Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HESTAR Enn við sama heygarðshornið Ég hélt satt að segja að Páll Sigurðsson, pró- fessor í lögfræði við Há- skóla Islands, hefði komist niður á jörðina og náð andlegu jafn- vægi vegna Hveravalla- málsins. Til marks um það hafði ég tvær ágæt- ar greinar hans í Morg- > unblaðinu, ritaðar fyrr á þessu ári, þar sem mál- efnalegur málflutningur var áberandi. En svo virðist alls ekki vera því að Páll geysist fram á ritvöllinn enn á ný í Morgunblaðinu föstu- daginn 13. ágúst sl. og eins og fyrr eru þau notuð breiðu spjótin og sem fyrr notar hann mál- flutning sem notaður var þegar sannfæra þurfti „pöpulinn" og því endurtekin sama lygin þangað til hún yrði álitin stóri sannleikur. Páll byrjar á því að lýsa atlögu fyrir- svarsmanna Svínavatnshrepps að hinu hófsama, friðelskandi og sann- leiksdýrkandi Ferðafélagi Islands. Hann kallar það harkalega árás sem í skjóli fámennis ráðist að fjöldasam- tökum þeim sem hann er málsvari fyrir. „Ja, miklir menn erum við Magnús minn“, að Svínvetningar undir for- ystu Jóhanns Guðmundssonar, odd- vita í Holti Svínadal, skuli leyfa sér að kanna og vinna að atvinnuskap- andi verkefnum í heimasveit sinni. Eða hvað mundir þú gera, Páll, ef at- vinnumöguleikar þínir yrðu skertir um allt að 50% á 10 ára tímabili? Mundir þú ekki líta í kring um þig? Ég er sannfærður um það að Svín- vetningar eru það miklir landvernd- armenn að þeir myndu aldrei stíga skrefínu lengra en skipulagsyfírvöld myndu leyfa hverju sinni og ég er sannfærður um að hugsanlegum rekstri Svínavatnshrepps var aldrei beint sérstaklega gegn hagsmunum Ferðafélags íslands á Hveravöllum, heldur þvert á móti. Ferðafélagi ís- lands var tilkynnt um allar hug- myndir Svínetninga fyrirfram og ekkert undan dregið. Jafnframt, ef ég man rétt, var spurt um skipulags- og stöðuleyfí hins nýja skála Ferða- félagsins, en ekki finn- ast neinir pappíi-ar um að borist hafi beiðni þar um til sveitarstjórnar eða bygginganefndar Svínavatnshrepps og því sjálfsagt að athuga hvort færa ætti skálann eða fjarlægja. Gamla skálann þótti eðlilegt að láta standa og var þar byggt á hefð og starfi Ferðafélags Islands sem og leyfa er gefin höfðu verið áður en til skipulagsréttar hrepps- ins kom. Slík var atlaga Svínvetninga að Ferða- félagi Islands. Ég hef áður bent á það að í dag ráði ef til vill önnur sjónarmið en beinlínis hugsjónir og á ég þar við peningasjónarmið. Ég hygg að tekjur Ferðafélags Islands myndu Hveravellir Ég hygg, segir Arnar -----------------------r- Einarsson, að tekjur FI myndu skerðast veru- lega ef einokunarað- staða þess yrði trufluð. skerðast verulega ef einokunarað- staða þess yrði rofin eða við henni haggað á einhvern hátt. Mér leik- ur forvitni á að vita hverjar niður- stöður hafa orðið á rekstri beggja skála Ferðafélags íslands á Hveravöllum undanfarin ár og skora á Pál Sigurðsson að birta þær niðurstöður. Við dómi Hæstaréttar Islands um eignarrétt á afrétti á Auðkúluheiði er ekkert að segja, jafnvel þótt hann hafi ekki fallið Svínvetningum í vil. Honum verður ekki hnekkt, nema lög breytist. Hitt þykir mér verra að lagaprófessorinn hrakyrðir sjálfan löggjafann, Alþingi Islendinga, fyrir að fallast ekki á sjónarmið Ferðafé- lags Islands varðandi skipulagsmál hálendisins. Það þykir mér sýna hið rétta andlit hans sjálfs og þess mál- flutnings sem hann telur sig hafa fram að færa fyrir hönd Ferðafélags íslands og verulegs fjölda annarra íslendinga. Þeir sem lásu grein Páls hljóta að lesa á milli lína að hann heldur því fram að Svínvetningar hafi ekkert vit á umhverfismálum og vinni leynt og ljóst að eyðileggingu á hálendinu í skjóli „illa fengins eða a.m.k. illa grundaðs skipulagsréttar", með öðr- um orðum þarna séu á ferðinni glæpamenn sem beri að stöðva með öllum ráðum áður en grimmdarverk þeirra sjái sér stað. Þetta finnst mér stórt upp í sig tekið, Páll, og illa sæma lagaprófessor við Háskóla ís- lands. Og ekki er hann hættur, hann lýs- ir yfír hver framvinda mála muni verða. Hinir fámennu Svínvetningar muni herðast í sókn sinni og við blind öfl sé að etja sem ekki verði unnið á nema með samstilltu átaki fjöldans. Þarna kemur „andlitið" enn í ljós á „hófsaman og friðsamlegan hátt“. Þarna sjáið þið úlfinn undir sauðargærunni og hvílíkur ofsi leyn- ist í málflutningi lagaprófessorsins. Síðan reynir hann, í háðulegum tóni, að gefa fyrirhuguðum framkvæmd- um Svínvetninga nöfn eins og Svín- vetningabúð, sem er í sjálfu sér mjög gott nafn og „Stóra hryllingsbúðin" . Þar sem hann enn sýnir andlitið, eða ef til vill sinn innri mann, því svona nafngiftir særa fólk og eiga ekkert að gera í málefnalega umræðu. Ég hef ekki trú á að Ferðafélag íslands né aðrir umhverfisverndar- sinnar afli sér samúðar með mál- flutningi eins og Páll Sigurðsson stundar. Það að hrakyrða þá sem aðrar skoðanir kunna að hafa er ekki til framdráttar. Ég held að Ferðafélag íslands, Svínvetningar og aðrir hagsmunaað- ilar eigi að reyna meira til þess að ná saman, þannig að friður og ein- drægni megi ríkja og allir geti vel við unað. Það gerist ekki ef skoðanir Páls Sigurðssonar verða hafðar að leiðar- ljósi. Höfundur er skólastjóri íHúnavallaskóla Austur- Húnavatnssýslu. Arnar Einarsson Morgunblaðið/Ásdís Frá veðreiðum Fáks í fyrra. Veðreiðar hefjast á Sýn annan sunnudag og verða alla sunnudaga út september. Veðreiðar hefjast um aðra helgi BYRJAÐ verður að sjónvarpa veð- reiðum Hestamannafélagsins Fáks á Sýn sunnudaginn 29. ágúst næst- komandi. Veðreiðamar verða síðan á skjánum allar helgar í september. Að sögn Þórðar Ólafssonar stjóm- armanns í Fáki reyndust veðreið- amar vinsælt sjónvarpsefni eftir til- raunir sem gerðar vom í fyrra. Veð- reiðamar verða með svipuðu sniði að öðru leyti en því að nú hefur ver- ið gengið til samstarfs við Islenska getspá og verður hægt að veðja bæði í gegnum síma og Netið. Suðurlandsmótið á Gaddstaðaflötum Funi frá Grænuhlíð og Sigurður Matthíasson efstir í B-flokki FUNI frá Grænuhlíð og Sigurður Matthíasson em efstir eftir for- keppni í B-flokki gæðinga á Suður- landsmótinu sem hófst á miðviku- daginn á Gaddstaðaflötum. Mikil þátttaka er á mótinu, en þar fer fram íþróttakeppni, gæðingakeppni, kapp- reiðar auk kynbótasýningar. Keppni hófst í B-flokki gæðinga og ungmennaflokki á miðvikudaginn og á fimmtudaginn fór fram keppni í A-flokki gæðinga og barna- og ung- lingaflokki. I dag fer fram öll for- keppni í íþróttagreinum. Á morgun, laugardag, hefjast kappreiðar kl. 8:30 og yfirlitssýning kynbótahrossa kl. 11. Að henni lokinni hefjast úrslit í öllum flokkum gæðingakeppninnar. Á sunnudaginn verða úrslit í öllum íþróttagreinum. Að sögn Moniku Pálsdóttur mótsstjóra vora skráningar í keppnisgreinar um 500. Auk þeirra eru á þriðja hundrað kynbótahross sýnd. í B-flokki gæðinga em Funi frá Grænuhlíð og Sigurður Matthíasson efstir með einkunnina 8,54 og aðrir inn í úrslit em Númi frá Miðsitju og Sigurður Sigurðarson með 8,53, Tumi Skjaldarvík og Baldvin Ari Guðlaugsson með 8,50, Fönix frá Tjarnarlandi og Þórður Þorgeirsson með 8,43, Garpur frá Krossi og Sig- urbjörn Bárðarson með 8,42, Kvistur frá Stóra-Hofi og Kristjón Kristjáns- son með 8,38, Skundi frá Krithóli og Sigurður Sigurðarson með 8,37 og Kormákur frá Kvíarhóli og Vignir Siggeirsson með 8,37. Hannes Hólmstein Gissurarson Fyrirspurn til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ÞEIR Helgi Hjörvar og Árni Þór Sigurðsson hafa nú báðir neitað því opinberlega, að Jón Olafsson í Skífunni hafi nokkum tíma veitt R-listanum einhverja ^ fjárhagslega fyrirgreiðslu. Eg ' ‘ skil þá svo, að þeir eigi meðal annars við það, að Jón hafi ekki leyst til sín auglýsingaskuldir R- listans hjá Islenska útvarpsfélag- inu (Stöð tvö og Bylgjunni), hvorki fyrir kosningarnar 1994 né 1998, svo að R-listinn skuldi honum, en ekki Islenska útvarps- félaginu, fyrir sjónvarpsauglýs- ingar sínar. Með þessu leggja þeir Helgi og Ámi Þór pólitíska framtíð sína að veði, því að þeir hljóta að sjálfsögðu tafarlaust að hætta afskiptum af stjórnmálum, reynist þeir segja ósatt um þetta mikla mál. Þó getur verið, að þeir viti ekki betur. Því spyr ég Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra, sem hefur fulla vit- neskju um allt þetta mál: Ert þú reiðubúin til að leggja pólitíska framtíð þína að veði með því að neita því alfarið opinberlega, að Jón Ólafsson í Skífunni hafi nokkurn tíma veitt R-listanum einhverja fjárhagslega fyrir- greiðslu, þar á meðal þá að greiða eða flytja á sitt nafn aug- lýsingaskuldir R-listans á Stöð tvö? Jafnframt spyr ég þig þriggja annarra spurninga. Hef- ur þú haldið samkvæmi í Höfða fyrir Jón Ólafsson og erlenda viðskiptavini hans? Er það rétt, að eiginmaður þinn sé á fullum launum hjá Jóni Ólafssyni? Og gætið þið hjónin komist af með 79 þúsund króna mánaðartekjur eins og Jón Ólafsson hefur sam- kvæmt skattframtali hans? Fá- ist Ingibjörg Sólrún ekki til að svara þessum spurningum mín- um hér í blaðinu, þá skora ég á fjölmiðla að spyrja hana þeirra, þótt ég búist raunar ekki við, að þeir fjölmiðlar, sem Jón og sam- starfsmenn hans ráða yfir, Dag- ur, DV, Stöð tvö og Bylgjan, geri það. Höfundur er prófessor í stjómmálafræði. Með blaðinu á morgun Dagskrá Menningarnætur Reykjavíkurborgar fylgir Lesbók á morgun. Taktu blaðið með í bæinn! óðor ' 03 - ysTin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.