Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 21 Fjölnir stofnar fiskmarkað FISKVINNSLAN Fjölnir hf. á Þingeyri ætlar að stofna Fisk- markað Þingeyrar ehf. og samhhða því er stefnt að því að koma upp frekari beitningaaðstöðu fyrir trillusjómenn og verða beitninga- stæði leigð út. Tilgangurinn með stofnun fisk- markaðarins er að laða fleiri báta til Þingeyrar og fá þannig aukið hráefni til vinnslu en stefnt er að því að markaðurinn verði ekki að- eins uppboðsmarkaður heldur veiti skipum og bátum ýmiss konar þjónustu. -------♦ ♦♦------ Siglingastofnun Nýtt útibú stofnað á Suðurnesjum SIGLINGASTOFNUN íslands hefur stofnað nýtt útibú fyrir skipaskoðun í Reykjanesbæ. Þetta er sjötta útibú Siglingastofnunar á skipaskoðunarsviði á landsbyggð- inni, en fyrir eru útibú í Ólafsvík, á ísafirði, Akureyri, Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum. Enn frem- ur mun stofnunin auka þjónustu sína á Suðurlandi með viðveru skoðunarmanns í Þorlákshöfn annan hvern fimmtudag og föstu- dag. Skrifstofa Siglingastofnunar á Reykjanesi er á Víkurbraut 13 í Keflavík og mun þjóna skipum og bátum á Suðurnesjum, á svæðinu fyrir sunnan Straumsvík. Útgerð- armenn og skipstjórar skipa og báta á svæðinu geta því leitað þangað um þjónustu. Nánari upp- lýsingar gefur Skúli R. Þórarins- son á skrifstofu Siglingastofnunar á Suðumesjum í síma 421-1072, bréfasími 421-1072. Þjónusta í Þorlákshöfn Frá og með fimmtudeginum 9. september nk. verður breyting á starfsemi útibúsins í Vestmanna- eyjum. Skoðunarmaður verður með viðveru í Þorlákshöfn annan hvern fimmtudag og föstudag. Út- gerðarmenn og skipstjórar skipa og báta á Suðurlandi geta því tryggt sér skoðun á þessum tíma með því að hafa samband við Steingrím D. Sigurðsson á skrif- stofunni í Vestmannaeyjum í síma 481-2145 eða 897-4830, og gefur hann jafnframt nánari upplýsing- ar. Trefjar semja um sölu á plastbátum til Rússlands Samningur upp á tugi milljóna undirbúinn TREFJAR ehf. í Hafnarfirði hafa smíðað trefjaplastbát sem hefur verið seldur til Rússlands og verður væntanlega afhentur fyrir komandi mánaðamót. Rætt hefur verið um að gera samning um tugi báta en gert er ráð fyrir að samið verði um smíði fimm báta fyrir áramót. Verð eins báts með öllu er um 18 til 20 milljónir króna svo ljóst er að um verðmætan samning er að ræða en rússnesk sendinefnd með Nikolai Ermakov, sjávarútvegsráðherra Rússlands, í fararbroddi heimsækir fyrirtækið í dag vegna þessa máls. Mikil eftirspum er eftir bátum frá Trefjum en um er að ræða svo- nefnda Cleopatra-báta. Að sögn Högna Bergþórssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hafa 20 bátar verið afgreiddir á ár- inu en gengið hefur verið frá samn- ingum um afhendingu 40 báta til viðbótar fram í ársbyrjun 2001. Fyrirtækið selur einkum 28 feta báta innanlands en stærri báta er- lendis og er framleiðslutíminn þrír til fjórir mánuðir. Unnið er við marga báta í einu en Rússamir kaupa Cleopatra 33 og verður um aðsldlið verkefni að ræða. Högni segir að lengi hafi verið unnið að markaðssetningunni í Rússlandi og heimsókn rússneska sjávarútvegsráðherrans sé til komin vegna þess að fyrsti báturinn sé til- búinn. Rætt hafi verið um mikil samskipti en nú sé komið að því að ganga frá samningum. Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hérlendis SJAVARUTVEGSRÁÐHERRA Rússlands, Nikolai Ermakov, kom til landsins í gærkvöldi. Hann mun í dag eiga fund með Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra auk þess sem stofnaður verður vinnuhópur sem meðal annars mun fjalla um samning þjóðanna um samstarf á sviði sjávarútvegs. Unn- ið hefur verið að gerð samningsins frá 1997 en hann hefur ekki enn verið formlega undirritaður. Ekki er gert ráð fyrir að samningurinn verði undirritaður á meðan á heim- sókninni stendur. Samkvæmt upp- lýsingum frá sjávarútvegsráðuneyL inu á enn eftir að ganga frá ýmsum ákvæðum samningsins og er vonast til að samningurinn liggi efnislega fyrir að heimsókninni lokinni. Rússneski ráðherrann mun einnig ganga á fund Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra. Þá mun hann fara til Akur- eyrar, heimsækja þar fyrirtæki og Háskólann á Akureyri. Á laugar- dag mun ráðherrann eiga annan fund með Ama M. Mathiesen þar sem meðal annars verður farið yfir störf vinnuhópsins. Ermakov held- ur af landi brott á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.