Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sænsk hjón fóru til Þingeyrar að vitja leiðis ættingja sem hvarf árið 1908 Leyndar- dómurinn um Norling- Ættingjar Alberts Simonar Norlings hafa lengi velt vöngum yfír hvers vegna Norl- ing hvarf sporlaust frá Svíþjóð árið 1908, frá konu og ungu barni. Hann var úrskurð- aður látinn 1917, en nú er komið í ljós að -------7----------------- hann fór til Islands og dó þar 1957. Eyrún Baldursddttir ræddi við dótturson hans, Alf Hedström og konu hans Lenu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Alf og Lenu Hedström dreymdi sömu nóttina að þau leituðu að móðurafa Alfs, Albert Simon Norling. Þau létu drauminn verða að veruleika og komu með minjagrip frá Svíþjóð til að leggja á leiði hans á Þingeyri. Norling á Þingeyri, þar sem hann hafði fasta búsetu í átta ár. Með honum á myndinni eru vinur hans Sigurður Breiðfjörð og Gunnar Sigurðsson frá Ketilseyri. í MARS árið 1908 fór Albert Simon Norling á hestvagni frá bænum Hede í Háijedalen til Noregs í vöruskiptaleiðangur ásamt fjölda samferðamanna. Kona hans, Ger- trud Norling, bjóst við honum nokkrum vikum síðar, en hann kom aldrei aftur og enginn veit hvers vegna. Spunnust sögusagnir þess efnis að hann hefði farist á skútu á leið til íslands og árið 1917 var hann úrskurðaður látinn þar sem ekkert hafði spurst til hans í níu ár. Raunin var samt sú, að Norling lifði til sjö- tíu og átta ára aldurs, en hann lést árið 1957 á Þingeyri við Dýrafjörð. Alf Hedström, dóttursonur Norl- ings heitins, hefur alla tíð haft áhuga á að vita um afdrif afa síns. Hann spurðist fyrir um hann ytra en þar var lítið um svör. Eftir að hann skrifaði bréf í Velvakanda Morgunblaðsins fóru hjólin að snú- ast og í kjölfar þess er hann kominn hingað til lands ásamt Lenu eigin- konu sinni til að vitja grafar afa síns. í gær hélt sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir minningarathöfn um Norling að ósk hjónanna og lögðu þau á leiði hans handmálaðan stein sem þau komu með frá Hede í Sví- þjóð. Hvarf sporlaust „Það er leyndardómur í kringum sögu hans,“ segir Alf um afa sinn. „Eg tel að eitthvað hafi komið fyrir í Noregi sem varð til þess að hann gat ekki snúið aftur til Svíþjóðar. Mér hefur verið sagt að hann hafi hvorki haft með sér peninga né pappíra og því virðist sem hann hafi þurft að láta sig hverfa mjög skyndiiega. Það er líkt og hann hafl þurft að flýja eitthvert," segir Aif. Allir fylgdarmenn Norlings sneru aftur en hann skilaði sér ekki til eig- inkonunnar og fjögurra ára dóttur þeirra í Svíþjóð. „Eg tel fullvíst að engir erfiðleikar hafi verið heima- fyrir og þeir sem þekktu til segja hvarf hans hafa verið mjög dular- fullt. Það er erfitt að finna skýringu á af hverju hann kaus að fara huldu höfði. Ef hann hefði til dæmis átt ástkonu mætti ætla að hann hefði undirbúið sig og tekið með sér ýmsa nauðsynlega hluti - en það gerði hann ekki.“ Aif kveður ömmu sína hafa forð- ast að ræða um Norling og hvarf hans. Hún hafi gifst aftur og eignast sex böm. „Annars staðar frá heyrði ég tvær útgáfur af afdrifum hans. Önnur var á þá leið að hann hefði drukknað undan ströndum Islands en hin að sjö manns hefðu farið frá Noregi til Islands, stigið á land en sökkt bátnum." Draumur kom þeim á sporið Þau hjónin Aif og Lena segja að áður fyrr hafi þau oft leitt hugann að því hvað gæti hafa gerst árið 1908 hjá Norland sem leiddi til brotthvarfs hans. Þar sem margir kváðu Alf mjög líkan móðurafa sín- um í útliti segist hann hafa leitt hugann oftar að þessari ráðgátu en aðrir ættingjar. Lengi hafði hann stefnt að því að leita duldra spora afa síns en kom sér fyrst að verki árið 1985 þegar þau hjónin dreymdi svipaðan draum sömu nóttina: „Eg hafði verið að lesa blað í Svíþjóð þar sem meðal annars var að finna grein um ísland," segir Lena. „Um nóttina dreymir mig svo að ég skrifi Albert Simon Norling leit svona út um það leyti sem hann lét sig hverfa. Þeim sem til þekkja þykir Alf dóttursonur hans slá- andi líkur honum. blaðamanninum og biðji hann að hjálpa okkur að hafa uppi á Simon Norling á íslandi. Mér fannst þetta mjög sérstakur draumur og lýsti honum fyrir Alf þar sem við sátum og drukkum morgunkaffi. Þá kom í ljós að hann hafði þessa sömu nótt einnig dreymt að hann væri að leita afa síns. í draumnum fannst honum við vera að leita að Norling í Reykjavík," segir hún og bætir hlæjandi við að þau hjónin séu ann- ars ekki samstiga i draumförum að öðru leyti. „Okkur fannst þetta svo- lítið sérstakt og trúum því að þar hafi verið um meira en tilviljun að ræða.“ Fengu svar við auglýsingu Lena og Alf skrifuðu árið eftir til sænska sendiráðsins á Islandi og báðu starfsmenn þess að athuga hvort einhver með nafninu Simon eða Albert Norling væri á skrá hjá þeim og hvort þeir gætu grennslast fyrir um hann. Skömmu síðar fengu þau svar um að enginn með því nafni hefði fundist. •Af rælni skrifuðu þau grein sem birtist í Velvakanda Morgunblaðs- ins sama ár. „Við bjuggumst alls ekki við neinum viðbrögðum," segir hann en það fór á annan veg. Ails fengu þau svör frá þremur einstak- lingum, Gunnari Haukssyni, Huldu Ólafsdóttur og Ólafi Agústssyni. Hulda, sem er nú látin, skrifaði þeim nokkur bréf og uppfræddi þau um Norling og sagði þeim að hann væri dáinn og grafinn á Þingeyri. Hún nefndi ýmis atriði sem hún taldi geta varpað ljósi á hvort um sama mann væri að ræða - sem og reyndist vera. Reyndar segist Alf á tímabili hafa óttast að einhver hefði t.d. tekið upp nafn afa síns og flutt til landsins, og að hann væri því hingað kominn á röngum forsend- um. En þegar menn á Dýrafirði hittu Alf velktist enginn þeirra í vafa um að þarna færi skyldmenni Norlings heitins, og hann segir að sér hafi létt við að heyra þær at- hugasemdir. Orðin margs vísari Til íslands komu hjónin síðasta þriðjudag og segja það löngu hafa verið orðið tímabært. „Eftir að við fengum vitneskju um að hann hvíldi hér vorum við ákveðin í að koma til Þingeyrar og skoða bæinn þar sem hann bjó, en það dróst samt í öll þessi ár,“ segir Alf. Hann kveður þau einnig hafa viljað finna fleiri brot tii að varpa ljósi á dulúðina sem grúfir yfir lífsferli Norlings - og hér hafa þau orðið margs vísari. Áður en Norling, eins og hann var alltaf kallaður, settist að á Þing- eyri hafði hann unnið víða á Islandi. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, húsasmíðameistara á Þingeyri, er staðfest að árið 1928 var Norling á Seyðisfirði, en þar múraði hann hús Ara Arnaldssonar sýslumanns. Hann mun einnig hafa verið í Eyja- firði og í Ólafsfirði 1930 og sumir segja hann hafa dvalið um tíma á Grænlandi. Vissulega gæti hann hafa verið á Islandi löngu fyrir 1928, en Ólafur Ásgeirsson bendir á að í þá tíð hafi eftirlit með búferla- flutningum ekki verið strangt. Það var tímanna tákn að árið 1948 var Norling skikkaður til að fá tilheyrandi pappíra frá Svíþjóð. Áð- ur hafði hann verið í landinu án fluttningsvottorðs en þurfti þess með til að fá skráð lögheimili á Þingeyri. Hann skrifaði því út til Sviþjóðar og fékk það sem vantaði. Fasta búsetu hafði hann upp frá því á Þingeyri til enda sinna ævidaga. Allir á Þingeyri þekktu Norling líkt og gjaman er í bæjarfélögum af þeirri staárðargráðu. Ólafur, sem bjó á Þingeyri og þekkti til Norl- ings, bendir á að fólki beri saman um að hann hafi aldrei talað um for- tíð sína né minnst á að hann ætti bam. Múrari og skósmiður Gunnar Sigurðsson kynntist Norl- ing fyrst þegar hann vann sem handlangari hjá honum. „Norling var lærður múrari, hann hlóð ofna með þeim hætti að það fór ekki milli mála að hann var fagmaður,11 segir Gunnar, sem síðar lærði af honum iðnina. Norling mun hafa steypt rör í hús og veggi og kveður Gunnar hann hafa innleitt þá tækni hér á landi. Hér á íslandi kvæntist Norling ekki en samkvæmt Gunnari átti hann nokkrar kæmstur og trúlofað- ist einu sinni. „Hann var glæsi- menni á götu og ljúfur til allra,“ lýs- ir Gunnar. Þegar hann hætti að múra vann Norling við skósmíði og var samkvæmt heimildamönnum lagtækur maður í alla staði. Þau Alf og Lena era mjög ánægð með að hafa komið hingað og segj- ast standa í þakkarskuld við þá sem lagt hafa þeim lið. „Það er svo fal- legt hérna að ég skil öðram þræði að afi minn skyldi vilja setjast hér að,“ segir hann og bætir við að hann hafi orðið hrærður þegar hann kom yfir hálsinn og leit bæinn augum. Þau hjónin segjast ekki hætt að reyna að leysa leyndardóminn um Norling og Álf bendir á að hann ætli að leita víðar fanga. „Okkur langar að fara til Noregs, en þar gætu leynst upplýsingar í gestabókum gamalla gistihúsa." Lena segir þau vilja vita allt um Norling og því væri gott að þeir sem gætu upplýst þau hefðu samband við Ólaf Ágússt- son. FRAMSÆKNI ALÞJÓÐA H LUTABRÉFASJÓÐURIN N 31,9% Hækkun sjóðsins Irá stofnun liítns 10. desember 1998 -m.v. I. ágúst 1999 OKKAR SÉRFRÆÐINGAR þín ávöxtun BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggit-á tnuisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.