð, en ekki bara íbúðinni einni, heldur líka samvista við þau góðu hjón í náinni framtíð. Hinn 19. desember 1953 voram við Halla „pússuð saman" og fluttum á Nýbýla- veg 3 til Sísíar og Einars. Þau hjón lögðu sig í framkróka til þess, að allt væri sem þægilegast og best fyrir okkur þarna hjá þeim, og t.d. bjó Sísí persónulega um hjónarúm okkar fyrir brúðkaupsnóttina. Ég er viss um, að umhyggja og hlýjar hugsanir Sísíar við þær framkvæmdir hafa á sinn hátt verkað til blessunar í hjónabandi okk- ar, sem hefur verið farsælt í rúm 40 ár. Þannig var byrjunin á sönnum vin; skap okkar Höllu, Sísíar og Einars. í sjö ár bjuggum við hjá þeim í hlýlegu kjallaraíbúðinni og þar á staðnum fæddist elsti sonur okkar, Óskar. Eft- ir því, sem ég best veit, er hann eina bamið, sem hefur fæðst í því húsi, a.m.k. enn, sem komið er. Ekki veit ég annað, en að það hafi orðið honum til góðs. Það var árið 1957, en ári eftir að við giftum okkur eignuðumst við okk- ar fyrsta bam, Þórdísi. Sísí og Einar voru okkur sem aðrir foreldrar þessi ár og í réttu framhaldi af því voru þau

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.