Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ j|38 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MINNINGAR LARA BJÖRGVINSDÓTTIR + Lára Björgvins- dóttir fæddist í Reykjavík 19. maí 1960. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Áslaug Birna Einarsdóttir, f. 29.8. 1930, og Björgvin Magnús- son, f. 5.9. 1925. Systkini Láru eru: 1) Björn Magnús, f. 2.10. 1953, maki Sigfríður Fanney Úlfljótsdóttir, börn þeirra: Brynhildur Lilja, f. 22.12. 1977, Björgvin Halldór, f. 16.8. 1982, og Brynjar, f. 11.7. 1988. 2) Ás- laug, f. 21.12. 1964, dóttir henn- ar Birna Dögg, f. 20.5. 1985. 3) Hafdís, f. 3.12. 1967, maki Sig- urður Reynaldsson, börn þeirra: Birgitta, f. 12.9. 1992, og Kristófer, f. 25.2. 1997. 4) Bróðir, samfeðra, Sigmar Ægir, f. 14.6. 1948, maki Ingileif Arn- grímsdóttir og eiga þau Qögur börn. Sambýlismaður Láru var Atli Þór Símonarson, f. 25.12. 1959. Þau slitu sam- vistir árið 1990. Börn þeirra eru: 1) Guðný Björk, f. 25.12. 1980, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, unnusti hennar er Hörður Albertsson, f. 8.2. 1980, og 2) Björgvin, f. 6.2. 1982, nemi í Vélskóla íslands. Hinn 3. júlí síðastliðinn giftist Lára sambýiismanni sínum, Jóni Sigurði Pálssyni, f. 24.9. 1953. Sonur þeirra er Páll Arnar, f. 16.10.1996. Lára starfaði hjá íslands- banka í Mjódd frá árinu 1987 og síðar í Lækjargötu, þar til hún veiktist síðastliðið vor. Útför Láru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Til elsku mömmu okkar ^ Mamma mín. Ertu horfin? Ertu dáin! Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Eg hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, fmn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elskulega mamma mín. - " Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola, starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, eísku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá Guði skín. (Árni Helgason.) ~ Þínir gullmolar Guðný Björk, Björgvin og Páll Árnar. Elsku Lára stóra systir okkar er farin. Það er sárara en orð fá lýst að missa þig svona unga og lífsglaða frá okkur. Við sem áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman. Veikindi þín komu sem reiðarslag yfir okkur öll en þú tókst þeim með miklu æðruleysi og við héldum í von- ina um kraftaverk fram á síðustu stundu. En það liðu aðeins tæpir fimm mánuðir frá því þau uppgötvuð- ust þar til kallið kom. Að fá að vera með þér síðustu stundir lífs þíns voru okkur mikil forréttindi því þú gafst okkur bæði svo mikla hlýju og styrk. Þegar við hugsum um þig nú, hlýnar okkur um hjartaræturnar. Alltaf varst þú til staðar ef við þörfn- uðumst hjálpar eða ef eitthvað stóð til. Og við getum ekki annað en bros- að í gegnum tárin í minningunum um þig. Þú varst hrókur alls fagnaðar og alltaf til í eitthvað skemmtilegt. Nú geymum við gleðistundirnar sem leyndan fjársjóð og glettnisglampan- um í fallegu grænu augunum þínum gleymum við aldrei. Þú skildir eftir þig demanta, börn- in þín þrjú, Guðnýju Björk, Björgvin og Pál Arnar, þeim varstu einstök móðir og sakna þau þín sárt. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og gefa börnunum þínum, Jóni og okkur öllum sem elskuðum þig styrk til að halda lífínu áfram þar til við hittumst á ný. „Hve langt sem er á milli okkar og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Mýrarvegi 116, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi miðvikudagsins 18. ágúst. Svavar Guðni Gunnarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR frá Ferjubakka, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 18. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún, Sigríður Inga og Guðrún Kristjánsdætur. hversu mjög sem lífíð hefur breytt okkur, þá eru tengsl okkar órjúfan- leg. Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífi okkar.“ (P. Brown.) Þínar Áslaug og Hafdís. Ég vil hér í fáum orðum minnast mágkonu minnar sem í dag er borin til sinnar hinstu hvílu. Hún stærði sig af því stuttu fyrir andlát sitt að vera eina löglega mágkonan mín því hún og Jón höfðu gift sig rétt um mánuði áður og varð Lára þannig fyrst þeirra systra til að gifta sig. Hún var fram á síðasta dag með létt- leikann í fyrirrúmi. Á stundum sem þessari spyr mað- ur sjálfan sig af hverju ung mann- eskja í blóma lífsins er tekin burtu frá okkur. Enginn veit hið rétta svar en Lára trúði á líf eftir dauðann og kveið ekki nýjum verkefnum sem myndu bíða hennar. Guð einn veit hvenær tími okkar er kominn og oft- ast er erfítt að vera sammála honum í þeim efnum. Handan iandamær- anna bíða án vafa krefjandi verkefni sem Láru er ætlað að leysa. Hún á vafalaust eftir að hrista upp í ein- hverjum þarna uppi því annar eins dugnaðarforkur var vandfundinn. Lára kvaddi þennan heim á af- mælisdegi móður minnarj sem lést fyrir rúmum tólf árum. Ég veit að hún hefur tekið vel á móti Láru á þessum degi ef ég þekki hana rétt og mun hún hugsa vel um hana á þess- um nýja stað. Lára fæddi þrjú yndisleg börn í þennan heim og fá þau nú skyndi- lega erfitt verkefni upp í hendurnar. Þau hafa góða fjölskyldu allt í kring- um sig og veit ég að hún mun veita þeim þann styrk sem þarf til að kom- ast í gegnum þessa erfiðleika. Jón, Palli, Bjöggi og Guðný, Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sigurður Reynaldsson. í dag er til moldar borin elskuleg mágkona mín. Mér verður hugsað til baka er síminn hringdi kvöld eitt fyrir rúmum átta árum og í síman- um var Jón bróðir. Heyrði ég strax mikia gleði og eftirvæntingu í rödd hans. Tjáði hann mér að hann hefði kynnst fallegustu og yndislegustu konu er héti Lára. „Þú verður að hitta hana,“ sagði hann með eftir- væntingu. Svo úr varð að ég kynnt- ist henni stuttu seinna. Það var ekki orðum aukið um fegurð hennar og glæsileika og virðuleika. Við áttum margar góðar samverustundir. Lára og Jón voru góð heim að sækja. Ymsir erfiðleikar komu upp í lífinu en ávallt hélt Lára sinni full- komnu reisn og jafnvægi. Tóku þau sér fyrir hendur að koma á fót fyrir- tæki fyrir um það bil tveimur árum og kostaði það mikia vinnu og svita, en ávallt stóð Lára við hlið manns síns með jafnvægi. Hinn 16. október 1996 eignuðust þau son en Lára átti fyrir tvö böm. Allt virtist ætla að smella saman og mikil gleði ríkti. En þær sorgarfréttir bárust í vor að Lára væri komin með krabbamein svo aftur þurfti að berjast, sem hún og gerði allt fram á síðasta dag. Elsku Jón, Guðný, Björgvin og Páll Amar. Missir ykkar er mikill. Megi algóður Guð vaka yfir ykkur um ókomna tíð. Elsku Lára. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lifs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælterað vitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Svanhvít og synir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr.J. Hallgr.) Ung kona er hrifin burt í blóma lífsins, aðeins þrjátíu og níu ára að aldri, eftir stutt en erfið veikindi. Lára Björgvinsdóttir var aðeins átján ára, þegar Atli Þór, sonur minn, kynnti okkur, og hreifst ég mjög af þessari ungu og glæsilegu stúlku. Við nánari kynni fann ég, hvað hún hafði margt til brunns að bera, var vel gefin, hæversk og um- fram allt elskuleg og góð stúlka. Hún kom frá samhentri fjölskyldu og átti góða foreldra og systkin. Þau stofnuðu sitt eigið heimili og eignuðust tvö börn. Það urðu gleðidagar hjá okkur öll- um þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Guðnýju Björk, á jóladag 1980, afmælisdag Atla, og þrettán mánuðum síðar soninn Björgvin. Þótt Lára væri ung að ár- um fórst henni móðurhlutverkið vel úr hendi eins og öll önnur störf sem hún kom að. En margt fer öðruvísi en ætiað er í lífinu og leiðir þeirra skildu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum h'fsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Guðný Björk og Björgvin, harmur ykkar er mikill, en eitt verð- ur aldrei tekið frá ykkur, minning um góða móður, sem þið geymið í hjarta ykkar. Eiginmanni, Jóni S. Pálssyni, og litla drengnum ykkar, Páli, aðeins á þriðja ári, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Guð blessi minningu Láru Björg- vinsdóttur. Edda Finnbogadóttir. Elsku Lára mín. Þú varst alltaf sönn og studdir mig í að vera sjálf- stæð og ég sjálf. Ég sakna þín mikið og finnst ósanngjarnt að þú sért far- in frá okkur. Mamma sagði mér að þegar ég var lítil hefði ég kallað þig Lalla og síðar Lála (það var áður en ég gat sagt R). Hún sagði mér líka að ég hefði alltaf hlýtt þér í einu og öllu. Já, ég litla „ótemjan“. Minning- in frá Ingunnarstöðum síðastliðið sumar þegar við dönsuðum saman og samverustundfrnar í Fremri- stekknum gegnum árin, allt eru þetta góðar minningar um þig. Ég hlakka til þegar við sjáumst aftur. Ég gleymi þér aldrei. Þín Birna Dögg. Tíminn er mislangur sem okkur er ætlaður til yfirráða í þessum heimi. Hvað ræður þessari misskiptingu tímans er okkur jarðarbúum ráðgáta sem seint verður ráðin. Nú hefur elskuleg systurdóttir mín, Lára Björgvinsdóttir, lokið ævigöngu sinni í blóma lífsins, langt um aldur fram, að mati okkar sem næstir standa. Allt frá fyrstu tíð ævi hennar man ég eftir henni, undurfögru barni er síðar varð glæsileg kona, móðir og eiginkona. Það er sárara en tárum taki, þegar ung kona verður að yfir- gefa þetta jarðlíf frá ungum börnum og öðrum ástvinum. Eitt er víst að okkur er ekki gefið að skilja leyndardóma lífs og dauða. En okkar bjargfasta trú og bæn er að Guð muni vel fyrir sjá. Lára átti marga góða að, og fyrir utan eiginmann og börn, átti hún for- eldra og systkini er veittu henni allan þann styrk sem verða mátti. Móðir hennar og systur vöktu margar síð- ustu næturnar við sjúkrabeð hennar uns yfir lauk. Þar kom ómældur kær- leikur í ljós og létti byrðina eftir því sem mannlegur máttur frekast leyfði. En ekki má gleyma hennar eigin dugnaði og baráttuvilja sem hún sýndi í veikindum sínum. Það var ótrúlegt þrek og mikill viljastyrkur sem fram kom hjá henni í baráttu við þennan erfiða sjúkdóm. Mér kemur í hug atvik sem átti sér stað, fyrir mörgum árum, er Lára var barn að aldri og dvaldi daglangt hjá mér í sumarbústað í ná- grenni Reykjavíkur. Ég ætlaði henni að gista yfir nóttina en þegar fór að kvölda kemur hún til mín og segir sig langa heim. Ég tjái henni að mamma hennar muni vera sofnuð, það væri orðið svo framorðið. Þá sagði Lára: „Mamma er vakandi.“ Það voru orð að sönnu, Áslaug mamma var vakandi, ekki aðeins þetta eina kvöld, heldur alla daga er hún á vakt, ekki eingöngu yfir vel- ferð barna sinna og fjölskyldu, held- ur einnig margra annarra og höfum við hjónin notið góðs af umhyggju hennar og þeirra hjóna. Eftir að ejg- inmaður minn lamaðist hafa þau Ás- laug og Björgvin veitt okkur ómet- anlega aðstoð, sem seint verður full- þökkuð. Nú er sorg í ranni og harmur í hug okkar er þekktum Láru frænku mína, en svo fer fyrir þeim er eiga minningar liðinna ára, sem aldrei bar skugga á. Það eru því margir sem eiga um sárt að binda. Nú, þeg- ar leiðir skilur um stund og söknuð- ur býr í brjósti, biðjum við sem eftir stöndum algóðan Guð að blessa og varðveita sál elsku Láru minnar um alla eilífð. Hún er kært kvödd af fjöl- skyldu minni. Öllum ástvinum og öðrum er sárt sakna hennar bið ég náðar og blessunar á framtíðarbraut. Vigdís Einarsdóttir. Elsku Lára mín, mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja, það er af svo mörgu að taka og svo ótrúlega erfitt að horfast í augu við það að þú sért farin frá okkur öllum sem elskuðum þig svo heitt. Ég ætla að reyna að vera ekki væmin því ég veit að það hefði þér ekki líkað, þú varst svo yndisleg, heilsteypt, skemmtileg, falleg og lífsglöð. Svo trú og trygg öllum þínum nánustu og þeim sem þér þótti vænt um. Hér sit ég og horfi á blaðið og minningarnar hrannast upp, við vor- um alltaf svo samrýndar en samt svo ólíkar. Það var sama hvar ég bjó á landinu, Reykjavík, Flateyri, Gr- indavík eða hér á Akranesi, alltaf vorum við í sambandi minnst viku- lega, þú áttir það meira að segja til að hringja í mig þegar þú skrappst til útlanda, og er ég þurfti að fara á sjúkrahús í minniháttar aðgerðir eða var bara með flensu þá hringdir þú reglulega til að athuga hvort mér væri nú ekki að batna. Þú sem alltaf varst svo hraust og sterk, hafðir aldrei lagst á sjúkrahús nema þegar þú fæddir börnin þín sem var þér svo auðvelt og ég sagði oft við þig að þú værir fædd til að ganga með og ala börn. Þú hlóst bara og sagðir: „Uss, þetta er ekkert mál,“ en varst þó svo skilningsrík þegar ég var ekki sam- mála og var eitthvað að kvarta. Þá stappaðir þú í mig stálinu eins og þér einni var lagið. I 25 ár vorum við vinkonur og alltaf í stöðugu sambandi. I öll þessi ár rifumst við ekki svo ég muni til. Ef við höfum gert það þá höfum við verið svo ungar að ég er löngu búin að gleyma því. í dag kemur svo margt upp í hugann. Óll ferðalögin okkar. Við fórum tvisvar saman til Spánar en ferðalögin innanlands voru ekki síðri. Við þurftum ekkert að fara langt, pabbi átti stóran bíl og keyrði okkur vinkonurnar einu sinni sem oftar upp í Heiðmörk í útilegu. Svo þegar pabbi var farinn í bæinn ætluðum við að fara að tjalda eins og lög gera ráð fyrir þá uppgötvuðum við að tjaldsúlurnar urðu eftir heima nema hvað það eina sem okkur Láru datt í hug að gera var að leggjast í grasið og hlæja þangað til tárin runnu niður kinnarnar á okkur og sögðum þetta bjargast og það gerði það. Síðan mörgum árum seinna þegar við vorum komnar með börn og buru endurtók þetta sig í Skafta- felli og við horfðum íyrst skelfdar hvor á aðra, svo sprungum við úr hlátri og sváfum sjö í fimm manna tjaldinu sem mamma og pabbi áttu sem teldist varla þriggja manna tjald í dag, enginn himinn, ekkert fortjald en það fannst okkur ekki mikið mál. Það fór bara vel um okkur öll. Við fórum á þjóðhátíð í Eyjum, í Þórs- mörk, Galtalæk, Úlfljótsvatn, til Akureyi’ar, vestur í Vatnsfjörð og alla leið upp í Rauðhóla og meira að segja tjölduðum við í Mjóddinni í Breiðholtinu. Það var alltaf jafn gaman hjá okkur og það eltist ekki af okkur. Síðast í sumar þegar þú varst orðin fársjúk fórum við tvær út að borða og það sem við hlógum og hlógum að einhverju sem engum hefði þótt fyndið nema okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.