Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 9 FRÉTTIR Forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans Stjórnmálamanna að grípa til byggðaaðgerða ÓLAFUR Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssíma Islands hf., segir að langar leigulínur verði alltaf dýrari en stuttar og að því leyti geti fyrir- tæki í strjálbýli, sem þurfa á slíkum línum að halda, staðið verr að vígi en sams konai' fyrirtæki til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ennfremur að Landssímanum sé ekki heimilt samkvæmt evrópskum reglum að láta allar leigulínur kosta það sama og því sé það í höndum stjórnmálamanna að grípa til ein- hverra byggðastyrkja á þessu sviði en ekki Landssímans. Ólafur getur þess einnig, vegna ummæla Svavars Kristinssonar, framkvæmdastjóra Islenskrar miðl- unar, í Morgunblaðinu í gær um að fyrirtækið hafi fengið tilboð frá Landssímanum upp á 350 þúsund krónur án virðisaukaskatts á mánað- arleigu á ATM-tengingu og að þess vegna hafi reikningur upp á 600 þús- und komið á óvart, að tilboð Lands- símans hafi hljóðað upp á 470 þúsund ki'ónur fyrir rnánaðarleigu en ekki 350 þúsund. „Eg veit ekki alveg hvað- an þessi 350 þúsund króna tala er komin, en það var einhver misskiln- ingur í kringum það að við gerðum upphaflega tilboð bara í Raufarhafn- arendann, upp á eitthvað tæplega 393 þúsund með virðisaukaskatti, en síð- an bættist Reykjavíkurendinn við og þá var tilboðið komið upp í 470 þús- und með virðisaukaskatti," segir Ólafur og bætir við að að teknu tilliti til afsláttar sem Landssíminn ætlar að bjóða Islenskri miðlun og nýlegrar lækkunar á gjaldskrá fyrir svokallaða Frame Relay-þjónustu muni íslensk miðlun borga 426 þúsund krónur á mánuði íyrir umrædda leigu, sem sé talsvert lægra en upphaflega tilboðið. Villur í reikningnum Um sex hundruð þúsund króna reikninginn sem barst Islenskri miðlun vegna mánaðarleigu á ATM- tengingu segir Ólafur: „Svavar hafði samband við okkur á mánudaginn og spurði út í þennan reikning og hefði verið ágætt að fá tíma til að svara honum án milligöngu fjölmiðla." Ólafur útskýrir að þegar reikningur- inn hafi verið skoðaður nánar hafi komið í ljós villur um einhverja tugi þúsunda króna og að auki hefðu 160 þúsund krónur af reikningnum verið vegna stofngjalda fyrir þjónustuna, sem eingöngu er rukkað fyrir einu sinni. Eftir hafi staðið rúmlega 330 þúsund krónur. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu er gjaldskráin fyrir leigu- línur í endurskoðun og að sögn Ólafs má gera ráð fyrir því að gerðar verði tillögur um að lækka leiguverðið á löngu línunum. „Með nýjum kostnað- anitreikningum sjáum við að löngu línurnar eiu of dýrar hjá okkur. Stuttu línurnar í þéttbýli, hvort sem er úti á landi eða hér á höfuðborgar- svæðinu, hins vegar eru í rauninni verðlagðar undir kostnaðarverði, svo það kann að vera að þær þurfi að hækka eitthvað svolítið. En þó að þessi endurskoðun gangi í gegn breytir það ekki því að langar leigu- línur verða alltaf dýrari en stuttar og þar af leiðandi munu kannski fyrir- tæki í strjálbýli alltaf standa verr að vígi hvað þetta varðar en fyrirtæki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Ólafur heldur áfram og segir að Landssímanum sé ekki heimilt sam- kvæmt evrópskum reglum að láta allar leigulínur kosta það sama. Það sé ekki í samræmi við nein viðskipta- eða kostnaðarlögmál og auk þess þekkist það ekki. hjá símafyrirtækj- um í Evrópu að leigulínur kosti það sama óháð lengd. „Ef menn eru að tala um að landsbyggðin eigi að greiða sama verð fyrir leigulínu, óháð lengdinni, held ég að þar verði menn nú frekar að leita til stjórn- málamanna og kanna hvort þeir telji nauðsynlegt að grípa til einhverra byggðastyrkja á þessu sviði heldur en að ætla að leggja það á fyrirtæki, sem ber að reka á arðsemisgrund- velli, að framkvæma byggðastefn- una.“ NÝJA VÖR Fréttir á Netinu ég'mbl.is ■ SIÐUSTU DAGAR Föstudag til þriöjudags 10% aukaafsláttur viö kassann SKÚVERSLUN KÓPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.