Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 34
J84 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Ný hugsun og gömul rGömul hugsun og ný takast á í deilum um skipulags- og umkverfismál. N ý hugsun og gömul mætast með óvenju skýrum hætti á Islandi um þessar mundir. Þau átök, sem orðið hafa um umhverfís-/skipulagsmál og dreifða eignaraðild að fjármála- fyrirtækjum, eru til marks um viðhorfsbreytingu, sem orðið hefur í samfélaginu á undra- skömmum tíma. Jafnframt hljómar nú hærra en fyrr sú krafa almennings að þjóðin skuli ekki öldungis ofurseld vilja stjómmálamanna; umboðið sem þeir leiti náðarsamlegast eftir á fjögurra ára fresti feli ekki í sér að þeim sé treyst til að ráða öllu án þess að ráðfæra sig við lýðinn í landinu. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra gerir sér sýnilega ekki ljóst hversu mikið vægi sá mála- VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson flokkur, sem henni hefur verið trúað íyr- ir, hefur öðlast í huga íslensku þjóðarinnar. Það er með miklum ólíkindum að ráðherra sé í svo litlum tengslum við eigin sam- tíma. Sjálfhverf ummæli Sivjar Friðleifsdóttur eftir ferð um fyr- irhuguð virkjanasvæði á hálend- inu eru birtingarform bernsku og viðbrögð flokkssystkina ráð- herrans eru til marks um að hann hafi náð umtalsverðri ferð niður „fitugu stöngina" svo vísað sé til lýsingar Disareli á enda- lausri viðleitni stjórnmála- mannsins til að fá svalað metn- aði sínum og komast á toppinn. Viðhorf íslendinga til umhverf- ismála hefur gjörbreyst á einung- is fáeinum árum. Þessi nýja hugs- un kemur á hinn bóginn ekki á óvart þeim, sem hafa fyrir því að fylgjast lítillega með þróun þjóð- málaumræðu í nágrannaríkjun- um. Að því hlaut að koma að um- hverfismál öðluðust svipað vægi í hugum íslendinga og annarra þjóða Vestur-Evrópu. Áður fyrr var sagt að íslendingar væru jafnan tíu árum á eftir nágranna- þjóðunum í slíkum efnum;það tæki áratug að flytja hingað til lands ný viðhorf erlendis frá. Nú er þessi „biðtími" sýnilega að styttast. Fyrir einungis nokkrum árum voru þeir sem höfðu lifandi áhuga á umhverfísmálum í besta falli taldir sérvitringar. Nú gildir hið gagnstæða. Um Fljótsdalsvirkjun gildir að upplýsingar skortir. Um- hverfismat þarf að liggja fyrir áður en málinu er vísað til þjóð- arinnar. Þeir, sem hyggjast knýja þetta mál fram í krafti gamallrar hugsunar vald- hrokans, eru að kalla yfli' sig harðan dóm sögunnar. Þessi gamla hugsun stjórn- málastéttarinnar er á hinn bóg- inn ekki bundin við Siv Friðleifs- dóttur. Hún hefur einnig birst í þeirri ákvörðun að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll. Við blasir að staðsetning flugvallarins er afleit, einkum með tilliti til ör- yggissjónarmiða. Óhjákvæmi- legt er að flugvöllurinn verði fluttur og ákvörðun um að end- urbyggja hann lýsir lygilegri skammsýni. í ágústmánuði 1988 fórst tveggja hreyfla flugvél í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Vélin stakkst niður milli Hringbrautar og norður-suður-flugbrautar, rúmum 50 metrum sunnan Hringbrautar, en þá var þung umferð um götuna til austurs og vesturs. Mátti engu munu að stórslys yrði. Með þessari flugvél fórust þrír menn. Þeir voru hins vegar allir útlendingar. Fullyrt skal að kröfur um flutning flugvallarins hefðu magnast um allan helming hefðu Islendingar týnt lífi í slysi þessu. Jafnframt skal fullyrt að búið væri að loka Reykjavíkur- flugvelli hefði flugvélin skollið niður á Hringbrautina. Að óreyndu hefðu fáir trúað því að stjórnmálamenn telji verjandi að viðhalda þeÚTÍ áhættu, sem fylgir svo mikilli flugumferð í nágrenni við byggð og umferð- aræðar. Að auki fylgir flugvellinum mengun og hávaði, sem m.a. spillir stórlega ánægju þeirra sem njóta útivistar í Öskjuhlíð- inni, réttnefndri perlu Reykja- víkur. En stjórnmálamennirnir ætla ekki að láta þar við sitja. Nú hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra upplýst að hann dreymi um að eyðileggja Öskjuhlíðina með aðstoð einka- framtaksins. Framtíðarsýn ráð- herrans er sú að þar rísi „alls- herjar samgöngumiðstöð" með þeirri mengun og hávaða, sem mikiili umferð bifreiða myndi fylgja. Reykvíkingar hljóta að treysta á að duglitlir þingmenn þeirra sýni loks einhvern lit og stöðvi þessi fráleitu áform vald- herrans. Sturla Böðvarsson er hins vegar ekki einn á báti frekar en starfssystir hans Siv Friðleifs- dóttir. Borgaryfirvöld bera einnig pólitíska ábyrgð á ákvörðun um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Ekki virðist hafa hvarflað að borgar- stjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að bera bæri þessa ákvörðun undir Reykvíkinga. Slíkt hefði á hinn bóginn verið eðlilegt og í samræmi við nú- tímalega stjómsýslu. Um leið hefði gefist tækifæri til að kanna hug borgarbúa til húsbygginga í Laugárdal, sem nú er áformað að rísi þar í samræmi við það hamslausa skipulagsæði er runnið hefur á ráðamenn bæði í Reykjavík og í landsstjórninni. Komandi kynslóðii' munu furða sig á framgöngu þeirra stjórnmálamanna, sem telja sig nú geta hundsað vilja almenn- ings í umhverfis- og skipulags- málum. Hið sama gildir um þá stjómmálamenn, sem hyggjast leiða hjá sér þá sjálfsögðu kröfu almennings að tryggð verði dreifð eignaraðild að þeim ríkis- reknu fjármálastofnunum, sem ákveðið hefur verið að einka- væða. Líkt og þjóðfélagið sættir sig ekki lengur við að vera ofur- selt ákvörðunum nokkurra stjórnmálamanna mun það ekki heldur una því að fjármálakerfið lúti vilja fáeinna eignamanna. Gömul hugsun er að víkja fyr- ir nýrri á Islandi. Krafa tímans er sú að ákvarðanir á borð við þær, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, séu bornar undir almenning. Tími þeirra stjórn- málamanna, sem telja sig geta brotið allt og alla undir vilja sinn, er blessunarlega brátt á enda. Ranghugmyndir um starf fyrirsætunnar UNDANFARIN ár höfum við endrum og eins heyrt eða lesið neikvæða gagnrýni ýmissa aðila á starf og starfsumhverfi fyrir- sætunnar. Yfirleitt er um persónulegt álit fólks að ræða, sem ekki tekur að eltast við að andmæla, enda hafa allir rétt á sínum skoð- unum. Við hjá eskimo models gerum okkur fulla grein fyrir því að fyrirsætuheimurinn mun alltaf vera um- deildur þar sem hann byggist að mestu leyti á útliti. I helgarblaði DV síðastliðinn laugardag (15.8.) birtist hins vegar viðtal Súsönnu Svavarsdóttur við Línu Rut Wilberg, listmálara og förðunarfræðing, þar sem hún er sögð „segja sannleikann" um mód- elkeppnir og störf fyrirsætunnar. Og þar sem sá „sannleikur" Línu Rutar er ekki hinn sami og við upplifum daglega í okkar starfi, getum við ekki setið á okkur að koma á framfæri okkar skoðun og leiðrétta ákveðinn misskilning sem kemur fram í viðtalinu. Fyrst viljum við benda á að Lína Rut segir að íslenskar stúlkur eigi sér litla von um að gera það gott sem íyrirsætur sökum líkamsbygg- ingar þeirra. Þetta er rangt. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í að leiðrétta þessa vitleysu heldur nægir að nefna nöfn kvenna á borð við Guðrúnu Bjarnadóttur, Thelmu Ingvarsdóttur, Maríu Guðmunds- dóttur, Brynju Sverrisdóttur og Berthu Maríu Wagfjörð. Allt eru þetta konur sem hafa náð langt er- lendis sem fyrirsætur. Nýjasta og nærtækasta dæmið er Elísabet Davíðsdóttir, sem prýddi forsíðu franska Vogue síðasta vetur. Og Elísabet er langt frá því að vera „brjósta- og mjaðmalaus eins og Þórey Vilhjálmsdóttir fermingardrengur", sem er að sögn Línu Rutar skilyrði fyiir því að „komast áfram í módelstörfum", og auk þess er hún bless- unarlega laus við „al- varlegt magavanda- mál“ og notar ekki „dóp“, en Lína Rut fullyrðir að hvort- tveggja sé mjög al- gengt meðal þeirra sem stunda fyrirsætu- störf. Elísabet er þvert á móti líkamlega og andlega mjög heil- brigð stúlka. Lína Rut ræðir einnig um svokallaða módelskóla í viðtalinu við Súsönnu. Við hjá eskimo models höfum aldrei rekið Fyrirsætustörf Þar sem „sannleikur“ Línu Rutar er ekki hinn sami og við upp- lifum daglega 1 okkar starfí, segir Þórey Vilhjálmsdóttir, getum við ekki setið á okkur að koma á framfæri okkar skoðun og leið- rétta ákveðinn mis- skilning sem kemur fram í viðtalinu. slíkan skóla, en við höldum fyrir- sætu- og framkomunámskeið, sem Lína Rut virðist einnig vera að tala um. Námskeið okkar eru ekki aug- lýst með gylliboðum til ungra stúlkna um bjarta framtíð sem fyr- irsætur, eins og Lína Rut lætur liggja að í viðtali sínu, heldur er öll- um stúlkum sem áhuga hafa á fyr- irsætustörfum, hvort sem þær hafa erindi eða ekki í þau störf, boðið að taka þátt og kynnast þessum heimi. Á námskeiðunum fá þær upplýsingar um út á hvað starf fyr- irsætunnar gengur, kennd er tján- ing og rætt er um fíkniefnaforvarn- ir. Markmiðið með námskeiðunum er fyrst og fremst að stúlkurnar séu ánægðar og öðlist meira sjálfs'- traust. Það er hins vegar stað- reynd að á þessum námskeiðum höfum við fundið flest allar okkar efnilegustu fyrirsætur. Einnig má benda á að það sama gildir um fyr- irsætu- og framkomunámskeiðin og mörg önnur áhugamál stúlkna á þessum aldri, þær taka til dæmis þátt í dansnámskeiðum þótt þær ætli sér ekki endilega að verða at- vinnudansarar á Broadway. Margt hefur breyst síðan Lína Rut var að vinna við fyrirsætustörf. Á þeim árum fóru stúlkur í mörgum tilvik- um einar til annarra landa að vinna. Allar þær stúlkur sem fara til útlanda á okkar vegum eru und- ir eftirliti okkar og foreldra sinna. I viðtalinu segist Lína Rut hafa hætt afskiptum af módelbransan- um „vegna þess að módelin í þess- um bransa eru upp til hópa leiðin- leg. Þetta eru krakkar." Vonandi er þetta ekki almenn afstaða Línu Rutar til „krakka“, en við viljum hér með bjóða hana velkomna í heimsókn til eskimo models til að kynna sér starfsemina og kynnast öllu því skemmtilega unga fólki sem starfar á okkar vegum. Það væri leiðinlegt ef hún þyrfti að byrja forðunarnámskeið sín, þar sem hún leggur meðal annars áherslu á módelförðun, á því að út- skýra hversu „leiðinlegir" væntan- legir viðskiptavinir förðunarnem- anna eru. Höfundur er nnnur eignndi eskimo models. Osóminn innsiglaður MIÐVIKUDAGINN 18. ágúst birtist lit- mynd í Morgunblaðinu af þremur mönnum sem sátu við dúkað borð í sólskini, fánum skrýtt og flugvél í bak- sýn enda myndin tekin á Reykjavíkurflugvelli. Fyrirsögn fréttarinnar var þessi: „Ekki tjald- að til einnar nætur“. Allir vita hvað hér er á ferð, undirritun Flug- málastjómar, sam- gönguráðuneytis og Istaks um byggingu nýs flugvallar á rótum gamla Reykjavíkur- flugvallar, enda er kostnaður áætl- aður eittþúsund og fimmhundruð milljónir. Sjaldan er kostnaðará- ætlun nema aðeins hluti af raun- verulegu verði enda möguleiki á miklum umsvifum á hinum nýja velli að sögn Flugmálastjómar. Ráðherra samgöngumála sagði: „Ekki tjaldað til einnar nætur,“ og hvað merkir það! Hér skal flug- völlur vera um ófyrir- séðan tíma!! Ekki sáust neinir fulltrúar Borgarstjómar Reykjavíkur á bak við valdsmennina, er það furðulegt, eins og for- ystumenn borgarinn- ar láta oft sjá sig í sjónvarpi og dagblöð- um á litmyndum. Hafa þeir ef til vill ekki góða samvisku í þessu máli? Ráðherra undirstrikar skýrt: „Eg ítreka að völlur- inn er endurbyggður í fullri sátt við borgar- yfirvöld.“ Nú vita það allir að mjög stór hópur Reykjavíkurbúa er alger- lega andvígur því að viðhalda flug- velli í hjarta Reykjavíkur, en sjón- armið þeirra eru sniðgengin og ekki tekið mark á þeim og ekki reynt með neinu móti að koma til móts við þennan stóra hóp. For- svarsmenn Reykjavíkurlistans og D-listans virðast vera sammála um Flugvöllurinn Flest flugslys verða við lendingu eða flugtak, segir Ragnar Fjalar Lárusson. Guð gefí að hann verndi borgina frá slíkri ógn. a.m.k. eitt mál og það er þetta: að flugvöllurinn skuli vera um ófyrir- sjáanlegan tíma í hjarta höfuð- borgarinnar með öllum þeim óþægindum, m.a. hávaða og meng- un, sem þeim fylgja og þeirri miklu hættu sem alltaf'vofir yfir. Margar ágætar greinar í blöðum og viðtöl í fjölmiðlum hafa komið fram að undanförnu frá þessum hópi og er ekki ástæða til að end- urtaka þau réttmætu sjónarmið hér, en ég vil þó enn ítreka að mik- il hætta fylgir flugvellinum. Flest flugslys verða við lendingu eða flugtak og varla getum við hugsað þá hugsun til enda, að flugvél brot- lenti í miðborginni í aðflugi að vell- inum, en stóra slysið vofir yfir. Guð gefi að hann verndi borgina frá slíkri ógn, þó að stjórnvöld og borgaryfirvöld stuðli óbeint að slíku. Eru rimlagurdíniirnar óhreinar! Vi& hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúö. Sækjum og sendum ef óskab er. rsíýja Xaékmhreinsunin Silhtímar 35 • Slmll 533 3634 • OSMi 897 3634 Ragnar Fjalar Lárusson Höfundur er prestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.