Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt að því að hefja stækkun álvers Norðuráls á árinu Sílaveiðar í Reykjavík Launavísitala hefur hækkað um 21% frá ársbyrjun 1997 AÐ VEIÐA síli er skemmtileg iðja, nema kannski fyrir sílin. Þessir krakkar voru nýverið við sflaveiðar í Reykjavíkurtjörn við Ráðhúsið. Engum sögum fer af veiði, en myndin var tekin þegar kominn var veiðihugur í menn. Morgunblaðið/Ásdís Leitað til innlendra aðila með Qármögnun NORÐURÁL hf. ráðgerir að hefja framkvæmdir á þessu ári vegna stækkunar álversins á Grundartanga úr 60 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári í 90 þúsund tonna framleiðslugetu. Leitað verður eftir fjármögnun innanlands og erlendis. Viðræður við Landsvirkjun um gerð nýs orkusamnings eru á lokastigi og hefur Norðurál jafn- framt óskað eftir viðræðum vegna fyrirhugaðrar stækkunar í 180 þúsund tonna framleiðslugetu á næstu árum. Vonast er til að gengið verði frá fyrstu samningum vegna stækkunarinnar í nóvember nk. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að ganga þurfí frá þremur meginþátt- um áður en framkvæmdir geti haf- ist. Ljúka þurfí gerð orkusamn- ings við Landsvirkjun og segir Ragnar að samningar verði vænt- anlega undirritaðir í september. Þá þurfi að ganga frá fjármögn- un framkvæmdanna og segir Ragnar það mál styttra á veg kom- ið. Þó sé búið að kynna það fyrir hugsanlegum lánveitendum og sé að vænta viðbragða frá þeim í lok ágúst eða byrjun næsta mánaðar. I þriðja lagi sé beðið eftir ýmsum leyfum til stækkunarinnar frá op- inberum aðilum og unnið sé að því að afla þeirra. Auk þess er verið að vinna að samningum um helstu að- föng til framleiðslunnar og sölu af- urða. Endurfjármögnun eldri lána „Við stefnum að því að endur- fjármagna núverandi lán fyrirtæk- isins ásamt því að fjármagna stækkunina í einum pakka. Inn- lendum aðilum hefur verið boðin þátttaka í fjármögnuninni að því marki sem þeir geta. Þar eru stærstir FBA og Landsbanki Is- lands,“ segir Ragnar. Heildarupphæðin, þ.e. endur- fjármögnun eldri skulda og til framkvæmdanna, er 16-17 millj- arðar króna. Gert er ráð fyrir að innlendir aðilar fjármagni um fjórðung upphæðarinnar, eða 4-4,25 milljarða króna. Kostnaður við stækkunina er talinn verða a.m.k. 5,5 milljarðar króna. Ekki er gert ráð fyrir að aukið verði við hlutafé fyrirtækisins. Norðurál hefur starfsleyfi fyrir 180 þúsund tonna ársframleiðslu. Fyrirtækið þarf engu að síður sam- þykki opinberra aðila íyrir stækk- uninni. Gert er ráð fyrir að þriðja áfanganum, sem er stækkun úr 90 þúsund í 180 þúsund tonna árs- framleiðslu, verði hrundið í fram- kvæmd síðar. „Við höfum óskað eftir viðræðum við Landsvirkjun um hvenær af því geti orðið,“ segir Ragnar. Aðsókn í leikhús- in eykst SAMANLÖGÐ aðsókn í leikhús á síðasta leikári jókst frá fyrra ári og dreifðist hún jafnar en oft áður. Að- sókn í Iðnó var vonum framar en þangað sóttu ríflega 40 þúsund gest- ir leiksýningar, tónleika og dans- leiki. Rúmt ár er síðan endurbótum við Iðnó lauk og húsið var opnað á ný sem menningarhús. Að sögn stjórn- enda Leikfélags íslands, sem rekur starfsemina í Iðnó, gekk rekstur hússins mjög vel fyrsta leikárið.'Sett voru upp 10 leikverk og haldnir 43 tónleikar. Efnt var til leikritasam- keppni og bárust 56 leikrit í keppn- ina. Tjarnardansleikir voni endur- vaktir og var heildarfjöldi viðburða fyrir utan ráðstefnur og fundi 320 talsins og heildarfjöldi gesta á þá viðburði var 40.558. Karl Pétur Jónsson, stjórnarfoimaður Leikfé- lags íslands, segir ánægjulegt til þess að vita að aðsókn í önnur leik- hús hafí aukist þrátt fyrir tilkomu Iðnó og bendir það ótvírætt til þess að samfara auknu framboði á leíklist í borginni fari áhugi vaxandi. 90 þúsund gestir í Borgarleikhúsinu Aðsókn í Borgarleikhúsið tók verulegan kipp frá leikárinu á undan og voru gestir frá því í ágúst í fyrra til loka júní í ár rétt innan við 90 þúsund. Eru þá sýningar íslenska dansflokksins og leiksýningar ann- arra en Leikfélags Reykjavíkur ekki meðtaldar. Ef bætt er við áhorfend- um í júlí og ágúst í sumar á Litlu hryllingsbúðina nálgast talan 100 þúsund. Einstakar sýningar standa að sjálfsögðu upp úr hvað aðsókn varðar og t.a.m. sáu nær 30 þúsund manns söngleikinn Grease og 23 þúsund manns sáu Sex í sveit í Borgai'leikhúsinu á síðasta leikári. í Þjóðleikhúsið komu rúmlega 90 þúsund gestir og er það einnig um- talsverð aukning frá fyira ári en þá voru gestir rúmlega 71 þúsund. Stefnt að sáttum innaii Neytendasamtakanna Formaður bað vara- formanninn afsökunar LAUNAVÍSITALA hækkaði um 0,1% í júlímánuði. Á síðustu 12 mán- uðum hefur vísitalan hækkað um Ung stúlka slasaðist á höfði UNG stúlka var flutt á slysadeild Sjúki'ahúss Reykjavíkur í gærkvöldi með höfuðáverka eftir slys í sölutumi í Skipholti. Stúlkan hrasaði í sölutuminum og skall í gólfíð. Að sögn læknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var hún lögð inn á bamadeild. Hún var með meðvitund og virtust áverkar hennar ekki eins alvarlegir og óttast var í fyrstu. Hún átti að gangast undir rannsókn. 6,8% og frá ársbyrjun 1997 hefur hún hækkað um 21%. Vísitala neysluverðs hefur á sama tíma hækkað um 6,8%. Kjarasamning- amir, sem renna út á næsta ári, vom flestir gerðir á fyrri hluta árs- ins 1997. Launavísitalan hækkaði um 8,1% á árinu 1997, um 7,8% á árinu 1998 og það sem af er þessu ári hefur vísitalan hækkað um 5%. Vísitalan hefur hækkað í hverjum einasta mánuði á þessu tímabili öllu. Dæmi em hins vegar um að neysluverðsvísitala hafi lækkað milli mánaða. Vísitalan hækkaði um 2% á árinu 1997, um 1,3% í fyrra, en það sem af er þessu ári hefur neysluverðsvísitala hækkað um 3,5%. Hagstofan hefur einnig reiknað út byggingarvísitölu fyrir júlímánuð og hækkaði hún í þeim mánuði um 0,04%. Hækkun vísitölunnar síðustu þrjá mánuði samsvarar 0,9% hækk- un. Síðastliðna 12 mánuði hækkaði byggingarvísitala um 2,3%. JÓHANNES Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, bað vara- formann þeirra, Jón Magnússon, af- sökunar á ummælum sínum um að Jón hefði hagsmuni neytenda ekki að leiðarljósi á fundi samtakanna í gærkvöldi. Jón sagði eftir fundinn að unnið yrði að því að ná fullum sáttum innan samtakanna. Forsaga málsins er sú að Jóhann- es Gunnarsson krafðist innköllunar kjúklinga tiltekins framleiðanda úr verslunum eftir að Heilbrigðiseftir- lit Suðurlands gerði athugasemdir við umgengni á kjúklingabúi hans. Jón var ósáttur við þessar aðgerðir formannsins og taldi að Jóhannes hefði brugðist of sterkt við fréttum af sýkingum í búinu. Þessi viðbrögð Jóns Magnússonar urðu tilefni um- mæla formannsins, sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Aðspurður sagðist Jón enn vera þeirrar skoðunar að þær upplýsing- ar sem fyrir lágu þegar Jóhannes krafðist innköllunar á kjúklingun- um úr verslunum hefðu ekki rétt- lætt innkallanir frá einum ákveðn- um framleiðanda. Á fundi Neytendasamtakanna í gær var samþykkt tillaga þess efnis að neytendur gætu ekki sætt sig við að ólögleg matvæli, það er matvæli sem hættuleg eru heilsu manna, væru til sölu í verslunum. Þá var þeim tilmælum beint til heilbrigðisyfírvalda að þau kæmu annars vegar á læsilegum og góðum | varúðarmerkingum vegna með- fc höndlunar við matreiðslu kjúklinga p og hins vegar að rannsóknum á kamphýlóbakteríum í íslenskum kjúklingum verði hraðað og sýktar vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Sérblöð í dag Gersemar handa konum og körlum Svalt að vera skáti |§j| A FOSTUDOGUM Auðun Helgason frá vikum saman / C1 Fylkismenn komnir með 11 stiga forystu í 1. deild / C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is . >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.