Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Um 700 gestir skoðuðu ýtur á ýtusýningu á Hvanneyri Sýndi 57 ára ýtu sem enn er notuð Grund - Beltavélar og ýtur í 80 ár var yfirskrift á stórskemmtilegri ýtusýningu, sem haldin var á Hvanneyri helgina 14.-15. ágúst sl. Um 700 gestir heimsóttu Hvanneyri sýningardagana, en að sýningunni stóðu Búvélasafnið á Hvanneyri, verktakafyrirtækið Jörfi í Borgarfirði, Vegminjasafn- ið, Vegagerð ríkisins og Hekla hf. Tilefni sýningarinnar var 80 ára saga beltavéla á íslandi og þáttur þeirra í túnrækt bænda og sam- göngubótum. Sýningin var tvíþætt: Á úti- svæði voru sýndar beltavélar og jarðýtur frá ýmsum tímum, m.a. beltavél frá fjórða áratugnum (Caterpillar TEN) og fyrsta jarð- ýtan, sem notuð var við túnrækt og vegagerð hérlendis. Þetta er TD 9, sem tekin var í notkun 14. ágúst fyrir 57 árum. Hún er í full- komnu lagi og enn í notkun á Hvammi í Hvítársíðu. Eigandinn, Torfi Gunnlaugsson, sýndi hæfni sína og kosti ýtunnar, en ekkert stóð fyrir henni, sem henni var beitt á. Vegagerðin frumsýndi tvær ný uppgerðar grafvélar, Caterpillar og Prestman. Vélar þessar hafa verið snilldar vel uppgerðar á verkstæði yegagerðarinnar í Borgamesi. Á sjötta áratugnum var Prestman afkastamesta ámokstursvél, sem mokaði á vega- gerðarbíla. Það tók skamma stund að moka fullu hlassi á hvern bíl. Þegar skóflan er skoðuð nú finnst manni hún ansi smá, sem í hugan- um var feikilega stór á sínum tíma. Flestar vélanna á sýning- unni voru teknar til kostanna og menn léku listir sínar með jarðýt- um og grafvélum við haugalögun, mokstur, plönun svo og skerpiplægingu, en þau mikilfeng- legu vinnubrögð voru aflögð fyrir aldarþriðjungi. Þetta gerði góða lukku meðal gesta. Sögusýningin stendur út ágúst Þá hafði verið komið upp sögu- sýningu í sumarhótelinu, þar sem dregin var fram saga beltavélanna og atburðir úr sögu þeirra hér- lendis. Voru þar sýndar margar myndir frá fyrstu árum túnrækt- unar og vegagerðar með jarðýt- um. Þessi hluti sýningarinnar vakti ekki síður athygli en gömlu vélarnar. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Margar áhugaverðar ýtur voru til sýnis á ýtusýningunni á Hvanneyri. Laugardagskvöldið 14. ágúst var efnt til ýtumannavöku á Hvanneyri. Þar hittust nær 60 ýtu- menn, eldri og yngri, úr öUum landshlutum og rifjuðu upp sögur og sagnir tengdar ýtunni. Var þar glatt á hjalla og margar kátlegar og merkilegar ýtumannasögur sagðar. í hópnum voru meðal ann- ars ýtumenn, sem tekið höfðu til starfa fyrir meira en 50 árum. Veitinga var notið í boði Jörfa hf., sem er vaxandi beltavélaeig- andi með 21 árs starfsferil að baki. Gestir sýningardagana skoðuðu einnig hið vaxandi búvélasafn á Hvanneyri. Það hefur verið opið alla virka daga milli kl. 13 og 18 síðan í byrjun júní og verður svo út ágúst mánuð. Gestir það sem af er þessu ári nálgast nú 3.000. Forstöðumaður búvélasafnsins, Bjami Guðmundsson, var stjórn- andi og talsmaður sýningarinnar. Meó einu handtaki býróu til boró í miðaftursætinu. Einnig fáanlegt meó kæliboxi. „Flugsætisboró“ fyrir yngri farþega í aftursæti. Mikió farangursrými sem hægt er aó stækka enn meira. Auóvelt er aó taka aftursætin úr, eitt, tvö eóa öll þrjú. Þau eru ótrúlega létt. Fjarstýró hljómtæki meó geislaspilara, stjórnaó úr stýri. 4 loftpúóar: bílstjóri, farþegi í framsæti og hlióarpúóar. Tvö hólf í gólfi fyrir framan aftursæti. Renault Mégane varvalinn öruggasti bíll ársins í sínum flokki í Evrópu 1998. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Alkþetiamnmií Mé<j<m Scénic Aukabúnaður á mynd: Álfelgur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.