Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
ganga frá eftir sig og ekki rífa
kjaft við næsta mann. Ólafur
segir strákana ná vel saman
og þeir sem reyndari séu taki
á móti nýliðum og hjálpi þeim
áfram.
„Ég hugsa að þessi miðstöð
sé að ná að festa sig í sessi.
Þetta hefur reynst vel og
kennarar hafa látið það í ljós
að starfið hér hafi haft jákvæð
áhrif á nemendur þeirra, sem
lent hafa í vandræðum," segir
Ólafur.
Það sem helst stendur
starfmu fyrir þrifum er að
strákana, sem og aðra mótor-
hjólaíþróttamenn, vantar gott
æfmgasvæði. Ólafur segir að
miðstöðin bjóði strákunum
upp á aðstöðu til að gera við
og halda hjólunum í góðu
standi, en þetta líkist því helst
þegar fótboltamenn hafi bún-
ingsklefa en engan völl til að
spila á.
Ólafur segir það vera
draum þeirra mótorhjóla-
manna að koma upp skemmti-
legu afgirtu svæði, vel grónu
með trjágróðri og bílastæð-
um, þar sem væru góðar æf-
inga- og keppnisbrautir. Þá
væri hægt að bjóða fólki að
koma til að horfa á íþróttina
eins og hún er í rauninni.
Hann sagði að slík svæði
væru víða erlendis þar sem
þessi íþrótt nyti mikilla vin-
sælda.
Þorgeir hefur stundað mót-
orsportið í 20 ár og segist
íyrst hafa reynt að sækja um
slíkt svæði fyrir 19 árum. Síð-
an þá hafi lítið sem ekkert
gerst og telur hann að sáralít-
ill vilji sé fyrir málinu sem
slíku. Hann telur neikvæða
ímynd mótorhjólamanna
vinna gegn framgangi máls-
ins, fólk sé fast í gömlum hug-
myndum um mótorhjólamenn
sem dópista og afbrotamenn
auk þess sem mótorhjól séu
stimpluð sem stórhættuleg
verkfæri og slysagildrur.
Þetta telur Þorgeir vera óá-
byrga hugmyndafræði og seg-
ir að mótorsportið sé íþrótt
sem eigi fullan rétt á sér.
Hann segir að Mótorhúsið hafi
sannað það að þörfin sé fyrir
hendi og í dag séu menn að
reyna að stunda keppnisíþrótt
án nokkurrar aðstöðu. Hægt
sé reyndar að æfa á Sand-
skeiði, en þangað sé langt að
fara og yngri strákarnir eigi
sérstaklega erfitt með að
komast langt til æfmga.
Staðan í dag er sú að bæj-
aryfirvöld eru reiðubúin að
útvega svæðið en eftir er að
ákveða hvar það verður í
skipulaginu og því óljóst
hvenær hægt verður að út-
hluta svæðinu til mótorhjóla-
manna. Þorgeir segir að þeir
geti núna fengið eitthvert
bráðabirgðasvæði án fjárveit-
inga til uppbyggingar. Hann
segist vera búinn að útvega
styrktaraðila sem reiðubúnir
séu að leggja fram vinnu og
peninga til að útbúa svæðið,
en enginn vilji fai’a út í slíkt
nema hægt sé að byggja upp
til framtíðar.
Félagsmiðstöðin Músík og
mótor festir sig í sessi
Morgunblaðið/N ethönnun.
Tölvuteikning sem sýnir svæði undir mótorhjólabrautir eins og Mótorhússmenn sjá það fyrir sér.
Vantar æfinga-
svæði fyrir
mótorsportið
Bræðurnir Þorgeir og Ólafur Ólasynir
eru umsjónarmenn Mótorhússins.
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Mús-
ík og mótor er nú á þriðja
starfsári sínu og hefur starf-
semin þar gengið yonum
framar að sögn Ólafs Ólason-
ar forstöðumanns. Áhugasam-
ir mótorhjólastrákar eiga þó
við það vandamál að glíma að
ekkert æfmgasvæði _er til
staðar fyrir íþróttina. Áralöng
barátta fyrir slíku svæði hefur
lítinn árangur borið. Þorgeir
Ólason, annar umsjónar-
manna Mótorhússins, segir
neikvæða ímynd mótorhjólaí-
þrótta ráðandi og því sé lítill
vilji til að bæta úr aðstöðu-
leysi þeirra sem stunda mót-
orsportið.
Starfsemi félagsmiðstöðv-
arinnar er tvískipt. I Músík-
húsinu býðst unglingahljóm-
sveitum leigufrítt húsnæði til
æfinga og segir Ólafiu- að hús-
ið hafí yfir að ráða 5 herbergj-
um og tvær til þrjár hljóm-
sveitir hafi aðstöðu í hverju
þeirra. Hann segir þetta hafa
skilað sér vel og hafnfirskar
hljómsveitir hafi verið áber-
andi í tónlistarlífinu undanfar-
ið. Góður árangur náðist á
Músíktilraunum 1998 og
hljómsveitir eins og Stolía og
Funkmaster 2000 hafa vakið á
sér athygli, en þær hófu feril
sinn í Músíkhúsinu.
Mótorhúsið er sérhæfð fé-
lagsmiðstöð fyrir ungt áhuga-
fólk um mótorhjól. Hugmynd-
in er upphaflega spunnin út
frá norskri fyrirmynd, þar
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Mótorhjólið heillar strákana í Mótorhúsinu en þá vantar æfinga-
og keppnissvæði til að þeysa um á vélfákum sínum.
sem ógæfufólk var tekið upp
af götunni og virkjað í mótor-
sportinu. Mótorsmiðjan í
Reykjavík reið á vaðið með
þessa hugmyndafræði og í
framhaldi af því kviknaði sú
hugmynd hjá æskulýðsfull-
trúa Hafnarfjarðarbæjar að
koma á fót slíkri miðstöð í
Hafnarfirði. Byrjað var í litlu
húsnæði í Vinnuskólanum og
síðan hefur miðstöðin vaxið
jafnt og þétt að sögn Ólafs. í
febrúar 1997 fékk miðstöðin
húsnæði við Dalshraun 22 og
komst í fyrsta sinn á fjárlög
hjá Hafnarfjarðarbæ á þessu
ári.
Upphaflegt markmið fé-
Iagsmiðstöðvarinnar var að
koma til móts við þá unglinga
sem ekki voru í boltaíþróttum
en höfðu áhuga á mótoríþrótt-
um. Ólafur segir að í byrjun
hafi þetta verið „rosalegur
verkstæðisbransi" og mikill
tími farið í að gera upp hjól og
koma þeim í akfært ástand.
Strákarnir hafi þá lært mikið,
s.s. að rafsjóða og vinna með
ýnús efni.
„I dag erum við að komast
á svolítið skemmtilegt stig,“
segir Ólafur. Strákarnir eru
komnir með hjólin í lag og
meiri íþróttaandi er kominn í
starfið. Hann segir starfið
einnig skila sér vel í því að
virkja strákana á réttan hátt.
Þó svo að hugmyndafræðin á
bak við félagsmiðtöðina sé að
bjarga þeim sem komnir eru í
vandræði, þá segir Ólafur að
hópurinn í Mótorhúsinu sé
blandaður. Þar séu bæði góðir
námsmenn og einnig þeir sem
hafa lent á villigötum. Það
sem sameinar þessa einstak-
linga er mótoríþróttin og
þetta hefur borið skemmtileg-
an árangur.
Reglurnar á staðnum eru
einfaldar. Menn þurfa að
mæta í góðu skapi og brosa,
Hafnarfjördur
Kjarrhólmi
Atta óhöpp
frá 92-97
Kópavogur
í SKÝRSLU, sem verkfræði-
stofan Línuhönnun hefur
unnið fyrir tæknideild Kópa-
vogsbæjar um umferðarör-
yggi í Kópavogi árin 1992-
1997, kemur fram að á því
tímabili hafi átta umferðaró-
höpp, þar af tvö sem höfðu
meiðsl í för með sér, orðið við
Kjarrhólma.
Skýrsluhöfundar telja
óhöppin mörg, miðað við að
enginn gegnumakstur er um
götuna, og segja, líkt og íbú-
ar hafa lýst undanfarna daga,
að vandamálið megi rekja til
nálægðar bílastæðanna við
götuna niður með allri húsa-
röðinni.
11% arðsemi
í skýrslunni, þar sem gerð
er úttekt á þekktum umferð-
arslysum og slysastöðum í
Kópavogi á tímabilinu, er
lagt til að gatan og bflastæðin
verði aðskilin með því að
færa götuna norðar, þangað
sem stæðin norðan hennar
eru í dag eða norður fyrir
þau, en hafa innkeyrslur frá
götunni inn á bflaplön. Hvert
plan gæti verið fyrir eitt til
tvö númer blokkarinnai-.
Fram kemur að kostnaður
við aðgerðirnar við þessa 450
manna blokk sé áætlaður
35,3 milljónir króna en
óhappasparnaður á fyrsta ári
er talinn verða 3,8 milljónir
króna. Lagt er ai’ðsemismat
á framkvæmdimar og er arð-
'semin fyrsta árið talin verða
11%.
*
Urbætur
næsta vor
Kópavogur
„ÞETTA er í umfjöllum hjá
umferðai-nefnd bæjarins og
hún mun koma með tillögur
til okkar í bæjarráði,“ sagði
Gunnar I. Birgisson, forseti
bæjarstjómar Kópavogs,
þegar kvartanir íbúa við
Kjarrhólma vegna umferðar-
öryggismála við götuna vom
bornar undir hann. „Væntan-
lega munum við gera úrbæt-
ur við götuna næsta vor.“
Ibúar hafa einnig fundið að
því að kvörtunum þeiira og
erindum til bæjai-ins hafi
ekki verið svarað. Gunnar
sagði að nefndastarf væri í
lágmarki yfir sumarið vegna
sumarfría. „Þau fá svar fljót-
lega. Við í bæjarráði eram
ekki búin að fá tillögur um-
ferðamefndar í þessu máli en
við lítum með velvilja á allt
þetta mál,“ sagði hann.
Nýtt þriggja hæða
hiís við Laugaveg
Laugavegur
BRÁTT verður hafist handa
við að reisa þriggja hæða
steinsteypt hús við Laugaveg
99, á horni Laugavegs og
Snorrabrautar. Gert er ráð
fyrir að í húsinu verði versl-
un, að sögn Brynjars Guð-
mundssonar hjá fyrirtækinu
Viðhaldi og nýsmíði sem
stendur að framkvæmdum á
lóðinni. Húsið sem þar var
fyrir var rifið á dögunum.
„Við stefnum á að byrja að
byggja eftir rúma viku,“
sagði Brynjar í samtali við
Morgunblaðið. Heildarstærð
hæðanna þriggja verður um
330 fermetrar.
Stefnt er að því að húsið
verði nýtt sem ein heild, að
sögn Brynjars. Neðri hæðim-
ar tvær verða samtengdar og
hugmyndin er að þær nýtist
að fullu undir verslunarrekst-
urinn sem slíkan. Efsta hæðin
verður inndregin. „Hún er
hugsuð fyrir starfsmannaað-
stöðu, skrifstofur, snyrtingar
og annað," sagði Brynjar.
Stefnt er að því að klára að
l
r • '14
Pgj, ■ fj
Morgunblaðið/Golli
Byggingaframkvæmdir eru að hefjast á
horni Laugavegs og Snorrabrautar.
Útlitsteikning af húsinu sem mun rísa á
Laugavegi 99 og umhverfí þess.
steypa húsið og jafnvel ljúka
frágangi að utan fyrir næstu
áramót. „Það verður svo að
ráðast hvenær framkvæmd-
um lýkur endanlega. Það fer
náttúrlega svolítið eftir því
hvað verður þama,“ sagði
Brynjar. Hann segir marga
áhugasama um kaup á húsinu
sem verður þó ekki selt strax.
Arkitekt hússins er Pétur
Orn Bjömsson.