Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
5 30 30 30
M&tsafa qÉi Ira 12-18 œlraniað tynkigu
»»i*llrtg.maH11l
HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00
Fös 20/8 örfá sæti laus
Rm 26/8 nokkur sæti laus
Fös 27/8 örfá sæti laus
mið 1/9. fim 2/9. fös 3/9
SNYR AFTUR
Fös 20/8 kl. 23.00 UPPSELT
TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA!
20% afeláitur af mat fyrir leiktiúsgesti í Iðró.
Bcnðapantanir í síma 562 9700.
6
S.O.S. Kabarett
/' leikstjórn Sigga Sigurjónss.
lau. 21/8 miðnætursýn. á menningar-
nótt Fleykjavíkur örfá sæti laus
fös. 27/8 kl. 20.30 örfá sæti laus
föstudagurinn 3/9 kl. 20.30
laugardaginn 11/9 kl. 20.30
HATTUR OG FATTUR
BYRJA AFTUR EFTIR SUMARFRÍ
sunnudag 12. sept. kl. 14.00.
Á þín tjölskylda eftir að sjá Hatt og Fatt?
Miðasala i s. 552 3000. Opið virka daga
kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga.
Miðapantanir allan sólarhringinn.
ijiif rmii
ÍSLENSKA OPERAN
illll .... iiiíi
A
Ósóttar pantanir
seldar daglega
Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10
Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
Fös. 20/8 kl. 20.00. Uppselt
Fös. 27/8 kl. 20.00.
Lau. 28/8 kl. 20.00.
Fim. 2/9 kl. 20.00.
Lau. 4/9 kl. 20.00.
Fös. 10/9 kl. 20.00.
FÓLK í FRÉTTUM
Tilfíimingaþrimgin þrif
Hreingjörningur
Austurstræti
„ÉG HEF verið í
mörg ár heima með
börnunum mínum og
veit að húsmóður-
starfið er erfiðasta
starf í heimi,“ segir Anna Rie-
hardsdóttir, spunadansari og
húsmóðir, sem ætlar að vera
með dansspuna og hreingjörn-
ing fyrir framan Pennann-Ey-
mundsson í Austurstræti kl. 17
í dag og á morgun, Menning-
amótt Reykjavíkur, kl. 21.
„Mér finnst þrif mjög mikil-
vægt hugtak í sjálfu sér. Það
þarf að þrífa í kringum sig en
einnig er hægt að þrífa innra
með sér, taka til í vinskap og
Anna lærði spunadans í Þýskalandi og hefur kennt
hann hérlendis, í Kramhúsinu og nú á Akureyri. I
spunadansi segir hún að dansarinn taki ákvarðanir í
augnablikinu og ákveði um leið og hann dansar hvemig
dansinn á að vera. „Oft er ég búin að setja mér ákveðinn
ramma en aldrei nákvæmlega hvað ég ætla að gera. Ég
spinn dansinn út frá tilfinningum mínum, tónlistinni,
hlutunum sem ég er með, áhorfendunum og stemmning-
unni og verð síðan að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum
sem ég tek en það er einmitt stór hluti af þessu öllu
saman.“ Anna notar mismunandi tónlist við verk sitt,
stundum er hún með lifandi tónlist en í dag mun hún
nota klassíska tónlist og á laugardagskvöldið verður
leikin nútímatónlist undir dansinum.
Gamaldags skúringakona
Hreingjörningurinn er aldrei eins og það er misjafnt
hvað Anna þrífur og hvaða tæki hún notar til verksins.
Hún mætir með fötu, vatn og klút og einhver áhöld,
t.d. hefur hún tekið upp á því að mæta með strauborð
og straujárn eða þrifið bílinn sinn. „Síðan túlka ég
hvemig mér líður við þessi þrif. Það er kannski óhefð-
bundni hlutinn við þetta. Því skúringakonan sjálf er
sett fram sem frekar klisjukennd og pínulítið gamal-
dags en innra með henni bærast alltaf ýmsar tilfinn-
ingar er hún tekst á við líf sitt. Þannig að
notkunin á áhöldunum verður á óhefð-
bundnari nótunum." Þegar Anna hefur
lokið hreingjörningnum sínum þýðir
það ekki alltaf að hreint sé orðið í
kringum hana. „Stundum er allt í
óreiðu í kringum mig því húsmóðir
þarf oft að gera tólf hluti í einu; vera
með litla barnið á handleggnum, gefa
„ öðru að borða, ganga
Að dansa við þnfin heima 1 frá og hugsa um góifið
sem hún ætti að vera
búin að skúra. I gjörn-
ingnum tekst ég á við
það að vera ekki sú
húsmóðir sem ég upp-
lifði að ætlast var til af
mér. Þannig að þetta
kemur líka inn á jafn-
réttismál. Það er stórt
hlutverk að vera hús-
móðir en það er van-
metið.“
í heilt ár hefur
stofu er sjálfsagt nokkuð sem
margir gera annað slagið.
Sunna Ósk Logadóttir hitti
konu sem gengur skrefí lengra og
dansar á götum úti við þrifin um
leið og hún tjáir tilfinningar skúr-
ingakonunnar.
Anna Itichai’ds-
dótlir lcknr lil
hcndiiini livar
sein luíii cr.
hjónabandi og svo þurfa
þjóðir að þrífa hver hjá
annarri stundum. Þannig að fyrir
mér er þetta stórt hugtak."
Ábyrgð á eigin
ákvörðunum
Hugmyndin að hreingjörn-
ingnum varð því til þegar Anna
fór að takast á við húsmóðurhlut-
verkið. „Mig langaði að vera starfandi
listakona og sýnileg. Ég vildi ná til
fólksins sem ekki fer á hefðbundnar
listsýningar og sýna spunadans svo
að fólk átti sig á hvað það er. Ég hef
mikla þörf fyrir að tjá þessa skúr-
ingakonu því ég hef verið í því hlut-
verlá.“
Anna vikulega mætt í göngugötuna á Akureyri og þrif-
ið og dansað en hún hefur einnig þrifið hjá öðrum þjóð-
um. „Maður verður að skúra og þrífa þar sem maður er
staddur og ég fór til Gautaborgar í nóvember síðast-
liðnum og þreif þar. Svo hef ég einnig þrifið í Ósló og
Eistlandi. Hún segir að það sé misjafn hvort áhorfend-
ur taki þátt í hreingjörningnum á einhvem hátt eða
horfi bara á. „Þetta er svolítið viðkvæmt mál. Ég þarf
að finna hvar mörkin liggja og ég er ekkert að reyna að
fá áhorfendur með mér. En stundum hefur fólk mætt
mjög reglulega í göngugötuna og þá er ég farin að
þekkja það og það þekkir mig og er tilbúið að þvo á
mér bakið með tuskunni eða eitthvað svoleiðis," segir
Anna og hlær létt.
Reykvíkingar fá loks að kynnast hreingjömingi Önnu
sem segir að lokum að vel geti verið að hún komi aftur að
þrífa í Austurstrætinu seinna - ef einhver óhreinindi
verða eftir.
Robert Carlyle sem hinn alræmdi Begbie í Trainspotting.
Carlyle
skallar
blaðamann
í veislu
KVIKMYNDASTJARNAN Ro-
bert Carlyle réðst að tilefnis-
lausu á blaðamanninn Rick
Fulton í frumsýningarveislu á
nýjustu kvikmynd Pierce Brosn-
an, The Thomas Crown Affair,
að sögpi blaðsins Daily Record.
Leikarinn sem þekktastur er fyr-
ir hlutverk sitt í myndunum Tra-
inspotting og Full Monty er sagð-
ur hafa skallað blaðamanninn og
sett hnéð í lærið á honum og skil-
ið hann eftir ringlaðan í angist
sinni. Fulton fékk blóðnasir og
skrámur á ennið en sakaði ekki
að öðru leyti. Vinir Carlyle
þurftu að draga hann frá blaða-
manninum þar sem hann stóð og
hélt skammarræðu yfir honum
en eiginkona hans tók einnig þátt
í árásinni. Hún sló blaðamanninn
nokkrum sinnum í höfuðið og
svaramaður leikarans Tommy Fl-
anagan sem sjálfur er leikari sló
einnig til Fultons og æpti á hann.
Daginn eftir árásina sagði
Fulton: „Carlyle reyndi að setja
hnéð í nárann á mér en ég gat
beygt mig þannig að það fór í
innra lærið á mér og svo skallaði
hann mig í nefið. Hann öskraði á
mig og sló mig síðan í höfuðið.
Ég hef aldrei hitt hann áður og
er agndofa og hneykslaður á því
að jafn þekktur maður og hann
skyldi gera þetta og það á al-
mannafæri." Carlyle var sérstak-
ur gestur í veislunni því hann
leikur ásamt Brosnan í nýjustu
James Bond-myndinni „The
World is Not Enough". Carlyle
lék hinn óforskammaða fíkni-
efnasala Begbie í Trainspotting
og í Bond-myndinni er hann
einnig í hlutverki vonda karlsins.
Hann segist hins vegar ekki vera
vondur í veruleikanum og neitar
að hafa ráðist á blaðamanninn í
veislunni. „Það er kjaftæði að ég
hafi skallað einhvem í veislunni.
Ég vil ekki ræða það sem getur
verið að hafi gerst með Fulton en
ég játa að ég gæti hafa ýtt aðeins
við honum. Það getur líka verið
að fætur okkar hafi snerst,“ við-
urkenndi hann, en neitaði alfarið
að eiginkonan og svaramaðurinn
hefðu tekið nokkurn þátt í
árásinni.
Stutt
Bardot æf út
í Kínverja
► FRANSKA leikkonan Brigitte
Bardot hefur hafið herferð gegn
Kína fyrir það sem hún kallar
„ógeðslega meðferð á dýrum“.
Bardot skrifaði afar harðort bréf
til forseta Kína, Jiang Zemin, þar
sem hún segir að Kína gangi enn
aftur fram af heimsbyggðinni
með illri meðferð á dýmm og að
í hugum fólks sé Kínverjar „fólk
sem hefur enga samúð með dýr-
um“. Bréfið var birt í franska
tímaritinu VSD á miðvikudaginn
og í því kemur fram að Bardot
ásakar Kínveija um að misþyrma
bjarndýmm og að þeir séu á
góðri leið með að útrýma tígris-
dýmm og nashyrningum til þess
eins að búa til ástarlyf. Bardot,
sem hefur undanfarna áratugi
helgað líf sitt dýravernd, hefur
iðulega vakið harkaleg viðbrögð
fyrir harða stefnu sína. I fyrra
var hún dæmd fyrir frönskum
rétti fyrir að kynda undir kyn-
þáttahatri eftir að hún úthúðaði
múslimum fyrir aðferð þeirra við
slátran sauðfjár.
Grafhýsið
vinsælt
► GRAFHÝSI kúbanska uppreisn-
armannsins Ernesto Che Guevara er
einn af vinsælustu stöðunum sem
ferðamenn heimsækja í Kúbu. Þegar
jarðneskar leifar Che Guevara fund-
ust í Bólivíu fyrir tveimur árum voru
þær fluttar til Santa Clara og graf-
hýsið reist. Talsmenn grafhýsisins
segja að ennþá sé meirihluti þeirra
sem heimsækja grafhýsið Kúbverj-
ar, en af þeim 420 þúsund manns
sem heimsótt hafa grafhýsið eru 300
þúsund Kúbverjar en 120 þúsund er-
lendir ferðamenn.
„Gestirnir koma til að sýna virð-
ingu sína og aðdáun á uppreisnar-
manninum og fylgismönnum hans
sem voru drepnir árið 1967 í Bólivíu
við tilraun þeirra til að koma á bylt-
ingu í Suður-Ameríku,“ segir Teresa
Garcia forstöðumaður grafhýsisins.
Fannst úti á engi
► NAUT frá Bandaríkjunum sem
strauk í Montreal í Kanada stuttu
áður en áætlað var að það tæki
þátt í portúgölsku nautaati í borg-
inni er komið í leitimar. „Nú þarf
að athuga heilsufar nautsins eftir
strokuferðina," sagði Suzanne
Thomas talsmaður Montreal Feria
nautaatsins sem haldið er á morg-
un í Montreal. Nautaat er umdeild
íþrótt í Kanada og kannski að
nautið hafi fundið það á sér þegar
það strauk af vettvangi síðasta
sunnudag. Bandarískur
landamæravörður fann nautið síð-
astliðinn þriðjudag þar sem það
var í mestu makindum að næra sig
á engi nokkru rétt fyrir norðan
Champlain í New York fylki.
Ruglaðist
á tegund
►NORSKA blaðið Verdens Gang
birti á dögunum viðtal við 28 ára
norskan mann sem segir höfrung
nokkurn hafa sýnt sér óviður-
kvæmilega athygli sem jaðri við
nauðgunartilraun. Maðurinn, sem
ekki vill láta nafn síns getið, segir
að höfrungurinn hafi ruglast á hon-
um og kvenhöfrungi eftir að þeir
höfðu synt samhliða í sjónum undan
ströndum Farsund í Suður-Noregi
fyrr í þessum mánuði.
Maðurinn segir að honum hafi
brugðið illilega við og reyndi hann
strax að synda af öllum krafti að bát
sínum. Vinur mannsins, sem er
kennari í köfun og varð vitni að at-
burðinum, sagðist hafa lent í svip-
uðum aðförum af hálfu höfrungsins,
en hann hafi verið betur varinn því
hann hefði verið í kafarabúningi.