Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 54
jt 54 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Barnaskóútsala Ik !í A JL/r 1_J Sérverslun m/barnaskó OmMOrVwn í bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919. Dreifng; Niko s: 568-0945 NATEN* -ernógl Fœðubótin sem cdlir uda um FÓLK í FRÉTTUM No Smoking Band ásamt Sigur Rós Á VEGUM Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst næstkomandi föstudag kemur serbneski leikstjór- inn Emir Kusturica til landsins. Ein þekktasta mynd Kusturica er Und- erground sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. I þeirri mynd sem mörgum öðrum myndum leikstjórans spilar tónlist stórt hlutverk og eru blásturs- hljóðfæri áberandi, en leikstjórinn hefur um langa hríð verið í hljóm- sveitinni No Smoking Band sem kemur hingað til lands með honum og heldur tónleika í Laugardalshöll- inni laugardaginn 28. ágúst ásamt ís- lensku hljómsveitinni Sigur Rós. Kristinn Sæmundsson í Hljóma- lind sér um alla framkvæmd tónleik- anna sem haldnir verða í Laugar- dalshöll laugardaginn 28. ágúst næstkomandi. „Þetta verða stórtón- leikar af bestu gerð, enda ein vin- sælasta íslenska sveitin í dag að spila, en færri komust að en vildu þegar Sigur Rós hélt útgáfutónleika í Operunni fyrr í sumar. Svo er No Smoking Band náttúrlega algjör stórviðburður í tónlistarlífí hérlend- is, en hljómsveitin hefur notið alveg gífurlegra vinsælda um margra ára skeið og verið uppselt nánast alls staðar þar sem hún hefur komið.“ Fótbolti, tónleikar og sundferð Kristinn segir að Laugardalshöllin verði í sparifötunum fyrir tónleikana og skreytingar muni prýða húsa- kynnin hvert sem litið verður. „Svið- ið verður upphækkað og líkist brúðuleikhúsi og þetta verður flott stemmning,“ segir hann. Tónleikam- ir hefjast með leik No Smoking Band þar sem þeir verða á rólegu nótunum. Síðan tekur Sigur Rós við og spilar í klukkutíma. Þá spila No Smoking Band aftur og keyra þá upp fjörið. Miði á tónleikana gildir einnig á knattspyrnuleik sem No Smoking Band leikur fyrr um daginn gegn völdu liði íslenskra kvikmyndagerð- armanna og er víst að þar mun verða hiti 1 kolunum, enda nokkrir liðsmenn No Smoking Band sem hafa verið atvinnumenn í fótbolta og því efiaust afar leiknir með boltann. Þar að auki gildir miðinn einnig sem að- göngumiði í sundlaugar borgarinnar fyrir tvo. Einstök spilagleði No Smoking Band var stofnuð snemma á níunda áratugnum og hafa notið gífurlegra vinsælda í fyrr- verandi ríkjum Júgóslavíu. Þeir hafa gefið út sex plöt- ur og er síðasta plata þeirra tónlistin úr síðustu mynd Kusturiea, Black Cat White Cat, sem sýnd verð- ur hér á Kvikmyndahátíð- inni. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð sem tón- leikasveit og í tónleikaferð sveitarinnar til Italíu fyrr í sumar var þeim tekið af- spyrnu vel og komust færri en vildu á tónleikana, en hljómsveitin spilaði í 20 borgum Ítalíu. Tónlist No Smoking Band þykir mjög fjörug og eru blásturshljóð- færi áberandi, en tónlistin er þó bræðingur úr ýmsum áttum. Miða- sala á tónleikana hefst í dag og eru seldir miðar í verslunum Skífunn- ar, í Hljómalind og í verslunum M&M. Hægt er að safna fjórum glösum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.