Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 54
jt 54 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Barnaskóútsala Ik !í A JL/r 1_J Sérverslun m/barnaskó OmMOrVwn í bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919. Dreifng; Niko s: 568-0945 NATEN* -ernógl Fœðubótin sem cdlir uda um FÓLK í FRÉTTUM No Smoking Band ásamt Sigur Rós Á VEGUM Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst næstkomandi föstudag kemur serbneski leikstjór- inn Emir Kusturica til landsins. Ein þekktasta mynd Kusturica er Und- erground sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. I þeirri mynd sem mörgum öðrum myndum leikstjórans spilar tónlist stórt hlutverk og eru blásturs- hljóðfæri áberandi, en leikstjórinn hefur um langa hríð verið í hljóm- sveitinni No Smoking Band sem kemur hingað til lands með honum og heldur tónleika í Laugardalshöll- inni laugardaginn 28. ágúst ásamt ís- lensku hljómsveitinni Sigur Rós. Kristinn Sæmundsson í Hljóma- lind sér um alla framkvæmd tónleik- anna sem haldnir verða í Laugar- dalshöll laugardaginn 28. ágúst næstkomandi. „Þetta verða stórtón- leikar af bestu gerð, enda ein vin- sælasta íslenska sveitin í dag að spila, en færri komust að en vildu þegar Sigur Rós hélt útgáfutónleika í Operunni fyrr í sumar. Svo er No Smoking Band náttúrlega algjör stórviðburður í tónlistarlífí hérlend- is, en hljómsveitin hefur notið alveg gífurlegra vinsælda um margra ára skeið og verið uppselt nánast alls staðar þar sem hún hefur komið.“ Fótbolti, tónleikar og sundferð Kristinn segir að Laugardalshöllin verði í sparifötunum fyrir tónleikana og skreytingar muni prýða húsa- kynnin hvert sem litið verður. „Svið- ið verður upphækkað og líkist brúðuleikhúsi og þetta verður flott stemmning,“ segir hann. Tónleikam- ir hefjast með leik No Smoking Band þar sem þeir verða á rólegu nótunum. Síðan tekur Sigur Rós við og spilar í klukkutíma. Þá spila No Smoking Band aftur og keyra þá upp fjörið. Miði á tónleikana gildir einnig á knattspyrnuleik sem No Smoking Band leikur fyrr um daginn gegn völdu liði íslenskra kvikmyndagerð- armanna og er víst að þar mun verða hiti 1 kolunum, enda nokkrir liðsmenn No Smoking Band sem hafa verið atvinnumenn í fótbolta og því efiaust afar leiknir með boltann. Þar að auki gildir miðinn einnig sem að- göngumiði í sundlaugar borgarinnar fyrir tvo. Einstök spilagleði No Smoking Band var stofnuð snemma á níunda áratugnum og hafa notið gífurlegra vinsælda í fyrr- verandi ríkjum Júgóslavíu. Þeir hafa gefið út sex plöt- ur og er síðasta plata þeirra tónlistin úr síðustu mynd Kusturiea, Black Cat White Cat, sem sýnd verð- ur hér á Kvikmyndahátíð- inni. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð sem tón- leikasveit og í tónleikaferð sveitarinnar til Italíu fyrr í sumar var þeim tekið af- spyrnu vel og komust færri en vildu á tónleikana, en hljómsveitin spilaði í 20 borgum Ítalíu. Tónlist No Smoking Band þykir mjög fjörug og eru blásturshljóð- færi áberandi, en tónlistin er þó bræðingur úr ýmsum áttum. Miða- sala á tónleikana hefst í dag og eru seldir miðar í verslunum Skífunn- ar, í Hljómalind og í verslunum M&M. Hægt er að safna fjórum glösum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.